Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012
ÍVeðkalli er hruninu á WallStreet haustið 2008 lýst innanfrá. Sögusviðið er fjárfesting-arbanki og Lehman Brothers
koma ósjálfrátt upp í hugann.
Myndin hefst á að hópur starfs-
manna bankans fær reisupassann.
Einn þeirra fær undirmanni sínum
minniskubb með greiningu, sem
hann átti ólokið, á leið út með þeim
orðum að nú skuli hann gæta sín.
Þegar undirmaðurinn fer að skoða
upplýsingarnar á kubbnum áttar
hann sig á því að allt er í voða út af
hinum flóknu vafningum, sem búnir
voru í kringum hin svokölluðu undir-
málslán, sem veitt voru til húsnæðis-
kaupa í Bandaríkjunum. Fyrirtækið
er ekki bara komið út á ystu nöf, það
er komið fram af henni og fleiri
munu skaðast við fall þess.
Stjórnendur bankans eru kallaðir
inn einn af öðrum til að glíma við
vandann, þeirra á meðal æðsti yfir-
maðurinn, sem Jeremy Irons leikur
með tilþrifum. Persóna hans heitir
John Tuld og er örugglega engin til-
viljun að nafnið rímar við Richard S.
Fuld, sem var yfirmaður Lehman
þegar bankinn fór á hausinn og hafði
viðurnefnið górillan á Wall Street.
Hann ákveður að eigi að reyna að
bjarga fyrirtækinu sé eina leiðin að
losa sig við eitruðu vafningana með
þeim orðum að „stærsti haugur illa
þefjandi saurs í sögu kapítalismans“
sé um það bil að lenda á Wall Street.
Myndin gerist ýmist á fundum eða
tveggja og þriggja manna tali og
tekst J.C. Chandor í fyrstu leiknu
mynd sinni í fullri lengd glettilega
vel að halda spennu út myndina. Það
er erfitt að fá samúð með persónun-
um í Veðkalli, en allar eru þær hafa
þær þó sínar mannlegu hliðar og
samtölin eru trúverðug. Leikara-
hópurinn er framúrskarandi. Kevin
Spacey fer vel með hlutverk yfir-
manns söludeildarinnar, sem þarf að
kljást við siðferði þess að selja við-
skiptavinum sínum ónýta „vöru“ vit-
andi það að þeir muni aldrei vilja
skipta við hann aftur.
Sömuleiðis er Zachary Quinto
góður í hlutverki verkfræðingsins,
sem sérhæfði sig í hreyflafræðum,
en fór í fjárfestingarbanka vegna
þess að kaupið var betra. Hann er
nýliðinn, sem fyrstur áttar sig á
stöðunni þótt hann hafi enga við-
skiptamenntun. Í aukahlutverki er
síðan ljósahafið á Manhattan, í senn
ógnandi og aðlaðandi.
Irons fær hins vegar bestu setn-
ingarnar. Undir lokin hefur hann á
orði að „peningar séu bara pappír,
sem hafi það hlutverk að koma í veg
fyrir að við drepum hvert annað“.
Og það er þó rétt. Í blóðbaðinu á
Wall Street voru margir rúnir inn að
skinni, en það dó enginn.
Hjaðningavíg
á Wall Street
Bíóparadís
Veðkall (Margin Call) bbbbn
Leikstjóri og handritshöfundur: J.C.
Chandor. Leikendur: Kevin Spacey, Je-
remy Irons, Zachary Quinto, Paul Bett-
any, Demi Moore og Stanley Tucci. 107
mínútur. Bandaríkin, 2011.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
Fallið Alvaran blasir við á Wall Street. Paul Bettany, Kevin Spacey, Zach-
ary Quinto og Penn Badgley í hlutverkum sínum í myndinni Veðkalli.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Heimildarmyndin Amma Lo-fi verð-
ur frumsýnd á Íslandi í kvöld í Bíó
Paradís. Myndin fjallar um hina ein-
stöku konu Sigríði Níelsdóttur sem
fór að taka upp og gefa út sína eigin
tónlist á áttræðisaldri. „Hún tók allt
upp á kassettutæki en dætur hennar
gáfu henni hljómborð og upp-
tökutæki þegar hún var sjötug,“ seg-
ir Ingibjörg Birgisdóttir en hún leik-
stýrði myndinni ásamt Orra
Jónssyni og Kristínu Björk Krist-
jánsdóttur. „Sigríður fór alltaf í Jap-
is til að kaupa sér kassettur og þar
kynntist hún afgreiðslustúlku sem
hjálpaði henni og leiðbeindi hvernig
hún gæti gefið tónlistina sína út á
geisladisk en alls gaf hún út 59 diska
á sjö árum.“
Stórsveit Sigríðar Níelsdóttur
Orri Jónsson, einn leikstjóra
myndarinnar, kynntist tónlist Sig-
ríðar í gegnum vini og kunningja
sem gaukuðu að honum tónlistinni.
„Tónlistin hennar vakti forvitni mína
og eftir að hafa keypt nokkra diska
eftir hana ákvað ég og Kristín að fá
hana til að spila opinberlega,“ segir
Orri en Sigríður fékkst ekki til þess
en stakk upp á því að einhver annar
en hún myndi spila tónlistina hennar
og upp úr því varð til Stórsveit Sig-
ríðar sem spilaði á einum tónleikum í
Íslensku óperunni.
Heimsókn Orra og Kristínar til
Sigríðar varð til þess að þau ákváðu
að gera um hana heimildarmynd.
„Hún bauð okkur í kakómjólk og kex
þegar við komum fyrst og fljótlega
eftir það varð okkur ljóst að við
þyrftum að gera um hana heimild-
armynd.“
Myndin Amma Lo-fi hefur nú
þegar verið sýnd í Danmörku og á
kvikmyndahátíðinni MOMA í New
York þar sem hún gekk fyrir fullum
sal í Nitehawk Cinema í Williams-
burg. Auk þess verður hún sýnd í
Ísrael, Portúgal og á Southwest-
kvikmyndahátíðinni í Texas. Í tilefni
af heimildarmyndinni er verið að
vinna að því að gefa út plötu með því
besta eftir Sigríði og segir Orri að
diskurinn verði unninn upp úr upp-
runalegu kassetunum og komi út
einhvern tímann næsta haust.
Samdi tónlist á áttræðisaldri
Heimildarmyndin
Amma Lo-fi verður
frumsýnd í Bíó
Paradís í kvöld
Amma Lo-fi Sigríður Níelsdóttir hóf að semja tónlist um sjötugt og gaf út
yfir 700 lög á 7 árum en hún dó fyrir ári síðan, þá 81 árs gömul.
Leikstjórn Orri, Kristín og Ingi-
björg leikstýrðu myndinni.
LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarDV
HHHH
FBL
HHHH
FT
HHHH
MBL
HHHH
PRESSAN.IS
HHHH
KVIKMYNDIR.IS
HHHH
21 JUMP STREET Sýnd kl. 8
LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 (950 kr.) - 6
LORAX 2D ENSKT TAL Sýnd kl. 8 - 10
LORAX 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 (800 kr.)
HUNGER GAMES Sýnd kl. 4 (800 kr.) - 7 - 10:15
SVARTUR Á LEIK Sýnd kl. 10:15
STERK BYRJUN, MANN
ÞYRSTIR Í MEIRA!
T.V. - Vikan/Séð og Heyrt
HHHH
HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐ
Fór beint á
toppinn í USA
FORSÝNING
„ÁKAFLEGA VEL HEPPNUÐ
ÆVINTÝRAMYND“
A.L.Þ - MBL
HHHH
H.V.A - FBL
HHH
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
BRÁÐSKEMMTILEG OG LITRÍK MYND
FRÁ HÖFUNDUM AULINN ÉG
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
MBL DVPRESSAN.IS
KVIKMYNDIR.IS
H.V.A - FBL
T.V. - VIKAN/SÉÐ OG HEYRT
A.L.Þ - MBL
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI
Í DAG!
48.000 MANNS
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
HUNGER GAMES KL. 4 - 5 - 8 - 10.20 - 11 12
HUNGER GAMES LÚXUS KL. 5 - 8 - 11 12
LORAX 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 - 6 L
LORAX 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 L
ACT OF VALOR KL. 10.35 16
THE VOW KL. 8 L
SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 8.15 - 10.30 16
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
HUNGER GAMES KL. 6 - 9 - 10.30 12
LORAX 3D ÍSLENSKT TAL KL. 6 L
LORAX 2D ÍSLENSKT TAL KL. 6 L
ACT OF VALOR KL. 8 - 10.30 16
THE VOW KL. 8 L
SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
HUNGER GAMES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
LORAX 3D KL. 6 L
SVARTUR Á LEIK KL. 8 16
21 JUMP STREET FORSÝNING KL. 10 L
FORSÝNING
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA!