Morgunblaðið - 26.03.2012, Side 27

Morgunblaðið - 26.03.2012, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 ✝ Ottó AríusSnæbjörnsson fæddist á Siglu- firði 9. október 1920. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 13. mars 2012. Foreldrar hans voru Snæbjörn Magnússon, f. 21.2. 1890 vél- smiður, d. 18.8. 1951, og kona hans Svanborg Jónasdóttir, f. 15.11. 1888, húsfreyja og verkakona, d. 27.8. 1981. Bræður Ottós voru Stefán, f. 19.6. 1915, d. 21.10. 1983. Magnús, f. 23.7. 1924, d. 1.12. 2002. Hinn 17. maí 1944 kvæntist Ottó eft- irlifandi eiginkonu sinni, Sól- Boga er Sóley María, f. 21.5. 1987. 2) Ottó Berg, f. 14.8. 1969, rafiðnfræðingur, maki: Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 3.4. 1970, íþróttakennari og nudd- ari. Börn þeirra eru: Gréta, f. 21.4. 1995, Magnús, f. 8.8. 1997, og Hrefna, f. 13.9. 2001. 3) María Jóna viðskiptafræð- ingur og meistaranemi, f. 13.7. 1978. Ottó fæddist á Siglufirði og flutti til Akureyrar 7 ára gamall. Hann lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskóla Íslands árið 1936 og var til sjós sem stýrimaður og vélstjóri til nokkurra ára. 1952 lauk hann sveinsprófi í blikksmíði frá Iðnskólanum á Akureyri og vann við blikksmíði frá 1946- 1964 á Sameinuðu verkstæð- unum Marz. Frá 1964 starfaði Ottó við bílaréttingar á BSA og á Bifreiðaverkstæði Bjarna Sigurjónssonar. Ottó var jarðsunginn í kyrr- þey frá Höfðakapellu á Ak- ureyri 21. mars 2012. veigu Elvínu Sig- urðardóttur, f. 26.5. 1924, hús- freyju og iðn- verkakonu. Barn þeirra: Magnús Aríus, f. 11.11. 1944, rennismið- ur og vélstjóri, d. 5.8. 2011, maki: Margrét Valborg Jónsdóttir, f. 28.4. 1943. Börn þeirra eru: 1) Sólveig Dóra, f. 17.1. 1967, læknir og MBA, maki: Bogi Óskar Pálsson, f. 6.12. 1962, viðskiptafræð- ingur, sonur Sólveigar Dóru er Hugi, f. 4.10. 1988, faðir Huga er Hilmir Valsson, f. 20.4. 1968, tannlæknir. Fóst- urdóttir Sólveigar og dóttir Ég hef verið einstaklega lán- söm í mínu lífi með vel gerða menn sem fyrirmynd. Margt gott lærði ég af honum föður mínum heitnum en hann hafði erft sína góðu kosti og natni frá þér. Ég var ekki gömul þegar þú skaut- aðir um Pollinn með mig á snjó- þotu í eftirdragi og kenndir mér svo síðar að skauta sjálf. Sum- arbústaðaferðir á græna Bronco, þar sem ein súkkulaðikúla dugði þér í nesti á áfangastað, sem við hin vorum mjög kát með þar sem við gátum þá hámað í okkur rest- ina af pokanum. Alltaf var nóg við að vera í þessum tíðu ferðum og oftar en ekki var veiðistöngin með í för. Amma sá um að þræða ormana upp á öngulinn á meðan við hin veiddum fiskinn. Veiðihlutfallið á milli okkar var þó sjaldnast það sama, meira svona ég einn, þú þrettán. Alltaf man ég hvað það var huggulegt að koma til afa og ömmu í Byggðaveginn, setjast á eldhúsbekkinn þar sem maður raðaði í sig kræsingunum, allt þar til maður lognaðist út af á bekkn- um eftir átið. Ekki fékk maður þó frið til þess lengi þar sem þú varst ótrúlega stríðinn og fannst gaman að pína mann. Þessi stríðni virðist hafa erfst í beinan karl-legg í fjölskyldunni en stríðnin einkennir alla og kom hún frá þér. Þrátt fyrir að þér hafi heilsu- farslega hrakað mikið, bæði and- lega og líkamlega, nú síðasta árið, aftraði það þér ekki frá að gera grín. Það var alltaf mjög stutt í brosið þegar maður var þér ná- lægur. Ég er þakklát fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman, góðar minningar um frábæran afa sem ég mun geta varðveitt í hjarta mínu um ókomna tíð. Elsku afi minn, þín verður sárt saknað en ég veit að þú ert nú farinn til að vera hjá honum pabba og vona ég að þið hafið það sem best þar til ég hitti ykkur næst. Þín, María Jóna. Það er mér ómögulegt að minnast afa míns án þess að nefna ömmu mína. Ekkert barn er heppnara með afa og ömmu heldur en ég er, því frá fyrstu stundu höfðu þau endalausan tíma til að snúast í kringum okk- ur systkinin, kenna okkur á lífið og tilveruna á sinn einstaka hátt. Þau litu ávallt á lífið jákvæðum augum og sáu tækifæri og ánægju í öllum hlutum, stórum sem smáum; ómetanlegur lær- dómur fyrir ungar sálir sem hef- ur mótað okkur systkinin og reynst okkur vel. Síðar þegar þau eignuðust barnabarnabörn nutu þau þessara sömu forréttinda að eiga endalausar gæðastundir með langafa og langömmu. Í dag þegar ég minnist hans afa míns finnst mér svo stutt síð- an ég var lítið barn og lék mér í fjörunni með honum. Um helgar fórum við í bíltúr niður í fjöru, leituðum að skeljum og kuðung- um, fundum fjársjóði og afi sagði sögur. Og ekki vorum við gömul þeg- ar afi og amma byrjuðu að ferðast með okkur um landið, heimsækja fáfarna staði, náttúruparadísir sem á þeim tíma voru heimsóttir af fáum. Oft voru litlir fætur þreyttir í löngum göngum, en þeim tókst ávallt að gera hvern stað og hverja ferð að sérstöku ævintýri sem var ómögulegt að missa af. Þau höfðu þann frábæra hæfileika að búa til ævintýri úr einfaldleikanum, kostur sem allt of fáir geyma með sér. Æsku- minningarnar eru því sem eitt langt og skemmtilegt ævintýri. Svo þegar veturinn gekk í garð, tók skíðamennskan við, all- ar helgar þegar veður leyfðu fóru þau með okkur, keyrðu okkur upp í Hlíðarfjall á skíði og þegar þreytan fór að gera vart við sig beið okkar nesti, smurt brauð og kakó í bílnum. Afi var mikill íþróttamaður og byrjaði ungur að stunda fimleika á Akureyri, hann var einnig mik- ill skautamaður og nutum við systkinin góðs af því. Þegar fraus á Eyjafjarðaránni dreif afi sig ávallt með okkur á skauta og reyndi að kenna okkur listdans með misgóðum árangri þó, en náði fram því sem mestu máli skiptir, að allir höfðu gaman af. Hann var einnig mikill veiðimað- ur, fór á hverjum laugardags- morgni yfir sumarið árum saman og veiddi í Eyjafjarðaránni með vini sínum. Þegar ég hafði aldur og getu til fékk ég að slást með í för. Sem barn var ég ákaflega skrafhreifin og fannst ég stöðugt hafa frá ein- hverju að segja. Eitthvert skiptið sem við afi vorum saman við ána sagði hann mér að það væri mik- ilvægt, svo fiskaðist vel, að hafa algert hljóð. Ég trúði honum að sjálfsögðu, sagði ekki aukatekið orð við ána, en komst að því ára- tugum síðar að trúlega hafði þessi ráðlegging meira með það að gera að hann var búinn að fá sig fullsaddan af masinu í mér. Við afi eignuðumst margar góðar minningar á 45 góðum ár- um sem við áttum saman og ég er þakklát fyrir. Umburðarlyndi afa míns og takmarkalaus virðing mín fyrir honum varð til þess að okkur varð aldrei sundurorða. Þó ég sakni afa míns meira en nokk- ur orð fá lýst er ég ómetanlega þakklát fyrir þann kærleika sem ég fann ávallt fyrir í samskiptum okkar og viskuna sem hann miðl- aði til mín. Afi minn er farinn en eftir sitja ljúfar minningar um einstakan mann sem aldrei gleymast. Sólveig Dóra Magnúsdóttir. Maðurinn einn er ei nema hálf- ur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Þessi orð eru vart meira viðeigandi en í samhengi hjónanna Ottós Snæbjörnssonar og Sólveigar Sigurðardóttur nú þegar komið er að því að kveðja Ottó. Ég kynntist þessum góðláta og glaðlynda manni skömmu eftir að ég kynntist Sólveigu konunni minni og sonardóttur Ottós fyrir meira en 10 árum. Fljótlega eftir að við hófum búskap okkar komu upp veikindi hjá Ottó, sem þá stóð á áttræðu og þurfti að leita sér lækninga gegn krabbameini sem innifól geislameðferð sem fara þurfti fram í Reykjavík. Sólveig og Ottó sem bjuggu á Akureyri alla sína sambúð í tæp 70 ár og höfðu aldr- ei verið aðskilin komu því bæði til okkar í Garðabæinn meðan á meðferðinni stóð. Ottó hafði þá aldrei á sjúkrahús komið nema til þess eins að heimsækja sjúklinga og lyf hafði hann aldrei tekið á ævinni. Þetta var því ansi brött aðlögun í lífi hans, sem hann tók með þeim hætti sem honum ein- um var lagið. Hann einfaldlega tókst á við verkefnið og þar sem meðferðin fól í sér meiri bið en þátttöku í meðferðinni sjálfri stytti hann sér stundir á daginn með því að moka snjó af stéttinni og tók glaður þátt í kvöldverðum heim- ilisins þar sem hann var bæði góður hlustandi á hugmyndir yngstu kynslóðarinnar og gef- andi af reynslubrunni síns langa og farsæla lífs. Það var ekki fyrr en á síðustu viku erfiðrar með- ferðar að farið var að draga af honum. Hann var ekki aðeins hörkutól á velli, heldur var hann hið mesta ljúfmenni sem laðaði að sér aðra með hnyttni og skemmtilegri framkomu, heiðar- leika og fórnfýsi. Þó þessi meðferð hafi tekist eins og best verður á kosið og meinið ekki tekið sig upp aftur, setti þetta eðlilega mark sitt á framhald þeirra lífsgæða sem Ottó naut. Það var þó ekki á hon- um að sjá að nokkuð amaði að honum fram að níræðisaldri hans. Hann sá alltaf jákvæðu hliðarnar á öllu og alltaf mætti hann með bros á vör og áhuga á því sem þeir voru að gera þá stundina sem honum stóðu næst. Það er mikill sá arfur sem Ottó skilur eftir sig hjá ættingj- um sínum. Reynsla, viska og bros í hjarta allra þeirra sem fengu að njóta þess að deila hluta af lífi sínu með honum. Fyrir að hafa fengið að taka þátt í því vil ég þakka með von um að það sem ég hef lært geti ég kennt og haldið þannig heiðri minningar þessa merka manns á lofti. Mig langar að ljúka þessum fátæklegu orðum með því að votta eftirlifandi eiginkonu Ott- ós, þeirri stórmerkilegu og frá- bæru konu Sólveigu, samúð mína. Þó þú sért nú ei nema hálf og missir þinn á síðasta ári meiri en flestir þurfa að þola með missi einkasonar þíns og eiginmanns á einu ári ert þú þó enn meiri og sterkari einstaklingur en flestir. Elsku Sólveig, ég vona að þú getir borið sorg þína með þeirri reisn sem góðar minningar þín- ar um frábæran eiginmann og einstakan son gefa þér og ég vona að þrátt fyrir að lönd og höf skilji okkur nöfnu þína og þig að í daglegu lífi getum við áfram fengið að njóta þess að deila líf- inu með gleði sinni og sorg með þér. Guð veri með þér. Bogi Pálsson. Kveðja frá Sólveigu Elvínu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sólveig Elvína Sigurðardóttir. Mikið er ég glöð að hafa feng- ið að kynnast svona vönduðum og góðum manni eins og Ottó var. Ég er svo ánægð með að börnin mín hafi fengið tækifæri til að umgangast og vera með langafa sínum svona mikið eins og þau gerðu. Maður sem var alltaf með allt á hreinu, hugsaði hlutina áður en hann fram- kvæmdi og leysti þau svo full- komlega af hendi. Maður hefur heyrt margar sögurnar frá fyrstu hendi frá tímum sem virðast svo órafjarri. Þá var skautað á Pollinum sem var upplýstur af sjúkraskipi sem lá þar og það var skautað alla leið inn í fjörð eins og ekkert væri. Veiðiferðirnar margrómuðu hafa einnig borist manni til eyrna, ferðalög um allt land á Bronco þar sem öllu og öllum var haganlega fyrir komið, fim- leikasýningar í Samkomuhúsinu og fleira og fleira. Ottó hafði meira að segja siglt og hitt afa minn og langafa í Ófeigsfirði á Ströndum. Frá því og svo mörgu öðru hafði hann að segja, þetta er allt ómetanlegt. Maður sem hugsaði vel um sig og sína er fallinn frá og dýr- mætt þykir mér að hafa fengið að taka þátt í lífi þínu. Takk fyrir allt og hvíl í friði. Ingibjörg Magnúsdóttir. Ottó Aríus Snæbjörnsson HINSTA KVEÐJA Loks eftir langan dag Lít ég þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli eg inn Eyjafjörð. Ennþá á óskastund, opnaðist faðmur hans. Berast um sólgyllt sund söngvar og geisladans. Verja hinn vígða reit varðtröllin klettablá, máttug og mikilleit. Múlinn og Gjögratá. Hljóti um breiða byggð blessun og þakkargjörð allir, sem tröllatryggð taka við Eyjafjörð. (Davíð Stefánsson.) Þín tengdadóttir, Margrét. Þú sem varst allt- af svo skemmtileg- ur og hress strákur. Tókst alltaf á móti mér svo rosalega hress og þá varð ég sjálfur svo glaður. Þú varst frábær og skemmtilegur strákur. Hvíldu í friði, elsku Svanur Steinar minn. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Laxness.) Vignir Ingi Eggertsson. Elsku Svanur Steinar. Breiðdalurinn verður ekki mikill nafli alheimsins án hans Svans míns, það er alveg ljóst. Hvaða ungi drengur bíður manns núna þegar maður rennur í bæj- arhlaðið? Þessi sterklegi bros- mildi drengur sem var alltaf til í að prakkarast er horfinn úr lífi okkar. Svo ótalmargar minning- ar koma upp í hugann þegar maður hugsar til hans. Sveita- maðurinn, veiðimaðurinn og húmoristinn sem var alltaf tilbú- inn að koma manni í gott skap, sama hvað á bjátaði. Þvílíkur vinnuþjarkur sem hafði svo ótrú- lega gaman af vélavinnu, bóndi B á Ásunnarstöðum sem leit helst ekki við neinu nema það héti Toyota eða Steyr. Það verður erfitt að kveðja þennan skemmti- lega dreng sem gladdi mann á hverri stund með fallega brosinu, skemmtilegu sögunum og öllu ótrúlega athæfinu sem honum datt í hug að draga mann með sér í. Má þar nefna miðnæturgöngut- úr kring um Brekkuborgarvatnið eða hjólreiðartúra á Breiðdals- vík. En nú er hann farinn og skil- ur okkur hin eftir með söknuð og frábærar minningar, sama hvort við vorum við veiðar, vélavinnu eða hann að taka mann í kennslu- stund í golfi á Þingvöllum. Minn- ingin um Svan á eftir að lifa enda- laust, röltandi um sveitina á leiðinni í fjárhúsin að vinna verk dagsins með hundana á eftir sér. Hann á alltaf eftir að eiga vísan stað í hjarta mér, þessi fallegi, yndislegi drengur. Hvíldu í friði, hjartans dreng- urinn minn, ég á alltaf eftir að elska þig. Nú ertu langt kominn, kominn mér frá. Perla minna bestu minninga. Bros þitt lifir í sálu hvers manns. Þú varst gjöf sem aldrei mun gleym- ast. (Aron Geir Eggertsson) Aron Geir Eggertsson. Ég mun sakna þín, elsku Svan- ur, þú ert engill sem munt ávallt búa í hjarta mínu. Þau ljós sem skærast lýsa, Svanur Steinar Rúnarsson ✝ Svanur SteinarRúnarsson fæddist 14. desem- ber 1995. Hann lést 17. mars 2012. Útför Svans Steinars fór fram frá Heydalakirkju 24. mars 2012. þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður byl- ur er dauðans dómur fell- ur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Kveðja, Friðbjörg Helga. Elsku Svanur Steinar. Þegar ég hitti þig fyrst síðasta haust var það augljóst frá fyrstu mín- útu að þú varst einstakur strák- ur. Ég var þá nýkomin austur úr skarkala höfuðborgarinnar til að smala með ykkur Ásunnarstaða- bændum. Ég hefði aldrei trúað því að þú værir bara fimmtán ára þá. Þú varst svo kurteis, nærgæt- inn, rólegur og yfirvegaður, sem mér fannst bera vott um mikinn þroska. Síðan átti leið mín eftir að liggja oft í heimsókn til ykkar feðga á Ásunnarstöðum. Sam- band ykkar var einstakt og ein- kenndist af mikilli væntum- þyggju og gagnkvæmri virðingu. Þú varst gimsteinninn hans pabba þíns og það var dásamlegt að sjá stoltið sem skein úr augum hans þegar þú birtist á hlaðinu eða barst í tal. Þú varst engum líkur elsku Svanur. Það er mér svo minnisstætt þegar þú komst og losaðir mig úr snjóskafli þegar ég hafði fest bílinn rétt innan við Ásunnarstaði. Þú lentir í honum kröppum sjálfur við björgunar- aðgerðina og ég spurði þig hvort ég ætti að hringja í pabba þinn okkur til aðstoðar. „Nei, nei, ekki alveg strax,“ sagðir þú yfirveg- aður og það var ekki að spyrja að því að í rólegheitunum leystir þú þetta verkefni snilldarlega eins og allt sem ég hef séð þig taka þér fyrir hendur. Seiglan, natnin og rólyndið sem þú bjóst yfir var áberandi í fasi þínu og var aðdá- unarvert að sjá hvernig þú nálg- aðist öll verk með þeim hætti. Strákarnir dýrkuðu þig og dáðu frá fyrsta degi. Framkoma þín var svo falleg gagnvart þeim og vil ég þakka þér fyrir það. Kannski varstu of falleg sál fyrir þessa jarðvist, engill í lifanda lífi. Hvíl í friði Svanur okkar. Elsku Rúnar og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Ó elsku Svanur, ljósið bjarta tært og fallegt var þitt hjarta nærveru þinnar var notið víða elsku vinur, barnið blíða. Stoltur var hann faðir þinn gerði allt fyrir drenginn sinn en tíminn kallaði allt of fljótt hvíldu þig nú og sofðu rótt. Kveðja. Olga Jenný og guttarnir Emil Örn og Ýmir Kári. Eiginkona mín, ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans 17. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Valdimar Björnsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.