Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 Grein undirritaðs um greiðsluþátttöku heimilismanna hjúkr- unarheimila í dval- arkostnaði sem birtist í Morgunblaðinu sl. þriðjudag vakti nokkra athygli. Flestir sem hafa tjáð sig um málið eru þeirrar skoðunar að greiðslu- fyrirkomulagið sé óheppilegt. Þar er þó undantekning á og mér sýnist á viðbrögðum velferðarráðherra að hann sé sáttur við núverandi fyr- irkomulag. Ráðherrann líkir þess- ari innheimtu við það sem sjúkra- hús þurfa að rukka sjúklinga sína um vegna ýmiskonar heilbrigð- isþjónustu sem þeir fá á sjúkra- húsum landsins. Veigamikill mun- ur er á þessu tvennu. Í fyrsta lagi eru greiðslur sjúklinga fyrir lækn- isþjónustu á sjúkrahúsum í nær öllum tilvikum mjög lágar og fáar og þar af leiðandi mjög lítill hluti heildartekna viðkomandi sjúklings, en greiðslur fyrir dvöl á hjúkr- unarheimili geta numið rúmum 311 þúsund krónum á mánuði. Sú upphæð getur numið tæplega 83% af heildartekjum viðkomandi heimilismanns frá því hann flytur á hjúkrunarheimilið og til æviloka. Í öðru lagi þá hagar því þannig í mörgum tilvikum að það eru að- standendur heimilismannsins sem sjá um fjármál hans. Ég veit um mörg tilvik þar sem þessir aðstandendur kjósa ýmist að draga þessar greiðslur til hjúkr- unarheimilanna verulega eða neita hreinlega að borga og nota þessa fjármuni að því er virðist í eigin þágu. Þetta eru því síður en svo sambærilegir hlutir. Heiðarleiki Ég tek hatt minn of- an fyrir heiðarleika vel- ferðarráðherra þegar hann segir núverandi greiðslufyrirkomulag vera hið ágætasta. Með þeirri yfirlýsingu stað- festir hann með afger- andi hætti að það hefur væntanlega aldrei stað- ið til að standa við þau orð Jóhönnu Sigurð- ardóttur sem hún lét falla í ræðustól Alþing- is haustið 2007 um að breyta bæri þessu greiðslufyrirkomulagi: „mun ég láta skoða hvort ekki sé rétt að endurmeta greiðslufyrirkomulag þeirra sem dveljast á hvers kyns þjónustustofnunum aldraðra þannig að horfið verði frá fyrirkomulagi svokallaðra vasapeninga yfir í eðli- legt greiðslufyrirkomulag. Mér hafa borist fréttir af því að þar sé víða pottur brotinn og þetta vil ég skoða sérstaklega. Við hljótum að geta endurmetið á hverjum tíma hvort endilega eigi að halda í úrelt fyr- irkomulag sem fólkið sjálft er ósátt við. Ég á einkum við að gerðar verði ráðstafanir þannig að lífeyrisþegar sem kjósa að búa á stofnun haldi í meira mæli fjárhagslegu sjálfstæði sínu.“ Allt í plati Eftir Gísla Pál Pálsson »Ég tek hatt minn of- an fyrir heiðarleika velferðarráðherra þegar hann segir núverandi greiðslufyrirkomulag vera hið ágætasta. Gísli Páll Pálsson Höfundur er forstjóri og formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjón- ustu. Ég er húsmóðir og bý í samfélagi sem mér þykir ákaflega vænt um, enda hef ég hvergi annars staðar viljað búa. Fólkið er gott upp til hópa og þótt maður þekki kannski ekki al- veg alla, þá er það allt í lagi. Glæpir eru í lág- marki og hér hjálpast allir að ef á þarf að halda. Ég er auðvitað að tala um Fjarðabyggð, nánar til- tekið Neskaupstað. Ég er komin á sextugsaldurinn og það er eiginlega bara tvennt sem ég hræðist hér, annarsvegar eru það tveir litlir chiuauar sem kona ein virt hér í bæ á (þeir gera heiðarlega til- raun til þess að taka bita úr lærum eða leggjum fólks hvenær sem færi gefst) hinsvegar er það Oddsskarðið. Það er leið sem ég vildi ekki aka oft, enda hef ég ekki farið yfir Oddsskarð síðan í nóvember sl. Þó á ég systur sem býr á Eskifirði. En hún er þolin- mæðin uppmáluð í garð systur sinnar sem betur fer. Umferðarþunginn er kapítuli út af fyrir sig. Hlykkjóttir vegir að göng- um, bannsett blindhæðin inni í göng- unum, skyldi maður mæta bíl? Fólks- bíll, jeppi eða vöruflutningabíll með tengivagn, húsbíll? Þetta eru fyr- irkvíðanlegir þættir þegar farið er um á þessari leið. Kemst maður að útskoti eða þarf maður að bakka inni í göngum sem eru svo dimm að þegar þú ert í bíl með litaða afturrúðu þá sérðu ekkert aftur fyrir þig? Speglar koma ekki heldur að gagni vegna dimmu. Svo nánast það sem eftir er leiðarinnar er snarbratt niður og hlykkjótti vegurinn endar ofan í Eskifirðinum. Þá ertu líka (ef þú ert eitthvað í líkingu við mig) nánast búin/n á taugum og með hjartað uppi í hálsi. Svo er fólk hissa á að maður sé ekki að skreppa yfir Skarðið að gamni sínu. Við skulum ekki gleyma því að það er yfir 632 m háan fjallveg að fara og oft eru veðravíti þarna uppi á fjallinu. En það var dropinn sem fyllti bikarinn þeg- ar rúta, sem var að flytja fólk til vinnu í álverinu í vetur, fauk hreinlega út af og valt ein- hverjar veltur niður fyrir veg! Í bíln- um var fólk sem ég þekki allt mæta vel, þar á meðal sonur minn og tengdadóttir. Ég þakka enn öllum góðum vættum sem vöktu yfir fólk- inu þennan dag að ekki fór verr. Hefði rútan farið út af aðeins nokkr- um metrum neðar, hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Rútan hefði endað niðri í fjöru og úr þeirri ferð hefði enginn sloppið lifandi. Það er fall upp á einhver hundruð metra þarna niður. Ég var gjörsamlega stjörf af skelf- ingu við tilhugsunina eina og reiðin og sárindin vegna svikinna loforða og seinkana nýrra ganga blossaði upp. Undanfarin ár hafa menn og konur mætt austur á land í atkvæða- veiðiferðum fyrir kosningar. Allir hafa lofað og lofað. Við erum búin að bíða áratugum saman eftir nýjum göngum, búin að fá loforð a.m.k. þrisvar og nú er verið að svíkja okkur í fjórða sinn! Hvað veldur? Jú, furðuleg for- gangsröðun. Hef ekkert á móti göng- um fyrir norðan sem slíkum en furðulegt finnst mér að þau göng séu sett fram fyrir okkar undir yfirskini einkaframkvæmdar. Hvað með okk- ur hér fyrir austan? Við höfum aðeins þessa einu leið og ef hún lokast erum við í djúpum skít. Eini munurinn virðist vera að þetta kallast rík- isframkvæmd hér fyrir austan en einkaframkvæmd með ábyrgð rík- isins fyrir norðan. Hvílíkur skrípa- leikur. Framkvæmd Norðfjarðarganga var seinkað vegna þess að ríkið vill ekki þurfa að taka lán til verksins. Hvernig ætla þeir annars að gera þetta? Ég spyr bara eins og fávís kona sem ég er líklega, því ég skil ekki svona spillingu, vegna þess að Vaðlaheiðargöng eru spilling og ekk- ert annað. Það er tími til kominn að fólk átti sig á því að við erum einskis virði hér í Fjarðabyggð í augum ríkisvaldsins og bara hæf til eins og það er að þræla áfram svo að ríkið fái sínar út- flutningstekjur sem koma í ómældu magni héðan úr Fjarðabyggð. Undir niðri er ég svo sár fyrir hönd okkar Fjarðabyggðarbúa að það tek- ur engu tali. Og ég held ég tali fyrir munn ansi margra hér með þessum orðum, að spillingin lifir enn! Góðar stundir. Eftir Elínu Önnu Hermannsdóttur Elín Anna Hermannsdóttir Höfundur er húsmóðir. »Við erum einskis virði hér í Fjarðabyggð í augum ríkisvaldsins og bara hæf til eins og það er að þræla áfram svo að ríkið fái sínar útflutn- ingstekjur sem koma í ómældu magni héðan úr Fjarðabyggð. Nú er verið að svíkja okkur í fjórða sinn - nýr auglýsingamiðill 569-1100 Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is … Heilsurækt fyrir konur Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Það eru alltaf þjálfarar þér til aðstoðar. Hringdu og fáðu frían prufutíma. OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. ALHLIÐA HREINSUN, DÚKAÞVOTTUR OG HEIMILISÞVOTTUR Minnum á fermingarfötin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.