Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þegar ríkisstjórnin lýsti yfir fyrir
hrun bankanna haustið 2008 að inn-
stæður í bönkum og sparisjóðum hér
á landi væru tryggðar að fullu, áttu
einstaklingar hér á landi 530 millj-
arða kr. í bönkum og sparisjóðum og
innstæður innlendra lögaðila námu
770 milljörðum kr.
Sú fjárhæð sem einstaklingar áttu
umfram lágmarkstrygginguna, sem
ríkisstjórnin skuldbatt sig að tryggð
yrði sparifjáreigendum að fullu, var
þá um 320 milljarðar kr. Innstæður
umfram lágmarksverndina sem til-
heyrði innlendum lögaðilum var 730
milljarðar. Alls voru þetta því 1.050
milljarðar.
Þessar upplýsingar koma fram í
svari efnahags- og viðskiptaráðherra
við fyrirspurn Lilju Mósesdóttur al-
þingismanns um innstæður við fall
fjármálakerfisins, sem dreift hefur
verið á Alþingi.
Lífeyrissjóðir áttu fremur lítinn
hlut innstæðna í innlendum bönkum
og sparisjóðum á þessum tíma sam-
anborið við heimilin, fyrirtæki og
sveitarfélög eða 85,1 milljarð kr.
Samtals voru innstæður innlendra
aðila hjá bönkum og sparisjóðum hér
á landi í lok október 2008 1.557 millj-
arðar.
Hægt að finna leið til
skuldaleiðréttingar
,,Markmiðið með þessari fyrir-
spurn var fyrst og fremst að fá fram
kostnaðinn við að tryggja innstæður
umfram lágmarksupphæðina, sem
var þá 3,3 milljónir [til hvers reikn-
ingseiganda] og kemur þarna fram
að var alls 261 milljarður,“ segir
Lilja.
Hún segir að því sé oft haldið fram
að almenn skuldaleiðrétting sé svo
kostnaðarsöm „en þarna kemur fram
hvað skattgreiðendur ábyrgðust fyr-
ir fjármagnseigendur. Almenn leið-
rétting mun kosta 320 milljarða og
það er hægt að finna leið án þess að
það leggist strax á skattgreiðendur
eins og var með innstæðutrygg-
inguna,“ segir hún.
Ekki bindandi yfirlýsingar
Yfirlýsingar forsætis- og við-
skiptaráðherra á sínum tíma um fulla
vernd allra innstæðna voru ekki
skuldbindandi að lögum samkvæmt
dómi héraðsdóms sem staðfestur var
af Hæstarétti í janúar sl., þar sem
ríkið var sýknað af bótakröfum eig-
enda peningabréfa Landsbankans.
Í dómi héraðsdóms sagði að ráð-
herrarnir hefðu ekki heimild í lögum
til að takast á hendur, fyrir hönd rík-
isins, ábyrgð á innstæðuskuldbind-
ingum. Yfirlýsingarnar verði ekki
taldar loforð í skilningi kröfuréttar.
Lilja minnir hins vegar á að með
þátttöku ríkisins í endurreisn banka-
kerfisins ábyrgðist það með þeim
hætti allar innlendar innstæður.
Um 42 þúsund innlendir einstak-
lingar áttu innstæður umfram lág-
markstryggingu og tæplega 10 þús-
und innlendir lögaðilar að því er fram
kemur í svari ráðherrans. Þegar inn-
stæður erlendra aðila eru meðtaldar
voru innstæður í bönkum og spari-
sjóðum hér á landi samtals 1.647
milljarðar kr. í lok október 2008.
„Ætla má að innstæður erlendra að-
ila fram að hruni bankanna hafi að
meginhluta til verið í útibúum utan
Íslands og innstæður innlendra aðila
hafi nær eingöngu verið í útibúum
hér á landi auk lítils hluta innstæðna
erlendra aðila,“ segir í svarinu.
Innlendar innstæður sem ríkið ábyrgðist voru 1.557 milljarðar í október 2008 42 þúsund einstak-
lingar áttu 320 milljarða umfram lágmarkstryggingarverndina Lífeyrissjóðir áttu 85 milljarða
1.050 milljarðar yfir lágmarksvernd
Morgunblaðið/Golli
Peningar 42 þús. einstaklingar áttu
innstæður umfram lágmarkið.
Áhöfn þyrlunnar TF-GNA stóð
norskt línuveiðiskip að meintum
ólöglegum veiðum skömmu fyrir
hádegi í gær í reglugerðarhólfi í
Skeiðarárdýpi. Skv. upplýsingum
Landhelgisgæslunnar höfðu varð-
stjórar stjórnstöðvar komið auga á
skipið um kl. 08:30 í ferilvökt-
unarkerfum, þar sem það var statt
inni í hinu lokaða hólfi og virtist
vera að leggja línu. TF-GNA sem
var við að fara í eftirlitsflug var því
beint á svæðið og hafði áhöfn henn-
ar samband við skipið og fékk upp-
gefnar staðsetningar sem sam-
ræmdust athugunum
varðstjóranna. Skipverjum skipsins
var gert að ljúka við að draga lín-
una og halda síðan til Vest-
mannaeyja til skýrslutöku.
Norskt línuveiðiskip
staðið að meintum
ólöglegum veiðum
TF-GNA stóð skipið að veiðum.
Lögreglan á höf-
uðborgarsvæð-
inu lýsir eftir 16
ára stúlku, Ester
Björg Ragn-
arsdóttur, sem
fór frá heimili
sínu í Breiðholti
á skírdag. Ekk-
ert er vitað um
hvar hún er nú niðurkomin.
Ester er um 170 cm á hæð, um
55-58 kg að þyngd, grannvaxin
með stutt dökkt hár og bláeygð.
Hún var klædd í hvíta dúnúlpu og
gallastuttbuxur. Þeir sem hafa
orðið varir við eða vita um ferðir
Esterar eru beðnir að hafa sam-
band við lögregluna í síma 444
1000.
Lýst eftir 16 ára
gamalli stúlku
Páskahelgin gekk almennt vel fyrir
sig hjá lögreglu höfuðborgar-
svæðisins. Sex innbrot höfðu verið
tilkynnt til lögreglunnar um miðjan
dag í gær.
Þá höfðu 24 verið teknir fyrir
akstur undir áhrifum áfengis og
fíkniefna. Þar af voru ellefu ölvaðir
og sextán ökumenn undir áhrifum
fíkniefna og þrír þeirra síðartöldu
voru einnig undir áhrifum áfengis.
Sex innbrot á höfuð-
borgarsvæðinu
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tvær huðnur báru um síðustu mán-
aðamót sínum kiðlingnum hvor á
bænum Haukholtum í Hrunamanna-
hreppi og það á sama deginum. Þrjár
geitur eru á bænum til gamans, tvær
huðnur og einn hafur. Sauðburður er
ekki hafinn á bænum og voru geit-
urnar því á undan ánum þetta árið.
Kiðlingarnir vöktu að vonum mikla
gleði hjá börnunum á bænum, þeim
Ástbjörtu og Önnu Maríu Helga-
dætrum sem og Baldri Þór Ólafssyni
frænda þeirra, eins og sjá má á með-
fylgjandi ljósmynd.
Um fimm hundruð fjár eru á
vetrarfóðrum í Haukholtum en sumt
af fénu er fóðrað með gamla laginu,
þ.e. með því að gefa á garðann.
Fjöldi bænda notar svonefndar
gjafagrindur við fóðrun fjárins og
þarf þá ekki að gefa því nema á
þriggja til fjögurra daga fresti eða
sjaldnar.
Bræðurnir Magnús Helgi og
Þorsteinn Loftssynir eru með bú-
skap í Haukholtum en faðir þeirra,
Loftur Þorsteinsson, var þar áður
með búskap og gaf þá fénu með
gamla laginu, þ.e. á garðann. Synir
hans tóku við búskapnum fyrir átta
árum. Magnús segist ekki hafa átt
von á því að huðnurnar bæru sama
daginn. „Þær sluppu út og báru úti.
Þær voru einhverja tvo daga úti og
svo fór ég og fann þær og þær voru
þá báðar bornar,“ segir Magnús.
Hvað sauðburðinn varðar segir
Magnús að hann muni hefjast undir
lok mánaðar.
Með gamla laginu
Faðir Magnúsar Helga, Loftur,
segist einstaka sinnum reyna að að-
stoða syni sína við búskapinn og þá
m.a. með því að gefa á garðann.
„Þetta er náttúrlega það sem maður
var vanur að gera í gamla daga. Nú
er þetta farið að breytast, það er far-
ið að gefa í gjafagrindur og það eru
nokkrir garðar þarna í fjárhúsinu
sem er gefið á ennþá,“ segir Loftur.
„Það eru ekki komnar gjafagrindur
þarna alls staðar, þessi hús eru orðin
það gömul að það er notuð þessi að-
ferð við að fóðra féð.“
Þess má að lokum geta að hross
eru einnig ræktuð í Haukholtum en
þaðan kom fallegasta folaldið, Hauk-
ur frá Haukholtum, að mati áhorf-
enda á Folaldasýningu Hrossa-
ræktarfélags Hrunamanna sem
haldin var í reiðhöllinni á Flúðum,
18. mars síðastliðinn.
Vorboðar í Haukholtum
Tvær huðnur báru á sama degi á bænum Haukholtum Sluppu út og voru
bornar þegar bóndinn fann þær Sauðburður hefst undir lok mánaðar
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Gleði Ástbjört og Anna María Helgadætur og frændi þeirra, Baldur Þór Ólafsson, hæstánægð með kiðlingana nýbornu. Fagrir vorboðar þar á ferð.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Gamaldags Loftur Þorsteinsson gefur á garðann í fjárhúsinu.