Morgunblaðið - 26.03.2012, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012
SVIÐSLJÓS
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
„Mér finnst þessi spurning fela það
í sér að Alþingi sé að spyrja almenn-
ing um leyfi fyrir því að fá að vinna
betur með tillögur stjórnlagaráðs
og leggja fram frumvarp,“ segir dr.
Stefanía Óskarsdóttir, lektor í
stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands, um tillögur meirihluta stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar Al-
þingis um að fram fari
þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórn-
arskrána samhliða forsetakosning-
um í sumar.
„Mér finnst Alþingi setja niður
við að leggja svona spurningar fyrir
fólk vegna þess að samkvæmt
stjórnarskrá þá fer Alþingi með lög-
gjafarvaldið og þarf ekki að spyrja
um leyfi fyrir því,“ segir Stefanía.
Vill sleppa fyrri spurningunni
„Mér finnst betri leið að sleppa
þessari fyrri spurningu og leggja
frekar einhverjar almennar spurn-
ingar fyrir, ef punkturinn er sá að
leita til þjóðarinnar um hvernig eigi
að vinna þetta frumvarp.“
Stefanía segir að verið sé að setja
málið í einhvern búning lýðræðis.
Meirihluti nefndarinnar „hefur
gengist við því að þeir sérfræðingar
sem hafa lagt mat á þetta hingað til,
sem flestir eru á því að það þurfi að
vinna þessar tillögur betur, hafi rétt
fyrir sér,“ segir Stefanía og bætir
við: „Þess vegna er ekki spurt hvort
fólk sé samþykkt tillögu stjórnlaga-
ráðs. Heldur er verið að spyrja:
Ertu samþykkur því að Alþingi
vinni betur tillögurnar og leggi svo
fram frumvarp?“
Stefanía segir að það sé hrópandi
að engar spurningar séu um for-
setaembættið. Hún segir jafnframt
vekja athygli að ekkert sé spurt um
67. grein, en Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra hefur gert at-
hugasemdir við að ekki sé spurt um
þau mál og segist ekki að óbreyttu
styðja frumvarpið nema spurningu
um þá grein verði bætt við. Í grein-
inni er tekið fyrir að hægt verði að
bera upp mál á borð við Icesave-
málið, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar
segir: „Á grundvelli þeirra er
hvorki hægt að krefjast atkvæða-
greiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög
sem sett eru til að framfylgja þjóð-
réttarskuldbindingum.“
„Maður spyr af hverju vinna þeir
ekki frumvarp og leggja svo fyrir
okkur,“ segir Stefanía.
Morgunblaðið náði tali af Bjarna
Benediktssyni og spurði hann út í
ummæli hans frá því í gær um að
það ætti að þjóðnýta allar auðlindir.
„Það er enginn áskilnaður gerður í
þessari spurningu um að einhverjar
auðlindir séu í einkaeign og fyrst
það er ekki gert þá er ekki hægt að
skilja spurninguna öðruvísi en að
það sé verið að spyrja fólk að því
hvort að þjóðnýta eigi þær,“ sagði
Bjarni og bætti við: „Öðruvísi verða
ekki allar eignir í þjóðareign.“
Stefanía segir að það þurfi að
skilgreina betur þessi hugtök um
auðlind og þjóðareign. „Ertu að tala
um bújarðir. Ertu að tala um sum-
arbústaðarland sem fólk hefur
keypt fyrir 30 árum og ræktað sinn
skóg og ætlar að fara að höggva,“
sagði Stefanía og spurði hvort fólk
gæti þá komið og sagt að þetta væri
þjóðarskógur.
Meirihluti efast um umboð sitt
„Auðvitað lýsir þessi nálgun við-
horfi þessa stjórnarmeirihluta til
sjálfs sín,“ segir Stefanía um þá leið
að ætla að spyrja þjóðina hvort
þingmenn megi leggja fram frum-
varp á Alþingi.
„Nefndin telur sig ekki hafa neitt
umboð til að fjalla um þessar tillög-
ur stjórnlagaráðs. Hún telur að hún
þurfi að fá grænt ljós hjá almenn-
ingi um hvort hún megi gera eitt-
hvað við þessar tillögur eða ekki.
Það er sérstakt í ljósi þess að
stjórnlagaráðið var valið með 30 at-
kvæðum (þingmanna) sem stóðu á
bak við þetta stjórnlagaráð. En
stjórnarmeirihlutinn telur sig hafa
veikt umboð til að breyta tillögum
stjórnlagaráðs, en það er eiginlega
öfugt finnst manni,“ segir Stefanía.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Stjórnskipunarlög Stjórnlagaráð skilaði tillögum sínum til Alþingis í fyrra. Stjórnskipunarnefnd vill nú að þjóðin ákveði hvort nota eigi tillögurnar.
Segir Alþingi setja niður
Dr. Stefanía Óskarsdóttir segir meirihlutann virðast efast um umboð sitt
Vill að hugtökin um „þjóðareign“ og „auðlind“ verði skilgreind vel fyrst
„Við verðum sem
þjóð að hafa
stjórnarskrá sem
er stjórnarskrá
okkar allra og
hún getur ekki
verið stjórnar-
skrá meirihluta
gegn minni-
hluta,“ sagði Árni
Páll Árnason,
þingmaður Samfylkinarinnar, í
þættinum Silfri Egils í gær í um-
ræðum meðal þingmanna um stjórn-
arskrá Íslands.
Árni Páll sagði að stjórnarskráin
væri „sáttmáli okkar allra, ekki bara
sumra og mikilvægt að okkur takist
að skapa sem mesta sátt um hana“.
Hann sagðist hafa áhyggjur af
þeirri heift sem einkenndi orðræð-
una um stjórnarskrána og hversu
hatrammar fylkingar væru orðnar.
„Almennt séð er það auðvitað ekki
gott að blanda mörgum þáttum sam-
an þegar verið er að leita álits í þjóð-
aratkvæaðgreiðslum,“ sagði Árni
Páll og leitaði eftir víðtækri sátt um
hvaða spurningar yrðu lagðar fram.
Stjórnar-
skráin er
okkar allra
Hefur áhyggjur af
orðræðunni nú
Árni Páll Árnason
„Þetta getur
aldrei orðið ann-
að en ráðgefandi
þjóðaratkvæða-
greiðsla og það er
vegna þess að
okkar stjórn-
arskrá kveður
þar á um,“ sagði
Álfheiður Inga-
dóttir, varafor-
maður stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis, í Silfri Egils í gær þar sem
rætt var um tillögu um þjóðar-
atkvæðagreiðsluna í sumar og spurt
hvað yrði ef ekki tækist að klára
málið í þinginu í vikunni í samræmi
við lög um þjóðaratkvæðagreiðslur.
„Það skiptir engu máli þó það drag-
ist ef það tekst ekki, þá höldum við
bara þjóðaratkvæðagreiðslu ein-
hverntíma seinna,“ sagði Álfheiður
og vísaði til ágústmánaðar í því sam-
hengi. ipg@mbl.is
Atkvæða-
greiðsla gæti
orðið í ágúst
Álfheiður
Ingadóttir
„Mér finnst það mjög sérkennilegt
og raunverulega er það svo að öll
þessi ár sem við höfum setið í rík-
isstjórn, þessi þrjú ár, hafa það
alltaf verið sjálfstæðismenn sem
hafa brugðið fæti fyrir það að við
höfum getað þokast eitthvað
áfram í þessu stjórnarskrármáli
og það vita það allir sem vilja vita
að þingið hefur verið ófært um að
leysa þetta mál sjálft í marga ára-
tugi,“ sagði Jóhanna Sigurð-
ardóttir for-
sætisráðherra
um málið eftir
ríkis-
stjórnarfund á
föstudag.
Hún segir
ríkisstjórnina
hafa einsett sér
að þjóðin fái
nýja stjórn-
arskrá á kjörtímabilinu.
Þjóðin fái nýja stjórnarskrá
SJÁLFSTÆÐISMENN BREGÐA ALLTAF FÆTI FYRIR MÁLIÐ
Jóhanna
Sigurðardóttir
Tenerife
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Frábær vorferð fyrir
eldri borgara
21. apríl
í 24 nætur
Frábært verð
209.900 á mann í tvíbýli
með allt innifalið í studio íbúð
á Villa Adeje Beach.
Nansý Davíðsdóttir, 10 ára, leiddi b-sveit Rimaskóla á
Íslandsmóti grunnskólasveita í skák, sem náði þeim
einstæða árangri að vinna silfurverðlaun. Mikill fjöldi
fylgdist jafnan með skákum Nansýjar, enda spennan
rafmögnuð. Hér glímir hún við Birki Karl Sigurðarson,
fyrirliða Salaskóla. Birkir hafði betur eftir mikla bar-
áttu. Í síðustu umferðinni tryggði Nansý b-sveitinni
silfrið með glæsilegum sigri.
Ljósmynd/Hrafn Jökulsson
Rafmögnuð spenna