Morgunblaðið - 06.03.2012, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Leik- og söngkonan Kristjana Skúla-
dóttir hefur frá sokkabandsárum sín-
um verið aðdáandi tónlistar stríðs-
áranna. „Vera Lynn var oft sungin í
sturtunni og ég hef alltaf verið hrifin
af tónlistinni sem kom til landsins á
árum seinni heimsstyrjaldarinnar,“
segir Kristjana sem verður með
þrenna tónleika um söngkonur stríðs-
áranna í Reykjavík, á Flúðum og
Hvolsvelli.
„Það verða flutt lög sem voru vin-
sæl í síðari heimsstyrjöld með Mar-
lene Dietrich, Veru Lynn, Edith Piaf
og fleiri söngkonum sem gerðu garð-
inn frægan á þessum örlagaríka tíma í
mannkynssögunni. Þetta verður hvort
tveggja söngur og frásögn um afrek
þessara kvenna á stríðsárunum.“
Ásamt Kristjönu verða Vignir Þór
Stefánsson á píanó, Gunnar Hrafns-
son á bassa og Matthías Hemstock á
trommur. „Hljómsveitin hefur enn
ekki fengið neitt nafn en það mætti
kalla þetta Hersveitina sem fer um
landið að syngja og skemmta fólki.“
Hetjurnar heima fyrir
Sjaldan í sögu mannkynsins hefur
jafn mikið verið undir og í síðari
heimsstyrjöldinni. Bretar stóðu um
tíma einir gegn ógn alræðis og eyði-
leggingarmætti þriðja ríkisins. Á með-
an ungir menn börðust og létu lífið
fyrir frjálst þjóðskipulag börðu lista-
menn, og þá ekki síst ungar söng-
konur, kjark og þor í breska þjóðarsál.
„Þegar ég fór að kynna mér betur
þátt tónlistar og lista á þessum tíma
komst ég að því að það voru ríkisstofn-
anir bæði í Bretlandi og Bandaríkj-
unum sem sáu um að útvega bæði her-
mönnum og borgurum andlegt fóður í
þeirri von að efla baráttuþrekið. Lista-
fólk landanna var fengið til liðs við
þessa starfsemi og þar voru nokkrar
söngkonur sem þóttu sérstaklega
áhrifaríkar. Það má segja að þær hafi
verið á hliðarlínunni á vígvellinum og
hvatt liðið áfram. Það hefur verið mik-
ilvægt að berja kjark í stríðshrjáða
þjóð eins og Breta með tónlist sem gat
tekið huga fólks frá stríðinu, þó ekki
væri nema um stundarsakir.“
Innrásin á Ísland
Ísland var ekki útundan í tónlistar-
lífi stríðsáranna og hingað til lands
fluttu breskir og bandarískir hermenn
með sér tónlist og menningu sem var
landanum ókunn. „Það flæddi ný og
spennandi tónlist inn í landið með her-
námsliðinu en bæjarbúar Reykjavíkur
og landsmenn almennt börðust marg-
ir hverjir af mikilli heift gegn þessari
frumskógartónlist sem ærði unga
fólkið. Það vakti líka mikla hneykslan
þegar íslensk stúlka steig á svið og
flutti þessa tónlist með tilheyrandi dilli
en það var Hallbjörg Bjarnadóttir.“
Kristjana mun fara stutt yfir sögu og
þróun íslenskrar tónlistar á þessum
tíma og segja frá viðbrögðum bæj-
arbúa við þessum útlendu áhrifum.
Fyrstu tónleikar hennar verða í Iðnó
9. mars.
Tónlistin og hetjurn-
ar heima fyrir
Tónleikar um söngkonur stríðsáranna verða í Iðnó á föstudaginn
Klassísk Söngur stríðsáranna er löngu orðinn klassískur og mun Kristjana
Skúladóttir gera lögum frá þeim tíma góð skil á tónleikum um næstu helgi.
Bíólistinn 2.-4. mars 2012
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Svartur á Leik
Journey 2: The Mysterious Island
TheWoman In Black
This Means War
A Few Best Men
Ghost Rider: Spirit of Vengeance 3D
Safe House
Un monstre à Paris (Skrímsli í París)
Alvin og íkornarnir 3
Beauty And The Beast 3D
Ný
1
Ný
3
5
2
6
7
10
8
1
2
1
3
3
2
4
4
12
3
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Íslenska stórmyndin Svartur á leik
sló öllum Hollywood-myndum helg-
arinnar við og fóru 8.543 ein-
staklingar að sjá myndina . Alls
fóru 3.333 á stórmyndina Journey
2: The Mysterious Island með þeim
Dwayne Johnson og Michael Caine
sem er í öðru sæti aðsóknarlista
helgarinnar. Svartur á leik fjallar
um undirheima Reykjavíkur og
kynslóðaskiptin sem urðu um alda-
mótin. Í þriðja sæti aðsóknarlistans
er hryllingsmyndin The Woman In
Black eftir James Watkins. Í mynd-
inni sem fjallar um draug konu sem
hrellir íbúa í litlu þorpi leikur m.a.
Daniel Radcliffe sem er líklega
þekktastur fyrir hlutverk sitt sem
hinn ungi Harry Potter. Gaman- og
spennumyndin This Means War
fellur niður um eitt sæti og situr í
fjórða sæti listans en hún hefur ver-
ið á listanum í 3 vikur. Af topp-
myndum listans fellur mynd Nicol-
as Cage, Ghost Rider: Spirit of
Vengeance 3D, mest og fer úr 2.
sæti listans í það sjötta en hún kom
ný inn á listann fyrir viku og er
framhald af ævintýri og spennu
söguhetjunnar Johnny Blaze sem
gerði samning við djöfulinn og
vinnur hans verk.
Bíóaðsókn helgarinnar
Íslensk stórmynd
á toppi listans
Stórmynd Svartur á leik fer vel af stað og hafa fáar íslenskar kvikmyndir
náð eins miklum hæðum á frumsýningarhelgi sinni.
Kjartan Þorbjörnsson, Golli, var
verðlaunaður fyrir myndröð ársins
þegar Blaðamannaverðlaun Blaða-
mannafélagsins voru afhent í Gerð-
arsafni á laugardaginn. Samhliða af-
hendingunni var árleg sýning
Blaðaljósmyndarafélags Íslands á
bestu myndum ársins 2011 opnuð en
aðrir ljósmyndarar sem voru verð-
launaðir voru Eyþór Árnason (um-
hverfismynd ársins og í flokknum
„daglegt líf“), Kristinn Magnússon
(íþróttamynd ársins og tímarita-
mynd ársins), Rakel Ósk Sigurð-
ardóttir (portrettmynd ársins),
Daníel Rúnarsson (fréttamynd árs-
ins sem var og valin mynd ársins).
Í myndröð Golla er fylgst með
baráttu ungs drengs, Gunnars
Hrafn Sveinssonar, og fjölskyldu
hans við hvítblæði. Í umsögn dóm-
nefndar segir m.a.: „Myndröðin er
sérlega sterk og sýnir allt litróf til-
finninga; sorg, gleði, áhyggjur, von,
umhyggju og ást …“
Golli segist mjög ánægður með
viðurkenninguna en þetta verkefni
sé enn í gangi og hafi nú verið í rúm-
lega tvö ár.
„Það er enn verið að fylgjast með
drengnum og ég þar af leiðandi líka.
Það mátti bara senda inn átta mynd-
ir þannig að þetta er bara örlítið brot
af því sem ég hef verið að gera.
Ég reyndi að vera eins sannur og
ég gæti og notaði t.d. ekki flass, skar
ekki myndirnar o.s.frv.. Þetta ferli
hefur eðlilega tekið á tilfinningalega,
ég hafði aldrei hitt drenginn áður en
í gegnum þetta hefur orðið til mikill
og fallegur vinskapur á milli fjöl-
skyldu hans og minnar. Það var á
köflum erfitt að vera inni í þessu og
undarlegt að hafa upplifað erfiðan
dag á sjúkrahúsinu, koma svo heim
og vera ánægður með myndirnar.
Þessu fylgdi því viss tilfinningaleg
togstreita.“ arnart@mbl.is
Verkefni sem tók á
Bestu blaðaljósmyndir ársins sýndar í Gerðarsafni
Kjartan Þorbjörnsson, Golli, á myndröð ársins
Ljósmynd/Golli
Nánd Signý Gunnarsdóttir, móðir Gunnars eða Krumma, vakir yfir afkvæminu.
FT
FBL
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJU
DAGSTI
LBOÐ
MBL
DV
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI
YFIR 10.000 MANNS
Á 5 DÖGUM!
Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN
H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
SVARTUR Á LEIK KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
SVARTUR Á LEIK LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
TÖFRATENINGURINN KL. 3.40 L
HAYWIRE KL. 5.50 - 8 16
GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.50 - 8 - 10.15 12
THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14
STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10
SAFE HOUSE KL. 10.10 16
SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.40 L
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
SVARTHÖFÐI.IS
FRÉTTABLAÐIÐ
SVARTUR Á LEIK KL. 6 - 8 - 10 16 / THIS MEANS WAR KL. 6 14
GHOST RIDER 2 3D ÓTEXTUÐ KL. 10 12 / HAYWIRE KL. 8 16
SVARTUR Á LEIK KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
TÖFRATENINGURINN KL. 6 L
GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 12
THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14
STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.15 10
THE DESCENDANTS KL. 5.30 L
LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L
FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND MEÐ ÍSLENSKU TALI