Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 ✝ Ingólfur Að-alsteinsson fæddist að Hamra- endum í Miðdölum 10. október 1923. Hann lést á hjúkr- unardeild Hrafn- istu í Hafnarfirði 25. mars 2012. For- eldrar hans voru Aðalsteinn Bald- vinsson, f. 1897, d. 1980, kaupmaður í Brautarholti í Dölum, og Ingi- leif Sigríður Björnsdóttir, f. 1899, d. 1977, húsfreyja. Að- alsteinn var sonur Baldvins, b. á Hamraendum Baldvinssonar, b. á Bugðustöðum Haraldssonar. Móðir Aðalsteins var Halldóra Guðmundsdóttir, b. á Fellsenda. Ingileif var dóttir Björns, b. og kaupmanns í Brautarholti Jóns- sonar. Systkini Ingólfs eru Svava, f. 1922, d. 1971, Guðrún, f. 1924, d. 1977, Gunnar, f. 1926, d. 2002, Svanhildur, f. 1929, Brynjólfur, f. 1931, Emilía Lilja, f. 1934. Árið 1949 kvæntist Ingólfur Ingibjörgu Ólafsdóttur, f. 9.2. 1926, d. 7.7. 2011. Hún var dóttir Ólafs Methúsalemssonar, kaup- félagsstjóra á Vopnafirði, og Ás- rúnar Jörgensdóttur húsmóður. Börn Ingólfs og Ingibjargar eru: entsprófi frá MA 1946, cand.phil.-prófi frá HÍ 1947 og stundaði nám í veðurfræði í Stokkhólmi 1947-49, og fram- haldsnám þar 1964. Ingólfur starfaði á Veðurstofu Íslands 1949-75, lengst af á spádeild Veðurstofunnar á Keflavík- urflugvelli. Á árunum 1975-92 gegndi hann starfi fyrsta for- stjóra Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Ingólfur átti stóran þátt í að gera Bláa lónið að þeirri heilsulind sem það er í dag. Ingólfur og Ingibjörg bjuggu á flugvallarsvæðinu, lengst af í Grænási, á árunum 1952 til 1966, þegar þau fluttu til Ytri-Njarðvíkur. Þar bjuggu þau til ársins 2003 er þau fluttu að Kirkjusandi 3 í Reykjavík. Fyrir fjórum árum fluttu þau að Hrafnistu, Hafnarfirði. Í Ytri- Njarðvík tók Ingólfur virkan þátt í sveitarstjórnarmálum fyr- ir hönd Sjálfstæðisflokksins á árunum 1962-82, sinnti þá skóla- málum og menningartengdum verkefnum af sérstakri alúð. Sömuleiðis var hann félagi í Lionsklúbbi Njarðvíkur til margra ára. Ingólfur var list- fengur teiknari og áhuga- ljósmyndari, fróður og vel les- inn, bæði á sérsviði sínu og í bókmenntum. Ingólfur hélt fullri starfsorku fram á áttræð- isaldur, en fékk þá áfall og náði sér aldrei fullkomlega eftir það. Útför Ingólfs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 30. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 15. 1) Aðalsteinn, f. 1948, kvæntur Ja- net S. Shepherd, þeirra dætur: Elva Brá, maki Ólafur Hólm Einarsson, þeirra börn: Freyja Hólm, Una Hólm og ónefndur drengur. Signý, hennar maki Nils Óskar Nilsson. Drífa, hennar maki Kjartan Iversen, þeirra barn Melkorka Björk. 2) Ólafur Örn, f. 1951, maki Ingi- björg Guðmundsdóttir, þeirra dóttir: Hrund. 3) Birgir, f. 1953, maki Auður Jónsdóttir, börn þeirra: Guðfinna Ásta, maki Hrafnkell H. Helgason, þeirra synir: Benedikt Birgir og Hilm- ar Helgi. Ingólfur, unnusta hans Birna Þórisdóttir. 4) Ásrún, f. 1955, maki hennar Magnús Snæ- björnsson, þeirra börn: Ingi- björg Ösp, maki Brynleifur Birgir Björnsson, þeirra synir: Birkir Snær og Magnús Breki. Árni Davíð. 5) Leifur, f. 1960, maki Lilja M. Möller, þeirra dóttir Borghildur Salína. 6) Atli, f. 1962, maki Þuríður Jóns- dóttir, þeirra börn: Þorgerður, Ólafur og Steinn. Ingólfur ólst upp í Braut- arholti í Dölum. Hann lauk stúd- Á fjórða áratug síðustu aldar var langt í frá sjálfgefið að ungir piltar upp til sveita fengju að ganga menntaveginn, einkum og sérílagi ef þeir voru elstu synir á stórbýli. Þetta fékk Ingólfur faðir okkar að reyna á unglingsárum sínum vestur í Dölum. Í Braut- arholti í Haukadal hafði Aðal- steinn afi okkar komið sér fyrir á jörð tengdaföður síns, þar sem hann rak bæði verslun og um- fangsmikinn búskap á þeirra tíma mælikvarða. Þar ætlaði hann elsta syninum mikilsvert hlut- verk, og tók það óstinnt upp þeg- ar hann viðraði önnur áform. Það var Ingileif, amma okkar, sem tók málstað sonarins og studdi hann með ráðum og dáð. Þessi lífsreynsla setti óefað mark sitt á lífsviðhorf föður okk- ar. Hún skýrir þá miklu áherslu sem hann lagði á menntun barna sinna, og um leið vöntun á um- burðarlyndi gagnvart öllu sem féll undir hyskni, óráðvendni og slóðaskap. Sem voru orð sem afa okkar var einnig tamt að nota, sem sýnir að þótt þeir feðgar, fað- ir minn og hann, hafi ekki alltaf verið á einu máli, voru þeir býsna líkir í lund. Við systkinin kynntumst for- eldrum okkar við afar sérkenni- legar aðstæður. Um árabil voru þeir hluti af þeirri litlu nýlendu ís- lenskra ríkisstarfsmanna sem staðsett var í miðju hafi amer- ískra hermanna og aðstandenda þeirra uppi á Keflavíkurflugvelli. Allt okkar uppeldi var rammís- lenskt, en í kringum okkur lifði fólk upp á amerísku, enskan hljómaði í eyrum okkar, tónlistin var amerísk, kvikmyndirnar sömuleiðis og ef við höfðum sam- bönd, bárust okkur bitar af gnægtaborði amerískra vina. Á sjötta áratugnum voru kjör íslenskra ríkisstarfsmanna hrak- smánarleg, og menn þurftu enda- laust að bæta við sig næturvökt- um; stundum sáum við ekki föður okkar svo dögum skipti. Aldrei man ég heldur eftir því að hann tæki sér sumarfrí. Samt held ég að hann hafi verið í essinu sínu á þessu tímabili. Hann var mann- blendinn, kynntist mörgum kyn- legum kvistum og margir þeirra komu til okkar í mat, sumir fengu að fleygja sér á sófa næturlangt. Ég man t.d. eftir Sigfúsi Hall- dórssyni, Ljóni norðursins og Steingrími Sigurðssyni, svo og fjölda amerískra starfsbræðra sem faðir okkar tók upp á arma sér vegna þess að þeir voru fjarri fjölskyldum sínum. Faðir okkar tilheyrði fyrstu eiginlegu kynslóð veðurfræðinga á Íslandi, sporgöngumönnum þeirra Jóns Eyþórssonar og Ter- esíu Guðmundsson. Þeir sem unnu á veðurstofunni á Keflavík- urflugvelli mynduðu samhentan hóp sem oft kom saman utan vinnu. Hlynur Sigtryggsson var sínálægur, en mest vinfengi var þó með föður mínum og þeim Borgþóri H. Jónssyni, Knúti Knudsen, Ólafi E. Ólafssyni og konum þeirra, auk þess sem Jón Ferdinandsson, teiknari og list- málari, kom oft við sögu. Eftir 26 ár á veðurstofunni tók faðir okkar þá djörfu ákvörðun að skipta um starfsvettvang. Honum bauðst að verða fyrsti forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, og gegndi því starfi í 17 ár. Í því embætti nutu sín vel margir bestu eigin- leikar hans, persónutöfrar, hátt- prýði og ráðvendni. Aðalsteinn Ingólfsson. Það er skammt stórra högga á milli. Tengdaforeldrar mínir eru bæði farin með rúmlega 8 mánaða millibili. Ingólfur var af þeirri kynslóð sem þurfti að hafa mikið fyrir því að koma sér áfram í lífinu. Hann barðist áfram af eigin rammleik við að koma sér til mennta og hafði hann mikinn metnað fyrir sig og sína og lagði mikið upp úr því að börnin menntuðu sig vel. Ingólfur var vel gefinn maður og viðræðugóður og var hann víðles- inn og vel kunnur í mörgum mál- um. Okkar kynni hófust 1976 þegar við Ásrún kynntumst. Hann tók mér mjög vel og var okkur ávallt vel til vina. Skömmu eftir fyrstu kynni okkar sat Ingólfur á veit- ingahúsi og gerði margar tilraun- ir til að fanga athygli tilvonandi tengdasonar en fékk engin við- brögð og fannst honum þetta mik- il ókurteisi. Létti honum mikið við að heyra að ég væri eineggja tví- buri og fannst gaman að segja þessa sögu upp frá því. Ingólfur ólst upp að Brauta- holti í Dölum og bar hann miklar taugar til sveitarinnar. Eftir að foreldar hans brugðu búi þá keypti hann húsið af þeim. Hann lagði mikið á sig við að gera húsið að góðum dvalarstað fyrir fjöl- skylduna og voru ófáar ferðirnar sem farnar voru í Dalina til að dytta að húsinu. Eftir að hann gat ekki sinnt staðnum tóku börnin við og vakti það mikla ánægju hjá honum. Hann studdi heils hugar allar framkvæmdir sem gerðar voru og þá sérstaklega þær sem voru barnabörnunum til yndis- auka. Í hans huga var hvergi betra að vera og lét hann í ljós óánægju sína ef fólk fór eitthvað annað í sumarfríinu. Á yngri árum var hann mikill ljósmyndari og liggja eftir hann ótal myndir af fjölskyldunni. Ingólfur var sáttur við að kveðja og beið þess að hitta eig- inkonu sína á nýjum stað. Megi hann hvíla í friði. Magnús. Nú þegar við kveðjum elsku- legan Ingólf afa okkar blasir við að stórt skarð hefur verið höggvið í stórfjölskyldu okkar. Afi var ekki aðeins höfuð fjölskyldunnar og merkilegur fyrir þær sakir, heldur var hann mikil persóna sem margt var spunnið í. Allt frá fyrstu tíð gerðum við systurnar okkur grein fyrir því að afi var einstakur, meira að segja útlit hans og dökkt yfirbragð var eng- um öðrum líkt. Afi hafði ýmsa eig- inleika sem við lærðum fljótt að þekkja og meta. Þótt hann hafi valið sér starfs- vettvang á sviði raunvísinda virt- ust hæfileikar hans ekki síður liggja í listgreinum. Sem ungur maður tók afi fallegar ljósmyndir af börnum sínum sem hann fram- kallaði sjálfur eftir kúnstarinnar reglum. Myndirnar sýna glöggt að ljósmyndarinn hafði mikla ást á myndefninu og þolinmæði til að fanga dýrmæt augnablik þegar börnin sátu í þungum þönkum eða gleymdu sér í leik. Afi var einnig drátthagur, en úr þeim hæfileika vildi hann sem minnst gera. Af og til rákumst við á litlar teikningar af vangasvip okkar, svo nákvæmar voru þær að við þekktum strax kartöflunefin okk- ar, bústnar kinnar eða óstýriláta hárlubba. Afi hafði einnig ómældan áhuga á garðrækt og þeim áhuga deildi hann með mömmu okkar. Óhætt er að segja að það sé afa að þakka hversu fjölbreytt flóran er í garði foreldra okkar, en hann átti það til að keyra alla leið frá Njarðvík með ógrynni afklippna til að gróðursetja í nýja garðinum okkar. Við systurnar höfum allar erft þennan áhuga hans og er gaman að hugsa til þess að blómin í okkar görðum eiga rætur sínar að rekja til afa. Af frásögnum af afa að dæma er okkur systrunum ljóst að hann bjó ætíð yfir mikilli eljusemi. Afi mátti hafa fyrir því að fá að ganga menntaveginn, en þegar í skóla var komið átti afi ákaflega gott með að læra. Seinna vann afi baki brotnu við að ala önn fyrir stórri fjölskyldu og naut fljótt mikillar velgengni í störfum sínum. Við systurnar skynjuðum mjög ungar að afi lagði mikið upp úr menntun. Vildi maður gleðja afa sérstak- lega var einfaldast að segja frá nýjustu einkunninni í skóla eða frá viðurkenningu á öðrum vett- vangi. Þá fékk afi staðfestingu á því sem hann var svo sannfærður um, nefnilega að afkomendur hans væru með snjallara fólki á jarðkringlunni. Í seinni tíð varð okkur systrum ljóst að afi taldi auðlegð sína fólgna fyrst og fremst í afkom- endum sínum. Eftir því sem afa- börnin og langafabörnin bættust við varð afi æ sannfærðari um að ríkari mann væri hvergi að finna. Þetta viðhorf hans var örlítið á skjön við tíðaranda sem ein- kenndist af efnishyggju og áherslu á veraldleg gæði. Vissu- lega gat afi verið stoltur af fal- legum eigum, en afkomendurnir voru ríkidæmi hans og eina raun- verulega staðfestingin á eigin vel- gengni. Eftir á að hyggja erum við systur sammála um að þarna hafi afi átt kollgátuna. Elsku afi okkar, við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur. Aðdáun þín og óbilandi trú gaf okkur byr undir báða vængi. Þökk sé þér eru okkur nú allir vegir færir. Megir þú hvíla í friði. Elva, Signý og Drífa. Látinn er minn góði vinur, Ing- ólfur Aðalsteinsson, skólabróðir í Menntaskólanum á Akureyri. Stúdentsprófinu lukum við árið 1946 í hópi 50 skemmtilegra fé- laga. Ingólfur var í hærra með- allagi á vöxt, fríður sýnum, dökk- ur yfirlitum og vakti athygli með sinni glöðu nærveru. Hann var Dalamaður og þaðan var einnig annar góður félagi okkar og náinn vinur Ingólfs, Sigvaldi Þorsteins- son, sem látinn er fyrir mörgum árum. Við vorum í heimavistinni og þannig fannst okkur við vera vel tengdir skólanum. Að stúdentsprófi loknu greind- ust leiðir. Ingólfur fór til Svíþjóð- ar í nám í veðurfræði og að því loknu starfaði hann í mörg ár á veðurspádeildinni á Keflavíkur- flugvelli og bjó þá í Njarðvíkum. Á þeim tíma var hann fljótlega valinn til setu í bæjarstjórn Njarðvíkur og í fjölda nefnda og ráða. Árið 1975 var Hitaveita Suð- urnesja sett á stofn og Ingólfur ráðinn framkvæmdastjóri Hita- veitunnar. Þetta var erfitt verk- efni, og hér var mikið brautryðj- endastarf að vinna. Þar var beitt nýrri tækni við nýtingu jarðhit- ans. Hitaveitan var slaklega fjár- mögnuð, verðbólga mikil og tíðar hækkanir á gjaldskrá veitunnar nauðsynlegar. Þurfti mikla lagni og festu við reksturinn, sem Ing- ólfur stýrði með mikilli hagsýni og samviskusemi. Á þeim árum urðu samskipti okkar nánari. Ég þurfti alloft að koma með hópa gesta til Hitaveitunnar, sem voru áfjáðir að fá útskýringar á rekstri orkuversins, sem bæði framleiddi rafmagn og dreifði heitu vatni til upphitunar á Suðurnesjum. Það var ánægjulegt að heyra Ingólf gera skilmerkilega grein fyrir þeirri tækni, sem beitt er, hvort sem hóparnir væru frá Skandin- avíu eða enskumælandi löndum. Ekki verður skilist við Ingólf án þess að minnast konu hans, Ingibjargar Ólafsdóttur, ættaðr- ar frá Bustafelli í Vopnafirði. Ingibjörg var hæfileikarík og harðdugleg, enda þurfti hún þess með til að koma á legg fjölda barna, sem þau Ingólfur eignuð- ust. Ingibjörg lést í júlí á sl. ári. Páll Flygenring. Ingólfur Aðalsteinsson Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar og tengdamóður, FINNBJARGAR A. JÓNSDÓTTUR, Öddu frá Móbergi á Húsavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunar Þingeyinga fyrir einstaka alúð, nærgætni og umönnun. Erla Salómonsdóttir, Hjálmar Jóelsson, Hanna Salómonsdóttir, Sigurður Aðalgeirsson, Gunnar Salómonsson, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Hulda Salómonsdóttir, Jón Olgeirsson, Gísli Salómonsson, Guðrún Magnúsdóttir, Ásberg Salómonsson, Jóhanna Jónsdóttir, Guðmundur Salómonsson, Fanney Óskarsdóttir, Sævar Salómonsson, Ágústa Ólafsdóttir, Erlendur Salómonsson, Þórdís Njálsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og lang- ömmu, RÓSU KEMP ÞÓRLINDSDÓTTUR, Barrholti 7, Mosfellsbæ, sem lést fimmtudaginn 8. mars. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar Landspítalans og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Jón Þorberg Eggertsson, Ólafur Ólafsson, Alda Konráðsdóttir, Svala Haukdal Jónsdóttir, Kjartan O. Þorbergsson, Þórdís Elva Jónsdóttir, Hafsteinn Ágústsson, Guðríður Erna Jónsdóttir, Ólafur Ágúst Gíslason, Jórunn Linda Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegt þakklæti til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs frænda okkar og mágs, BARÐA ÁGÚSTSSONAR, Lindargötu 4, Siglufirði. Aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGURBORGAR ÓLAFSDÓTTUR, sem lést þriðjudaginn 13. mars. Hansína J. Traustadóttir, Hjördís G. Traustadóttir, Hafsteinn Ingvarsson, Á. Hlíf Traustadóttir, Kristófer Guðmundsson og fjölskyldur. ✝ Sendum innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS H. ÓLAFSSONAR tannlæknis frá Kálfatjörn, Hátúni 10, Reykjavík. Erlendur Steinar Friðriksson og fjölskylda, Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir og fjölskylda, Elísabet Guðrúnardóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.