Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Flísar framtíðarinnar gæði og glæsileiki á góðu verði Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt EINANGRUNARGLER SANDBLÁSIÐ GLER SÓLVARNARGLER SPEGLAR HERT GLER: Í STURTUKLEFA Í HANDRIÐ Í SKJÓLVEGGI Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 Opnunartími: 08:00 - 17:00 alla virka daga www.ispan.is - ispan@ispan.is CE-VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Engum þeirra bandarísku her- manna sem tóku þátt í loftárás NATO sem grandaði 24 pak- istönskum her- mönnum í nóv- ember verður refsað fyrir hana samkvæmt ákvörðun banda- ríska hersins. Atvikið hefur skaðað samskipti Pakistans og Bandaríkj- anna og torveldað starf NATO í Afganistan. Niðurstaða bandarískrar rann- sóknar í desember var að bæði pak- istönsku og bandarísku hermenn- irnir hefðu borið ábyrgð á skotbardaganum. Það var hins veg- ar tekið fram að þeir pakistönsku hefðu skotið fyrst frá tveimur landamærastöðvum sem voru ekki merktar inn á kort NATO. Þeir hafi haldið skothríðinni áfram jafnvel eftir að bandarísku hermennirnir hefðu varað þá við að þeir væru að skjóta á bandamenn. Pakistönsk stjórnvöld höfnuðu þessari niðurstöðu og kenndu bandarísku hermönnunum aðallega um það sem gerðist. Í kjöfarið var önnur rannsókn gerð og var nið- urstaða hennar sú að Bandaríkja- mennirnir hefðu skotið í sjálfsvörn. Ekki bæri því að refsa þeim vegna atviksins. kjartan@mbl.is Ekki refsað fyrir dauða hermanna NATO mótmælt í Pakistan. PAKISTAN Útlit er fyrir að sósíalistar haldi völdum í Andalúsíu á Spáni þrátt fyrir fyrsta kosningasigur hins hægrisinnaða Þjóðarflokks í hér- aðinu í kosningum þar í gær. Sósíal- istar hafa verið við völd í héraðinu í þrjátíu ár en Þjóðarflokknum hafði verið spáð meirihluta þar. Það gekk þó ekki eftir. Atvinnuleysið í héraðinu er það mesta á Spáni, eða 31%. Líklegt er talið að sósíalistar myndi stjórn með Sameinuðu vinstri (IU) sem er í lykilstöðu eftir kosningarnar. kjartan@mbl.is SPÁNN Sósíalistar halda líklega völdum Í framtíðinni væri hægt að nota hóp af gervihnöttum með sólarknúnum leysigeislum til þess að minnka loft- steina sem stefna á jörðina. Þetta er hugmynd verkfræðinga við Strath- clyde-háskóla í Glasgow sem þeir kynntu í síðasta mánuði. „Þetta er vænlegri kostur en eitt stórt geimskip. Kerfið okkar lagar sig að aðstæðum. Hægt væri að bæta við gervihnöttum fyrir stærri loftsteina,“ segir dr. Massimiliano Vasile um hugmyndina. Leysitæknin er enn tiltölulega skammt á veg komin en Vasile seg- ist engu að síður trúaður á að hægt sé að leysa tæknileg vandamál við hana. kjartan@mbl.is SKOTLAND Gervihnettir gegn loftsteinum Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Friðarumleitanir Kofis Annans, sér- legs fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í málefnum Sýrlands, eru síðasta tækifæri Sýr- lendinga til að afstýra langdregnu og blóðugu borgarastríði. Þetta sagði Dmitrí Medvedev, forseti Rússlands, eftir fund hans með Annan í Moskvu í gær. Medvedev lýsti yfir fullum stuðn- ingi við starf Annans og hvatti hann til að vinna bæði með sýrlenskum stjórnvöldum og stjórnarandstöð- unni til þess að binda enda á ofbeld- ið í landinu sem staðið hefur yfir í rúmt ár. Sex skrefa áætlun Rússar hafa tvisvar beitt neitun- arvaldi sínu í öryggisráði SÞ til þess að stöðva ályktanir um Sýrland en í síðustu viku samþykktu þeir yfirlýs- ingu SÞ um sendiför Annans. Annan hefur lagt fram friðaráætl- un í sex skrefum sem gerir ráð fyrir að stjórnarherinn hætti umsvifa- laust að beita þungavopnum á þétt- býlisstaði. Þá vill hann að uppreisn- armenn láti af árásum. „Sýrland hefur tækifæri til að vinna með mér í þessu málamiðl- unarferli til að binda enda á átökin, koma mannúðaraðstoð til þeirra sem hana þurfa og koma af stað pólitísku ferli,“ sagði Annan í Moskvu. Hann fer næst til Kína en þarlend stjórnvöld hafa einnig stutt sýrlensk stjórnvöld á vettvangi SÞ. Fjöldi manns drepinn Stjórnarherinn lét sprengjum rigna yfir borgina Homs og 30 manns, þar af 18 óbreyttir borg- arar, voru drepnir í ofbeldi um allt Sýrland í gær að því er aðgerða- sinnar og mannréttindasamtök segja. Að sögn samtakanna Eftirlits- stöðvar mannréttinda í Sýrlandi (Syrian Observatory for Human Rights) féllu fimm manns í árás- unum í og við Homs, þar af eitt ung- barn og ung telpa. Þá saka sam- tökin stjórnarhermenn um að nota óbreytta borgara sem mannlega skildi í gagnárásum sínum gegn uppreisnarmönnum í Idlib-héraði. Reuters Viðræður Dmitrí Medvedev og Kofi Annan takast í hendur í Moskvu. Annan er þar til að afla stuðnings Rússa til að koma á friði í Sýrlandi en þeir hafa hingað til stutt stjórn Bashars al-Assads og beitt til þess neitunarvaldi sínu í SÞ. Síðasta tækifærið til að afstýra blóðugu stríði  Fjöldi óbreyttra borgara féll í árásum hersins í Sýrlandi Blóði drifin helgi » Að minnsta kosti 28 óbreyttir borgarar voru drepnir á laugardag að sögn Eftirlitsstöðva mannréttinda í Sýrlandi. » Ólíkir hópar sem barist hafa gegn ríkisstjórn Bashars al-Assads tilkynntu um helgina að þeir myndu sam- eina krafta sína í hernaðar- aðgerðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.