Morgunblaðið - 30.03.2012, Page 29

Morgunblaðið - 30.03.2012, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 ✝ Jón HaukurNjálsson fædd- ist á Akureyri 26. október 1987. Hann lést af slysförum 21. mars 2012. Foreldrar Jóns Hauks eru Njáll Haukur Sigurðsson og Alda Ólfjörð Jónsdóttir. Bróðir hans er Hjalti Snær Njálsson. Njáll og Alda slitu samvistum. Sambýlis- kona Njáls er Arnfríður Agnars- dóttir. Eiginmaður Öldu er Smári Sigurðsson. Dóttir þeirra er Lóa Rós Smáradóttir. Unnusta Jóns Hauks er Erla Kristín Jónasdóttir, f. 12. júlí 1988. Foreldrar hennar eru Jón- as Jónasson og Bryndís Guðmunds- dóttir. Börn Jóns Hauks og Erlu Kristínar eru Linda Sól, f. 8. maí 2009 og Mikael Ingi, f. 21. janúar 2011. Að loknu grunn- skólaprófi frá Grunnskólanum í Ólafsfirði stundaði Jón Haukur nám við Framhaldsskólann á Laugum í einn vetur. Hann vann við land- búnaðarstörf og bílaviðgerðir, en lengst starfaði hann sem háseti á Sigurbjörgu ÓF 1. Útför Jóns Hauks fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 30. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Með trega og sorg í hjarta kveðjum við ástkæran tengdason okkar Jón Hauk Njálsson, sem kallaður hefur verið til nýrra verkefna í himnaríki. Hryggðin er sár en enginn veit hvenær kall- ið kemur en því ber að hlýða þó manni þyki ekki tími kominn. Eftir sitja margar góðar minn- ingar um góðan dreng sem snerti við okkur öllum með glaðværu fasi og kærleika. Elsku Erla Kristín, Linda Sól, Mikael Ingi og fjölskyldan öll, missir ykkar er mikill og sorgin djúp og sár. Guð blessi ykkur og styrki á þessum erfiðu tímum. Jónas og Jóna, Melum. Í dag kveðjum við ástkæran frænda okkar og systurson, Jón Hauk Njálsson, sem frá okkur var tekinn allt of fljótt. Það var eins óraunverulegt og hugsast gat þegar okkur var tilkynnt um andlát hans fyrir örfáum dögum. Í hugann koma ótal spurningar sem líklegast verður aldrei svar- að. En staðreyndin er einfaldlega sú að við ráðum engu um það hver er næstur, svona er bara lífið. Þetta fær mann þó óneitanlega til að vakna og líta upp úr amstri dagsins, staldra við og hugsa sinn gang og velta fyrir sér því hvern- ig maður hefur nýtt tímann sinn fram til þessa. Hver er forgangs- röðin í lífi okkar? Hvað er það mikilvægasta sem við eigum og hvernig ætlum við að hlúa að því? Þrátt fyrir allt, þegar við lítum til baka, þá getum við glaðst yfir svo mörgu sem Jón Haukur hefur fært okkur með gleði sinni og uppátækjum. Jón Haukur var ákaflega glaðvær og sérstakur drengur og hann var ófeiminn við að halda uppi skemmtiatriðum í fjölskylduveislum og á manna- mótum. Uppátækin og hug- myndaflugið áttu sér engin tak- mörk þegar hann þurfti að fá útrás fyrir grín og glens, enda má með sanni segja að Jón hafi hrifið alla í kringum sig hvar sem hann fór. Jón Haukur stofnaði til fjöl- skyldu fyrir aðeins 4 árum síðan og eignaðist sitt fyrsta barn, Lindu Sól, fyrir 3 árum og sitt annað barn, Mikael Inga, fyrir ári síðan. Fyrir um tveimur árum síðan fjárfesti hann í rúmgóðu húsnæði handa „litlu fjölskyld- unni“ sinni, eins og hann kallaði hana. Í frístundum sínum naut hann þess að lagfæra og endur- nýja nýja heimilið og var þá bíl- skúrinn hans aðaláhugamál. Jón Haukur var harðduglegur og mikill búmaður enda búinn að eyða mörgum sumrum í sveitinni hjá ömmu sinni og afa á Skúfstöð- um í Hjaltadal og kann hann því vel til verka. Það var því eitt fyrsta verkefni Jóns að setja upp lítinn kartöflugarð við nýja hús- næðið. Uppskeran fyrsta árið var þó ekki upp á marga fiska, eða eins og Jón Haukur orðaði það, ekki upp á marga diska! Og svo var hlegið að öllu saman. Jón Haukur var mikill fjöl- skyldumaður og passaði sig á því að eiga alltaf tíma handa börn- unum sínum tveimur, enda voru þau honum mikils virði og hann hlakkaði alltaf til að koma heim af sjónum og sjá framfarir barna sinna, að sjá litla drenginn sinn sem er að byrja að ganga. Jón Haukur átti sín áhugamál sem hann sinnti þegar færi gafst og eitt af því sem hann unni mest var að veiða sína eigin villibráð, fara með hana heim og matreiða. Stoltur af feng sínum og mat- reiðslu bauð hann foreldrum sín- um, afa og ömmu að koma og njóta með sér. Jóns Hauks verður sárt sakn- að, enda er mikill sjónarsviptir að slíkum dáðadreng. Þegar slíkur gleðigjafi kveður svo skjótt, þá er eins og skyndilega verði allt hljótt og heimurinn þagnar um stund. En minningin um hann er falleg og skemmtileg og hún mun lifa um ókomna tíð. Við vottum unnustu Jóns Hauks, Erlu Kristínu Jónsdóttur, og elskulegum börnum hans okk- ar innilegustu samúð á þessum döpru tímum, en við vitum líka að það birtir alltaf til á ný. Þegar einar dyr lokast, þá opnast aðrar. Halldór, Hólmfríður, Guðmundur. Elsku hjartans litli frændi. Stundum erum við minnt svo óþægilega á það hvað lífið er ósanngjarnt. En þrátt fyrir alla reiðina, sorgina og tómleikann sem fráfall þitt kom fyrir í sálu okkar, þá er þar líka þakklæti. Þakklæti fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Öll sumrin í sveitinni, endalaus kúa- rekstur, kofasmíði, drullumall, laxeldi í læknum, tásunudd á rigningardögum, ótal fjósatímar, réttir á haustin, að skottast í kringum ömmu í eldhúsinu og þú með afa á traktornum allan dag- inn, eins og skipstjóri í brúnni. Jón Haukur og tvíbbarnir. Við stóru frænkurnar vorum ekkert alltaf skemmtilegar við þig, en þú lést allt yfir þig ganga með bros á vör, því þannig varstu alltaf. Hress og kátur, forvitinn og óhræddur við allt. Þú og Hjalti að stríða „brjáluðu rollunum“ þegar þær voru nýbúnar að bera, kýr sem spörkuðu og við harðneituð- um að koma nálægt og það sem þið bræður gátuð leikið við hundana. Minningarnar eru ótal margar, minningar um yndislega æsku hjá ömmu og afa, og þó svo að samverustundunum hafi fækkað eftir að fullorðinsárin tóku við var alltaf jafn gaman að hitta þig. Fá þétt faðmlag frá litla frænda sem allt í einu var orðinn stærri og fullorðnari en við, og átti svo fal- lega fjölskyldu sem hann var svo óendanlega stoltur af. Við vitum að núna ertu hjá ömmu, með Lappa og Pílu skoppandi í kring- um ykkur, og sú tilhugsun sefar djúpu sorgina í hjörtum okkar. Við sendum fjölskyldu og vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur, en minningin um rauðhærðu skellibjölluna með fallegu brúnu augun sín mun lifa um ókomna tíð. Takk fyrir allt, elsku frændi. Ó, sláðu hægt mitt hjarta og hræðstu ei myrkrið svarta. Með sól og birtu bjarta þér birtist vor á ný. ... (Steinn Steinarr) Þínar frænkur, Fjóla Dröfn og Margrét Helga. Kæri vinur. Mig skortir orð til að tjá þann mikla harm sem nú hvílir í hjarta mínu, harm sem ég hélt að ég myndi aldrei þurfa að bera, harm sem mun fylgja mér út lífið. Fyrir rúmlega sjö mánuðum var bekkjarsystir okkar lögð til hinstu hvílu, langt um aldur fram eftir harða baráttu við krabba- mein. Stutt er stórra högga á milli, og núna kveð ég þig einnig hinni hinstu kveðju. Við vorum ekki nema átján saman í bekk. Af þeim átján eru tvö fallin frá á skömmum tíma, fallin frá í blóma lífs síns. Ekkert fær það réttlætt. Það er allt rangt við þetta. En þú, kæri vinur, mátt vera stoltur þar sem þú horfir niður til okkar hinna sem eftir sitjum. Börnin þín tvö eru svo dásamlega falleg og eru lifandi eftirmyndir þínar. Þessir sólargeislar munu án efa hjálpa Erlu þinni og fjöl- skyldum ykkar beggja að glíma við þennan mikla missi sem frá- fall þitt er svo vissulega. Allar þær góðu minningar sem ég á um okkar fíflagang í gegnum tíðina munu hlýja mér um hjarta- rætur það sem ég á eftir ólifað. Minningarnar um sprelligosa og góðan vin. Síðustu ár hefur samband okk- ar ekki verið ýkja mikið. Á svona stundum óskar maður þess að hafa verið í meira sambandi við þig, en svona eru örlögin og því miður fær maður því ekki breytt núna. Megirðu hvíla í friði, elsku vin- ur, hugur minn er hjá Erlu, Lindu Sól og Mikael, foreldrum þínum og systkinum og öllum þeim góðu vinum og ættingjum sem þú átt. Þinn bekkjarbróðir og vinur, Vilhjálmur Þór Davíðsson. Minningarnar streyma fram þegar að ég hugsa til þín, elsku Jón Haukur, vinur minn og bekkjarfélagi. Ég get ekki annað en brosað í gegnum tárin þar sem allar þær stundir sem við áttum saman einkenndust af hlátri og gleði, það vantaði sko aldrei þeg- ar þú varst nálægt. Hlátursköstin voru á hverju horni þegar við hittumst og það skipti engu máli hvar við vorum eða hvað við vor- um að gera, hvort sem það var að spjalla á rúntinum, uppi í fjalli á snjóbretti eða þegar þú kenndir mér að spóla á Grænu þrumunni, sem þú gerðir oftar en ekki grín að. Allar þessar skemmtilegu og fyndnu minningar sem við áttum saman í gegnum árin mun ég varðveita og rifja upp þegar sorg- in tekur yfir. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa kynnst þér og átt með þér svo margar góðar og skemmtilegar stundir. Hvíldu í friði, kæri vinur, ég mun sakna þín. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu og aðstandenda. Alvilda María Georgsdóttir. Elsku fallegi vinur minn, það er gríðarlega erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að þú sért farinn. Ég er samt svo heppin að eiga fullt, fullt af fallegum minn- ingum sem allar tengjast gleði og hlátri, miklum hlátri. Þú varst þeim hæfileikum gæddur að geta komið öllum til að hlæja hvort sem viðkomandi var fimm ára eða 80 ára. Þú varst líka svo góðhjart- aður og alltaf til í að hjálpa öðr- um. Það var alltaf gaman að vera í kringum þig, við löbbuðum svo oft saman heim úr skólanum, leið sem tók ca. fimm mínútur að ganga en við tókum okkur oftast góðan hálftíma bara af því það var svo gaman hjá okkur og margt um að spjalla. Eftir að grunnskólanum lauk hittumst við ekki eins oft en þegar við hitt- umst var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Það er stórt skarð í hjartanu mínu en ég mun reyna að fylla það aftur með tímanum með góð- um minningum um frábæran vin. Elsku Erla, Linda Sól og Mikael Ingi, ég sendi ykkur mín- ar dýpstu samúðarkveðjur sem og ættingjum og vinum Jóns. Sofðu rótt, elsku Jón Haukur. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín vinkona, Fjóla Dögg. Lífið getur verið ansi óréttlátt, það að gleðigjafinn bekkjarbróðir okkar og vinur, Jón Haukur, hafi verið tekinn frá okkur svona snemma er algjörlega óraunveru- legt. Þegar hann var nærri var alltaf stutt í hlátur og gleði og varla að maður muni eftir honum öðruvísi en með bros á vör. Við erum öll þakklát fyrir að hafa fengið að hafa Jón Hauk í lífi okkar og sorgmædd að þurfa að kveðja svona fljótt. En þar sem hann er núna vitum við að hann brosir og heldur áfram að fá okk- ur til að brosa. Við bekkjarsystkinin frá Ólafs- firði sendum innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu Jóns Hauks og vonum að þau muni finna styrk til að komast í gegnum þessa erf- iðu raun. Fyrir hönd árgangs ’87, Ólafs- firði, Katrín Erna. Drengurinn glaði og létti í lund, uppátækin hans svo brosleg. Hló og skemmti okkur alla stund, sumum þóttu grátleg. Þú fallegi drengur sem farinn ert burt og skilur svo mikið eftir þig nú. Svörin ei finnast þó mikið sé spurt, af hverju varst það þú? Breiddir út þinn hlýja faðm þegar heim þú komst af sjónum. Undir og yfir knúsaðir þann sem hjarta þínu þótti vænt um. Ömmubrauðið þér fannst svo gott, skinkuhorn, kleinur og kaka. Amma, þú ert svo falleg og flott. þegar þú ert að baka. Nú ertu farinn á annan stað og minning þín lifir sem ljósið. Minningin mun minna mig á það að geyma ekki hrósið. (Guðmundur Rafn Jónsson) Guðmundur Rafn Jónsson. Jón Haukur Njálsson HINSTA KVEÐJA Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Jón Haukur, við þökkum þér samfylgdina, sem varð alltof stutt. Við hittumst aftur síðar, nú vitum við að það er fjör á himnum því þú ert þar. Minning þín lifir. Víðir, Sigríður Gréta, Hildur Freyja og Lúkas Einar. ✝ Guðlaugur Jó-hannesson fæddist á Brekkum í Mýrdal 17. apríl 1927. Hann and- aðist á Hjúkr- unarheimilinu Eir í Reykjavík 21. mars 2012. Foreldrar hans voru Jónína Helga Hróbjartsdóttir, f. 18. okt. 1894, d. 26. júlí 1980 og Jóhannes Stígsson f. 20. mars 1884, d. 18. apríl 1934, bændur á Brekkum í Mýrdal. Systkini Guðlaugs voru 11: Jó- hanna, f. 1919, Jóhannes Óskar, f. 1920, Elín Ágústa, f. 1921, Guðjón, f. 1922, d. 2009, Stein- grímur, f. 1923, d. 1990, Ásdís, f. 1924, d. 2007, Halldór, f. 1925, Ólafur, f. 1928, Sigurbjartur, f. 1929, Sigurbjörg, f. 1932 og Jó- hannes, f. 1933. Guðlaugur giftist 22. des. 1951 eftirlifandi eiginkonu, Sig- rúnu Ellertsdóttur, f. 24. júlí 1931. Foreldrar hennar voru Sigþrúður Sigurbjörnsdóttir, húsmóðir, f. 13. des, 1893, d. 14. 2) Birgir, tæknifræðingur, f. 21. nóv. 1956. Maki Sonja Sig- urbjörg Guðjónsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, f. 17. maí 1957. Synir þeirra eru, a) Arnar, f. 12. ágúst 1981, sambýliskona Kir- stine Nellemann Jensen, b) Steinar, f. 11. mars 1987, maki Snæfríður Dröfn Björgvins- dóttir og c) Grétar, f. 23. apríl 1991, unnusta Sara Ósk Þrúð- marsdóttir. Guðlaugur ólst upp í Mýrdal, á Brekkum og Rauðhálsi og stundaði síðan vinnumennsku, ýmis verkamannastörf og sjó- mennsku á Suðurlandi, þar til hann fluttist til Reykjavíkur 1945. Þar starfaði hann m.a. á bílaverkstæði Sveins Egilssonar. Frá 1954 starfaði hann hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, síðar Landsvirkjun, sem vélgæslu- maður í varastöðinni við Elliða- ár og síðan á bílamiðstöð Lands- virkjunar, Krókhálsi í Reykjavík, allt þar til starfsævi hans lauk 1997. Útför Guðlaugs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 30. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 13. júlí 1938 og Ellert Árnason, vélstjóri, f. 3. sept. 1896, d. 1. jan. 1981. Sigrún og Guðlaugur hófu bú- skap á Nesvegi í Reykjavík, síðan bjuggu þau í Raf- stöð við Elliðaár. Þau byggðu sér síð- an heimili á Háa- leitisbraut 56 í Reykjavík þangað sem þau fluttu 1963. Þau bjuggu þar mestan sinn búskap eða þar til þau fluttu á Sléttuveg 19 í Reykjavík árið 2007. Guðlaugur dvaldi síðan síðustu tvö ár ævi sinnar á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík. Guðlaugur og Sigrún eign- uðust tvo syni, þeir eru: 1) Jó- hannes Ellert, rafeindavirki, f. 17. júlí 1951. Maki Guðrún Rósa Ísdal, bókari, f. 19. maí 1955. Börn þeirra eru, a) Eiríkur Örn, f. 3. nóv. 1985, sambýliskona Anna Sigrún Guðmundsdóttir og b) Sigrún, f. 20. mars 1987, maki Þorvaldur Huldar Gunnarsson, þeirra barn Róbert Örn, f. 2012. Tengdafaðir minn Guðlaugur Jóhannesson andaðist þann 21. mars sl. saddur lífdaga eftir nokkurra ára erfið veikindi. Síð- ustu tvö árin hefur Guðlaugur verið á Hjúkrunarheimilinu Eir, þar sem hann naut góðrar umönnunar. Aldrei var hann sátt- ur við þetta hlutskipti sitt, en lét sig hafa það þar sem hann gerði sér grein fyrir að það væri honum fyrir bestu. Það átti illa við hann að vera öðrum háður. Þegar Guðlaugur var upp á sitt besta féll honum aldrei verk úr hendi, handlaginn og útsjónar- samur hvort sem það var á heim- ilinu eða vinnustaðnum. Hann var mikið snyrtimenni og báru bílarnir hans í gegnum tíðina þess glöggt merki, alltaf hreinir og nýbónaðir. Bílaviðgerðir léku í höndum hans þó hann hafi aldrei lært þá iðngrein þar sem aðstæð- ur hans leyfðu það ekki. Alla tíð var Guðlaugur strangheiðarlegur og ekki var lagt út í neinar fram- kvæmdir eða kaup nema til væri fyrir því. Bóngóður var hann og hjálpaði öllum ef hann mögulega gat. Guðlaugur var skapmaður, hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum málefnum og hækkaði oft róminn til að leggja áherslu á skoðanir sínar. Stundum gat hann jafnvel verið þrjóskur og oft erfitt að fá hann til að skipta um skoðun ef hann var sannfærður um annað. Hann hafði lifað tímana tvenna á sinni löngu ævi. Kom úr 12 manna systkinahópi, þar sem móðir hans stóð ein uppi sem ekkja þegar hann var 7 ára gam- all. Hann þurfti því snemma að fara að vinna og hjálpa til með fjölskyldu sinni. Reynsla hans frá barnæsku hefur eflaust mótað lífsskoðanir hans og haft áhrif á hvernig lífshlaup hans varð. Að lokum vil ég þakka þér, elsku tengdapabbi, fyrir öll árin sem við áttum saman. Ég óska þér góðrar heimkomu á nýjum slóðum. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Sonja. Guðlaugur Jóhannesson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, BJARNHEIÐUR RAGNA KJARTANSDÓTTIR, Vallartröð 7, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans við Hring- braut laugardaginn 10. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Óskar Einarsson, Einar Óskarsson, Lene Grönholm, Kjartan Óskarsson, Margrét Guðjónsdóttir, Halldór Óskarsson, Elísabet María Hálfdánardóttir, Reynir Óskarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.