Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012
Verslun Tunguhálsi 10
Opið mán.-fim. 8:00-17:30
fös. 8:00-17:00
Sjóuð vörumerki
www.kemi.is
Skoðaðu nýju
heimasíðuna okkar
Margra ára farsæl þjónusta
Söngleikurinn Hver er ég? í flutningi unglinga í
8.-10. bekk í Hlíðaskóla var frumsýndur um síð-
ustu helgi fyrir fullu húsi áhorfenda. Þótti sýn-
ingin, sem fjallar um undirheimana og ógn fíkn-
arinnar fyrir ungt fólk, hafa takist vel og ríkti
hátíðarstemning í salnum. Anna Flosadóttir,
kennari við skólann, leikstýrir sýningunni en hún
hefur um áraraðir unnið ötullega að því að kynna
unglingum í skólanum listir og menningu. Sjötta
og jafnframt síðasta sýningin fer fram næstkom-
andi þriðjudag klukkan 19.30 og er athygli vakin
á því að þessi sýning er táknmálstúlkuð.
Söngleikur um ógn fíknarinnar fyrir ungt fólk settur upp í Hlíðaskóla
Morgunblaðið/Ómar
Unglingar syngja um undirheima
SVIÐSLJÓS
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Það er verið að tala um að skipta
fiskveiðistjórnunarkerfinu í tvo
hluta. Í fyrsta lagi nýtingarleyfin,
þ.e. samninga eða leyfi sem er út-
hlutað til kvótahafa nú þegar. Í öðru
lagi verður opinn almennur leigu-
markaður við hliðina á því kerfi með
aflaheimildir og um hann fari öll við-
skipti með kvóta. Sá pottur á að
mæta jafnræðiskröfunni sem mann-
réttindanefnd Sameinuðu þjóðanna
gagnrýndi að við værum ekki að
mæta í núverandi kerfi,“ segir Ólína
Þorvarðardóttir, einn þriggja full-
trúa Samfylkingar í atvinnuvega-
nefnd, um meginstefin í nýju kvóta-
frumvarpi sem verður kynnt í dag.
„Leigupotturinn opnar möguleika
fyrir nýliða á að komast inn í grein-
ina og hafa sitt atvinnufrelsi. Þetta
er í grundvallaratriðum málið. Síðan
til hliðar við þennan opna leigupott
er gert ráð fyrir byggðakvóta,
strandveiðum, línuívilnun o.fl. en það
skerðir ekki leigupottinn.
Að því gefnu að leigupotturinn
verði nógu stór til þess að standa
undir nafni sem opinn markaður
með aflaheimildir á grundvelli al-
mennra leikreglna. Á það legg ég
gríðarþunga áherslu,“ segir Ólína
sem segir aðspurð að ætlunin sé að
auka jafnræði í greininni.
Potturinn standi undir nafni
„Það hafa verið skiptar skoðanir
um það hversu stór leigupotturinn
þurfi að vera en ef upphafsstaða
hans verður ekki undir 20.000 þorsk-
ígildistonnum tel ég það viðunandi til
að byrja með að því gefnu að öll afla-
aukning renni nánast í helminga-
skiptum milli nýtingarleyfa og þessa
pottar þannig að hann eigi mögu-
leika á að stækka hratt og vel.“
Samkvæmt heimildum blaðsins er
að því stefnt að leigupotturinn fari
ekki undir 20.000 tonn og er Ólína
því ekki ein um þá skoðun.
Ólína telur frumvarpið munu hafa
jákvæð áhrif á greinina. „Við gætum
með þessu séð fram á mun heilbrigð-
ara rekstrarumhverfi í sjávarútvegi,
umhverfi þar sem eignarhald þjóð-
arinnar á auðlindinni er ótvírætt og
forræði aflaheimildanna er ekki
lengur í höndum aðila sem fengu út-
hlutað gjafakvóta fyrir þrjátíu árum.
Forræðið verður á hendi hins op-
inbera, ríkisins fyrir hönd þjóðarinn-
ar. Kvótahafar munu halda sínum
rétti til fiskveiða á grundvelli tíma-
bundinna nýtingarleyfa gegn sann-
gjörnu gjaldi. En sá möguleiki er
nánast tekinn í burtu að þeir sem
fram til þessa hafa fénýtt aflaheim-
ildirnar og grætt jafnvel meira á því
að leigja þær frá sér en veiða fiskinn,
geri það hér eftir.
Hugmyndin er að leiguframsalið
verði takmarkað við 20-25% innan
ársins og að menn ávinni sér réttinn
til að leigja frá sér með veiðum. Með
lögunum er líka opnuð gátt fyrir þá
sem ekki hafa komist inn í kerfið og
hafa verið leiguliðar fram að þessu.
Þá er gert ráð fyrir því að öll við-
skipti með aflaheimildir fari um
kvótaþing, sem er til mikilla bóta.“
Telur 20 ár of skamman tíma
Fram hefur komið að miðað sé við
20 ára nýtingarrétt í frumvarpinu.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segir að ef
rétt reynist sé þetta of naumur tími.
Í orkunni sé rætt um 30-65 ár.
„Við höfum almennt talið að út-
gerðin eigi að hafa að minnsta kosti
jafnlangan nýtingartíma og orku-
fyrirtækin. Útgerðin er búin að fjár-
festa mikið í greininni. Hún er búin
að vinna inn aflaheimildir fyrir Ís-
land með veiðum í deilistofnum og
stofnum utan lögsögunnar. Það eru
því engin rök fyrir því að hafa þann
tíma skemmri. Þvert á móti.“
Forræðið frá útgerð til ríkisins
Stefnt að því að leigupotturinn í nýja kvótafrumvarpinu verði ekki undir 20.000 þorskígildistonnum
Leiguframsal verður takmarkað Framkvæmdastjóri LÍU telur 20 ára nýtingarrétt of skamman
Ólína
Þorvarðardóttir
Friðrik
Arngrímsson
Björg frá Rifi, björgunarbátur
Slysavarnafélags Íslands, var köll-
uð út á ellefta tímanum í
gærmorgun vegna vélarbilunar í
Glaði SH frá Ólafsvík. Glaður var
á leið til veiða í gærmorgun
þegar vélarbilun varð, að sögn
Magnús Emanúelssonar, skip-
stjóra á Björg. Glaður var þá
staddur 17 mílur norðaustur af
Ólafsvík. Ekkert amaði að
skipverjunum tveimur í áhöfn
Glaðs. Björg tók Glað í tog til
Ólafsvíkur og tók ferðin um tvo
tíma, en gott veður var á mið-
unum.
Glaður SH dreginn
vélarvana að landi
Kafarar frá slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins og lögreglu
leituðu að manni sem talið var
að hefði farið í höfnina við Aust-
urbakka í fyrrinótt. Voru
björgunarsveitir kallaðar út og
sigldu þær meðfram ströndinni í
leit að manninum. Skv. upp-
lýsingum frá slökkviliðinu kom
tilkynning um að maður hefði
væntanlega hent sér í höfnina
skammt frá Hörpu um þrjúleyt-
ið. Mikill viðbúnaður var þar
sem maðurinn hafði hótað þessu
við félaga sinn og horfið síðan.
Leit var hætt um fjögurleytið
þegar farsími mannsins var mið-
aður út og maðurinn fannst heill
á húfi.
Mikil leit að manni í
Reykjavíkurhöfn
Áætlað er að umfang flugstarfsemi á
Keflavíkurflugvelli slái öll fyrri met á
komandi sumri. Aukningin var 19%
síðasta sumar en það stefnir í að hún
verði 8-9% í ár, að sögn Friðþórs Ey-
dal, talsmanns Isavia. Veruleg aukn-
ing verður í leiðakerfum flugrekenda
sem aldrei hafa haft jafnmarga
áfangastaði í áætlunar- og leiguflugi
til og frá landinu. Icelandair er samt
sem áður stærsta nafnið í þessum
hópi með um 70% af umferðinni að
sögn Friðþórs.
Síðastliðið sumar voru 18-20 far-
þegaflugvélar afgreiddar á háanna-
tíma að morgni og síðdegis flesta
daga vikunnar. Samkvæmt áætlun á
komandi sumri munu 23 farþega-
flugvélar verða afgreiddar yfir há-
annatíma að morgni og síðdegis þeg-
ar álagið er hvað mest. Búist er við
að um 15 þúsund farþegar fari um
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á dag
þegar mest verður.
Á næstu vikum verður ráðist í end-
urbætur á flugstöðinni til þess að
anna umferðinni. Þar er stærsti lið-
urinn að gera nýjan inngang í norð-
urbyggingu flugstöðvarinnar fyrir
farþega sem fá afgreiðslu á stæðum
fjarri flugstöðinni en ekki er pláss
fyrir allar flugvélar við landganga á
háannatímum. „Þetta hefur ekki ver-
ið gert mikið hér en nauðsynlegt er
að bregðast við aukinni umferð með
þessum hætti,“ segir Friðþór en enn-
fremur verða afköst í vopnaleit aukin
og sjálfsinnritunarstöðvum fjölgað.
Annað metsumar
Ráðist í endurbætur á Flugstöð Leifs
Eiríkssonar til að mæta fjöldanum
Eftirfarandi flugfélög annast
áætlunar- og leiguflug á Kefla-
víkurflugvelli í sumar:
Air Berlin, Avion Express
(WOW Air), Air Greenland,
Austrian Airlines, Delta,
Lufthansa, Easyjet, Edelweiss
Air, Germanwings, Holidays –
Czech Airlines (Iceland Ex-
press), Icelandair, Niki Luft-
fahrt, Norwegian, Primera Air,
SAS, Transavia.com France og
Travel Service.
Sautján flug-
félög í sumar
LEIGU- OG ÁÆTLUNARFLUG