Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 30. MARS 90. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Barn tók myndir af níðingi sínum
2. Lést eftir hópnauðgun
3. Býður sig fram til forseta
4. Ástfangin á ný
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Þrjú þúsund manns sóttu EVE Fan-
fest og þar af hátt í 70 erlendir blaða-
menn. Greinilegt er af fyrstu við-
brögðum blaðamanna að mikil
eftirvænting ríkir fyrir útgáfu leiks-
ins DUST 514 sem kemur út síðar í ár.
Mikil eftirvænting
fyrir DUST 514
Í gær sendi
hljómsveitin
Prinspóló frá sér
nýtt lag sem ber
heitið Landspít-
alinn. Lagið er
meðal annars óð-
ur til upphafs- og
endastöðvar
þeirra Íslendinga
sem kjósa að fæðast á Landspít-
alanum. Með laginu var líka frumsýnt
myndband sem hægt er að nálgast á
heimasíðu hljómsveitarinnar.
Landspítalinn nýtt
lag Prinspóló
Hljómsveitin Sigur Rós er að gefa
út nýja plötu sem ber nafnið Valtari
og er væntanleg í lok maí. Þetta er
sjötta plata hljómsveitarinnar en
áætlað að hún komi í verslanir í
Bretlandi 28 maí. Þá hefur
Sigur Rós bókað sig á
nokkrar há-
tíðir í sum-
ar, m.a.
Montreal Os-
heaga Festival og
fleiri stærri hátíð-
ir.
Ný plata frá Sigur
Rós væntanleg í maí
Á laugardag Hæg vestlæg átt S- og V-lands, skýjað að mestu en úr-
komulítið. Hiti 1 til 7 stig. Hæg austlæg átt á N- og A-lands og lítils-
háttar væta eða snjómugga. Hiti kringum frostmark.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægari breytileg átt og dálítil slydda eða snjó-
koma fyrir norðan, en úrkomulítið syðra. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast SA-
til. Kólnandi N- og A-lands.
VEÐUR
Patrekur Jóhannesson
kveðst stoltur yfir því að
Valsmenn skyldu bjóða hon-
um í gær að þjálfa hand-
boltalið þeirra á næsta
tímabili. Hann ætlar hins
vegar að fara vel yfir það og
fá á hreint hvernig Valsliðið
verður skipað næsta vetur.
Patrekur mun þá þjálfa
bæði Val og austurríska
landsliðið ef af samningum
verður. »1
Patrekur skoðar
tilboð Vals vel
Grindavík vann Njarðvík mjög örugg-
lega og KR þurfti bara nokkra góða
kafla til að sigra Tindastól í fyrstu
leikjum átta liða úrslitanna í körfu-
bolta karla í gærkvöld. Njarðvíkur-
strákarnir voru í vandræðum með
kjötstykkin í Grinda-
vík og klaufaskapur
Sauðkrækinga var
vatn á myllu KR-
inga. »2-3
Grindavík tilbúin og
góðir kaflar dugðu KR
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson er 19
ára kraftlyftingamaður sem ætlar sér
stóra hluti á næstu árum. Hann setti
átta ný unglingamet um síðustu helgi
og var þriðji stigahæstur í fullorð-
insflokki á Íslandsmótinu. Júlían seg-
ir að markmiðið sé að komast á stóru
mótin erlendis en hann fer á Evr-
ópumót unglinga í sumar. »4
Júlían ætlar sér langt í
kraftlyftingunum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Í staðinn fyrir að gömlu og ónýtu
raftækin séu brædd í málma er
reynt að gera við þau eða nýta part-
ana úr þeim til að gera við önnur
tæki,“ segir Bjartmar Alexand-
ersson, framkvæmdastjóri Grænnar
framtíðar, sem sérhæfir sig í að
endurnýta raftæki.
Fyrirtækið tekur á móti raftækj-
um á borð við farsíma, fartölvur,
myndavélar, tónhlöður, leikjatölvur,
sjónvörp og posa. Þau eru síðan
send til vottaðra endurnýtingarfyr-
irtækja í Bandaríkjunum og Vestur-
Evrópu. Tækin og partarnir fara
svo aftur út á markaðinn.
„Ef við tökum iPhone sem dæmi
þá fer hann út á markaðinn sem
uppgerður iPhone eða sem vara-
hlutir í hann. Gömlu tækin fara
meira inn á markað í Afríku eða
Suðaustur-Asíu sem virt tæki,“ seg-
ir Bjartmar.
Þannig fái íbúar í þróunarríkjum
aðgang að nútímafjarskiptatækni
með klassískum símum á borð við
gamla Nokia 5110-síma sem hafa
verið gerðir upp.
16. aldar aðferðir á 21. öld
Töluvert er af spilliefnum í raf-
tækjum eins og blý, arsenik, kvika-
silfur og kadmín. Þannig segir
Bjartmar að einn ónýtur farsími
geti gert 250.000 lítra af vatni
ódrykkjarhæfa ef hann kemst í
snertingu við vatnið. Því vinni Græn
framtíð aðeins með fyrirtækjum
sem tryggja að tækin fari ekki út
fyrir Evrópusambandið til landa
eins og Kína eða Nígeríu þar sem
sömu umhverfisreglur gildi
ekki.
„Ef varahlutir eða raf-
tækið er ónýtt þarf ekki
að koma því í eyðingu
heldur er það brennt
yfir kolaeldi til að ná
málmum og plasti úr því. Í raun er
notuð 16. aldar tækni til að taka í
sundur 21. aldar tækni,“ segir hann.
Magnið alltaf að aukast
Græn framtíð er í samstarfi við
allflest fyrirtæki á Íslandi sem hafa
eitthvað að gera með raftæki en það
starfar einnig í Færeyjum og á Ný-
fundnalandi. Þá er fyrirtækið í sam-
starfi við Sorpu og Efnamóttökuna.
Bjartmar segir að endurnýting
raftækja sé á réttri leið á Íslandi frá
því fyrirtækið var stofnað árið 2009.
„Magnið er alltaf að aukast. Fólk
er að átta sig á þessum hættum.
Áður en við komum inn sáum við
ekki þetta endurnýtingarferli en við
höfum náð að breyta því,“ segir
hann.
Gefa gömlum tækjum nýtt líf
Græn framtíð
sendir raftæki í
endurnýtingu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Endurnýting Haugur af gömlum farsímum í höfuðstöðvum Grænnar framtíðar í Kópavogi. Töluvert af spilliefnum
er í farsímum, sérstaklega í rafhlöðum þeirra, og geta þeir t.a.m. eitrað vatn sem þeir komast í snertingu við.
„Í Bretlandi og Álandseyjum sem
við vinnum með er það bannað
með lögum að henda raftækjum í
ruslið. Samkvæmt WEEE-
reglugerðinni [Waste Electri-
cal and Electronic Equip-
ment-tilskipun Evrópusam-
bandsins] eiga vörur sem
mega ekki fara í ruslið að
vera merktar. Því miður
hafa yfirvöld hér á Íslandi
ekki staðið sig í því að
mennta fólk í hvað það eigi að
gera við þær,“ segir Bjartmar Alex-
andersson, framkvæmdastjóri
Grænnar framtíðar.
Í vetur dreifði fyrirtækið í sam-
starfi við SAFT (Vakningarátak um
örugga tækninotkun barna og
unglinga) bók til allra 4. bekkinga í
grunnskólum sem heitir „Ruslaeyj-
an“ þar sem m.a. er fjallað um
mikilvægi endurnýtingar smáraf-
tækja.
Yfirvöld hafa ekki staðið sig
FRÆÐA BÖRN UM MIKILVÆGI ENDURNÝTINGAR
Bjartmar
Alexandersson