Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þ Þegar Jóhannes V.Reynisson greindist meðblöðruhálskrabbamein í febrúar 2011 ákvað hann að skrá sögu sína. Hann tók meðferðina upp á myndbandsupptökuvél og af- raksturinn varð að heimildar- myndinni Bláa naglanum sem frumsýnd verður í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld, en sýningin er upphafið að samnefndu átaki til vit- undarvakningar um blöðruháls- krabbamein. Lengi vel í afneitun Myndin er persónuleg og dregur Jóhannes ekkert undan. Fyrstu einkennin um blöðruháls- krabbamein eru gjarnan þau að erfiðara er fyrir menn að kasta af sér þvagi en ella. Þá geta sjúk- dómnnum fylgt stinningarvandamál og hefur þetta tvennt sín áhrif á karlmennskuna. Jóhannes segir mikilvægt að horfast í augu við að eitthvað geti verið að og fylgjast með mögulegum einkennum. „Þegar fólk spyr mig um fyrstu einkennin segi ég að það hafi verið erfitt að pissa. Þetta hef- ur orðið til þess að nokkrir segja við mig; já, þá er best að ég drífi mig til læknis. En í raun drattaðist ég ekki til læknis fyrr en ég fór að fá stinningarvandamál. Fram að þeim tíma hafði ég örugglega verið í afneitun. En þá fyrst fór ég til læknis, án þess að láta konuna mína vita, og ætlaði að fá bót á vandamálinu. Þá fór hins vegar ferlið af stað og í ljós kom að ég var með blöðruhálskrabbamein. Ég fæ greininguna 17. febrúar og þá var karlmennskan mér efst í huga en lífið og það hvort ég myndi lifa þetta af efst í huga konunnar. Svona sáum við þetta ólíkt,“ segir Jóhannes. Mantran gerði sitt gagn Fyrstu vikuna segist Jóhannes hafa velt fyrir sér af hverju hann hefði fengið þennan sjúkdóm en þó hefði hann ekki verið hræddur. Eftir að hafa kynnt sér hugsan- legar aukaverkanir mögulegra meðferðarleiða, kaus Jóhannes að fara í skurðaðgerð. Í fyrstu hafi hann ekki verið tilbúinn til að leggjast undir hnífinn og þurft að takast á við sjálfan sig. Til að byrja með fann hann fyrir þunglyndi í fyrsta sinn á ævinni en sneri vörn í sókn. „Ég hélt ég væri nógu sterkur til að takast á við þetta en fór svo alveg niður. Ég vissi að ég yrði að finna einhverja lausn til að vera slakur fyrir aðgerðina. Því ákvað ég að búa mér til litla möntru og æfði mig að endurtaka fyrir sjálf- um mér; friður, traust og hugrekki og líka friður, traust og trú. Ég er ekkert sérstaklega trúaður en það var ótrúlegt hvað þetta virkaði og fyrir aðgerðina var ég orðinn alveg óttalaus og afslappaður,“ segir Jó- hannes. Spurning um karl- mennskuna eða lífið Heimildarmyndin Blái naglinn segir sögu Jóhannesar V. Reynissonar sem greind- ist með blöðruhálskrabbamein í febrúar árið 2011. Jóhannes segir mikilvægt að sjúkdómurinn og fylgikvillar hans séu ekki feimnismál. Hann vilji ekki stuða fólk með myndinni en þar lýsir hann reynslu sinni opinskátt og dregur ekkert undan. Myndin verður frumsýnd í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld, þriðjudagskvöld. Naglar Þessir 100 tommu naglar úr frauði eru 2,5 metrar á lengd, annar þeirra mun standa í anddyri Hörpu á tónleikunum og hinn verður á sviðinu. Lestur er frábært fyrirbæri eins og allir vita en nauðsynlegt að minna á það reglulega. Hér má sjá nokkr- ar af þeim ljósmyndum um lestur sem sendar hafa verið inn í ljós- myndasamkeppni sem blásið hefur verið til undir þemanu „Lestur er bestur“ og er það gert til að vekja athygli á Bókasafnsdeginum. Hann verður haldinn öðru sinni 17. apríl næstkomandi. Ingibjörg Ösp Ótt- arsdóttir, bókasafns- og upplýs- ingafræðingur, segir að tilgangur dagsins sé að vekja athygli á mik- ilvægi bókasafna í samfélaginu. „Bókasöfn af öllum stærðum og gerðum taka þátt í deginum. Í ár höfum við ákveðið að beina augum okkar að lestri og er þema dagsins „Lestur er bestur“. Í tilefni dags- Ljósmyndasamkeppni Lestur er bestur á Bókasafnsdeginum Góð stund Æskan og ellin eiga oft notalegar stundir við lestur góðra bóka. Ljósmynd/Áslaug Óttarsdóttir Í næsta Bókakaffi Gerðubergs, mið- vikudaginn 28. mars, mun Vilborg Dagbjartsdóttir spjalla um skáldskap- inn, börnin og kvennabaráttuna. Vilborg Dagbjartsdóttir fæddist á Hjalla á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 18. júlí 1930. Hún hefur skilað drjúgu verki á sinni ævi sem kennari, mikils- virt ljóðskáld, rithöfundur og þýðandi. Þá var Vilborg virk í kvennabaráttu áttunda áratugarins og var einn af frumkvöðlum Rauðsokkahreyfing- arinnar. Hún varð fyrst manna til að fá verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og í maí árið 2000 fékk hún bók- menntaverðlaun IBBY fyrir störf sín í þágu barna og framlag sitt til barna- menningar. Hún hefur einnig hlotið bókmenntaverðlaun DV, að ógleymdu heiðursmerki hinnar íslensku fálka- orðu.Vilborg lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1952 og vorið 2000 lauk hún 45 ára farsælum kennsluferli við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Endilega … … sækið bókakaffi Vilborgar Skáld Vilborg Dagbjartsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Á vefsíðunni allskonar.is kennir ým- issa grasa eins og nafnið gefur til kynna. Þar er að finna uppskriftir, krydd, góð ráð, hugmyndir og jú sér- stakan flokk sem kallast allskonar. Í uppskriftaflokknum má finna girni- legar og sumar hverjar framandi upp- skriftir. Þeirra á meðal má nefna kók- os eftirrétt, Harira kjötsúpu, Piragi bollur og alvöru pestó. Uppskriftirnar eru fallega myndskreyttar en eigandi síðunnar, Helga Kvam, er ljósmynd- ari, penni, matargat og nautnaseggg- ur, líkt og hún lýsir sér á síðunni. En henni leggur einnig lið fólk úr ýmsum áttum og skrifar á síðuna um útivist og næringu. Vefsíðan www.allskonar.is Morgunblaðið/Heiddi Girnilegt Kókosmjöl og mjólk er gott í margt eins og t.d. kókoskúlur. Kókos-eftirréttur og pestó Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. OPNUNARTÍMI: VIRKA DAGA: 9-18 HAMRABORG - SÍMI: 554 3200 - SOS@EYEWEAR.IS TRAUST OG GÓÐ ÞJÓNUSTA Í YFIR 15 ÁR SJÓNMÆLINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.