Morgunblaðið - 26.03.2012, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er eft-irtekt-arvert að
þeir Össur Skarp-
héðinsson utan-
ríkisráðherra og
Steingrímur J.
Sigfússon, sem
ruggar sér í ráðu-
neytum sem eru of mörg upp
að telja, hafa þann kæk að
segja að tiltekin ummæli séu
„aðeins til heimabrúks“.
Þessa tuggu nota þeir til að
mynda iðulega þegar ráð-
herra ESB-landa segja eitt-
hvað sem er óþægilegt eða
tortryggilegt í eyrum Íslend-
inga. Hvernig skyldi standa á
þessu?
Nærtækasta skýringin er
sú að þannig haga þessir óvin-
sælu íslensku ráðamenn sér
sjálfir. Steingrímur J. full-
yrðir aftur og aftur að þótt
hann tryggði persónulega
umsókn íslenska ríkisins að
ESB sé hann sjálfur í hjarta
sínu alfarið á móti aðild. Þar á
hann væntanlega við sama
hjartað og hann fékk sting í
þegar hann ákærði Geir H.
Haarde. En svo horfði þjóðin
á það þegar Steingrímur
hraðaði sér á fund stækk-
unarstjórans í Brussel, eftir
að hafa bolað Jóni Bjarnasyni
flokksbróður sínum úr ráð-
herrastóli fyrir engar sakir.
Til þess var tekið hversu
undirdánugur Steingrímur J.
var við stækkunarstjórann og
önnur fyrirmenni þar ytra.
Hann minnti helst á hikandi
hirðmey í nálægð hátigna. Og
þá kann að hafa runnið upp
fyrir mörgum flokksmönnum
hans að í því kompaníi er for-
ingi þeirra sannur og frjáls.
Þegar Steingrímur hallmælir
ESB á Alþingi, á fundum VG
eða í íslenskum fjölmiðlum,
þá er það eingöngu „ætlað til
heimabrúks.“ Og eins og
margoft hefur komið fram hjá
þeim Össuri þá ber ekki að
taka neitt mark á því sem
sagt er til heimabrúks. Svo-
leiðis tal hefur sama gildi og
hjal foreldra við óvita. Það má
ekki hræða þá með orðum
sem hafa innihald og alvar-
lega merkingu. Þetta hefur
Steingrímur útskýrt fyrir
stækkunarstjóranum í Bruss-
el eftir að hann rétti sig upp
að hluta, þegar hann laut
hvað lægst þar ytra.
Upp á síðkastið hefur skoð-
anakönnunarfyrirtæki birt
sínar mælingar á því áliti sem
núverandi stjórnarherrar
njóta hjá almenningi. Aldrei
áður hafa slíkar mælingar
sýnt annað eins álitsfall og
þessar gera. Og það þrátt fyr-
ir að ekki hafa áður setið ráð-
herrar sem lof-
syngja sjálfa sig
og meint afrek sín
jafn ótt og títt og
þessir gera og eru
þó vísast engir
ráðherrar sög-
unnar alveg lausir
við slíkt.
Mælingarnar sýna í hnot-
skurn að ráðherrar rík-
isstjórnarinnar eru firrtir
trausti og þó engir eins alger-
lega og forystumenn hennar
tveir. Vegna þessa vantrausts
sitja þeir í rauninni umboðs-
lausir í sætum sínum. Hvern-
ig stendur á því að svona er
komið?
Ástæðurnar eru auðvitað
fjölmargar. En ein hin mik-
ilvægasta er sennilega sú að
þeir hafa hvað eftir annað
gengið algjörlega umboðs-
lausir til sinna alvarlegustu
verka. Þeir höfðu ekkert um-
boð til að sækja um aðild að
ESB. Annar stjórnarflokk-
urinn hafði sem sitt þýðing-
armesta loforð fyrir síðustu
kosningar að vera á móti að-
ild. Engum manni gat dottið í
hug að slíkt loforð yrði
nokkru sinni svikið, hvað þá
að það yrði hið fyrsta sem
fórnað var á altari valda-
bröltsins.
Þeir settu umboðslaust fólk
til að föndra við sjálfa stjórn-
arskrána með ömurlegri út-
komu eftir að allsherjarkosn-
ing sem átti að veita umboð til
slíks verks var numin úr gildi
af Hæstarétti landsins. Þeir
gerðu tvívegis samninga við
kröfuþjóðir um að þeir skyldu
láta þjóðina greiða skuld sem
hún hafði aldrei tekið ábyrgð
á. Þjóðin tók svo harkalega á
ríkisstjórninni fyrir vikið að
þegar af þeirri ástæðu var
hún umboðslaus orðin.
Hún hélt til streitu ákæru á
hendur Geir H. Haarde með
því að beita brögðum og ofríki
í þinginu þegar hún gerði sér
grein fyrir því að það var ekki
lengur meirihluti á bak við
ákæruna. Þannig mætti lengi
áfram telja, því dæmin um
umboðsleysi til aðgerða eru
svo mörg.
Forystumennirnir tveir
hafa margoft verið staðnir að
því að fara með hrein ósann-
indi á opinberum vettvangi.
Þeir hafa hagað sér allt öðru-
vísi og eins og undirlægjur
gagnvart erlendum kröfu-
höfum og Brusselvaldinu og
ekkert gert með það sem þeir
höfðu lofað íslenskum al-
menningi. Það er vegna þess
að slík loforð voru einungis
„ætluð til heimabrúks“ og því
hefðu allir átt að vita að þau
voru eingöngu sögð í plati.
Íslenskir ráðherrar
telja að erlendir
menn í slíkum emb-
ættum meini ekkert
með því sem þeir
segja heima fyrir}
Til heimabrúks
Þ
eim tíðindum var tekið fagnandi af
matsfyrirtækinu Moodys að
vaxtagreiðslur Íslendinga af
gjaldeyrisforðanum, sem tekinn
er að láni hjá Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum, hefðu lækkað um hátt í tíu millj-
arða. Ástæðan var einföld. Seðlabankinn hafði
fyrirframgreitt lánið að hluta.
Það hlýtur að vekja þá spurningu, hvers
vegna ekki er gengið alla leið og lánið greitt að
fullu, sem myndi lækka vaxtabyrði ríkisins um
25 milljarða til viðbótar og það í erlendum
gjaldeyri, sem er svo dýrmætur eyríkinu Ís-
landi. Seðlabankinn virðist telja forðann nauð-
synlegan til að koma í veg fyrir gjaldeyris-
þurrð á næstu árum eða að minnsta kosti til
þess að fullvissa markaðinn um að ríkið geti
staðið undir þeim skammtímaskuldbindingum
sem fyrirsjáanlegar eru.
En hagfræðingurinn Jón Daníelsson gaf lítið fyrir það í
Viðskiptablaði Morgunblaðsins í vikunni, hann lagði til að
lánin yrðu greidd og samstarfinu við AGS slitið. Að vísu er
formlegu samstarfi við AGS nú þegar lokið. Kannski sem
betur fer, því það er opinbert leyndarmál að AGS er varð-
hundur stórra lánardrottna, leyfir ekki að skuldir séu af-
skrifaðar og hefur þvælst fyrir lausn á vandanum við
krónubréfin. Segja má að það sé gæfa Íslendinga, að sam-
starfið var ekki hafið þegar neyðarlögin voru sett, því AGS
hefði aldrei leyft að 7 þúsund milljarða kröfum á íslensku
bankana væri kastað á bálið.
Jón lagði til að gjaldeyrishöftin yrðu afnumin á þremur
mánuðum. Þau hefðu verið kynnt sem skammvinn neyð-
arráðstöfun, en komið hefði á daginn að auð-
veldara væri að setja höft en að aflétta þeim.
„Við skulum ekki gleyma því að síðast þegar Ís-
land setti fyrst á fót gjaldeyrishöft árið 1931, þá
tók meira en 60 ár að afnema þau að fullu.“
Þá sagði hann trúverðugleika við slíka að-
gerð skipta verulegu máli og lagði til að erlend-
ur sérfræðingur yrði fenginn til að setja upp
aðgerðaáætlun. Lesa má úr þeim orðum að trú-
verðugleiki Seðlabankans og íslenskra stjórn-
valda sé ekki mikill að hans dómi.
Loks sagði hann að ef vel tækist til þyrfti
krónan ekki að lækka mikið. En óvissan er
vissulega til staðar. Höggið af gengishruni
verður að vísu minna úr því erlendu lánin eru
komin yfir í krónur. En það er áleitin spurning,
hversu raunhæft er að aflétta höftum þegar við
búum við verðtryggingu. Það gæti valdið verð-
bólguskoti sem færi beint inn í lánskjaravísitöluna og setti
heimilin á hliðina.
Hvernig sem á það er litið er frumforsendan sú að ýta
undir gjaldeyrisskapandi fjárfestingu hér á landi. Ekki
verður ausið endalaust úr brunnum lífeyrissjóðanna. Ef
lífskjör eiga ekki að snarversna þurfa Íslendingar að eiga
viðskipti út fyrir landsteinana.
Í því samhengi eru orð Jóns umhugsunarverð: „Það eru
fjölmargir aðilar – bæði íslenskir og erlendir – sem hefðu
áhuga á því að koma með peninga til Íslands og fjárfesta
hér á landi. Við núverandi ástand hefur þeim hins vegar
ekki staðið það til boða; bæði vegna gjaldeyrishaftanna og
óvissu og óstöðugleika í efnahagsstefnu ríkisstjórn-
arinnar.“ pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Í öngstræti haftasamfélagsins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
H
ömlur á innflutningi
búvara taka vart
stakkaskiptum með
lögfestingu frumvarps
landbúnaðarráðherra
um úthlutun tollkvóta á innfluttar bú-
vörur en eftir sem áður gætu boðaðar
breytingar haft umtalsverð áhrif.
Innflutningur mun aukast ef marka
má fjölda umsagna hagsmunaaðila,
sem borist hafa atvinnumálanefnd Al-
þingis á seinustu dögum. Þær ganga í
sitt hvora áttina.
Stefnt er að lögfestingu frum-
varpsins í vor. Með því er brugðist við
athugasemdum Umboðsmanns Al-
þingis varðandi úthlutun tollkvóta og
gengur það út á að takmarka mats-
kennd skilyrði sem uppfylla þarf við
ákvörðun um úthlutun tollkvóta.
Miða skal framvegis við magntolla til
innflutnings á búvörum á lágmarks-
tollum en ekki verðtolla. Og skil-
greint er hvaða staða þurfi að vera
uppi á innanlandsmarkaði til að kvót-
um sé úthlutað.
Hagsmunasamtök í landbúnaði
gagnrýna skilgreiningu á hvenær
skortur er á innlendum landbún-
aðarvörum sem skylda stjórnvöld til
að opna fyrir innflutning með toll-
kvótum. Umdeilt er ákvæði um að
framboð sé ekki nægjanlegt ef inn-
lend landbúnaðarvara er ekki til stöð-
ugrar dreifingar í að lágmarki 90% af
eftirspurn.
Bændasamtökin leggjast alfarið
gegn samþykkt frumvarpsins í
óbreyttri mynd. Samband garð-
yrkjubænda segir breytinguna geta
komið í bakið á garðyrkjubændum.
,,Óttast er að sú breyting sem verið
er að boða með þessu frumvarpi
styrki enn stöðu smásölunnar og
henni verði veittur sá möguleiki að
búa til skort allt eftir hentugleikum.
Það eru bara þrjár smásölukeðjur
sem ráða 90% markaðar. Samtímis er
það staðreynd að þessir sömu aðilar
reka eigin innflutnings- og dreifing-
arfyrirtæki sem einnig eru stærstu
innflytjendur vöru. Varpa má fram
þeirri spurningu hvernig for-
ráðamenn smásölunnar stilli fram
innlendri vöru gegn eigin innflutn-
ingi,“ segir í umsögn garðyrkju-
bænda.
Forsvarsmenn Matfugls ehf. skafa
ekki af gagnrýninni og segja ekki
eðlilegt að stuðningskerfi landbún-
aðarins verði umbylt á einni nóttu án
þess að gefa rekstraraðilum hæfileg-
an aðlögunartíma eða bæta þeim
skaðann. Hjá félaginu eru 140 starfs-
menn.
,,Matfugl ehf. sem er umfangs-
mikið fyrirtæki í eldi á alifuglum,
slátrun þeirra og vinnslu hefur alvar-
legar athugasemdir við frumvarp
þetta. Stjórnendur Matfugls ehf. telja
að ef frumvarpið verði samþykkt
óbreytt muni það draga verulega úr
þeirri vernd sem íslenskum landbún-
aði er nauðsynleg til að halda áfram
að framleiða gæðavörur fyrir íslenska
neytendur í mörgum greinum land-
búnaðarins,“ segja þeir.
Fram kemur í athugasemdum við
frumvarpið að einungis einn aðili ali
kalkúna hér á landi. Verði frumvarpið
samþykkt óbreytt hafi það í för með
sér að úthluta skuli tollkvóta í kalkún
allan ársins hring. Samtök verslunar
og þjónustu leggjast alfarið gegn lög-
festingu frumvarpsins í núverandi
mynd og segja m.a. að innlendir
framleiðendur og tengd fyrirtæki séu
virkir þátttakendur, og ráðandi innan
einstakra tollflokka, í útboðum á toll-
kvótum sem að verulegu leyti raski
allri samkeppni á innlendum kjöt-
markaði. Samkeppniseftirlitið mælist
til þess að innlendum afurðarstöðvum
búvöru og vinnslustöðvum í þeirra
eigu verði óheimilt að bjóða í kvóta.
Lítil skref eða um-
bylting á einni nóttu?
Morgunblaðið/Eggert
Gamalt viðmið Félag atvinnurekenda gagnrýnir að magn tollkvóta mat-
vöru miðast við neysluna árin 1986-1988. „Margt hefur breyst síðan þá.“
,,Veitingastaðir hafa tilkynnt
okkur að þeir hafi neyðst til að
taka rétti af matseðli vegna
þess að hráefnið fékkst ekki.
Þetta á fyrst og fremst við um
gæðanautakjöt og lambakjöt,“
segir í umsögn Samtaka ferða-
þjónustunnar við tollkvóta-
frumvarpið.
Er það sagt vera samdóma
álit veitingastaða um land allt
að þeir vilji fyrst og fremst
bjóða íslenskt kjöt og það verði
sífellt algengara að á matseðl-
um standi að landbúnaðar-
afurðirnar á matseðli séu ís-
lenskar eða „beint frá býli“.
„Það er mikil áhersla lögð á
það, af hálfu veitingamanna, að
leyft sé að flytja inn ferskt kjöt
og að þess sé gætt við úthlutun
á tollkvótum að innlendum
framleiðendum verði óheimilt
að bjóða í þá svo samkeppni á
kjötmarkaði verði tryggð.“
Taka rétti af
matseðli
BRÝNT AÐ LEYFT SÉ AÐ
FLYTJA INN FERSKT KJÖT