Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 27
an stætt var. Inga lét veikindin ekki hindra sig frá ferðalögum til útlanda til dóttur þeirra þótt við hin sæjum ekki hvernig það gæti orðið að veruleika. Dugnaðurinn og kjarkurinn var engu líkur. En nú er þessu lokið og við minn- umst kærrar frænku sem mark- aði svo tryggilega sín spor í hug- um okkar allra. Ég votta dætrunum, fjölskyld- um þeirra og systkinum Ingu mína dýpstu samúð. Sigrún Gísladóttir. Hún Inga frænka mín var lífs- glöð og félagslynd. Hún er mér ljóslifandi í minni að skipuleggja skíðaferðir fyrir okkur börnin í fjölskyldunni eða að stjórna veislum af mikilli list og rögg- semi. Hvort sem var í skíðaferð- unum eða veislunum voru veit- ingarnar góðar enda var hún kokkur af guðs náð. Enginn gat útbúið betra kakó og nesti til hressingar í snævi þakinni brekku. Það var heldur ekki á hvers manns færi að gera góða rjómasósu eins og Ingu var lag- ið. En það var ekki aðeins mats- eldin sem fór henni svo vel úr hendi. Hún var listfeng, bjó til fagra muni og prjónaði margar fallegar peysur. Flest lék í hönd- um hennar. Gestrisni Ingu var annáluð og hún var jafnan hrók- ur alls fagnaðar. Hún virtist hvergi kunna betur við sig en í góðum félagsskap á glaðri stundu. Hugulsemi Ingu birtist í rækt- arsemi hennar við ættingja sína. Hún vildi gleðja þá sem stóðu henni næst. Með sömu um- hyggju og hún sýndi mér á æskudögum gladdi hún börnin mín. Hún færði þeim reglulega fallegar gjafir. Alltaf var faðmlag hennar jafn innilegt og hlýlegt þegar við hittumst. Með þakklæti í brjósti kveð ég föðursystur mína og minnist allra góðra stunda í návist henn- ar. Hún var kona sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Kjarkur, dugnaður og lífsgleði einkenndi allt hennar líf. Blessuð sé hennar minning. Margrét Gunnarsdóttir. Ég trúi á ljós, sem lýsi mér, á líf og kærleika, á sigur þess, sem sannast er, og sættir mannanna. Á afl sem stendur ætíð vörð um allt, sem fagurt er, á Guð á himni, Guð á jörð og Guð í sjálfum mér. (Ólafur Gaukur) Kær vinkona okkar, hún Inga, er fallin frá. Hún var ein af sex vinkonum sem voru saman í skóla og treystu vinaböndin með því að stofna saumaklúbbinn Evudætur, það eru komin yfir 50 ár síðan og hefur aldrei borið skugga á. Margar gleðistundir áttum við saman hvort sem farið var í ferðalög eða hist heima hjá einhverri okkar með mökum. Inga var alveg einstaklega fær í allri matargerð og það var leikur einn fyrir hana að töfra fram veisluborð, enda þegar farið var í ferðalög þá var það hún sem réð því hvað átti að borða í það og það skiptið og þetta var ákaflega þægilegt fyrir okkur hinar, enda var alltaf hægt að treysta henni, það var allt gott sem hún gerði. Það var mjög mikill kraftur í henni alla tíð og jafnvel eftir að hún greindist með MS-sjúkdóm- inn, þá var það hún sem stundaði leikhúsin af fullum krafti og sagði okkur frá. Nú er komið að kveðjustund, elsku vinkona, við þökkum þér fyrir vináttuna öll árin og Guð geymi þig. Kæra Karen, Björk og fjöl- skylda, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Saumaklúbburinn Evudætur, Arnbjörg, Áslaug, Krist- björg, Kristín, Sigríður. Kær vinkona til margra ára, Inga Kjartansdóttir, hefur kvatt okkur að sinni. Hugurinn leitar til ársins 1982 þegar leiðir okkar lágu saman í stjórn Starfs- mannafélags Landsbankans. Á tímamótum sem þessum vakna minningarnar ein af annarri. Hún hóf störf í Landsbankanum ung að árum og vann í hinum ýmsu deildum og útibúum. Inga var mikil félagsmálamanneskja og snemma komu í ljós forystu- hæfileikar hennar. Það var gott að hafa Ingu með í liðinu, hún var mjög metnaðarfull og oft all- stjórnsöm en kom miklu í verk enda hugmyndarík og vildi láta hlutina ganga. Hún var trygg- lynd og gerði mikið til að styrkja böndin við þá sem hún vildi hafa í kringum sig. Inga var fyrir- myndarhúsmóðir, hún flutti með sér hefðir frá sinni eigin barn- æsku en móðir Ingu var dönsk. Hún bakaði fyrir ferðalög og sumarbústaðaferðir, gerði sultur og konfekt fyrir jólin og alltaf vorum við vinkonurnar velkomn- ar heim til hennar til að taka þátt í öllu stússinu. Hún var einnig áhugamanneskja um hannyrðir, prjónaði mikið og ósjaldan leið- beindi hún öðrum þegar allt var komið í óefni. Inga var mikið fyr- ir veislur, leikhúsferðir og ferða- lög og dró þá sem flesta með. Inga greindist með illvígan sjúkdóm um fertugt, hún tókst á við hann af miklu æðruleysi og kvartaði aldrei. Hún hætti aldrei að gefa, sama hve veik hún var sjálf, hún átti alltaf orku til að gefa öðrum. Við gleymum ekki síðasta boðinu sem hún hafði fyr- ir okkur í litla herberginu sínu í Hátúni. Fyrir öllu var hugsað, hún hafði ekki gleymt sérþörfum hverrar og einnar þótt langt væri um liðið síðan síðast. Sein- ast hittumst við nokkrar í kaffi- boði fyrrverandi Landsbanka- starfsfólks og þrátt fyrir hjólastólinn og hve erfitt hún átti með mál, þá var þar komin hin gamla Inga, síung glæsilega klædd og snyrt, glöð og elskuleg að vanda. Vonin og baráttuand- inn yfirgaf hana aldrei fram til síðasta dags. Við dáðumst að hugrekki hennar og styrk. Við sendum dætrum hennar og fjöl- skyldu, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Aðdáunarverð er einstök ástúð og umhyggja Bjarkar sem annaðist móður sína af alúð seinustu árin. Björg, Guðrún, Guðbjörg, Hrafnhildur, Sigrún. gistum við hjá ykkur. Þetta gerð- um við mjög oft og svo töluðum við oft saman í símanum eftir að þú varst veik því þú áttir stund- um erfitt með að fá okkur í heim- sókn til þín. Okkur þótti líka alltaf svo gaman þegar þið komuð að horfa á okkur dansa. Þú tókst alltaf mikinn þátt í því með okkur. Svo var alltaf gaman að koma í sveitina til ykkar, það var svo skemmtilegt þegar þið tókuð á móti okkur, við kúrðum saman og lékum okkur. Svo hjálpuðum við þér að setja blómin í pottana og vökva þau yfir sum- arið. Við munum sakna þín svo mikið, elsku amma, og biðjum fyrir þér á hverju kvöldi. Við elsk- um þig. Sigrún Rakel og Eva Karen. Mig langar til að minnast mág- konu minnar sem fallin er frá allt- of snemma, hún var ein af þeim sem barist hafa við krabbamein og varð að lúta í lægra haldi eftir langa baráttu. Við ásamt mönn- um okkar byggðum saman hús fyrir 40 árum og höfum átt heima þar alltaf síðan. Þegar ég hugsa til baka þá er gott að muna að í öll þessi ár varð okkur aldrei sund- urorða. Við áttum sameiginlegt áhuga- mál sem var garðurinn okkar, við skipulögðum hann saman og unn- um í honum alla þá frítíma sem við höfðum og vorum afskaplega stoltar þegar við fengum tvisvar verðlaun fyrir hann. Við höfðum báðar gaman af handavinnu og dunduðum okkur við að skoða handavinnublöð og láta okkur dreyma um allt sem við ætluðum okkur að gera en þegar við sáum að það kæmist ekki allt í verk, þá sögðum við gjarnan að við gerð- um þetta í ellinni. Sigrún var mikil handavinnu- kona og komst yfir að gera svo miklu miklu meira en ég og eftir hana liggja ótal hlutir eins og veggteppi, fjöldi mynda og púða, klukkustrengja, rosalega falleg rennibraut, perlusaum ásamt fjölmörgu öðru, hún var alltaf að gera eitthvað fallegt. Sigrún og Hreinn voru sam- hent hjón, þau unnu saman að fyrirtækinu sínu og saman byggðu þau sér fallegan sum- arbústað í Biskupstungum sem þau hafa síðan byggt við eftir því sem fjölskyldan hefur stækkað, nú síðast bættust við tvíburar þannig að barnabörnin eru nú orðin sex og það sjöunda á leið- inni og það hryggir mig að hún skuli ekki hafa fengið að njóta þeirra lengur. Það verður erfitt að vita ekki af henni lengur á efri hæðinni, það mun örugglega taka mig langan tíma að sætta mig við það. Sigrún kvaddi mig með þeim orðum að hún væri að fara til guðs, ég veit og trúi að það hefur verið tekið vel á móti henni og þar er lítill drengur sem hefur orðið glaður að taka á móti ömmu sinni. Ég samhryggist innilega öllum ástvinum Sigrúnar og elsku bróð- ir, hvað ég finn sárt til með þér. Erla. Þegar við fengum fregnir um að Sigrún V. Ólafsdóttir hefði verið sjúkdómsgreind með krabbamein fór kuldahrollur um okkur. Þrátt fyrir alla þá tækni sem er til staðar hjá læknavísind- unum verður ekki komist hjá því að þessi vágestur herji á marga. Björtustu vonir Sigrúnar og Hreins, eiginmanns hennar, voru um að sigra þennan sjúkdóm. Farið var í þessa baráttu með reisn, engin merki um uppgjöf. Allir litu björtum augum til fram- tíðarinnar og vonuðu það besta. En ekki fór baráttan eins og von- irnar stóðu til. Sjúkdómurinn sigraði. Sigrún kvaddi þennan heim að kvöldi 22. mars. Eins og alltaf þegar fjölskyldumeðlimur fellur frá verða allir slegnir og sárin mikil, minningar um góða konu streyma fram og hjálpa aðstand- endum að sigrast á sorginni. Við, sem tengjumst Sigrúnu, erum harmi slegin þar sem góð kona er farin, kona á besta aldri, sem átti frábæra fjölskyldu og mikla gleði í hjarta. Okkur hjónin langar að þakka fyrir góðar samverustundir og sendum Hreini, börnum þeirra hjóna, yndislegum barnabörnum og foreldrum Sigrúnar, þeim Maríu og Ólafi, ásamt öðrum að- standendum okkar samúðar- kveðjur. Megi Guð blessa ykkur. Níels Einarsson og Rakel Guðmundsdóttir. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 ✝ Frank Ját-mundur Bulliv- ant, málfræðingur, Íslandsvinur og kaþólskur prestur andaðist í Bury St. Edmunds á Eng- landi 16. mars 2012. Hann var fæddur 3. júlí 1930 í þeim stað, og eru nánustu ættmenni hans Joan og John Tann, Aldham við Colchester, ásamt börnum þeirra Andrew, Geoffrey og Judith. Ungur hneigðist hann til sögu og bókmennta og nam fornensk og germönsk mál og sögu og þar með íslensku við Cambridgeháskóla til BA- gráðu 1954, síðar MA. Við tók íslenskunám í Háskóla Íslands með styrk menntamálaráðu- neytis, og hlaut hann síðan lektorsstöðu í Cambridge í forníslensku og fleiri fögum menntum. Árið 1975 varð hann skjalavörður við Vatik- ansafnið og nýtti færið til rannsókna á sögulegum sam- skiptum Norðurlandabúa við það og til að finna merkileg skjöl úr kirkjusögu Íslands, sbr. fyrirlestur hans 1984, prentaða útgáfu hans „The Lure of the Vatican Archives“ 1995 og grein Þórarins Þór- arinssonar frá Eiðum í tíma- riti Sögufélags 1977. Annað meginverkefni hans var þjón- usta við Amnesty Int- ernational, er hann rækti sem formaður kaþólskra ensku- mælenda í Róm. Bullivant hélt þjónustu sinni áfram eftir því sem geta leyfði, þar til slys á reiðhjóli í apríl 2006 hindraði virkni og olli flutningi hans á elliheimili í Anglíu í apríl 2008, og þaðan loks í febrúar 2010 á vistheim- ilið Hús Sankti Péturs í Bury St. Edmunds, fæðingarstað hans. Náði hann þar allgóðum bata, þar til kallið kom án verulegs fyrirvara. Útför Franks verður gerð frá St Edmund King and Mar- tyr Catholic Church í Bury St Edmunds í dag, 30. mars 2012. 1956-61. Kom hann á þeim árum tvisvar til Íslands og kynntist þar sem ytra ófáum Ís- lendingum, og stofnuðust af því varanleg fag- og vináttusambönd. Upp frá þessu urðu skörp stefnu- skil í lífsafstöðu Bullivants, og tók við kaþólskt prestsnám í Eng- landi 1961-62 og áfram í Róm til 1967, er hann vígðist til prests og hóf starf í trúboðs- reglu O.M.I. (Maríureglu). Úr því fólst starf hans í þjónustu við söfnuði á Norðurlöndun og við indíána og V-Íslendinga í Kanada o.fl. með innskotum náms- og rannsóknaleyfa 1970-72 hjá Louvain-háskóla og við H.Í. á forníslenskum trúarhugtökum, auk kennslu í forn- og miðaldaensku og bók- Frank átti einkum uppruna að rekja til Austur-Anglíu, nokkuð óljósan og blendinn. Hafði frændgarður hans þar þynnst til muna. Föðuramma hans var Sviss-frönskumælandi og spratt eftirnafn hans af „bel enfant“ á því máli, merkjandi „fagra barn“, en skilst ekki af neinni hljóðlíkingu við íslensku. Missti hann þá ömmu um 8 ára, munandi hana af orðunum „ne touchez pas“ (snertu ekki), ag- andi hann til góðrar umgengni. Fyrstu kynni okkar hjóna sem annarra Íslendinga af Frank urðu við sókn til há- skólanáms í Cambridge, fyrst Más Elíssonar, sem var snúinn heim og kynnti hann okkur Rósu, sem komum þar 1957, en ári síðar komu Gunnar Schram og Elísa. Frank tók okkur kost- um og kynjum og bauð okkur, fimm manna fjölskyldu, til veislu í þröngbýli sínu og gerð- ist vinsæll með börnunum. Nýttist honum þá nokkuð að sýna okkur nemendum og láta heyra gullaldarmálið af vörum okkar. Varð þá mikil ferð ung- menna að heiman á enskuskóla og sóttu okkur heim að ráðum og risnu og kölluðu Cambridge- foreldra, og nutu nokkurra kynna af Frank. Búandi þar um ársins hring þótti okkur bagi, kæmust börn- in ekki á gras með skepnum, og bárum upp við Frank, sem varð okkur úti um dvöl á aldingarði ættfólks síns nærri Colchester með alhliða búskap í kring og fiðluleikandi húsbónda, og sungum við Schubert af hjart- ans lyst und blómguðum hlyni. Börnin tóku nöfn hinna ensku á brúður og bangsa og léku lengi síðan með þær þannig nefndar, en við bundumst fólkinu ævi- tryggðum. Heimkomnum í hagstreituna gafst okkur minna tóm að fylgj- ast grannt með vinum ytra, né Frank með okkur í umbreyt- ingum á lífi sínu. Hjartalag hans kom glöggt fram í að ís- lenska heiti verndardýrlings síns í kaþólskri skírn í „Ját- mundur“. Við munum hann frá Ítalíuför Pólýfónkórsins 1977, er hann hlýddi kalli frá Rómi til Siena og túlkaði söngskrá fyrir konsertgestum, sneri samdæg- urs heim og kyrrði áhyggjur Rósu um misindismenn með orðunum: „Ég bið þá bara fyrir þeim.“ En ég tók við biskups- bréfi Ögmundar um óþægð Jóns Arasonar og var ekki al- veg ugglaus um samlyndi þeirra í nýrri leðurtösku, er komið var í íslenska lofthelgi. Með eftirlaunaárum strjáluð- ust utanferðir nokkuð, en bréfaskipti þéttust mjög með rýmri tíma, bæði við Frank og ættfólk hans, þótt jólabréfi okkar væri svarað á páskum eða síðar. Okkur hafði langað að vitja Játmundar helga að skríni hans, þar sem Frank undi vel tungutaki og málblæ ættfólks síns. Fórum við því Cambridgeför í mars 2010, vitj- uðum fornmáladeildar háskól- ans með nýmælum af Íslandi og hlýddum hljómleikahátíð í Kinǵs College, en sóttum Frank heim að fararlokum. Mætti hann okkur á vagnastöð, bauð okkur hádegisverð í Skt. Péturs húsi, þar sem við sann- reyndum góðan aðbúnað hans og viðmót við hann, og Rósa ífærði hann forláta lopapeysu gegn kuldatíðinni. Að lyktum gekk hann með okkur um miðbæinn og skilaði okkur á vagnstöð, þar sem við kvöddum hann að endingu í þessari jarð- vist. Við biðjum honum og minn- ingu hans blessunar. Rósa og Bjarni Bragi. Frank Játmundur Bullivant ✝ Elskulegur sonur okkar og bróðir, KNÚTUR TRAUSTI HJÁLMARSSON frá Þorlákshöfn, sem lést af slysförum föstudaginn 23. mars, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju laugar- daginn 31. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Bjarney Hannesdóttir, Auðunn Þorsteinsson, Hjálmar Trausti Kristjánsson, Eygló Huld Jóhannesdóttir, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Hermundur Guðsteinsson, Smári Ragnar Hjálmarsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI HELGASON garðyrkjubóndi á Laugalandi, Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 28. mars. Lea Kristín Þórhallsdóttir, Helgi Bjarnason, Ingibjörg Friðriksdóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Jón G. Kristjánsson, Þórhallur Bjarnason, Erla Gunnlaugsdóttir, Sigrún Bjarnadóttir, Hilmar R. Konráðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur bróðir minn og frændi okkar, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON bóndi, Fossum, Svartárdal, lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi föstudaginn 16. mars. Hann verður jarðsunginn frá Bergsstaðakirkju laugardaginn 31. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurjón Guðmundsson. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.