Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012
Elskulega hetjan mín og systir
Kolbrún Harpa Matthildardóttir
er fallin frá aðeins fimmtíu og
fimm ára. Við vorum alltaf vin-
konur þó stundum hafi komið
upp ágreiningur eins og gengur
með fjölskyldur. Við vorum svo-
lítið líkar í okkur vildum alltaf
vera að sauma og prjóna og baka
og hugsa um börnin okkar og
karlana okkar. Við erum búnar
að eiga langa vináttu og systra-
kærleik sem kom svo oft í ljós
núna síðustu árin á meðan Kolla
barðist við krabbameinið sem
felldi hana 6. mars síðastliðinn.
Ég var á Kanaríeyjum þegar
kallið kom og það var svakalega
Kolbrún Harpa
Matthildardóttir
✝ Kolbrún HarpaMatthild-
ardóttir fæddist á
Blönduósi 9. nóv-
ember 1956. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 6. mars
2012.
Útför Kolbrúnar
fór fram frá Akra-
neskirkju 14. mars.
erfitt að vera svona
langt í burtu. Ég
hringdi í Inga bróð-
ur okkar kvöldið
sem hún dó og var
svo heppin að hann
var hjá Kollu og ég
fékk að tala við
hana, það er smá
huggun. Fyrir um
það bil mánuði hitti
ég Kollu í Reykja-
vík, hún bað mig að
koma með sér til krabbameins-
læknis síns því hún vildi fá svör
um það hvort hún ætti einhverja
möguleika, ég fylltist stolti þegar
hún sat keik í hjólastólnum sín-
um fyrir framan lækninn og
sagði: „ég gefst aldrei upp“. Hún
fór með sjúkrabíl frá Akranesi og
þar voru tveir sjúkrabílstjórar
með í för og þeir voru vinir Kollu,
mjög svo elskulegir menn, sem
fylgdu okkur um ganga Land-
spítalans hlæjandi og skríkjandi
eins og systur gera stundum.
Kolla var hetja eins og allir þeir
sem ég er búin að horfa á eftir úr
krabbameini, þar á meðal sonur
minn, mágur minn og góð vin-
kona mín. Allir virðast fá ein-
hverja hugarró og æðruleysi sem
okkur hinum er óskiljanlegt. Ég
á ennþá eftir að skilja og sætta
mig við það að Kolla sé farin,
kannski af því að ég var svo langt
í burtu.
Sofðu, hvíldu sætt og rótt,
sumarblóm og vor þig dreymi!
Gefi þér nú góða nótt
guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi.
(G. Guðm.)
Elsku Halldóra Margrét, Em-
ilía Guðrún, Baldur Ingi og Val-
garður ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Við heyrumst, elskan mín, og
sjáumst þegar ég kem.
Þín systir
Erna Hallfríður
Sigurbjörnsdóttir.
Jæja, þá erum við hjónakornin
komin á klakann eftir þrjár vikur
á Kanarí og ekki var nein óska-
byrjun á fyrsta degi hjá okkur að
fylgja mágkonu minni, Kolbrúnu
Hörpu Matthildardóttur (Sigur-
björnsdóttur), þangað sem eng-
inn vill fara en allir verða að fara,
til grafar. Kolla, eins og hún var
alltaf kölluð, var fædd á Blöndu-
ósi 9. nóvember 1956 og lést á
Akranesi 6. mars 2012 eftir harða
og hetjulega baráttu við krabba-
mein í mörg ár og varð að lúta í
lægra haldi eins og svo margir
aðeins 55 ára. Hugurinn leitar
aftur í tímann í lífi Kollu og henn-
ar lífshlaup verður varla flokkað
undir neinn dans á rósum, alla
vega stakk hún sig á þyrnum eins
og allir gera en allt of margir
vilja lítið af svoleiðis smá stung-
um vita, hvað þá kyssa á bágtið.
Kolla lenti í atburðarás sem hún
kaus ekki sjálf og hefði mátt
leysa með kærleika og fyrirgefn-
ingu, en í staðinn var notaður
versti ættardraugur á Íslandi –
þögnin – og enn er þessi óþverri
notaður sérstaklega milli nákom-
inna ættingja og of margir eru
tilbúnir að kasta fyrsta steinin-
um þó þeir séu með kúlu á höfð-
inu sjálfir. Ég sannfærðist enn
frekar í litlu kirkjunni á Akranesi
að þögnin er slæmur kostur í öll-
um ágreiningi. En upp úr stend-
ur hvað Kolla var alltaf kát og
skemmtileg þrátt fyrir alla erf-
iðleika, hláturmild og hreinskipt-
in. Hún elskaði börnin sín Hall-
dóru Margréti, Emilíu Guðrúnu
og Baldur Inga skilyrðislaust og
hafði tekið upp sambúð með fyrr-
verandi eiginmanni, Valgarð,
þegar hún kvaddi þennan heim.
Núna ert þú rós án þyrna Kol-
brún mín og hljóðnuð harpa.
Takk fyrir samfylgdina. Ég sendi
öllum ættingjum og vinum Kollu
innilegar samúðarkveðjur
Þorvaldur Skaftason.
Elsku amma. Einhvern
veginn finnst mér þetta allt
svo óraunverulegt, að þú sért
farin. Ég gerði ljóð handa
þér:
Guðríður Jóna
Jónsdóttir Beck
✝ Guðríður JónaJónsdóttir
Beck fæddist 1.
nóvember 1923 í
Litlu-Breiðavík við
Reyðarfjörð. Hún
lést 16. febrúar
2012.
Útför hennar fór
fram frá Reyð-
arfjarðarkirkju 28.
febrúar 2012.
Kona góð
Hárið ávallt svo fínt og
flott
arkaði hún um bæinn
brosið svo bjart
það ljómaði allt
kveður hún nú
persónan sú
Ævin var löng og ströng
erfiðleikar víða
hvert sem ég fer
hvað sem ég geri
mun hún ávallt
hún fylgja mér
í huga mínum og hjarta.
Hvíldu í friði elsku amma mín
Þín
Margrét.
Við fráfall fjölskyldumeðlims
hrannast minningarnar upp og
margar góðar stundir koma upp í
hugann. Það var aldrei lognmolla
í kringum Þóri, hann var maður
athafna og lét verkin tala. Hann
var einstakt snyrtimenni og
hreinskiptinn í hverju því sem
hann kom nálægt hvort sem það
varðaði fjármál eða samband við
fjölskyldu, vini og samferðamenn
á lífsleiðinni. Hann var fjöl-
skyldufaðir umfram allt og góður
heimilisfaðir.
Það hefur alltaf verið mjög ná-
ið samband á milli fjölskyldna
okkar og þau voru mörg laugar-
dagskvöldin sem við komum sam-
Þórir Þórðarson
✝ Þórir Þórð-arson fæddist í
Reykjavík 25. ágúst
1936. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 4.
mars 2012.
Útför Þóris fór
fram frá Bústaða-
kirkju 13. mars
2012.
an hér áður fyrr þar
sem yngstu börnin
okkar voru mjög
samrýnd. Við fórum
með Þóri og Stellu í
fyrstu utanlands-
ferðina okkar og
höfum oft rætt um
hvernig sú ferð, eða
Ferðin eins og við
kölluðum hana, hafi
verið eftirminnilegri
en aðrar.
Það hefur alltaf verið gott að
koma í Kringluna 75, öllum tekið
með alúð, gestrisni og hlýju og
voru þau hjónin mjög samhent í
því. Þórir og Stella hafa ferðast
mikið gegnum árin bæði til Evr-
ópu og Ameríku fyrir utan innan-
landsferðir og var það sameigin-
legt áhugamál þeirra.
Við erum þakklát fyrir öll þau
ár sem við fengum að njóta sam-
vista við Þóri og megi hann hvíla í
friði.
Elsku Stella, systir og mág-
kona. Við vottum þér og fjöl-
skyldu þinni okkar dýpstu sam-
úð. Guð veri með ykkur öllum
Þóra og Haraldur.
Fallin er frá alltof snöggt,
alltof snemma, kær vinkona
okkar hjóna sem er nú sárt
saknað hér í Brekkubæ 3. Við
hjónin kynntumst Stínu þegar
þau Elli fluttu hér á efri hæð í
Brekkubæ. Reyndar voru Elli
og Steindór skólafélagar í Mið-
bæjarbarnaskóla og urðu því
fagnaðarfundir hjá þeim fé-
lögum.
Alltaf var gott að koma upp
til Stínu og Ella á þeirra fal-
lega heimili. Hún galdraði fram
á engri stundu gómsætar veit-
ingar og alltaf var glatt á
hjalla.
Stína var eins og stormsveip-
ur, hún var alla ævi hraust.
Krafturinn í henni, hún vann
mikið, síðast við hjúkrun á
Skógarbæ. En hún hafði alltaf
tíma til þess að hugsa um vini
og ættingja.
Það var því þungt áfall þegar
Elli veiktist og hjúkraði Stína
honum allt hans veikindastríð
eins og henni einni var lagið.
Elli lést fyrir aldur fram fyrir
Kristín Helgadóttir
✝ Kristín Helga-dóttir fæddist
25. febrúar 1943 í
Keldunesi, Keldu-
hverfi, N-Þing. Hún
lést 29. febrúar síð-
astliðinn á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi.
Útför Kristínar
var gerð frá Foss-
vogskirkju 8. mars
2012.
fjórum árum. Okk-
ur hjónum var það
þungt áfall þegar
Stína kom til okkar
og sagði okkur að
hún væri komin
með ólæknandi
krabbamein.
Stína var heiðar-
leg, hreinskilin og
trygg sínum. Alltaf
bar hún mikla um-
hyggju fyrir Guð-
rúnu og þekkti flestum betur
MS-sjúkdóm hennar. Kom hún
helsjúk niður til þess að fylgj-
ast með henni og lét hana alveg
heyra það ef henni fannst Guð-
rún fara of geyst. Nú er Guð-
rún búin að missa einn sinn
besta vin og trúnaðarvinkonu.
Það ríkir þögn nú hér í
Brekkubæ 3. En við hjónin trú-
um því að nú dansi þau Elli á
betri stað, laus við þjáningar.
Við þökkum góða vináttu og
samfylgd.
Við sendum systkinum Stínu
og fjölskyldum þeirra hlýjar
samúðarkveðjur. Takk fyrir allt
kæra vinkona. Hvíl í friði.
Að eiga vin er vandmeðfarið,
að eiga vin er dýrmæt gjöf.
Vin, sem hlustar, huggar, styður,
hughreystir og gefur von.
Vin sem biður bænir þínar,
brosandi þér gefur ráð.
Eflir þig í hversdagsleika
til að drýgja nýja dáð.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Guðrún og Steindór
Pétursson.
Sterkur persónuleiki og stíl-
hreinn og hafði hvarvetna áhrif
og setti svip á leið sinni með
sjaldgæfri hógværð og stóískri
ró, en þó svo hlýjum og sterkum
straumum að allt varð til góðs.
Sigurður Óskarsson var yndis-
Sigurður
Óskarsson
✝ Sigurður Ósk-arsson, hús-
gagnasmíðameist-
ari og
smíðakennari,
fæddist á Berg-
staðastræti 73 í
Reykjavík hinn 19.
júlí 1933. Hann lést
á heimili sínu,
Hvannalundi 13,
Garðabæ, 5. mars
sl.
Útför Sigurðar fór fram frá
Vídalínskirkju, Garðabæ, 16.
mars 2012, og hefst athöfnin kl.
13.
legur maður og það
orð á við um þau
hjón Villu og Sig-
urð, einkar sam-
heldin og blæfeg-
urðin sem eitt væri
ljóðið. Glæsileiki
þeirra var áberandi
og stóðst alla ald-
urshópa. Sigurður
var einn af þeim
mönnum sem mað-
ur hefur hitt og
eignast vináttu hjá á augabragði.
Maður þurfti ekki að vera bú-
inn að tala lengi við Sigurð þegar
maður áttaði sig á því að hann
var snjall og góður kennari og
mikill verkmaður í fagi sínu, hús-
gagnasmíði, enda farsæll alla tíð
og gefandi svo eftir stóð það sem
skipti máli og vakti gleði og ham-
ingju. Það hefur átt vel við minn
mann að smíða og skapa úr skóg-
um heimsins og mikið hafa þau
börn verið heppin sem nuta
kennslu hans og samveru sem
smíðakennara og lánsamur var
hann Eldar okkar með langafa
sinn.
Það eru ekki mörg ár síðan við
Sigurður hittumst fyrst, en það
var í rauninni eins og að ganga
inn í sólardag, slíkur var þokkinn
og þelið sem fylgdi honum. Þess
vegna varð manni oft hugsað til
hans. Hann var eftirspurn en
ekki framboð.
Allt fram streymir endalaust
segir í ljóðinu góða. Þannig var
Sigurður Óskarsson, hann fylgdi
lífinu látlaust og tókst á við
hversdagsskyldurnar með gleði
og gjöfulum huga. Hans er sárt
saknað. Megi góður Guð varð-
veita Villu hans og ástvini alla
sem búa við þau hlunnindi á
vegamótum að eiga minningar
sem eru mikils virði.
Það mun styrkja grunn himn-
anna þegar Sigurður Óskarsson
mætir til leiks í mögnuðum stíl
sínum og stóískri ró.
Árni, Breki og Dóra.
Sigurður var einstaklega ljúf-
ur maður og öllum kær sem hon-
um kynntust. Samvinna okkar,
þau 20 ár sem ég stjórnaði Flata-
skóla, var afar farsæl og betri
smíðakennara var ekki að fá.
Sigurður var traustur, áreiðan-
legur og sýndi öllum, jafnt börn-
um sem fullorðnum, hlýlegt við-
mót sem var honum svo
eiginlegt.
Í smíðastofunni urðu aldrei
vandamál né ágreiningsmál. Sig-
urður lagði metnað sinn í að
kenna nemendum réttu handtök-
in og meðferð smíðaáhaldanna.
Fyrir honum sem vönduðum fag-
manni var það aðalatriðið.
Það var ávallt ánægjulegt að
líta inn til Sigurðar og barnanna
sem unnu sátt og vel undir stjórn
síns góða kennara. Það segir sína
sögu að gamlir nemendur lögðu
sig gjarnan fram um að heilsa
honum á förnum vegi og kynntu
þá ósjaldan fyrir honum bæði
börn og maka.
Votta Vilhelmínu, hans mjög
svo kæru eiginkonu, börnum og
öðrum fjölskyldumeðlimum
djúpa samúð. Minning um góðan
mann lifir með okkur, samstarfs-
fólki og nemendum Flataskóla.
Sigrún Gísladóttir.
Kynni mín af Sigrúnu hófust
um 1985 þegar ég skráði mig á
námskeið hjá Slysavarnafélagi
Íslands, voru Sigrún og Ragna
þá í móttökunni. Það var mikill
fengur fyrir félagið að hafa
Sigrún S. Hafstein
✝ Sigrún S. Haf-stein fæddist í
Reykjavík 18. des-
ember 1926. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
8. febrúar 2012.
Sigrún var jarð-
sungin frá Lang-
holtskirkju í
Reykjavík 17.
febrúar 2012.
svona dugmiklar og
góðar konur. Fann
maður strax hvað
þær voru áhuga-
samar og kurteisar,
þó að mikið væri að
gera hjá þeim.
Samskipti okkar
Sigrúnar og Hann-
esar urðu mikil, góð
og mjög lærdóms-
rík, bæði sem vinur
sjálfboðaliði og
starfsmaður hjá SVFÍ um ára-
bil.
Ekki var það slæmt að hafa
þau heiðurshjón í næsta ná-
grenni við okkur fjölskylduna í
Nökkvavoginum. Strákarnir
mínir, Sveinn Pálmar og Jón
Kristinn, löbbuðu oftast á leið í
leikskólann eða til kirkju
framhjá Skeiðarvoginum þar
sem Sigrún og Hannes bjuggu.
Þeir vildu helst fara þessa leið
því ef annað hvort þeirra hjóna
var úti við fengu þeir stundum
nammi og kræsingar og eitt-
hvað var spjallað um fótbolta
o.fl. Þegar við ræðum þessi
augnablik þá ljóma þeir báðir
og minningin lifir í huga þeirra
bræðra um hjónin Sigrúnu og
Hannes í Skeiðarvoginum.
Sigrún var mjög glæsileg
kona og hafði hún marga góða
kosti sem við, sem eftir erum,
gætum tekið okkur til fyrir-
myndar. Sigrún var alltaf já-
kvæð og með góð ráð og lausn-
ir, sama á hverju gekk. Það
hefur trúleg tekið á að vera
með bjögunarstjórnstöð á
heimilinu hjá sér, fá bæði góðar
og slæmar fréttir á nóttu sem
degi, um árabil þegar Hannes
var á bakvaktinni sem var allan
sólarhringinn en aldrei heyrði
maður Sigrúnu kvarta.
Oft kom maður í heimsókn
til Sigrúnar í Skeiðarvoginn og
síðar á Dalbrautina. Alltaf gott
tala við hana, góður hlustandi
og jákvæð. Töluðum við oft um
fjölskyldur okkar og margt
fleira. Sigrún var mjög stolt af
börnum og barnabörnum sín-
um, enda mátti hún svo sann-
arlega vera það. Eitt af okkar
síðustu samtölum var um elds-
voða um borð í skipi, sem ég
var á, þar sem litlu mátti muna
að illa færi, hún skildi mjög vel
slík atvik þar sem hún var skip-
stjóradóttir og sjómannskona.
Alloft var Sigrún ekki heima
þegar ég bankaði upp á, var
hún þá í einhverju áhugamál-
inu, sem hún átti nóg af, eða að
ferðast til útlanda að heim-
sækja börnin sín sem voru við
vinnu eða nám erlendis. Hún
ljómaði öll þegar hún var að
segja mér ferðsögur frá þeim
ferðum. Sigrún lifði fyrir að
vera með fólki og innan um
fólk, enda hafði hún sérlega
góða nærveru, notaði hvert
tækifæri og ef fólkið var of
langt í burtu notaði hún
tæknina til þess t.d. fésbókina.
Kæra Sigrún, takk fyrir alla
hjálpina, umhyggjuna, leið-
sögnina og öll fallegu jólakortin
sem þú sendir alltaf til okkar.
Nú ert þú komin til annarra
verkefna, og það er örugglega
gott að vera þar sem þú ert
núna, þú og Hannes komin
saman aftur.
Stefán Jón, Þórunn, Sigrún
Hildur, Hannes og barnabörn,
innilegar samúðarkveðjur.
Einar Örn Jónsson og
fjölskylda, Skipholtinu.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Minningargreinar