Morgunblaðið - 26.03.2012, Síða 37

Morgunblaðið - 26.03.2012, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 EGILSHÖLL 16 16 L 7 7 7 ÁLFABAKKA 10 7 7 7 12 12 VIP 16 16 FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA VANESSA HUDGENS, MICHAEL CAINE OG DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON TRYGGJA ÓSTÖÐVANDI BÍÓSKEMMTUN MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD L FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS. PLEASANT SURPRISE - C.B, JOBLO.COM  - New York Times  - Time Out New York  - Miami Herald  „Hin brjálæðislega fyndna Project X er málið. Hún fer alla leið er auk þess kærulaus og tilbúin í fjörið. Hverjum líkar ekki við það?“ Rolling Stone Geðveikt grín í geggjuðustu partýmynd allra tíma! FRIENDS WITH KIDS kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D FRIENDS WITH KIDS VIP kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D PROJECT X kl. 8 - 10:10 2D JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:40 3D JOHN CARTER kl. 10:10 2D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D JOURNEY 2 kl. 5:50 2D A FEW BEST MEN kl. 8 2D HUGO Með texta kl. 5:30 2D STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN M/ ísl. Tali kl. 5:50 2D 12 12 7 KRINGLUNNI 16 FRIENDS WITH KIDS kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D PROJECT X kl. 6 - 8 - 10:10 2D JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:40 3D 7 12 16 AKUREYRI FRIENDS WITH KIDS kl. 8 - 10:10 2D PROJECT X kl. 8 2D JOHN CARTER kl. 10:10 3D KEFLAVÍK 12 12 16 THE HUNGER GAMES kl. 10:20 2D FRIENDS WITH KIDS kl. 8 - 10:20 2D SVARTUR Á LEIK kl. 8 2D KOMIN Í BÍÓ UM LAND ALLT BRIDESMAIDS eru æðisleg í þessari frábæru gamanmynd „SCOTT EFFORTLESSLY STEALS THE SHOW“ – L.S. EW.com „SEXY, SOPHISTICATED AND SAVVY“ – P.H. Boxoffice Magazine „FRIENDS WITH KIDS IS THE BEST BREEDER MOVIE IN YEARS“ – D.E. NEW YORK MAGAZINE „KRISTEN WIIG IS SERIOUSLY GOOD“ – P.T. ROLLING STONE Kristen Wiig, Jon Hamm, Maya Rudolph og Chris O’Dwod úr FRIENDS WITH KIDS kl. 8 - 10:20 2D PROJECT X kl. 8 - 10:10 - 10:40 2D JOHN CARTER kl. 5:20 2D JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 3D JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 5:40 3D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl tali kl. 6 3D Það var akureyrska sveitinHindurvættir sem hleyptiöðru undanúrslitakvöldinuaf stokkum og það með miklum glæsibrag – og einhverju sem kalla mætti reisn svei mér þá. Hér var komið band sem vissi upp á hár hvað það var að gera og hverju það vildi ná fram. Öryggið skein af hverjum tón. Tónlistin var einslags síðrokk með þjóðlagablæ, drungalegt nokk og inn í það fléttað minnum úr íslenskum rímnasöng. Þessir þættir allir komu glæsilega saman í einum skurðpunkti, lögin voru haglega upp- byggð og framfærsla öll einkar sann- færandi. Blind Bargain er Vestmanna- eyjasveit sem leikur hefðbundinn blús. Hún komst vel frá sínu og gít- arleikarinn sýndi á köflum snilld- artakta. Lagasmíðar voru hins vegar rétt svo sæmilegar og þó að sveitin hefði verið afslöppuð nokk og örugg keyrði nánast um þverbak í þeim efn- um. Frá Húsavík kom nýbylgjurokks- sveitin Functional Foundation (því- líkt nafn!). Það var ýmislegt með sveitinni, helsti kosturinn var einlæg- ur, viðkvæmnislegur bragur sem heillaði. Fyrra lagið minnti á gæða- sveitina The Shins en í því seinna komu lestirnir í ljós, tónlistin full ófrumleg og bandið enn sem komið er í óþéttara lagi. Fjallabyggðarbandið Í fimmta veldi var eingöngu skipað stúlkum, 14 og 15 ára, en þrátt fyrir þennan unga aldur voru þær að keppa í þriðja skipti. Tónlistin jafnt sem sviðsframkoma var brothætt eins og örþunnt postulín. Krúttlegt bæði og fallegt upp að vissu marki en sveitin á þó enn langt í land með ýmsa hluti. The Crystalline Enigma lék, eins og nafnið gefur til kynna, hátimbrað og framsækið öfgarokk. Líkt og með Darkened frá kvöldinu áður var vaðið úr einu í annað í laginu, sem var í tveimur hlutum, og þráður þar var enginn. Á tíma var eins og meðlimir væru ekki að spila í sömu hljómsveit- inni. Hljóðfæraleikarar sýndu tilþrif á köflum en það þarf að endurhugsa málin nokkuð, eigi tónlistin að virka eitthvað. Funk that Shit frá Sauðárkróki lék hressilegt fönk af mikilli list. Allir hljóðfæraleikarar sýndu afburða takta og samleikur gítar- og bassa- leikara var næmur og smekklegur. Sveitin var þá skemmtileg á sviði og menn duttu aldrei í neina „sjáðu hvað ég kann!?“ útúrdúra. Bráð- skemmtileg hljómsveit. Dúettinn EPOCH braut kvöldið upp með sveimkenndu teknói. Á köfl- um náðu þeir félagar að mynda margslungna stemningu en í heild var tónlistin of sérkennalaus. MONT frá Húsavík spilaði það sem fer best á að kalla Músíktilrauna- rokk. Einfalt, þriggja gripa bílskúrs- þungarokk sveitarinnar var ófrum- legt og einkennalaust en ég tek ofan fyrir Nönnu Sigurjónsdóttur trymbli sem stóð sig með stakri prýði. Eins og sést voru landsbyggð- arböndin í miklum meirihluta þetta kvöld og næst var stefnan tekin á Vestfirði, nánar tiltekið á Ísafjörð. Postularnir eiga rætur í ballsveit þar í bæ og sást það vel á gítar- og bassa- leikara sem voru fimir mjög. Fyrsta lagið var grallaralegt þó að sungið væri um Geirfinnsmálið og textinn vísaði á glúrinnn hátt í „Hiroshima“ Utangarðsmanna. Í fyrra laginu lék sveitin sér með reggí en í því seinna var rokkabillí til grundvallar. Húm- orinn var fullmenntaskólalegur á köflum en bæði þéttleiki og hug- myndaauðgi bættu nokkuð upp fyrir það. Frá sama bæ kom Klysja sem bauð upp á sumarpopp – með mylj- andi öfgarokksundirspili! Einhver undur og stórmerki réðu því þó að þessi magnaða blanda hékk saman út í gegn. B.J. & The Army lék sér að dramatískum og á köflum væmnum popplögum (eins og söngvarinn benti sjálfur á). Óframfærni sveitarinnar og vöntun á þéttleika var henni fjötur um fót. Dorian Gray kom svo með skemmtilegan lokahnykk á þetta, eina sveit kvöldsins sem kom af höf- uðborgarsvæðinu. Þó að tónlistin væri ekki nema temmilega þétt, órætt orkurokk var það söngvarinn sem landaði settinu með skemmti- legri sviðsframkomu. Það var svo Funk that Shit sem fór áfram á sal en dómnefndin lagði blessun sína yfir Hindurvætti. Austurbær Músíktilraunir (2. undanúrslitakvöld) Annað undanúrslitakvöld Músíktilrauna 2012, laugardaginn 24. mars. ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST „Æskan er yndisleg, ég geri það sem ég vil …“ B.J. and the Army Sungið um ástina og lífið á íslensku. Blind Bargain Vestmannaeyjablús. Functional Foundation Spiluðu viðkvæmnislega nýbylgju. Klysja Sérkennileg sambræðsla tveggja ólíkra heima. Dorian Gray Söngvarinn fór á kostum. Ljósmyndir/Björg Sveinsdóttir. EPOCH Sveimbundið teknó. Mont Músíktilraunarokk var það heillin. Postularnir Glúrinn grallaraskapur. The Crystalline Enigma Allt í risastórum, níðþungum graut. Í fimmta veldi Fallega brothætt tónlist frá Fjallabyggð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.