Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Bandaríska samheitalyfjafyr- irtækið Watson Pharmaceuticals er samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni, nálægt því að ganga frá kaup- um á samheita- lyfjafyrirtækinu Actavis fyrir um sex milljarða Bandaríkjadala, eða um 762 milljarða króna. Watson er eitt af fimm stærstu sam- heitalyfjafyrirtækjum heims. Í síðustu viku birti Reuters- fréttastofan frétt um að Watson væri nálægt því að kaupa Actavis á 7 millj- arða dollara. Bloomberg segir í frétt sinni að líklegt sé að gengið verði frá kaupunum eftir páska. Kaupir Watson Actavis? ● Í febrúar 2012 voru 106 fyrirtæki tek- in til gjaldþrotaskipta en 131 fyrirtæki í febrúar 2011. Flest voru gjaldþrotin í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 2 mánuði ársins 2012 er fjöldi gjaldþrota 195 sem er 42% fækkun frá sama tímabili árið 2011. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. 106 fyrirtæki í gjaldþrot í febrúarmánuði BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Nýfallinn gengislánadómur Hæsta- réttar kveður skýrt upp úr um að það sé óheimilt samkvæmt lögum að breyta samningsvöxtum með afturvirkum hætti neytanda í óhag. Það skiptir jafnframt engu máli hvort um er að ræða einstaklinga eða lögaðila. Svo lengi sem sam- bærilegt atvik er fyrir hendi, líkt og dómur Hæstaréttar fjallar um, þá gilda samningsvextir ólögmætra gengistryggðra lána. Þetta kom fram í máli Elísabetar Guðbjörns- dóttur, lögmanns hjá PwC, á morg- unverðarfundi fyrirtækisins. Hún telur að með nýjasta dómi Hæsta- réttar sé myndin tekin að skýrast varðandi hin ólögmætu gengislán. Þrátt fyrir að dómurinn hafi ekki svarað öllum spurningum, eða tek- ið á öllum tilvikum er tengjast ólögmætum gengistryggðum lán- um, þá er það engu að síður mat Elísabetar að dómurinn staðfesti eina af meginreglum kröfuréttar sem er að skuldara ber ekki að greiða vexti né aðrar vanskila- greiðslur af kröfu ef honum verður ekki um kennt að greiðsla fór ekki fram á réttum tíma eða með réttum hætti. „Fullyrðingar um að dóm- urinn hafi einvörðungu fordæmis- gildi hvað varðar einstaklinga en taki ekki til lögaðila,“ bendir El- ísabet á, „standast ekki þar sem al- mennar reglur kröfuréttar gilda í öllum samningssamböndum óháð því hvaða aðilar eiga í hlut.“ Dómur Hæstaréttar tekur ekki beint á því álitaefni hvort fjármála- fyrirtæki megi krefja skuldara, sem annaðhvort var í vanskilum eða með lán sitt í fyrstingu á ein- hverjum tímapunkti, um lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans með afturvirkum hætti, í stað samningsbundinna vaxta. Að sögn Elísabetar þurfa fleiri dómar að falla til að fá endanlegt svar við þeirri spurningu – ásamt ýmsum öðrum álitaefnum. Á meðal þessara álitaefna eru atriði á borð við hvernig beri að reikna út vextina afturvirkt og á hvaða tímabili og hvort þeir sem hafi misst eigur sín- ar vegna vanskila á ólögmætum gengislánum eigi kröfu á skaðabót- um gagnvart lánastofnunum. Elísabet bendir hins vegar á að það sem einkenni nýfallinn dóm Hæstaréttar umfram aðra gengis- lánadóma sé „að þarna tekur dóm- urinn í fyrsta sinn með afgerandi hætti afstöðu til röksemda er byggjast á neytendasjónarmiðum og reglum samningaréttar um skuldbindingargildi samninga.“ Jafnframt segir hún að Hæstirétt- ur taki það fram að sökum yfir- burðastöðu fjármálafyrirtækisins eigi það að bera hallann af því að hafa ekki gætt ákvæða þeirra laga er giltu um slíka samninga. Hinir „dyggðugu og góðu“ Því telur Elísabet að ekki sé hægt lesa það úr dómi Hæstaréttar að þeir „dyggðugu og góðu,“ sem ávallt stóðu í skilum með sín lán, eigi aðeins rétt á því að lán þeirra séu endurútreiknuð byggt á samn- ingsvöxtum, á meðan hinir, sem ekki stóðu í skilum, hafi með ein- hverjum hætti fyrirgert rétti sínum vegna þess að ekki hafi verið greitt af láninu í einhvern tíma. „Það gengur ekki rökfræðilega upp,“ segir Elísabet. Kristján Markús Bragason hjá fyrirtækjaráðgjöf PwC fjallaði um þær aðferðir og forsendur sem bæri að leggja til grundvallar við endurútreikning ólögmætra geng- islána. Samkvæmt útreikningum Kristjáns myndi höfuðstóll láns upp á 25 milljónir króna, sem var tekið í ágúst 2006, lækka í ríflega 18,7 milljónir væri lánið endurú- treiknað í samræmi við samnings- bundna vexti. Sé hins vegar miðað við vexti Seðlabankans stæði höf- uðstóll lánsins í tæplega 29,3 millj- ónum og nemur munurinn því 36%. Myndin tekin að skýrast  Gengislánadómur Hæstaréttar skýr um að óheimilt sé að breyta samnings- vöxtum afturvirkt neytanda í óhag  Á við um bæði einstaklinga og lögaðila Endurútreikningur PwC á gengisláni Lán sem var tekið í ágúst 2006: Lánsfjárhæð: 25 milljónir Myntsamsetning: JPY (15%), CHF (15%), EUR (70%) Lengd: 20 ár og mánaðarleg afborgun Vaxtaálag: 2,95% Upphafleg lánsupphæð: 25.000.000 kr. Endurútreikningur m.v. vexti Seðlabankans: 29.269.070 kr. Útreikningur PwCm.v. nýfallinn dóm Hæstaréttar: 18.727.425 kr. Lækkun: 36% Skýring: Rétt er að taka fram að í útreikningi PwC í þessu dæmi er miðað við ákveðnar forsendur sem skila þessari niðurstöðu. Önnur lán og aðrar forsendur gætu sýnt aðra niðurstöðu. Morgunblaðið/Kristinn Gengislán Kristján Markús Bragason, fjármálasérfræðingur hjá PwC.                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./ ,0+.,1 +,-.-2 ,,.-2, ,,.02- +3.0,4 +23.-4 +.1404 +31.53 +-/.22 +,5.+ ,0+.54 +,5 ,,.-3/ ,,.+0+ +3.0/ +40.02 +.1443 +3-.25 +-/./ ,20.12+/ +,5.4 ,0,.,2 +,5.25 ,,.5-4 ,,.+-- +3.+2- +40.4, +.1434 +3-.31 +-3.,5 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Stoðir hf. hafa falið Fyrirtækjaráð- gjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé sínu í Tryggingamiðstöð- inni hf. (TM). Um er að ræða 99,94% útistandandi hlutafjár í félaginu og er það til sölu í heild eða að hluta. TM er eitt stærsta tryggingafélag landsins. Rekstur félagsins er traustur og hefur styrkst á undan- förnum árum, segir í tilkynningu frá Landsbankanum. Þar kemur fram að stjórnendur og starfsmenn félagsins hafi unnið markvisst að margvíslegum umbót- um sem hafi skilað sér í hagkvæmari rekstri. Hagnaður TM á árinu 2011 nam 3,4 milljörðum króna. „Efnahagur TM er traustur, hvort sem horft er til eiginfjárhlutfalls, gjaldþols eða gæða eigna. Í árslok 2011 námu heildareignir TM 29,3 milljörðum króna, eigið fé var 12,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall- ið 41,8%,“ segir orðrétt í tilkynningu Landsbankans. TM er eina íslenska trygginga- félagið sem metið er af alþjóðlegu matsfyrirtæki. Mat Standard & Po- or‘s á TM er BB+ og var hækkað ný- verið. TM byggir á 56 ára sögu og hefur um 26% markaðshlutdeild meðal tryggingafélaga á Íslandi. Þeir fjárfestar sem uppfylla skil- yrði fyrir þátttöku í söluferlinu fá af- hent ítarleg kynningargögn um TM og gera óskuldbindandi tilboð á grundvelli þeirra gagna. Frestur til að skila óskuldbindandi tilboðum er til kl. 12:00 föstudaginn 4. maí 2012. Tryggingamið- stöðin í söluferli Morgunblaðið/Kristinn TM Nánast allt hlutafé Trygginga- miðstöðvarinnar, 99,94%, er til sölu.  99,94% hlutafjár TM eru til sölu 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.