Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 9

Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 Bjarni Helgason, fyrr- verandi garðyrkju- bóndi á Laugalandi í Borgarfirði, lést á Landspítalanum í fyrradag, 83 ára að aldri. Bjarni var um árabil í forystusveit í félagsmálum bænda og Borgfirðinga. Bjarni var fæddur í Reykjavík 23. júní 1928. Foreldrar hans voru Sigrún Sigurð- ardóttir húsmóðir og Helgi Bjarnason leigu- bílstjóri. Hann nam við Garðyrkjuskóla rík- isins og var við starfsnám við garð- yrkjustöðvar í Danmörku og Sví- þjóð. Síðar kynnti hann sér svepparækt við tilraunastöð Land- búnaðarháskólans í Kaupmannahöfn og víðar. Bjarni hóf á unglingsaldri störf við garðyrkjustöðina Laugaland hf. sem faðir hans og föðurbróðir stofn- uðu í Borgarfirði. Hann varð garð- yrkjustjóri og síðan framkvæmda- stjóri og aðaleigandi fyrirtækisins. Hann var frumkvöðull að sveppa- rækt á Íslandi. Bjarni var alla tíð virkur í félagsmálum, var formaður Ung- mennafélags Stafholts- tungna og sat í stjórn Ungmennasambands Borgarfjarðar. Hann var formaður Garð- yrkjubændafélags Borgarfjarðar og Sam- bands garðyrkju- bænda. Var fulltrúi garðyrkjubænda á að- alfundum Stéttar- sambands bænda og sat í stjórn Stéttarsambandsins og Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Bjarni átti sæti í hreppsnefnd Staf- holtstungnahrepps og síðar bæjar- stjórn Borgarbyggðar. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, átti sæti í náttúruverndar- nefnd og stjórn Sparisjóðs Mýra- sýslu. Hann var lengi í sóknarnefnd Stafholtskirkju og tók mikinn þátt í störfum Lionsklúbbs Borgarness. Eftirlifandi eiginkona Bjarna er Lea Kristín Þórhallsdóttir sem fædd er á Ísafirði. Þau eiga fjögur upp- komin börn. Andlát Bjarni Helgason garðyrkjubóndi Utanríkisráðuneytið sagði upp samningi við sjávarútvegsráðuneyt- ið um að ráðuneytin skiptu með sér starfskröftum Tómasar H. Heiðar í lok síðasta árs. Þetta kom fram í máli Össurar Skarphéðinssonar, utanrík- isráðherra, á Alþingi í gær. Tómas hefur verið aðalsamningamaður Ís- lendinga í makríldeilunni en lét sam- kvæmt svari utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Ragnheiði Elínu Árnadóttur, þingsflokksformanni Sjáflstæðisflokks, af störfum 1. febr- úar síðastliðinn. Í svari sínu sagði Össur að samn- ingurinn hefði verið gerður í apríl 2009 og hefði hljóðað upp á að 30% af vinnuframlagi Tómasar yrðu nýtt af sjávarútvegsráðuneytinu. Reyndin hefði hins vegar orðið sú að störf hans fyrir ráðuneytið hefðu útheimt allt að 100% vinnugetu hans. Tómas sé eini þjóðréttarfræðingur utan- ríkisráðuneytisins, sem hefði ekki mátt af starfskröftum hans sjá. Svar utanríkisráðherra er eilítið frábrugðið því svari sem Steingrím- ur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf í samtali við mbl.is á miðvikudag en hann sagði að samningur ráðuneytanna um Tómas hefði runnið út fyrir nokkru. Það var Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem vakti athygli á því að Tómas hefði verið látinn hætta sem samn- ingamaður Íslands í makríldeilunni og lýsti hann yfir nokkrum áhyggj- um vegna þessa. Tómas hefði staðið sig vel, bæði í makríldeilunni og hvalveiðimálum. Steingrímur sagði hins vegar mál- ið ekki tengjast makríldeilunni né góðum störfum Tómasar. Þá væri ákveðið hlé í þessum málum um þessar mundir. Viðræður hæfust væntanlega ekki aftur fyrr en í haust og því væri nógur tími til stefnu til að grípa til annarra ráðstafana. holmfridur@mbl.is Sögðu upp samn- ingnum um Tómas  Utanríkisráðu- neytið mátti ekki af Tómasi sjá Tómas H. Heiðar Össur Skarphéðinsson Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir karlmanni sem réðist að barns- móður sinni með hamri og veitti henni áverka. Þá braut hann hliðarrúðu bif- reiðar með hafnaboltakylfu, en fyrir innan var starfsmaður Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar. Hann verður í haldi til 18. apríl nk. Einnig tilkynnti maður til lögreglu að umræddur maður hefði heimtað fé af syni hans vegna fíkniefna. Hefði sonurinn verið búinn að greiða manninum 7-800 þúsund krónur frá því haustið 2011. Til rannsóknar er nokkur fjöldi mála sem maðurinn kemur að, frá 12. október 2011 til 24. mars þegar hann var handtekinn. Við húsleit hjá manninum fundust fíkniefni, skuldalisti, grammvogir og ólöglegir hnífar. Réðist að barnsmóður sinni með hamri Verð kr. 8.900. fleiri litir Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Blómlegt vor Ný sending www.s i ggaog t imo . i s Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993 Sundbolir Tankini Bikini Náttföt Undirföt Sloppar YÜØ f|zâÜÄtâz Mjóddin s. 774-7377 - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.