Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2 6. M A R S 2 0 1 2  Stofnað 1913  72. tölublað  100. árgangur  VAR SPURNING UM KARLMENNSKUNA EÐA SJÁLFT LÍFIÐ BRUMIN ÞRÚTNA EYSTRA ÆSKAN ER ÖLDUNGIS YNDISLEG BLÍÐUR VETUR 12 MÚSÍKTILRAUNIR 34-37BLÖÐRUHÁLSKRABBI 10 Einmuna blíða var við Mývatn á laugardaginn og mátti þá aldrei þessu vant sjá menn dorga á vatninu. Þeir sátu þar á skörinni Gylfi Yngvason og Sigurður Mar- teinn og nutu stundarinnar, þó litlar sögur fari af veiðinni. Það er vissulega ævintýralegt um að litast á veiðistaðnum við ísröndina. Staðurinn heitir við Geilarauga skammt norður frá Höfða. Það sér í Hrútey og fjær á Vindbelgjarfjall. Það eru fá- ir sem gefa sér tíma til þess núorðið að fara að dorga á Mý- vatni. Til margra ára hefur lítið sem ekkert veiðst þó setið hafi verið á skörinni. Þó veiddist fallegur silungur sem gladdi veiðimenn á bleikjuveiðitímabilinu sem varði í tvær vikur framan af mars. Ævintýralegur veiðistaður við ísröndina Morgunblaðið/Birkir Fanndal  Hafinn er und- irbúningur að því að breyta DC-3 flugvélinni Páli Sveinssyni í far- þegavél en Þristavinafélagið sér um rekstur vélarinnar sem var um árabil notuð til farþega- flugs hjá Flug- félagi Íslands og síðan til áburðarflugs. Þetta myndi auka notagildið og hjálpa til við reksturinn en núna þarf að fá styrkt- araðila fyrir hvert flug. Norrænu þristavinafélögin reka öll DC-3 flug- vélar sem farþegavélar og afla tekna til rekstrarins með því að bjóða útsýnisflug. »2 Þristinum verði breytt í farþegavél Vélin Páll Sveins- son var áður Land- græðsluvél.  Stjórnendur Matfugls ehf. gagn- rýna harðlega frumvarp um breyt- ingar á tollkvótum vegna innflutn- ings búvara og segja stuðningskerfi landbúnaðarins umbylt á einni nóttu án þess að rekstraraðilar fái hæfi- legan aðlögunartíma eða þeim sé bættur skaðinn. Neytendasamtökin segja brýnt að innlendum af- urðastöðvum verði ekki úthlutaður kvóti. Samtök verslunar og þjón- ustu segja frumvarpið hafa veru- lega skaðleg áhrif á innflytjendur, neytendur og samkeppni. »18 Hörð gagnrýni úr ólíkum áttum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, telur áform um leigupott í nýja kvótafrumvarpinu munu skaða sjávarútveginn. „Eins og fleiri hugmyndir sem komið hafa fram í umræðum um endurskoðun fiskveiðistjórnarkerfis- ins mun þetta leiða til þess að íslensk- ur sjávarútvegur verður óhagkvæm- ari. Með því er verið að búa til hóp leiguliða sem vita ekkert um sína framtíð. Þeir vita ekki hvaða heimildir þeir fá til að veiða eða á hvaða verði. Þessar útgerðir hafa engan rekstrar- grundvöll og það hefur sýnt sig í gegnum tíðina í allt of mörgum til- vikum að þeir aðilar sem eru kvóta- lausir og hafa leigt til sín aflaheimildir hafa ekki gert með réttum hætti upp við sjómenn.“ Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, staðfestir að leigupotti frumvarpsins sé ætlað að opna fyrir nýliðun í greininni. En samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er mark- miðið að potturinn verði ekki undir 20.000 þorskígildistonnum. Ríkið fengi minni tekjur Einnig hefur komið fram að hækka eigi veiðigjald verulega og segir Frið- rik þær hugmyndir varhugaverðar. „Það er alveg ljóst að ef farið verð- ur út í að hækka veiðigjaldið verulega frá því sem nú er mun það hafa gríð- arlegar afleiðingar. Það þýðir að fyrirtækin geta ekki fjárfest. Þau drabbast niður. Við yrðum að lækka laun og annan kostnað og ríkissjóður situr uppi með minni tekjur en ella og við yrðum með veikari sjávarútveg.“ „Skattlagning á landsbyggðina“ Bergur Kristinsson, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum, varar eindregið við hækkun veiðigjalds. „Þetta er að mínu mati landsbyggð- arskattur. Þetta er ekkert annað. Ef það á að sérskatta landsbyggðina þá endar það með hryllingi. Við getum ekki endurnýjað skipin okkar og við getum ekki gert eitt eða neitt. Veiði- gjaldið er skattlagning á landsbyggð- ina,“ segir Bergur sem varar líka við leigupottaleiðinni. „Ef ríkið ætlar að fara að taka að sér leigumiðlun með kvóta hefur barátta okkar verkalýðs- samtaka gegn bruðli og sóun verið til einskis. Ég vil nefna sem dæmi að við töpuðum gríðarlega miklu á strand- veiðum. Þær leiddu til fjórðungsverð- lækkunar á þorski.“ Potturinn býr til „hóp leiguliða“  Framkvæmdastjóri LÍU varar við leigupottaleiðinni  Miðað við minnst 20.000 tonna pott í nýju kvótafrumvarpi Breytingar Nýja kvótafrumvarpið verður kynnt opinberlega í dag. MForræðið frá útgerð »4 Dr. Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði, segir Alþingi setja ofan með því að spyrja almenning í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort þingmenn megi leggja fram frumvarp til breytinga á stjórnar- skrá. Hún leggur til að fyrri spurn- ingunni í þingsályktunartillögunni verði sleppt og að fremur verði fjölgað efnislegum spurningum, sé það vilji þingsins að þjóðin aðstoði við frumvarpssmíðina. Stefaníu virðist sem meirihlutinn efist um umboð sitt til að sinna stjórnarskrárbundnum störfum og vill að hugtök um „þjóðareign“ og „auðlind“ verði skilgreind áður en þjóðin verði spurð. »6 Morgunblaðið/Golli Skoðanaskipti Tekist á um málið. Gagnrýn- ir þingið  Segir Alþingi setja ofan með tillögunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.