Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er greinilegt að útgerðin á öll að sogast suður. Fyrirhugað veiðigjald er hreinn landsbyggðarskattur. Öll aðföng eru miklu dýrari fyrir útgerðir úti á landi sem greiða þegar mikla óbeina skatta, svo sem vegna olíu- kaupa sem eru stigvaxandi liður í rekstrinum,“ segir Gunnlaugur Hreinsson, framkvæmdastjóri GPG fiskverkunar á Húsavík, um þau áhrif sem fyrirhuguð hækkun á veiðigjaldi muni hafa á rekstur fyrirtækisins. Um hundrað manns starfa hjá GPG fiskverkun á Húsavík og á Raufar- höfn og eru þar af 20-30 sjómenn. Út- gerðin er bæði með stóra og litla báta. Þorskur er uppistaðan í vinnslunni. Þurfa að keyra allt suður Gunnlaugur telur að fyrir utan olíu- kostnaðinn þurfi fyrirtækið að standa straum af ýmsum kostnaði vegna flutninga á aðföngum til fyrirtækisins og nefnir sem dæmi allar umbúðir frá Reykjavík. „Hvert einasta kíló sem við fram- leiðum hér þurfum við að keyra suð- ur. Hjá félagi sem er með talsverða veltu er þetta kostnaður upp á tugi milljóna á ári sem félög á suðvestur- horni landsins þurfa ekki að borga. Fyrir vikið eru fyrirtæki úti á landi með lakari afkomu sem þessu nem- ur,“ segir Gunnlaugur og bendir á að vegna þessa umframkostnaðar hafi útgerðir á landsbyggðinni minna svig- rúm til að ráða við tugprósenta veiði- gjald. „Ríkið ætlar að taka hluta af hagnaðinum. Skilaboð stjórnvalda eru að hinir hæfu muni lifa gjaldtökuna af en þeir sem standi sig ekki nógu vel í rekstrinum falla útbyrðis.“ Grafa undan útgerðunum Aðalsteinn Árni Baldursson, for- maður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík, er einnig gagnrýninn á frumvörpin og telur þau munu grafa undan útgerðum úti á landi. „Ég þekki til málsins enda var ég í sáttanefndinni sem Guðbjartur Hann- esson veitti forstöðu og síðan fékk Jón Bjarnason mig til að koma að málinu þegar hann var sjávarútvegs- ráðherra. Þegar allt hrundi út af síð- asta frumvarpi var ég beðinn um að koma inn í ráðuneytið og taka þátt í hugmyndavinnu. Niðurstaðan var svo tekin til meðferðar hjá ráðherranefnd sem hefur skilað þessum frum- vörpum.“ Eiga að greiða fyrir réttinn Aðalsteinn Árni heldur áfram: „Almennt séð hef ég talið að skera þurfi kerfið upp þannig að flestir ef ekki allir geti lifað við það. Ég tel að útgerðin og fiskvinnslan í landinu eigi að greiða ákveðið gjald fyrir afnota- réttinn af þessari auðlind. Annað væri óeðlilegt. Ég hef hins vegar þungar áhyggjur af þeirri skatt- heimtu sem er rætt um að leggja á greinina. Ég tel að veiðigjaldið sem ríkisstjórnin leggur upp með sé út úr kortinu og reyndar stórhættulegt, ekki aðeins fyrir sjávarútvegsfyrir- tækin heldur byggðirnar líka. Útgerðirnar eru yfirleitt stærstu fyrirtækin í sínum bæjarfélögum og hafa oft og tíðum lagt fé til góðra mála. Ég nefni til dæmis kaup á tækj- um til heilbrigðisstofnana og stuðn- ing við æskulýðs- og íþróttastarf sem er gríðarlega mikilvægur á þessum stöðum. Mörg þessara bæjarfélaga eru á válista vegna slæmrar fjárhags- stöðu og þessum peningum verður ekki skilað þangað aftur. Þessar hug- myndir eru í sem stystu máli út í hött og grafalvarlegar fyrir landsbyggð- ina. Fyrirtækin hafa ekki burði til að sinna viðhaldi, tækniþróun eða fjár- festingu í skipum og búnaði. Fyrir vikið mun fyrirtækjunum fækka.“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Útgerðarmaður Gunnlaugur Karl á skrifstofu sinni á Húsavík í gær. Hann óttast áhrif fyrirhugaðs veiðigjalds. „Hreinn landsbyggðarskattur“  Útgerðarmaður á Húsavík telur veiðigjaldið ýta undir samþjöppun Flutningskostnaður útgerða og fiskvinnslna er mismikill og það hefur áhrif á hagnaðinn Stjórn Landsambands íslenskra útvegsmanna skorar á ríkisstjórnina að draga til baka frumvörp um stjórn fisk- veiða og veiðigjöld. Þau verði unnin faglega með þátttöku atvinnugreinarinnar og óska útvegsmenn eftir að skip- aður verði starfshópur sérfræðinga með fulltrúum stjórnvalda og útgerðarmanna til að meta þjóðhagsleg áhrif frumvarpanna, áhrif þeirra á atvinnugreinina, starfsfólk og sveitarfélögin. Á fundi stjórnar Landssambands íslenskra útvegs- manna sem haldinn var í gær var fjallað um frumvörpin. Í ályktun átelur LÍÚ harðlega „vinnubrögð við gerð frumvarpanna þar sem ekkert samráð var haft við at- vinnugreinina. Verði þau að lögum munu þau hafa graf- alvarleg áhrif á íslenskan sjávarútveg og íslenskt sam- félag, segir í ályktuninni.“ Kollvarpa rekstri fyrirtækjanna „Áform um að skerða aflaheimildir og gera stærstan hluta afkomu fyrirtækjanna upptækan kollvarpa rekstri þeirra og fjölmörg þeirra verða gjaldþrota. Áhrif á tengdar greinar og þau byggðarlög sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi verða einnig alvarleg. Með því að draga máttinn úr íslenskum sjávarútvegi er vegið að lífs- kjörum sjómanna, fiskverkafólks og landsmanna allra. Útvegsmenn hafa óskað eftir aðkomu að endurskoðun laga um stjórn fiskveiða allt frá því að ríkisstjórnin komst til valda. Endurtekin frumvörp ríkisstjórnarinnar sem samin hafa verið án aðkomu greinarinnar hafa öll verið ónothæf. Nú er mál að linni,“ segir í ályktun stjórnar Landssambands íslenskra útvegsmanna. Nú er mál að linni, segja útvegsmenn  LÍÚ vill faglega vinnu með þátttöku greinarinnar Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stuðst er við rangar forsendur í frumvarpinu um veiðigjald með þeim afleiðingum að arðurinn af fiskveiðum er stórlega ofmetinn og þannig lagt til of hátt veiðigjald. Dr. Birgir Þór Runólfsson, dós- ent í hagfræði við Háskóla Íslands, fullyrðir þetta og segir alrangt að gera ráð fyrir 22 milljarða króna arði af fiskveiðum árið 2010, líkt og gert er í greinargerð frumvarpsins. Nær sé að miða við 0-8 milljarða króna arð eða „rentu“ eins það er kallað í frumvarpinu árið 2010. Röng aðferðafræði Að sögn Birgis Þórs, sem hefur rannsakað sjávarútvegs- og fisk- veiðistjórnunarmál á Íslandi í tvo áratugi, er mismunurinn kominn til af því að höfundar frumvarpsins notist við árgreiðsluaðferð til að reikna kostnað fjármagns í fisk- veiðum. Til skýringar bendir Birgir Þór á að í frumvarpinu sé fjár- magnstengdum gjöldum og reikn- ingslegum afskriftum sleppt en í stað þeirra komi reiknuð ávöxtun á verðmæti varanlegra rekstrar- fjármuna. Við útreikning á þessum fiskveiðiarði sé síðan stuðst við hlutfallið 6% sem sé alltof lágt. „Að mínu viti ætti að minnsta kosti að tvöfalda þá tölu og gera ráð fyrir 12-16% hlutfalli. Hinn eig- inlegi arður af auðlindinni er því nær því að vera 0 til 8 milljarðar ár- ið 2010. Hin raunverulega renta af auðlindinni hríðlækkar og þar af leiðandi verða forsendur sérstaka veiðigjaldsins rangar,“ segir Birgir Þór sem telur aðferðina ranga. „Niðurstaðan er kolröng“ „Þetta rentuhugtak sem er búið til í þessu frumvarpi virðist nýtt og hefur ekkert með þann arð sem jafnan er vitnað til í fiskveiðum eða auðlindarentu yfirleitt að gera. Þetta er engan veginn góð nálgun til þess að taka tillit til fórnarkostn- aðar fjármagns sem bundið er í greininni. Í stóra samhenginu hefur það þær afleiðingar að niðurstaðan er kolröng. Þeir reikna ekki allan kostnaðinn,“ segir Birgir Þór og rökstyður það með því að benda á að hvorki sé tekið tillit til afskrifta vegna úreldingar tækja og búnaðar né vegna fjármagnskostnaðar við að binda fé í greininni. Reikningsskekkja upp á 14-22 milljarða króna Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar Húsavík Við bryggjuna í gær.  Hagfræðingur telur forsendur veiðigjaldsins kolrangar Örvar Guðni Arnarson, fjár- málastjóri Ísfélags Vest- mannaeyja, segir forsendur veiðigjaldsins rangar. „Einn stærsti gallinn við að- ferðina sem er notuð til að reikna út auðlindarentu er að hún tilgreinir ekki viðhalds- fjárfestingakostnað. Það er eins og frumvarpið geri ekki ráð fyrir að greinin þurfi að kaupa inn ný skip, tæki og tól, þótt kröfur um gæði aukist stöðugt. Bara af- skriftir fastafjármuna árið 2010 voru yfir 12 milljarðar og teljum við að viðhaldsfjárfestinga- kostnaður greinarinnar sé vel ríflega það, varlega áætlað 15- 20 milljarðar. Út frá því má full- yrða að veiðigjaldið sé ofmetið um rúmlega 12-14 milljarða eða 70% af þeirri fjárhæð.“ Veiðigjaldið allt of hátt VIÐHALD OG AFSKRIFTIR - á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.