Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 ✝ Inga Kjart-ansdóttir fæddist í Esbjerg í Danmörku 27. des- ember 1945. Hún lést á heimili sínu 25. mars 2012. Foreldrar henn- ar voru Kjartan Gissurarson fisk- sali frá Byggð- arhorni í Flóa, f. 30.11. 1914, d. 5.9. 1990 og Karen Sloth Giss- urarson frá Vejle í Danmörku, f. 17.3. 1922, d. 1.6. 1995. Systk- ini Ingu eru Gunnar Kjart- ansson, maki Ágústa Árnadótt- ir; Anna Kjartansdóttir; Erla hennar börn a) Brynja Björk Brynjarsdóttir, f. 19.9. 1982, sambýlismaður Niclas Hedlund og eiga þau soninn Sigge. b) Berglind Brynjarsdóttir, f. 6.7. 1986. 2) Björk Guðnadóttir, f. 2.12. 1969. Inga starfaði í rúm 20 ár í Landsbanka Íslands og lét af störfum þegar MS-sjúkdóm- urinn fór að herja á hana. Leið- ir Ingu og Guðna skildi árið 1999. Inga bjó sín síðustu ár í Sjálfsbjargarheimilinu Hátúni 12. Útför Ingu fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 30. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 11. Kjartansdóttir, maki Sigurbjörn E. Kristjánsson; Sonja Kjartansdóttir, sambýlismaður Er- lendur Helgi Árna- son; Kristján Kjart- ansson, sam- býliskona Rakel Rúriksdóttir. Árs- gömul flutti Inga með foreldrum sín- um til Íslands. Árið 1964 giftist Inga Guðna J. Guðnasyni og hófu þau bú- skap á Otrateig 34. Þau eign- uðust tvær dætur, 1) Karen Guðnadóttir, f. 20.12. 1963, sambýlismaður Anders Nykvist, Nú hefur hetjan hún Inga mágkona mín kvatt. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Hetja var hún svo sann- arlega, enda barðist hún í 30 ár við MS-sjúkdóminn af mikilli reisn. Þegar henni voru færð þau tíðindi að hún væri með MS- sjúkdóminn lá hún fyrir niður- dregin í rúmi sínu í nokkra daga en reis síðan upp tvíefld. Frá þeirri stundu tókst hún á við hið erfiða lífsverkefni sitt af aðdáun- arverðum krafti og hugrekki. Hún Inga kunni svo sannar- lega þá list að lifa lífinu lifandi. Hún naut þess að fara í leikhús, á kvikmyndasýningar og í veisl- ur og lét helst engan menningar- viðburð fram hjá sér fara. Hún fylgdist líka vel með lífi og starfi systkina sinna og raunar stór- fjölskyldunnar allrar. Inga var alla tíð glæsileg kona og lagði mikið upp úr því að vera vel til höfð. Ferðalög til útlanda voru Ingu alla tíð mikils virði. Hún heimsótti æskuslóðir í Dan- mörku margoft og fór í sólar- landa- og skíðaferðir hvenær sem færi gafst til. Hún lagði mikla rækt við danskan uppruna sinn. Hún var í góðu sambandi við fjölskyldu sína í Danmörku alla tíð. Hún horfði til dæmis mjög mikið á danska sjónvarpið í seinni tíð og hafði ánægju af því að spjalla á dönsku, t.d. við Kjartan vin sinn í Hátúninu. Inga var forystukona hvar sem hún kom. Henni lét vel að stýra og var oftar en ekki fengin til þess að taka að sér stjórn- unarstörf, bæði í Landsbankan- um þar sem hún vann alla sína starfsævi og einnig þegar fjöl- skylda og vinir héldu stórar veislur. Meðal allra síðustu verk- efna hennar var að taka þátt í undirbúningi vetrarhátíðar, til dæmis með því að safna vinn- ingum fyrir happdrætti hátíðar- innar, sem haldið var 22. mars sl. Fáa hef ég þekkt með betra hjartalag. Það birtist í björtu brosi og fallegum gjöfum sem hún var óspör á. Oftar en ekki hafði hún búið þær til af sann- kölluðu listfengi, kertastjaka, út- saumsmyndir, fallegar útprjón- aðar peysur og svona mætti lengi telja. Inga var hrókur alls fagnaðar. Æskuvinkonur hennar, sem héldu alla tíð saman í sauma- klúbb, voru henni mikils virði. Þegar Inga var komin í hjólastól ákváðu þær að færa sauma- klúbbinn úr heimahúsi og á góð- an kaffistað þar sem auðvelt var fyrir Ingu að komast í hjólastóln- um. Fyrstu árin stóð Guðni henni við hlið. Eftir að hún flutti í Há- tún naut hún m.a. aðstoðar Þór- unnar og Svönu og annars starfsfólks. Lilja studdi hana af stakri alúð, fór með hana í versl- unar- og skemmtiferðir í bæn- um. Björk, dóttir hennar, var móður sinni sem klettur. Að leiðarlokum þakka ég fyrir að Inga var mér sem besta systir í meira en fjóra áratugi. Guð blessi minningu hennar. Ágústa Árnadóttir. Okkur frændsystkinin langar til að minnast frænku okkar Ingu Kjartansdóttur með örfá- um orðum. Feður okkar Ingu og móðir Oddnýjar voru systkini úr sextán barna hópi frá Byggðar- horni í Flóa. Þessi stóra ætt er samheldin og kvenleggur hennar hefur hist reglulega í frænku- boðum. Inga var þar afar áhuga- söm um að halda hópnum saman. Aðdáunarvert var að eftir að hún veiktist varð kraftur hennar tvíefldur hvað þetta varðar. Það hefur snortið okkur djúpt að sjá hvernig Inga frænka brást við og bar sínar þungu byrðar með mikilli reisn. Með þraut- seigju, kjarki og óbilandi vilja tókst henni að halda áfram að lifa lífinu og gera hið besta úr því sem hún hafði. Þessi yndislega kona fáraðist ekki yfir sínum erf- iðu og langvinnu veikindum. Hún naut einstaks stuðnings sinnar nánustu fjölskyldu, sem hefur annast hana af mikilli alúð. Starfsfólk Hátúns á líka heiður og þakklæti skilið. Við vottum dætrum hennar, systkinum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð með ósk um blessun Guðs í sorginni. Við biðjum góðan Guð að halda verndarhendi yfir þeim og gefa Ingu frænku okkar sinn frið. Helga, Birna, Guðlaug, Oddný, Ásgeir og Svana. Fréttin um að hún Inga frænka mín hefði kvatt þetta jarðlíf kom líklega engum á óvart. En samt, hún var búin að berjast svo ótrúlega lengi og hetjulega mikilli baráttu fyrir sinni tilvist að það var engu líkt. Og þrátt fyrir áratuga veikinda- sögu, sárþjáð af MS sjúdómnum, lét hún ekkert aftra sér frá því að taka þátt í lífinu og njóta þess sem mögulegt var. Við Inga vorum systkinabörn, en móðir mín Bjarnheiður og faðir hennar Kjartan voru í hópi yngstu barna þeirra Ingibjargar og Gissurar, ábúenda að Byggð- arhorni í Flóa, en þau eignuðust 16 börn. Móðir Ingu, Karen, var dönsk og kom frá Vejle á Jót- landi. Það varð með Karen, eins og marga Dani sem til Íslands fluttu, að henni tókst aldrei að tileinka sér íslenskuna til hlítar. Þrátt fyrir það varð mikil vinátta með Karen og móður minni þótt hún hefði aldrei lært neitt í danskri tungu enda var sú náms- grein ekki í boði í farskólanum í Flóanum. Við Inga fengum tækifæri til þess þegar við vorum unglingar að sigla saman með Gullfossi til Kaupmannahafnar og dvelja síð- an sumarlangt hjá móðurforeldr- um hennar á sveitabýlinu á Jót- landi. Þetta varð ógleymanlegt sumar og ekki síst það að kynn- ast móðurfólkinu hennar sem síðar átti eftir að koma margoft til Íslands. Kjartan faðir Ingu var þekkt- ur og afkastamikill fisksali í Álf- heimunum er ég kynntist mannsefninu mínu. Þegar verð- andi tengdaforeldrar vissu um nána frændsemi við hinn hressa og glaða fisksala þá efaðist eng- inn um ágæti ráðahagsins. Frændgarður okkar, afkom- enda Byggðarhornssystkinanna, er afar fjölmennur og auk þess nokkuð fyrirferðarmikill, glað- sinna og félagslyndur. Kvenlegg- urinn hefur undanfarna tvo ára- tugi haldið svokölluð frænkuboð sem hafa auðveldað kynnin og gert okkur kleift að rækta frændsemina. Síðustu árin hefur ekki síst hvatt til frænkuboða sú staðreynd hvað þau voru Ingu Kjartans dýrmæt. Hún hlakkaði til boðanna og naut þess betur en nokkur annar að fá tækifæri til að hitta ættingjana. Ávallt skyldi hún kveðja sér hljóðs og segja nokkur orð við hópinn þrátt fyrir hjólastól og alla þá fötlun sem hún mátti búa við. Hún Inga var sannarlega engri lík. Guðni, fyrrverandi eiginmað- ur Ingu, studdi hana vel eftir að veikindin komu upp. Hann stóð sannarlega með sinni konu með- Inga Kjartansdóttir ✝ Sigrún Val-gerður Ólafs- dóttir fæddist á Lambhól í Reykja- vík 20. júní 1947. Hún andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 22. mars síðastliðinn í faðmi fjölskyldu sinnar. Foreldrar henn- ar eru Ólafur Gunnar Jónsson frá Reykjavík, f. 2. júní 1926, og María Ein- arsdóttir frá Reykjavík, f. 4. október 1927. Sigrún var elst fimm systkina, en þau eru: Ein- ar Ólafsson, f. 24. apríl 1951, Ingvar Sigurður Ólafsson, f. 29. janúar 1954, d. 16. maí 1981, Viðar Ólafsson, f. 15. febrúar 1955, og Ólafía Jóna Ólafsdóttir, f. 4. desember 1956. Árið 1965 kynntist Sigrún eftirlifandi eiginmanni sínum, Hreini Hlíðari Erlendssyni raf- eindavirkjameistara, f. 3. nóv- ember 1945, þau trúlofuðu sig 17. júní 1966 og giftu sig 22. febrúar 1969. Sigrún og Hreinn hófu bú- skap sinn í kjallaranum að Reynihvammi 1 í Kópavogi þar sem foreldrar hennar búa. Árið 1972 fluttu þau svo að Skjól- braut 12 í Kópavogi en það hús byggðu þau ásamt systur Sigrún vann nokkur sumur hjá Hafrannsóknastofnun en eftir að skólagöngu lauk hóf hún störf hjá G. Albertssyni og vann hún þar í ein átta ár. Eftir smá hlé frá vinnu hóf Sigrún svo störf hjá Sjónvarpsmiðstöðinni og starfaði hún þar til æviloka. Sigrún var mikil hann- yrðakona og eftir hana liggur fjöldi listaverka en hún var iðu- lega að prjóna, hekla, perla, mála eða sauma, hvort sem var fyrir framan sjónvarpið eða í sveitinni. Í Biskupstungum voru hún og Hreinn búin að koma sér upp sælureit þar sem þau höfðu gróðursett mikið en þar undi hún hag sínum best og vildi helst hvergi annars staðar vera. Sælureiturinn stækkaði með ár- unum og hafa börn og barna- börn verið með þeim í sveitinni flestar sumarhelgar. Hún var oft úti að huga að trjánum og þar leið henni vel. Trjáræktin byrjaði í raun fyrr þar sem á Skjólbrautinni var alltaf mikið af rósum í ræktun og var hún snillingur á því sviði en einnig gerði hún tilraunir með alls- konar græðlinga sem svo var farið með í sveitina, en þar dafn- aði allt vel. Sigrún verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, 30. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Hreins, Erlu, og eiginmanni hennar Hilmi, þar bjó Sig- rún svo til æviloka. Hreinn og Sig- rún eignuðust þrjá stráka en þeir eru: 1) Ólafur Már Hreinsson við- skiptafræðingur, f. 26. ágúst 1969, kvæntur Heiðrúnu Svanhvíti Níels- dóttur, f. 16. desember 1973. Börn þeirra eru Sigrún Rakel, f. 7. júlí 2002, Hákon Már, f. 29. maí 2006, d. 29. maí 2006, og Eva Karen, f. 18. febúar 2008. 2) Hlíðar Þór Hreinsson viðskipta- fræðingur, f. 23. mars 1976, maki Drífa Margrét Guðbjörns- dóttir, f. 10. júní 1976. Börn þeirra eru Hekla Elísabet, f. 8. nóvember 2004, Sara Viktoría, f. 29. október 2007, óskírður, f. 14. mars 2012 og óskírð, f. 14. mars 2012. 3) Birkir Örn Hreins- son viðskiptafræðingur, f. 11. apríl 1984, unnusta Sólrún Svava Skúladóttir, f. 16. sept- ember 1987. Sigrún hét í höfuðið á systur mömmu sinnar sem lést ung og móðurömmu sinni Valgerði. Sigrún gekk í Melaskóla, síð- an Hagaskóla og útskrifaðist sem gagnfræðingur þaðan árið 1964. Mamma. Mig langar bara að skrifa nokkur orð um þig og hversu heppinn ég var að eiga þig sem mömmu. Upp í huga mér kemur „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Þú varst ótrúleg og gafst ekki upp á því að hjálpa mér með lærdóminn. Saman eyddum við miklum tíma þegar ég var að byrja í skóla þar sem þú gerðir allt sem þú gast og meira til, til þess að hjálpa mér í gegn- um lærdóminn og saman fóru heilu dagarnir og heilu kvöldin í lærdóm þar sem þú hjálpaðir mér fyrir próf. Einnig minnist ég þess tíma þegar pabbi var á trillunni og þar sem við biðum frétta yf- irleitt á fyrirfram ákveðnum tíma á kvöldin og sátum við talstöðina. Þú varst alltaf heima og alltaf til staðar. Við ferðuðumst mikið, bæði innanlands og utan, en einnig man ég líka mikið eftir öllum ferðunum til Benidorm löngu áð- ur en það varð vinsæll staður og hvað fjölskyldan átti saman þar mörg góð sumarfrí þar sem við vorum alltaf að gera eitthvað nýtt og spennandi fyrir utan ótal gönguferðir sem við fórum í á kvöldin. Þegar við Heiðrún byrjuðum saman var hún fljót að flytja inn á heimilið og tókst þú henni opnum örmum. Þróaðist sá vinskapur mjög mikið með árunum og þið heyrðuð hvor í annarri á hverjum degi. Þessi vinskapur ykkar hef- ur verið mér mjög mikilvægur enda hefur fjölskyldan alltaf ver- ið mjög samheldin, unnið saman og eytt frítímanum mikið saman. Á páskum og yfir sumartímann höfum við mjög oft verið öll sam- an komin uppi í sumarbústað. Þar hefur öll stórfjölskyldan okkar eytt miklum tíma saman og þar hefur verið yndislegt að vera. Þegar ég var lítill eyddum við miklum tíma í ýmiskonar skóg- rækt þar, en þú varst snillingur á því sviði og sést í dag mikill ár- angur af því sem þú hefur gert þar enda þótti þér gaman öll sum- ur í hvernig veðri sem var að at- huga með trén og skoða hvort ekki mætti klippa svolítið eða laga aðeins til. Þessi skógrækt mun alltaf verða sem minnis- merki um þig og þína vinnu. Nú er komið að okkur og munum við taka við kyndlinum með hjálp pabba sem mun klárlega leiða það starf. Mamma, passaðu Hákon fyrir okkur, þín er sárt saknað á meðal okkar en við erum svo heppin að eiga mikið af frábærum minning- um um þig sem munu lifa með okkur. Þinn sonur, Ólafur Már. Hún Sigrún, elskuleg tengda- mamma mín, er farin. Mér þykir það óendanlega sárt að hugsa til þess að ég muni ekki getað tekið upp símann og talað við hana, eins og við gerðum nánast dag- lega. Við gátum rætt um allt, fjöl- skylduna, börnin og áhugamálin. Þegar ég kom fyrst inn í fjöl- skylduna tóku mér allir vel og tókst fljótt vinskapur með okkur Sigrúnu. Ég mun ætíð eiga minn- ingarnar um það hvernig hún kenndi mér réttu tökin þegar ég byrjaði að vinna hjá fyrirtækinu og mun ég hugsa til hennar dag- lega við vinnu mína. Fæðing barnabarna var henni mikil gleði og þegar Sigrún Rakel kom í heiminn, fyrsta barnabarnið, kom ekkert annað til greina en að skíra hana í höfuðið á ömmum sínum. Þær áttu einstakt sam- band, hún og Sigrún Rakel, og mun hún alla tíð muna eftir ömmu sinni á Skjólbrautinni. Þegar við áttum drenginn sem við misstum í fæðingu var hún mér ómæld stoð. Hún hjálpaði mér að finna mér eitthvað sem gæti leitt hug- ann frá þessari miklu sorg sem við fundum öll fyrir og leyfði mér að tala um hann Hákon þegar ég þurfti á því að halda. Hún Eva Karen kom svo og birti líf okkar allra fyrir 4 árum. Þegar hún svo frétti að von væri á litlu krafta- verki sem á að fæðast nú í haust varð hún svo spennt og hlakkaði til að mega segja fréttirnar. Ég mun alltaf hugsa um þá góðu sumardaga sem við eyddum sam- an öll fjölskyldan uppi í bústað í Tungunum þar sem börnin léku sér og við prjónuðum eða föndr- uðum ýmislegt. Elsku Sigrún, ég mun sakna þín, sakna þess að sjá þig labba um og huga að blómunum og álf- unum þínum. Ég bið þig að passa litla prinsinn okkar og að vaka yf- ir barnabörnunum þínum. Ég mun alltaf sakna þín. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín tengdadóttir, Heiðrún. Sigrún, kær tengdamóðir mín er fallin frá, allt of snemma að mínu mati. Við Sigrún höfum allt- af náð vel saman, alveg frá byrjun og hefði ég ekki getað hugsað mér betri tengdamóður. Þegar við Hlíðar, sonur hennar vorum að byrja saman, þá var mér boðið í mat á Skjólbrautina, það átti sko að taka út þessa stelpu sem hafði náð að fanga soninn svo vel að hann kom aðeins heim til að sækja sér hrein föt og var svo far- inn aftur. Ég viðurkenni það fús- lega að ég kveið rosalega fyrir að fara í mat til „tengdó“ en sá kvíði var óþarfur þar sem Sigrún og Hreinn tóku mér mjög vel, og fannst mér eins og ég hefði til- heyrt fjölskyldunni um lengri tíma. Við Sigrún náðum mjög vel saman strax, enda báðar með áhuga á alls kyns handavinnu, hekli og útsaumi. Svo vorum við báðar fæddar í júní og þar með báðar í tvíburamerkinu, og fann ég að við deildum saman svona „hálfgerðri“ söfnunaráráttu, þar sem nýtanlegum hlutum þótti okkur óþarfi að henda. Það var mjög algengt að símtöl okkar á milli, sem áttu að vera stutt, bara svona rétt til að segja „Hæ“ teygðust upp í klukkutíma og jafnvel tveggja tíma samtal, því að alltaf höfðum við eitthvað til að tala um. Þessa daga, síðan Sigrún féll frá, hefur ekki liðið dagur án þess að ég tæki upp símann til að hringja í hana, bara til að spjalla, því að mér líður illa, en hún er víst ekki til staðar lengur. Sigrún fylgdist vel með sonum sínum og þeirra fjölskyldum. Spurði iðulega hvað væri að frétta af stelpunum, hvernig þeim gengi í skólanum og leikskólan- um, og eins fylgdist hún rosalega vel með meðgöngunni á tvíburun- um, og var rosalega spennt fyrir komu þeirra. Ég hringdi í hana eftir hverja mæðraskoðun, og fannst henni gaman að heyra hvernig allt gengi vel fyrir sig, og ekki var gleðin lítil þegar við hringdum í hana til að segja henni að þau væru fædd. Því miður náði hún ekki að sjá þau, en hún náði að sjá helling af myndum af þeim og það gleður mig mikið. Sigrún og Hreinn voru mikið uppi í sumarbústað sínum, og alltaf vorum við velkomin í sveit- ina. Stelpunum þótti sko ekki leiðinlegt að fara í sveitina til ömmu og afa, þar sem dekrað var við þær frá morgni til kvölds, og amma óþreytandi við að sýna þeim alla álfana og öll blómin. Það verður mikill söknuður að þessum tímum. Það er því með mikilli sorg í hjarta sem ég kveð Sigrúnu og vildi geta sagt við hana „Takk fyrir allt, og við sjáumst aftur síð- ar“ og ég veit að hún heldur áfram að fylgjast með okkur, fjöl- skyldu sinni, sonum, tengdadætr- um og ekki síst með barnabörn- unum og ég segi bara „elsku Sigrún, takk fyrir allt, takk fyrir að taka mér svona vel, og takk fyrir að vera svona góð vinkona og tengdamóðir“. Drífa Margrét Guðbjörnsdóttir. Elsku amma okkar er dáin. Það er svo sárt að hugsa til þess að við sjáum þig ekki aftur. Það var svo gaman þegar við komum upp á Skjólbraut, við föndruðum, lékum okkur og svo Sigrún V. Ólafsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Sigrún. Okkur þykir svo leitt að þú sért farin frá okkur, en við vitum að þú ert uppi hjá Guði og þér líður betur. Við söknum þín, og lofum að passa afa fyrir þig og hjálpa honum að vökva blómin í sveitinni. Og við lofum að segja tvíburunum frá þér og sýna þeim myndir af þér. Ástarkveðjur, Hekla Elísabet og Sara Viktoría.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.