Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2012næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    26272829123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 Spurningin er sú hvort að Stein-grímur J. stormi nú aftur til stækkunarstjórans. Hann réði sér ekki fyrr en hann fékk bæði bugtið í Brussel og klappið á kollinn eftir brottrekstur Jóns Bjarnasonar. Nú er búið að reka harðskeytta samn- ingamanninn úr makrílmálinu.    Hann hafði stað-ið í lappirnar, svo útlendingar sáu til, sem er embætt- isleg dauðasök í augum þeirra Öss- urar og Steingríms.    Þegar umræðastóð í þinginu um brottrekstur Tómasar H. Heiðar úr forystu viðræðu- nefndarinnar heyrðu þingmenn Árna Þór Sigurðs- son segja stundarhátt í hliðarsal: „Hann semur aldrei, hann semur aldrei. Það er ekki hægt að hafa mann sem semur aldrei.“    Auðvitað er engin sanngirni í þvíað Steingrímur J. fái aftur að segja stækkunarstjóranum svona góðar fréttir, þegar svo fátt er orð- ið um slíkar. (Meira að segja iðn- rekendur eru langflestir orðnir á móti ESB-aðlöguninni).    Enda er það formlega Össur semrekur Tómas úr samninga- formennskunni svo hann á fyrsta rétt á að skríða fyrir stækk- unarstjórann.    En á móti kemur að Steingrímurhefur sýnt að hann hefur fjöl- marga menn á sínum snærum sem semja fljótt og vel, aftur og aftur, hvað sem það kostar þjóðina.    Stækkunarstjórinn má því varlaá milli sjá. Össur Skarphéðinsson Hvor má nú? STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 29.3., kl. 18.00 Reykjavík 6 súld Bolungarvík 8 léttskýjað Akureyri 14 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 9 léttskýjað Vestmannaeyjar 5 alskýjað Nuuk -3 skýjað Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 11 léttskýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 3 léttskýjað Lúxemborg 15 heiðskírt Brussel 12 léttskýjað Dublin 17 heiðskírt Glasgow 12 heiðskírt London 17 heiðskírt París 20 heiðskírt Amsterdam 10 skýjað Hamborg 8 skýjað Berlín 7 skýjað Vín 14 alskýjað Moskva 0 snjókoma Algarve 17 skýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 20 heiðskírt Róm 18 heiðskírt Aþena 16 léttskýjað Winnipeg 3 skýjað Montreal 3 alskýjað New York 11 léttskýjað Chicago 7 skýjað Orlando 25 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:51 20:14 ÍSAFJÖRÐUR 6:52 20:23 SIGLUFJÖRÐUR 6:35 20:06 DJÚPIVOGUR 6:20 19:45 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Við erum búnir að sækja um leyfi og við erum að gera bátinn kláran núna. Við stefnum á að fara út í seinni hluta apríl,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmda- stjóri Hrefnuveiðimanna ehf. sem gerir út hrefnuveiðibátinn Hrafn- reyði KÓ-100. Alls veiddi fyrirtæki Gunnars 53 dýr í fyrra en aðeins var sótt um leyfi fyrir þrjú önnur skip til að veiða hrefnu það ár. Frestur til að sækja um leyfi til hrefnuveiða á árinu 2012 hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu rennur út hinn 4. apríl. Vex hægt og bítandi Spurður um hvað hann búist við að veiða mikið í sumar segist Gunnar búast við að veiða eitthvað meira en síðasta sumar. Heildarkvótinn í ár sé 216 dýr. „Það gekk þokkalega vel salan á þessu í fyrra. Það kláraðist allt kjöt í fyrra en við erum ekkert að veiða neitt meira en við seljum. Það fer allt á innanlandsmarkaðinn,“ segir Gunnar. Mest af kjötinu segir hann fara í matvöruverslanir en einnig fer stór hluti á veitingastaði. „Þetta hefur alltaf verið að vaxa hægt og bítandi. Við erum alltaf að reyna að stækka markaðinn og nýta meira af skepnunni,“ segir hann. Fyrirtækið er með vinnslu í Hafn- arfirði en þar vinnur það meðal ann- ars reykt og grafið hrefnukjöt auk þriggja tegunda af maríneruðu kjöti. Hrefnuveiðarnar fara að mestu fram yfir hásumarið að sögn Gunn- ars en samkvæmt alþjóðlegum lög- um megi þeir veiða í sex mánuði frá því að veiðarnar hefjast. Þær fara aðallega fram í Faxaflóa og suður af landinu en Gunnar segir að hann bú- ist við því að vera einnig við veiðar á Breiðafirði nú í sumar. Stefna á hrefnuveiðar seint í apríl Morgunblaðið/RAX Undirbúningur Hrafnreyður við höfn í Hafnarfirði þar sem verið er að búa skipið undir hrefnuveiðitímabilið sem hefst í næsta mánuði.  Heildarkvótinn 216 dýr  Frestur til að sækja um leyfi rennur út 4. apríl Dalvegi 6-8 201 Kópavogur S. 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is Kraftvélar bjóða breitt vöruúrval atvinnubifreiða frá Iveco Kraftvélar í samvinnu við Iveco leggja áherslu á skjóta og góða varahluta- og viðgerðarþjónustu. Hafið samband varðandi þjónustu eða ósk um tilboð í nýja atvinnubifreið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 76. tölublað (30.03.2012)
https://timarit.is/issue/369745

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

76. tölublað (30.03.2012)

Aðgerðir: