Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Rafvirkjun
Raflagnir, dyrasímar - S. 6630746
Bjóðum hagstætt verð í töfluskipti.
Úttekt á raflögnum í eldra húsnæði,
án endurgjalds.
Straumblik ehf.
löggilltur rafverktaki
straumblik@gmail.com
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Húsnæði til sölu
Til sölu 230 fm raðhús á tveimur
hæðum í Friggjarbrunni. Gengið er
inn á efri hæð þar sem er gert ráð
fyrir eldhúsi, stofu, salerni og
geymslu. Innangengur bílskúr. Efri
hæðin er rúmlega fokheld. Búið er að
leggja gólfhita og flota. Neðri hæðin
er tilbúin til innréttingar. Þar eru 2-3
svefnherbergi, mjög stórt sjónvarps-
hol, þvottahús og baðherbergi.
Verð 38,7 millj.
Uppl. í síma 697 9557.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu.
Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata,
Kópavogi, s. 551-6488
fannar@fannar.is -
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Skattframtöl
Skattframtal 2012
Framtalsþjónusta fyrir einstaklinga
og rekstraraðila. Mikil reynsla -
hagstætt verð.
Uppl. í síma 517-3977.
www.fob.is. netf. info@fob.is.
Þjónusta
Nú er rétti tíminn fyrir
trjáklippingar og fellingar
Látið fagmenn okkar nostra við
garðinn þinn. Öll almenn
garðþjónusta á einum stað.
577 4444
www.gardalfar.is
Malbikun og malbiks-
viðgerðir
S. 551 4000 & 690 8000.
www.verktak.is
Bílar
Húsbíll til sölu
M. Benz 614 dísil-húsbíll til sölu.
Glæsilegur og mjög vel útbúinn bíll.
Sjón er sögu ríkari. Verð 5.900.000.
Uppl. í síma 899 9799, Baldur.
SUZUKI GRAND VITARA
Árg. 2000, ek. 120 þús. km, beinsk.
5 gíra. Verð 900 þús. Uppl. í síma
824-8018.
Honda Jazz 2007
Ekinn 75 þús. km, vel með farinn og
góður bíll. Verð 1.490 þús. Sparneyt-
inn bíll. Uppl. í síma 862 6242.
Bílar óskast
Bílalíf • Kletthálsi 2 • www.bilalif.is
bílasala
...í bílum erum við sterkir!
☎ 562 1717
Skráðu bílinn
þinn frítt hjá
bilalif.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
✝ Guðrún StellaHelgadóttir
fæddist á Ólafs-
firði 5. september
1929. Hún and-
aðist á Garðvangi
23. mars 2012.
Foreldrar hennar
voru Helgi Krist-
inn Halldórsson, f.
19.8. 1897, d. 27.1.
1977 og Ragnhild-
ur Magnúsdóttir,
f. 25.2. 1900, d. 14.1. 1939.
Seinni kona Helga var Guð-
finna Jónsdóttir, f. 1915, d.
1986. Systkini: Alexander, f.
1918, látinn, Guðbjörg María,
f. 1923, látin, Halldór, f. 1926,
látinn og Inga Guðlaug, f.
1933, Systkini samfeðra:
Hulda Ósk, f. 1980, hennar
dóttir er Dagný Dröfn, f.
1998, b) Sigmundur Einar, f.
1989, c) Kolbrún Sjöfn, f.
1993, d) Aðalbjörn Gottskálk,
f. 1996. 4) Ragna, f. 19.4.
1962, bóndi á Stóru-Mörk III,
maður hennar er Ásgeir Árna-
son bóndi. Börn þeirra eru: a)
Hafdís, f. 1982, sambýlis-
maður hennar er Pálmi Sævar
Þórðarson, f. 1977, barn
þeirra er Guðný Lilja, f. 2011,
b) Aðalbjörg Rún, f. 1986,
sambýlismaður hennar er
Eyvindur Ágústsson, f. 1983,
börn þeirra eru Emilía Rós, f.
2006 og Ásgeir Ómar, f. 2010,
c) Árni, f. 1988, d) Aldís
Stella, f. 1990, sambýlismaður
hennar er Hannes Arnar Við-
arsson, f. 1987, barn þeirra er
Ragna Júlía, f. 2010, e) Lilja
Rut, f. 2002.
Útför Stellu fer fram frá
Safnaðarheimilinu í Sandgerði
í dag, 30. mars 2012 og hefst
athöfnin kl. 14.
Ragna Steina, f.
1943, Margrét
Jónfríður, f. 1945
og Sigurbjörn
Ragnar, f. 1948.
Stella giftist 26.
desember 1947
Aðalbirni Gott-
skálk Þorsteins-
syni, f. á Siglufirði
18. október 1923,
d. 14. september
1997. Börn þeirra:
1) Þorsteinn Helgi, f. 3.5. 1947,
búsettur í Sandgerði, 2) Ragn-
hildur Guðfinna, f. 22.12. 1950,
d. 11.7. 1952, 3) Jón, f. 24.8.
1955, bílstjóri í Reykjavík,
sambýliskona hans er Sigríður
Sigmundsdóttir skrif-
stofustjóri. Börn þeirra eru: a)
Það er komið að kveðjustund,
elsku mamma. Þinn tími var víst
kominn. Þú skilur eftir þig góð-
ar og fallegar minningar sem
við getum öll munað og yljað
okkur við þegar fram líða stund-
ir, minningar um þig að hugga,
hughreysta, fræða og gleðjast
með okkur. Fjölskyldan og vin-
irnir voru þér allt. Lífið fór ekki
alltaf mjúkum höndum um þig
um ævina en þú varst sterk og
stóðst þann ólgusjó, held ég að
létt skap þitt og bjartsýni hafi
létt þér margar erfiðar stundir.
Við fjölskyldan eigum um þig
fallegar minningar þar sem þú
varst alltaf til staðar, sterk og
ráðagóð og ég tala nú ekki um
glöð og jákvæð. Það var alltaf
svo stutt í húmorinn hjá þér.
Mamma var verkakona sem
vann til fjölda ára við fiskverk-
un í Sandgerði. Man ég vel þann
tíma sem vinnudagurinn var
langur hjá henni og stóð ég þá
við eldhúsgluggann í gamla hús-
inu okkar við Brekkustíginn og
beið eftir að hún kæmi heim.
Ekki að það væri leiði í mér, það
er af og frá, því við krakkarnir á
Brekkustíg áttum mömmu í
mörgum húsum. Heimilin stóðu
okkur opin ef ein mamman var
að vinna var öruggt að önnur
var heima og þá bara skoppað
þar inn í kaffitímanum eða þeg-
ar við þurftum smá faðmlag og
plástur á sárin. Þú og pabbi réð-
ust í það stórvirki að byggja
ykkur hús á Norðurgötu 30. Til-
hlökkunin var mikil hjá fjöl-
skyldunni að flytja í þetta stóra
og fallega hús og ekki var ná-
grannakærleikurinn síðri við þá
götu. Þar bjugguð þið okkur fal-
legt heimili og garðurinn var líf
ykkar og yndi.
Ég halla augunum aftur og
læt hugann reika til liðinna ára.
Minning af ilminum af sunnu-
dagssteikinni eða nýbökuðum
lummum hjá pabba, ykkur
pabba í eldhúsinu jafnvel að
dansa saman eða hlæja með
gestum, eða þú að tala í símann,
kannski við Gullu systir þína.
Eflaust annað símtalið þann
daginn og ekki það síðasta.
Mamma ætlaði ekki að fara frá
Norðurgötu en lífið fer ekki allt-
af eins og við óskum. Hún dvaldi
seinustu mánuðina á Garðvangi
í Garði orðin þreytt á líkama en
samt kát og gerði stundum
starfsfólkinu grikk með
skemmtilegum tilsvörum og
uppákomum eins og henni einni
var lagið. Þegar ég sit hér og
skrifa þessi kveðjuorð til henn-
ar skín sólin inn um gluggann,
tjaldurinn syngur úti og krókus-
arnir kíkja uppúr moldinni í
garðinum. Vorið var þín uppá-
haldsárstíð. Ég vona að þú fáir
ósk þína uppfyllta að fá að hitta
hann pabba aftur og hver veit
nema að Síldarvalsinn ómi og
þið dansið saman á ný. Elsku
Gulla frænka, þinn missir er
mikill og vil ég fyrir hönd okkar
fjölskyldunnar þakka þér og
fjölskyldu þinni fyrir allt sem
þið hafið gert fyrir okkur. Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja og
Garðvangs í Garði færum við
hlýjar kveðjur eða bara eins og
mamma hefði sagt, þið eruð frá-
bær.
Þín dóttir,
Ragna.
Kveðja til frænku
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Stella, í dag kveðjum
við þig í síðasta sinn.
Hafðu þökk fyrir allt.
Fyrir hönd fjölskyldunnar að
Vallargötu 30,
Helgi Sigurbjörnsson.
Það er erfitt að byrja því af
mörgu er að taka þegar ég rifja
upp minningarnar um ömmu
mína. Ferðirnar til Sandgerðis
eru það sem kemur fyrst upp í
hugann þegar öllu og öllum var
pakkað niður og keyrt suður
með sjó til að dvelja yfir helgina
hjá ömmu og afa. Einnig allir
pakkarnir sem bárust með póst-
inum í sveitina frá henni. Það
var mikill spenningur sem ríkti
hjá okkur systkinunum þegar
vitað var að von væri á pakka
frá ömmu sem ávallt innihéldu
eitthvað mjög spennandi og
dýrmætt fyrir litla krakka.
Ég þakka fyrir allar góðu
stundirnar með þér, amma. Ég
veit að nú ertu komin til afa sem
ég er viss um að býður þér upp í
einn dans eins og þið stiguð svo
oft á eldhúsgólfinu heima.
Ég vil dansa við þig meðan dunar
þetta draumblíða lag sem ég ann.
Meðan fjörið í æðunum funar,
og af fögnuði hjartans sem brann.
Og svo dönsum við dátt, þá er gaman
meðan dagur í austrinu rís.
Og svo leiðumst við syngjandi saman
út í sumarsins paradís.
(Magnús K. Gíslason)
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast Stellu vinkonu
minnar og það fyrsta sem kem-
ur upp í hugann er harðdugleg
fiskverkakona sem kallaði ekki
allt ömmu sína, ættuð úr Ólafs-
firði, en lengst af búsett í Sand-
gerði. Hún var prakkari sem lét
í sér heyra og komst upp með
það. Í mörg ár vann hún í Mið-
nesi og helst það sem erfitt var,
í flökun og öðru sem fyrir lá í
frystihúsi og það var alltaf fjör í
kringum Stellu. Okkar kynni
eru frá því að ég man eftir mér,
en á sumrin komu þau Alli
frændi í síldina á Sigló og
bjuggu hjá ömmu og afa, for-
eldrum Alla og þar bjó ég líka.
Það hefur verið gott að eiga
Stellu og Alla að vinum og ég á
eftir að sakna þeirra, en eftir að
Alli lést vorum við Stella í síma-
og heimsóknasambandi eins oft
og við gátum og það var mikið
hlegið. Það var oft minnst á
Miðnes og góðu dagana og þrátt
fyrir allt sem hún reyndi í lífinu,
missti móður sína ung og unga
dóttur ásamt erfiðum veikind-
um Alla var Stella kát og sterk
kona sem elskaði fjölskylduna
sína og var hreykin af þeim.
Takk fyrir að vera vinkona mín
og minna. Ég votta fjölskyld-
unni innilega samúð.
Jóna í Grindavík.
Guðrún Stella
Helgadóttir
✝ Guðjón ÁrniSigurðsson
fæddist á Kirkju-
bóli í Mosdal í Arn-
arfirði 17. apríl
1921. Hann and-
aðist á Hrafnistu
16. mars 2012.
Foreldrar hans
voru hjónin Sig-
urður Guðmunds-
son bóndi á
Kirkjubóli, f. 10.4.
1886, d. 29.8. 1965, og Jóna Krist-
jana Símonardóttir frá Hjallkárs-
eyri við Arnarfjörð, f. 13.8. 1895,
d. 16.11. 1967. Systkini Guðjóns
voru Pétur (Björn Jón Kristján)
Sigurðsson, f. 15.3. 1914, d. 18.3.
2007, maki Þuríður Jónsdóttir, f.
12.3. 1920, d. 10.12. 2010; Númi
Sigurðsson, f. 21.5. 1916, d. 22.11.
1998, maki Elísabet Ragnheiður
Jónsdóttir, f. 6.6. 1897, d. 14.12.
1977; Ólína Guðmunda Sigurðar-
dóttir, f. 8.12. 1917, d. 4.10. 2008,
maki Dagur Daníelsson, f. 17.10.
1918, d. 27.7. 2001; Lilja
Sigurðardóttir, f. 23.9. 1923, maki
Bjarni Markússon, f. 22.10. 1919,
d. 5.11. 1988; Sigurjón Markús
Sigurðsson, f. 17.3. 1926, maki
Guðbjörg Elentínus-
dóttir, f. 11.8. 1929;
Þorbjörg Sigurðar-
dóttir, f. 26.12. 1927,
d. 28.9. 2011; Kristinn
Sigurðsson, f. 20.1.
1931, maki Erna
Gunnarsdóttir, f.
22.11. 1938; Þórey
Sigurðardóttir, f. 19.1.
1934, og Ágúst Sigur-
björn Sigurðsson, f.
14.8. 1935, d. 2.7. 2010,
maki Kristín Erla Bernódusdótt-
ir, f. 5.10. 1933, d. 9.1. 2007.
Guðjón vann ýmis störf um æv-
ina, var á síld á Siglufirði, aðstoð-
armatsveinn á Júpíter, hann vann
hjá Brynjólfi í Tryggvaskála sem
matsveinn, var innheimtufulltrúi
hjá Vísi og vann hjá Póstinum frá
1960-1995, en þá lét hann af
störfum. Hann var skáti, fór ma.
með stóran hóp skáta til Parísar
1947, sem þótti mikið afrek á
þeim tíma. Guðjón var mikill
bókasafnari, hann átti stórt bóka-
safn sem var með þeim stærri hér
á landi.
Útför Guðjóns Árna fór fram
frá Fossvogskirkju 27. mars
2012.
Kveðja frá Herrafataverslun
Kormáks og Skjaldar
Viðskipti manna í millum eru
ekki alltaf mæld í krónum og aur-
um. Í dag kveðjum við kaupmenn
okkar kærasta viðskiptavin Guð-
jón Árna Sigurðsson. Guðjón gerði
sér ferð í verslun okkar strax og
hún var stofnuð í jólatíð árið 1996.
Hann bauð af sér góðan þokka og
var strax áhugasamur um gæfu
okkar og gengi. Guðjón var grúsk-
ari af guðs náð og safnaði ýmsu,
m.a. tímaritum og úrklippum og
vitum við að hann fylgdist vel með
þegar fjallað var um verslunina í
fjölmiðlum. Í áranna rás heimsótti
Guðjón okkur reglulega í búðina.
Erindið var yfirleitt að koma til að
spjalla um daginn og veginn og var
það okkur kærkomið. Guðjón þáði
kaffisopa en engan sykur út í enda
sagðist hann vera alveg nógu sæt-
ur fyrir. Ekki mótmæltum við því.
Verslunin tók sér launalaust leyfi
á árunum 2000-2006 en opnaði þá
með stíl á nýjum stað. Okkur þótti
það merki um að allt væri eins og
vera átti þegar Guðjón gerðist
fastagestur í nýju versluninni.
Guðjón var orðinn aðeins lélegri
til heilsunnar undir það síðasta en
þó ekki svo að hann gæti ekki litið
til okkar í kaffisopa svona endrum
og eins. Hann var ekki einungis
gestur okkar svona hvunndags
heldur var honum líka boðið þeg-
ar meira stóð til eins og þegar hin-
ar árlegu herrafatasýningar voru
settar upp og kom hann þá gjarn-
an með Lilju vinkonu sinni.
Reyndist hann einkar bóngóður
þegar leitað var til hans að vera
sýningarherra og leysti hann það
verk af einstökum myndarskap.
Var hann fyrir vikið nefndur heið-
ursfyrirsæta verslunarinnar.
Búðin hefur alla tíð verið nokkurs
konar félagsheimili og hafa marg-
ir góðir drengir skapað þann anda
sem þar ríkir. Sómamaður eins og
Guðjón átti sinn þátt í því og fyrir
það erum við ævarandi þakklátir.
Genginn er drengur góður. Bless-
uð sé minning hans.
Kormákur Geirharðsson,
Skjöldur Sigurjónsson,
Þorlákur Einarsson og
starfsmenn.
Guðjón Árni
Sigurðsson