Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 live.is Lífeyrissjóður verzlunarmanna | Kringlunni 7, 103 Reykjavík | Sími 580 4000 | skrifstofa@live.is Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn þriðjudaginn 27. mars kl. 18 á Grand Hótel Reykjavík. DAGSKRÁ FUNDARINS: » Venjuleg ársfundarstörf » Önnur mál Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík, 10. febrúar 2012 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ÍMY N D U N A R A F L / LV Ársfundur 2012 Gunnar Rögnvaldsson telur aðákalli um „þjóðarsátt“ hafi loks verið svarað með því að „rúmlega 82 prósent landsmanna eru ekki ánægð með störf Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra.    Og 77 prósentlandsmanna eru óánægð með störf Steingríms J. Sigfússonar, sem er umboðslaus um- sækjandi inn í Evr- ópusambandið. Fullkomlega um- boðslaus þingmaður og flokksforingi í því máli.    Sátt hefur einnig náðst meðalþjóðarinnar um Icesave-málið. Því 98 prósent höfnuðu ráðstjórn- arríkisvaldsbeitingu Jóhönnu, Steingríms og félaga í því máli. Þjóðarsáttin í því máli var staðfest með tvöföldu sleggjuhöggi þjóð- arinnar yfir hendur þessa fólks.    Síðan kom hæstiréttur og ógiltiverknað ríkisstjórnarinnar í stjórnarskrármálefnum lýðveld- isins. En dómi hans sópaði þetta fólk bara undir teppið. Þetta er hrikalegt. Svívirðilegt. Af hverju er þá þessi ríkisstjórn hér enn?    Með hvaða leyfi kjósenda og íhverra nafni stendur um- sókn Íslands inn í Evrópusam- bandið? Þjóðin hefur ekki veitt ríkisstjórninni neitt umboð fyrir henni. Því fer fjarri. Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. Þetta er ekki öfugt, nema í sovét- ríki.    Út með þessa sovésku ríkis-stjórn og út með umsókn hennar inn í Evrópusambandið. Þjóðarsátt er um ekkert minna en það.“ Gunnar Rögnvaldsson Þjóðarsátt innan seilingar STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.3., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 11 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 9 alskýjað Vestmannaeyjar 8 léttskýjað Nuuk -2 þoka Þórshöfn 10 skýjað Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Stokkhólmur 8 heiðskírt Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 20 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 16 heiðskírt Glasgow 17 heiðskírt London 11 heiðskírt París 21 heiðskírt Amsterdam 15 heiðskírt Hamborg 15 heiðskírt Berlín 15 heiðskírt Vín 20 léttskýjað Moskva -2 snjókoma Algarve 18 heiðskírt Madríd 22 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 12 þrumuveður Aþena 17 skýjað Winnipeg -3 skýjað Montreal 5 alskýjað New York 8 alskýjað Chicago 18 léttskýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:05 20:02 ÍSAFJÖRÐUR 7:08 20:10 SIGLUFJÖRÐUR 6:51 19:53 DJÚPIVOGUR 6:34 19:32 Tæplega 150 bátar eru byrjaðir á grásleppuveiðum. Það er talsverð aukning frá síðasta ári þegar 90 bátar voru byrjaðir, en fjöldinn slær þó ekki við vertíðinni 2010 þegar 159 bátar voru byrjaðir veiðar á þessum tíma. Á grásleppuvertíðinni 2010 stund- uðu alls 349 bátar veiðar og í fyrra var metfjöldi eða 369. Búast má við smávægilegri fækkun báta á vertíð- inni nú þar sem valtími til nýtingar þeirra 50 veiðidaga sem vera má að veiðum, hefur verið styttur, segir á smabatar.is Nú er í fyrsta skipti skylt að koma með alla grásleppuna að landi. Störf við verkun, frystingu og pökkun fyr- ir markaði í Kína skapar því fleiri störf en áður. aij@mbl.is 150 bátar byrjaðir á grásleppu Morgunblaðið/Kristján Nánast engar líkur eru taldar á því að Danir ráði við að opna aðildar- viðræður Evrópusambandsins við Íslendinga um sjávarútvegsmál. Þetta segir Jón Bjarnason, þing- maður Vinstri grænna og fyrrv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, á heimasíðu sinni. Danir fara með formennsku í ESB þar til í júnílok á þessu ári og höfðu lýst áhuga sínum á að opna viðræður. Jón bendir á að danska ríkis- stjórnin hafi mjög tæpan meirihluta á þingi og hún falli ef Færeyingar og Grænlendingar hætti stuðningi við hana. Færeyski þingmaðurinn Sjurður Skaale hefur sagt opinberlega við fjölmiðla að verði Færeyingar knúnir til samn- inga um makríl- veiðar með þvingunum af hálfu ESB muni Færeyingar hætta stuðningi við stjórnina skrifar Jón. Það séu ekki aðeins Íslendingar sem hafi mætt óbilgirni og hótunum frá ESB vegna makrílveiðanna heldur hafi Færeyingum jafnframt verið hótað víðtækum viðskipta- banni vegna makrílveiða þeirra að sögn Jóns. „Danir eru milli steins og sleggju í makríldeilunni heimafyrir og því nokkuð ljóst að ekki verður opnað á raunverulega samninga við Íslend- inga í sjávarútvegsmálum undir ESB-formennsku Dana eins og lof- að hefur verið,“ skrifar Jón Bjarna- son. Danir á milli steins og sleggju  Segir Dani ekki ráða við að opna viðræður ESB um sjávarútvegsmál Jón Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.