Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 36

Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 • Góðir tekjumöguleikar • Þekkt vörumerki • Sveigjanlegur vinnutími Allar nánari upplýsingar á www.avon.is Við leitum af sölufulltrúum um land allt Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér er gefið að taka eftir hlutum sem fara framhjá öðrum. Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því maður er manns gam- an. Vonir þínar og framtíðardraumar eru þér ofarlega í huga þessa dagana. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að huga að framtíðinni og tryggja stöðu þína sem best. Leggðu af vit- leysu og notaðu fjármuni þína í annað. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hugsanir þínar eru bjartar upp á síðkastið og hún/hann heillar alla upp úr skónum. Seinni partinn í dag mun góð hug- mynd breyta öllu hjá þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Enn á ný kanntu að komast í upp- nám yfir breyttum reglum varðandi sameig- inlegt eignarhald. Ef þér finnst að einhver beri ekki hag þinn fyrir brjósti er hyggilegast að halda vöku sinni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Með gamanseminni tekst þér að létta á spennunni meðal félaganna. Dagurinn er líka kjörinn til þess að hitta vinina og finna út úr því hvernig hægt er að bæta veröldina. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Allt sem þú gerir í dag til að bæta skipulagið heima fyrir eða í vinnunni kemur sér vel. Sýndu þolinmæði gagnvart mönnum og málefnum og sæktu það sem þú vilt með lipurð og festu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gættu þess að gera ekki of miklar kröf- ur til annarra. Mundu bara að ábyrgð fylgir orði hverju og þá er þér ekkert að vanbúnaði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það liggur í loftinu að þú öðlist nú þá viðurkenningu sem þú svo lengi hefur átt skilið. Þú þarft að horfast í augu við stað- reyndir og þér mun líða betur á eftir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef gildismat þitt er hið sama nú og á barnsaldri, má velta því fyrir sér hvort þú sért að vaxa eða læra eitthvað. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur öll tök á því að læra sitt- hvað um sjálfan þig í samskiptum við þá sem standa þér næst, það er maka og nána vini. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt ekki að hika við að segja þína meiningu, hver sem í hlut á. Horfðu svo bjartsýnn fram á veginn. Nokkur létt reikn- ingsdæmi gætu létt þér lífið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert skýrari í hausnum þessa dag- ana en oftast gerist, svo nýttu þér það. Leit- aðu ráða þér eldri og reyndari manna og þá áttu auðveldara með að taka af skarið. G re tt ir S m áf ó lk H ró lfu r h ræ ð ile g i G æ sa m am m a og G rí m u r F er d in a nd ÉG FRÉTTI AÐ ÞÚ ÆTTIR AFMÆLI BRÁÐUM HVAÐ Á ÉG AÐ GEFA ÞÉR, ELLISMELLUR? HVAÐ MEÐ GLASABAKKA MEÐ LÖPPUM? ROSA SNIÐUGT ÉG ÞOLI EKKI AÐ VERA ANDVAKA ÉG FER ALLTAF AÐ HUGSA UM SLÆMA HLUTI ÞAÐ ER SLÆMT AÐ LIGGJA HÉRNA OG HUGSA UM LÍFSINS VANDAMÁL... ...EN ÞAÐ AÐ VERA ANDVAKA OG LANGA Í PIZZU ER ÓBÆRILEGT ÉG ER FARINN AÐ RÆNA OG RUPPLA... ER EITTHVAÐ SEM ÞIG LANGAR Í? JÁ, NÁÐU Í EITT RUPPL OG TVÆR RÆNUR HANDA MÉR HENNI FINNST VINNAN MÍN GREINILEGA EKKI JAFN SPENNANDI OG ÁÐUR VIÐ ÆTTUM AÐ BYGGJA ÞAÐ VIÐ FRAMPARTINN AF HÚSINU HENNAR MÖMMU OG LÁTA ÞAÐ GEFA FRÁ SÉR ÞOKU OG SKRÍTIN HLJÓÐ ÞÚ GERIR ÞÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA MYNDI BRJÓTA ALLAR REGLUGERÐIR UM VIÐBYGGINGAR Í ÍBÚÐAHVERFUM USS... VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ BORGA SEKTINA HREKKJAVAKA ER AÐ NÁLGAST, VIÐ ÆTTUM AÐ BÚA TIL DRAUGAHÚS Í sveitinni í gamla daga brugðumenn sér af bæ í kaupstað til þess að sinna ýmsum erindum. Stundum skellti Víkverji sér meira að segja í bíó á þessum stundum og þá voru engar auglýsingar á undan myndum í félagsheimilum. Lífið í höfuðborg- inni býður upp á fleiri möguleika og seint verður sagt um Víkverja að hann sé fastagestur kvikmyndahúsa. x x x Víkverji gerði sér dagamun og fór íbíó á dögunum. Mætt var tím- anlega og eftir að hafa birgt sig upp af miðstærð af poppkorni og kóki var haldið í salinn um 10 mínútum áður en myndin átti að hefjast, sam- kvæmt auglýsingu í Morgunblaðinu. Um nýja mynd var að ræða, mynd sem aukinheldur hafði fengið góða dóma, og því kom Víkverja á óvart að salurinn var nær tómur. Hann lét það samt ekki á sig fá enda fékk hann sæti á besta stað. Það sem kom honum hins vegar spánskt fyrir sjónir var að myndin byrjaði ekki fyrr en um 20 mínútum eftir auglýst- an tíma. Þegar hann spurðist fyrir um þetta háttalag var honum sagt að svona væri þetta bara. Auglýsing- arnar þyrftu sinn tíma. x x x Víkverji fer ekki í bíó til þess aðhorfa á skjáauglýsingar í hálf- tíma fyrir sýningu. Hann fer til þess að sjá ákveðna mynd sem byrjar á ákveðnum tíma og vill að poppið endist eitthvað fram í myndina en klárist ekki yfir auglýsingum. x x x Samstarfsmaður stappaði stálinu íVíkverja og sagði bíóheiminn ekki alvondan. Bíó Paradís sýndi til dæmis allar bestu myndirnar og þær byrjuðu á auglýstum tíma. Vanda- málið væri hins vegar að forsvars- menn kvikmyndahússins stíluðu upp á að hafa útgjöld í lágmarki og aug- lýstu þess vegna ekki í fjölmiðlum. Dagskrána mætti nálgast á vef bíós- ins og í sérstöku dagskrárblaði. Þetta hljómaði vel í eyrum Vík- verja og ljóst er að þegar Víkverji fer í kvikmyndahús í framtíðinni verður Bíó Paradís fyrir valinu. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.) Guðmundur í Hléskógum hringdií umsjónarmann og vitnaði í ljóðmæli Kristjáns fjallaskálds með hinstu ósk, en vísan er í þeim kafla bókarinnar sem kallaður er „Ljóð skólapiltsins“ og þess vegna ekki ort á dánarbeðinum. Hún ber yfir- skriftina „Óskin“, birtist raunar í Vísnahorninu á dögunum og hljóðar svo: Ó, að ég hreyfðist hinsta sinn hýrður víns af tári og bana yrði beður minn bjartrar drósar nári. Kristján orti þrjár andlátsbænir persóna í Íslendingasögum og má fyrsta nefna Andlátsbæn Sneglu- Halla: Glaðr ek geng nú héðan grautar-fullr á brautu; gott mér Gulaþing þótti, giljaðák fljóð að vilja. Graut mér gef þú at éta, gimlis-valdr, um aldir ok hrings mik á himna-þingi hýrar þiljur lát gilja. Þá Andlátsorð Þórólfs bægifóts: Hefı́k ávallt of ævi-daga heim gjörvöllum verit hefndar-eldr. Æri mik nú allar illar kinder, svá ek í drauga-ham drepi alla. Loks Andlátsbæn Hrapps: Ó, vargur ég í véum er, í Valhöll því ég aldrei fer; ég brenndi heilagt hofið. Æ, Loka dóttir, leigðu mér langt innı́ í myrkra heim hjá þér eitthvert kerlingar-… Það er gaman að bloggi Barða Bárðarsonar, sem kveðst vera „fyrr- verandi bóndi á eftirlaunum með áhuga á þjóðmálum, kveðskap og þjóðlegum fróðleik hvers konar. Ræktun lands og lýðs er honum hug- leikin. Hann hefur á því staðfasta trú að með sköruglegri orðræðu og kveðskap sé hægt að breyta þjóð- félaginu til hins betra.“ Þar á meðal er vísa um veðurhorfur: Kolgrá hopa kólguský. Kátt er á Norðurlöndum. Bráðum helgi björt og hlý berst að landsins ströndum. Og um kapphlaupið á Bessastaði: Yfir sviðið er nú horft eins og vera ber. Sjá, fólkið líður firna skort á forseta, eins og mér. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af andlátsbænum í bundnu máli og Barða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.