Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 Umsóknum hælisleitenda í iðnríkjum heims fjölgaði um 20% á liðnu ári, einkum vegna mikillar fjölgunar hælisleitenda frá Líbíu, Sýrlandi og Tún- is, að sögn Flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi hælisleitenda frá Túnis nífaldaðist, úr 900 í 7.900. 3.800 hælisleitendur komu frá Líbíu á liðnu ári, fimm sinnum fleiri en árið áður. Hælisleitendum frá Sýrlandi fjölgaði um 68%. ALLS ÁRIÐ 2011* Heimild: UNHCR Allar tölurnar eru til bráðabirgða og geta breyst Aðrir: 231,6 HEIMALAND HÆLISLEITENDA Á LIÐNU ÁRI ** Afganistan Írak Kína Pakistan Serbía1 Rússland Íran Erítrea Sómalía Nígería Alls: 426,3 35,7 24,4 23,4 21,2 18,1 18,1 16,9 15,4 10,6 10,5 1 Kosovo meðtalið 2001-2011** * Í Evrópuríkjum og fleiri löndum ** í 44 iðnríkjum 700 500 300 100 Alls Evrópa Bandar., Kan. Japan, S-Kórea. ‘09 ‘11‘07‘05‘03‘01 Evrópa 327,1 Bandar. & Kanada 99,3 441,2 Ástralía & Nýja-Sjáland 11,8 Japan & Suður-Kórea 2,8 FJÖLDI HÆLISLEITENDA UMSÓKNIR HÆLISLEITENDA Í TÍU LÖNDUM ÞAR SEM ÞÆR ERU FLESTAR 2010 2011 Banda- ríkin Kanada 74,0 55,5 25,3 23,1 Þýskaland Bretland Frakkland Belgía Ítalía Sviss Svíþjóð 25,9 19,9 34,1 10 Tyrkland 169,2 19,4 13,5 25,4 22,1 45,7 41,3 29,631,851,9 47,8 Evrópa N-Ameríka Allar tölur í þúsundum Um 20% fleiri hælisleitendur Nýjar niðurstöður HARPS- mælitækisins sýna að bergreiki- stjörnur, sem eru örlítið stærri en jörðin, eru mjög algengar í líf- beltum rauðra dvergstjarna í vetrarbraut okkar. Þetta kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Alþjóðlegur hópur stjörnufræð- inga hefur nú áætlað að í vetrar- braut okkar séu tugir milljarða reikistjarna af þessu tagi og líklega eitt hundrað í næsta nágrenni sól- ar. Þetta er í fyrsta skipti sem fjöldi risajarða á braut um rauða dverga er áætlaður með beinum hætti. Rauðir dvergar eru um það bil 80% stjarna í vetrarbraut okkar og risa- jarðir eru reikistjörnur sem eru rúmlega einu til tíu sinnum massa- meiri en jörðin. Að sögn stjörnu- fræðivefjarins er þetta fyrsta beina áætlunin sem gerð hefur verið á fjölda léttra reikistjarna á braut um rauðar dvergstjörnur. Stjörnufræð- ingarnir notuðu til þess HARPS- litrófsritann á öflugum sjónauka í La Silla-stjörnustöð ESO í Chile. „Niðurstöður mælinga okkar með HARPS þýða að 40% allra rauðra dverga hafa risajarðir í líf- beltum sínum, því svæði í sólkerfi þar sem vatn getur verið í fljótandi formi á yfirborði reikistjörnu,“ seg- ir Xavier Bonfils, við rannsóknastofnunina Observatoire des Sciences de l’Univers de Gre- noble í Frakklandi sem hafði um- sjón með rannsókninni. „Vegna þess hve algengir rauðir dvergar eru — í vetrarbrautinni okkar eru um 160 milljarðar slíkra stjarna — getum við dregið þá stórmerku ályktun að í vetrarbrautinni okkar séu tugir milljarða af þessum reiki- stjörnum.“ Mynd/ESO, L. Calçada Risajörð Mynd listamanns af sólsetri á risajörðinni Gliese 667 Cc. Bjartari stjarnan á himninum er rauður dvergur. Tugir milljarða bergreikistjarna í lífbeltum rauðra dverga Skannaðu kóðann til að lesa um rann- sóknina á Stjörnu- fræðivefnum - nýr auglýsingamiðill Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Spilliefni spilla Við fjarlægjum allan úrgang, bæði spilliefni og annan úrgang sem til fellur hjá bílaverkstæðum og öðrum fyrirtækjum sem vinna með spilliefni. Hringdu - við sækjum! 559 2200 Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is Vantar þig innihurð? Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Þær eru yfirfelldar með samlokukörmum sem auka hljóðeinangrun og brunavörn. Margar útfærslur eru fáanlegar í öllum viðartegundum. Sjón er sögu ríkari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.