Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
an þín á kvenréttindadaginn 19.
júní 1982. Og þvílíkt kvonfang
sem þú náðir þér í á þeirri stundu.
Við höfum síðan verið svilkonur
og ekki síður vinkonur allar götur
síðan og erum það enn.
Fjölskyldur okkar hafa verið
einstaklega samrýndar alla tíð og
þú tókst virkan þátt í uppeldi
dætra okkar Guðna sem allar
dýrka þig og Ágústu sem væruð
þið þeirra foreldrar. Þið Ágústa
eignuðust þó ykkar eigin börn og
fyrst og fremst verður þín minnst
sem yndislegs fjölskylduföður
sem allt vildi gera fyrir sína nán-
ustu.
Of langt mál er að rita um allt
lífshlaup þitt í þessari örgrein
sem okkur er skammtað hér á
þessari stundu. Þakklæti skal
hins vegar komið á framfæri við
þig að þú skyldir meðal annars
heiðra mig með nærveru þinni á
ættaróðalinu á Votumýri síðast-
liðið sumar í tilefni af sextugsaf-
mæli mínu þar sem þú tókst full-
an þátt í hátíðarhöldunum fram
undir morgun, lengur en flest
okkar hinna. Það var þinn stað-
fasti vilji að mæta þar hjá mág-
konu þinni þótt helsjúkur værir.
En þannig varst þú, vildir standa
við það sem þú hafðir lofað og
ætlaðir þér.
Nú er hins vegar komið að leið-
arlokum elsku Tryggvi minn og
að lokum vil ég vitna í skólafélaga
þinn frá ML og gera hans orð að
mínum: „Hann Tryggvi var hetja
sem var ótrúlega jákvæður og
það var auðvelt að láta sér þykja
vænt um hann. Þess vegna sökn-
um við hans meira en flestir vilja
tala um.“ Þannig er það eflaust
um marga aðra en mig. Elsku
Ágústa mín, þinn missir er mikill
og megi góður guð styrkja þig og
fjölskyldu þína á þessum erfiðu
tímum.
Guð blessi þig þig elsku
Tryggvi minn.
Þín
Helga mágkona.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Elsku Ágústa, sendum þér og
fjölskyldunni okkar bestu samúð-
arkveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur og Hjördís.
Tryggvi okkar er fallinn frá
eftir að hafa glímt með sínum ein-
staka hætti við erfið veikindi.
Þegar við hugsum um Tryggva
sjáum við fyrir okkur bros hans
og hlýtt viðmót. Við kveðjum með
miklum söknuði góða fyrirmynd,
ástkæran og einstakan mann sem
alltaf var tilbúinn að hlusta og
veita góð ráð.
Hugur okkar er hjá Ágústu,
Ragnhildi, Ástþóri, Berglindi,
Dodda og börnum.
Njörður, Gunnhildur,
Sturla, Perla og Tómas.
Elsku frændi.
Þá er þessari baráttu lokið, ein
af mörgum sem þú hefur mátt
heyja um ævina, ævi sem hefði átt
að vera miklu lengri. Þó að við
höfum vitað að hverju stefndi þá
er maður aldrei undirbúinn undir
kveðjur sem þessa. Maður situr
eftir svekktur, sár og reiður yfir
öllu sem lagt hefur verið á þig og
fullur söknuðar en þó svo innilega
þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi
mínu og þekkt þig eins vel og ég
gerði. Enn er stórt skarð höggvið
í fjölskyldu okkar sem ekki verð-
ur fyllt. Lífið er ekki sanngjarnt
og það þekktir þú svo vel af eigin
raun þó æðruleysið hafi ávallt
einkennt þig.
Þegar ég hugsa til baka þá
sæki ég fyrst í þá hugsun þegar
við mamma og Ásgerður unnum
stóra lottóvinningin, að fá pabba
inn í líf okkar, þá fylgdi stærsti
bónusvinningur sögunnar með,
þú. Þú sem varst spegilmynd
pabba enda eineggja tvíburar. Ég
á svo ótal margar minningar um
þig að ég gæti skrifað heila bók
um það. Þó stendur sveitin okkar
upp úr í þeim efnum því þar átti
fjölskydan svo margar góðar
stundir saman og einnig þegar
þið Ágústa bjugguð á Háaleitis-
brautinni og ég grenjaði hrein-
lega til að fá að gista hjá ykkur
þar.
Persónuleikinn þinn var svo
yndislegur, þú varst alltaf glaður
og góðmennskan þvílík að bar af
og nærveran einstök. Oft þegar
ég hitti fólk sem þekkti þig þá tal-
aði það um „öðling“ og er það svo
gott lýsingarorð á þér. Lífsgleði
þín svo mikil þrátt fyrir allt og
dugnaður að ég þekkti engan
annan slíkan.
Þið Ágústa pössuðuð okkur
systurnar oft og þá var sko gam-
an. Við systurnar fengum alltaf
óskipta athygli þegar þú varst ná-
lægt og alltaf varstu til í allsskon-
ar prakkarastrik með okkur,
hvort sem það var að taka vínber
ófrjálsri hendi, til smökkunar, í
matvöruverslun, fara í smá-
„rally“ út á bakka, fara í réttirnar
eða veiða á færi, óteljandi gaml-
árskvöld og svo mætti lengi telja.
Þú hefur snert líf mitt á ótelj-
andi vegu og á ég eftir að sakna
þín alveg óskaplega. Hitt veit ég
þó að það er stórt ættarmót í
himnaríki núna og þú skokkar um
með bros á vör. Það er notalegt að
hugsa til þess og hlýjar mér um
hjartarætur.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér,
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar.
Þakklæti og trú.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig,
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér,
og ég veit að þú munt elska mig geyma
mig og gæta hjá þér.
Og þegar tími minn á jörðu hér
liðinn er, þá er ég burtu fer,
þá ég veit að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Elsku frændi minn, ég kveð
þig að sinni.
Ruth Guðnadóttir.
Í dag kveð ég ástkæran
frænda minn hann Tryggva, en
hann var hreint út sagt einstakur
maður sem ég var svo heppin að
þekkja og eiga að. Ég hef alltaf
verið mjög stolt af frænda mínum
og svo ótrúlega ánægð og þakklát
að hafa hann í fjölskyldunni. Sem
barn fékk ég iðulega að gista hjá
Tryggva og Ágústu og voru það
ávallt frábærar stundir sem hafa
skilið eftir sig óteljandi góðar og
hlýjar minningar bæði í huga
mínum og hjarta. Ég státaði mig
oft af því sem lítil stelpa að ég
ætti í rauninni tvo pabba. Það var
jú pabbi minn hann Guðni og svo
var það Tryggvi, en þar sem þeir
eru eineggja tvíburar og mjög lík-
ir fannst mér ég eiga „vara-
“pabba í Tryggva þar sem þeir
voru nánast sama manneskjan að
mínu mati.
Samverustundir okkar hafa
alltaf verið góðar í gegnum árin.
Minna um gistingar þegar árin
liðu en alltaf mikið spjallað og
mikið hlegið enda var Tryggvi
með bráðskemmtilegan húmor og
alltaf til í góða brandara. Hann
hafði einstaklega góða nærveru,
gaf af sér mikla hlýju og brosið
hans var slíkt að maður gat ekki
annað en brosað á móti. Nú er
baráttu elskulega frænda míns
lokið og hef ég fulla trú á því að
hann sé nú á góðum stað og í góð-
um félagsskap með hinum engl-
um fjölskyldunnar sem vaka yfir
okkur.
Elsku frændi, þú varst svo
mikið uppáhald hjá mér. Ég veit
að það verður langt þangað til við
sjáumst á ný, spjöllum og hlæjum
saman, en þangað til mun ég
fletta í gegnum allar þessar ynd-
islegu minningar sem þú hefur
skilið eftir hjá mér og hugsa til
þín með yl í hjarta og bros á vör.
„… eitt er það sem aldrei
gleymist, aldrei það er minning
þín.“
Saknaðarkveðja,
Bergþóra.
Ótrúlegt að hugsa til þess að
þú sért farinn, Tryggvi minn. Þú
ert ein af stóru persónunum í lífi
mínu. Þitt góða og fallega hjarta-
lag, ótæmandi viska og þinn alveg
einstaki húmor hafa sett þig alveg
í sérflokk meðal þeirra manna
sem ég hef kynnst um ævina. Ég
man allar þær heimsóknir sem ég
átti hjá þér og Ágústu í gegnum
árin, þar var alltaf tekið á móti
manni með bros á vör og gleði,
sest niður og hellt upp á könnuna.
Svo var talað um heima og geima
og ekki ósjaldan langt fram á
nótt. Það skipti litlu hvar var
staldrað við í umræðunni því þú,
Tryggvi, hafðir alltaf einhverja
skemmtilega viskumola að leggja
til.
Þegar ég hugsa til baka alveg
frá því ég var unglingur hef ég
upplifað þig sem fyrirmynd þess
hvað það er að vera nútímamað-
ur, karlmaður okkar tíma. Þú
sýndir Ágústu einstaklega mikla
ást og virðingu og varst hennar
besti vinur, tókst jafnan þátt í
heimilisstörfunum, varst mættur
tímanlega heim úr vinnunni og
einstaklega góður faðir. Þessi
störf vannstu með alúð og gleði.
Þú og Ágústa voruð alveg ein-
stakt par og gátuð svo vel notið
ykkar í hversdagsleikanum. Þess
vegna var heimili ykkar alltaf
hálfgerð félagsmiðstöð stórfjöl-
skyldunnar. Alltaf var hægt að
leita til ykkar með hvaða mál sem
var.
Á unglingsárum mínum reynd-
ist þú og Ágústa mér einstaklega
vel og þið ásamt stórfjölskyldunni
voruð alveg ómetanleg við lát
mömmu. Þar sem pabbi var bú-
settur erlendis var gott að eiga
þig að, Tryggvi minn. Alltaf gat
ég leitað ráða hjá þér með alls-
konar vangaveltur og spurningar.
Þú varst maður án fordóma, svo
heill með stórt hjarta og tókst því
öllum umræðum jafn fagnandi.
Óendanlega smátt er sandkornið
á ströndinni
Óendanlega stór er kærleikur þinn.
Ég er sandkorn á ströndinni,
kærleikur þinn hafið.
(Matthías Johannessen)
Þú munt alltaf hafa stað í
hjarta mínu og þín verður sárt
saknað, elsku Tryggvi.
Þinn
Jökull.
Elsku Tryggvi. Við þökkum
þér fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Hvíldu í
friði.
Brosið breitt og augun skær,
bið guð þig að geyma,
bestu þakkir, þú varst mér svo kær.
Þér mun ég aldrei gleyma.
(Guðný Sigríður Sigurðardóttir)
Við spyrjum margs en finnum fátt
um fullnægjandi svör.
Við treystum á hinn mikla mátt
sem mildar allra kjör.
Í skjóli hans þú athvarf átt
er endar lífsins för.
Og það er margt sem þakka ber
við þessa kveðjustund.
Fjör og kraftur fylgdi þér,
þín fríska, glaða lund.
Mæt og góð þín minning er
og mildar djúpa und.
Þú skilur eftir auðlegð þá
sem enginn tekið fær.
Ást í hjarta, blik á brá,
og brosin silfurtær.
Mesta auðinn eignast sá
er öllum reynist kær.
En þó að verði vegamót
og vinir hverfi brott,
á alfaðir við öllu bót
svo aftur verði gott.
Hann græðir allt af einni rót
með ást og kærleiksvott.
Þín minning öllu skærar skín
þó skilji leið um sinn.
Þó okkur byrgi sorgin sýn
mun sólin brjótast inn.
Við biðjum Guð að gæta þín
og greiða veginn þinn.
(GÖ)
Ásgerður, Jóhann,
Hilmar og Hjalti.
Gullna hliðið stendur opið uppá
gátt þegar Tryggvi gengur þar
inn. Móttökunefndin efast ekki
um að þessi maður eigi vísa vist í
himnaríki. Lífsskrá hans er með
þeim hætti og honum er tekið
fagnandi þó koma hans sé ótíma-
bær. Harla verður hún að teljast
óvenjuleg þessi skrá sem þau
hafa farið yfir. Ekki er það aðeins
lífshlaupið heldur einnig öll lynd-
iseinkunn þessa góða manns. Það
er erfitt að finna réttu lýsingar-
orðin í orðabókinni sem geta gefið
af honum rétta mynd.
Sveitastrákur fæddur inn í
góða fjölskyldu, tvíburi og allt
leikur í lyndi þar til dag einn að
slys sem ekki gerir boð á undan
sér setur mark sitt á allt líf
Tryggva. Hann lætur það samt
ekki aftra sér frá því að ná settum
markmiðum. Hann gengur til
mennta og lýkur háskólaprófi.
Starfar alla sína starfævi við sitt
fag. Eignast góða og fallega konu,
Ágústu sem margir öfunda hann
af. Tekur að sér ásamt henni
systkini þrjú og ganga þau þeim í
foreldrastað, ala upp á þann besta
máta sem verða mátti. Dæturnar
Erla Berglind og Ragnhildur Ýr
og sonurinn Ástþór Hugi sem
glímir við mikla fötlun. Berglind
er nú orðin móðir þriggja fallegra
og efnilegra stúlkna. Afa sinn
hefðu þær mátt hafa hjá sér svo
miklu lengur.
Tryggvi tekst á við erfið veik-
indi af miklu æðruleysi, sigrar vá-
gestinn og á mörg góð ár. Aftur
þurfti sá leiði óvinur að koma í
heimsókn og í þetta skipti til að
setjast að og sigra þennan góða
dreng að lokum.
Við sem kveðjum Tryggva nú
og horfum á eftir honum fara inn
um Gullna hliðið, söknum góðs
vinar. Fallegur maður, einstök
gæða sál. Ljúfur og góður húmor,
aldrei kvartað. Bjartsýnn og
brosandi mót framtíðinni og þeim
verkefnum sem hann þurfti að
sinna.
Samverustundirnar með
Tryggva hefðu gjarnan mátt vera
miklu fleiri. Í amstri dagsins
gleymist oft hversu lífið er í raun
stutt. Tryggvi var sannkölluð fyr-
irmynd sem allir gátu lært af. Það
er ekki sjálfgefið að fá tækifæri til
að kynnast slíkum sómamanni.
Það er okkar heiður.
Guð blessi Tryggva og fjöl-
skylduna hans og veri með þeim
alla tíma.
Innilegar samúðarkveðjur frá
okkur Ísólfi Gylfa og fjölskyld-
unni.
Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.
Elsku besti Tryggvi minn. Þú
varst alltaf svo kátur og jákvæður
og húmorinn var sko í lagi. Þér
þótti svo gaman að hlæja og hafa
gaman með öllum en sérstaklega
voruð þið pabbi og Halla dugleg
að tala um gömlu tímana þegar
þið voruð lítil. Þið voruð svo mikl-
ir prakkarar og sögurnar frá ykk-
ur alveg einstakar. Það eru svo
margar minningar um þig
Tryggvi minn en það sem er efst í
huga mér eru áramótin sem við
fjölskyldan héldum saman í
den … og svo náttúrlega réttirn-
ar. Það var alltaf svo gaman að öll
fjölskyldan kom saman á þessum
tímum.
Við systurnar vorum líka mikið
hjá ykkur Ágústu þegar við vor-
um litlar og var það svo sérstakt.
Ég man sérstaklega eftir því þeg-
ar þú, ég og pabbi sátum inni í
eldhúsi heima hjá afa á Votamýri
og við sungum. Ég söng Frost er
úti fuglinn minn og þú sagðir að
ég syngi alveg eins og Ella amma
söng. Það þótti mér svo vænt um
að heyra. Það var alveg yndisleg
stund með þér.
Elsku besti Tryggvi minn, það
er svo margt sem ég get sagt og
hefði viljað segja við þig áður en
þú lést, en ég flaug til Íslands til
að kveðja þig og var sá tími mér
svo dýrmætur og er ég afar þakk-
lát fyrir hann.
Þú og Ágústa voruð svo falleg
hjón og sást það enn, þó svo að þú
værir mjög veikur, hversu mikið
þið Ágústa elskuðuð hvort annað.
Svo varst þú svo yndislegur faðir
og afi.
Þú varst einstakur maður og
gafst svo mikið af þér þrátt fyrir
allt og er ég svo stolt að hafa verið
bróðurdóttir þín.
Megi góður Guð geyma og
varðveita þig elsku besti Tryggvi
minn.
Hér er ljóð til þín frá mér:
Minningar um þig
eru dýrmætar mér,
takk fyrir að hafa verið til,
þú gafst svo mikið af þér.
Englarnir á himnum,
taka nú á móti þér,
ásamt öllum hinum,
sem bíða eftir þér.
(EG)
Elsku Ágústa, Berglind, Ragn-
hildur, Ástþór og barnabörn,
pabbi minn og Halla, megi góður
Guð styrkja ykkur í sorginni.
Elín Guðnadóttir og
fjölskylda.
Hann Tryggvi er dáinn, enn er
höggvið skarð í stúdentaárgang-
inn 1970 frá Menntaskólanum að
Laugarvatni. Tenórinn ljúfi sem
fór allra sinna ferða gangandi
þótt hann væri lamaður fyrir neð-
an mitti er allur, hans er sárt
saknað.
„Þegar menn gátu ekki lengur
dáðst að Heklugosinu og þess
undurfurðulegu töfrum fengu
hjónakornin á Votumýri á Skeið-
um tvö lítil undur að furða sig á.
Annað þessara undra var Tryggvi
Karl.“ Svona hefjast gáskafull
ummæli um Tryggva í Skuggsjá
vorið 1970 þegar hann varð stúd-
ent frá Menntaskólanum að
Laugarvatni. Það var einmitt á
Laugarvatni sem leiðir okkar
lágu saman, en haustið 1966 byrj-
aði vaskur hópur pilta og stúlkna í
Menntaskólanum að Laugar-
vatni. Þar á meðal voru tveir
sveitadrengir, eineggja tvíburar
sem voru ívið eldri en flestir í ár-
ganginum, andlitsfall og lundin
lík. Þetta voru Tryggvi Karl og
Guðni Eiríkssynir frá Votumýri á
Skeiðum. Samrýndir voru þeir og
góðir heim að sækja.
Fram eftir aldri voru þeir svo
líkir að einungis nánustu aðstand-
endur þekktu þá í sundur, en við
11 ára aldur breyttist líf beggja.
Bílslys, þar sem mæna Tryggva
skaddaðist, olli því að hann lam-
aðist neðan mittis og gekk hann
við hækjur upp frá því. Hann var
harður af sér og sló aldrei af, ekki
tilætlunarsamur né gerði ráð fyr-
ir sérstakri meðhöndlun vegna
fötlunar sinnar. Fyrir okkur
bekkjarsystkini hans á Laugar-
vatni var mjög þroskandi að fá að
kynnast Tryggva.
Tryggvi var eini bekkjarfélag-
inn sem átti bíl þegar við vorum í
fyrsta bekk og reyndar sá eini í
öllum skólanum. Hann ók göml-
um beinskiptum Landróver
X-1461, með heimatilbúnum
hjálpartækjum, stangir voru fest-
ar á bremsu og bensíngjöf þannig
að Tryggvi gæti ekið bílnum. Ein-
hverju sinni þurfti bekkurinn að
bregða sér á milli bæja, fara í
kaupfélagið. Þá tróðu 17 bekkjar-
félagar sér inn í Landróverinn og
Tryggvi ók. Ekki þurfti hann allt-
af að kúpla þegar hann skipti um
gír svo tengdur var hann gamla
róvernum. Flotti rauði fólksvagn-
inn tók við af jeppanum, sérútbú-
inn. Eftirminnilegt er þegar hann
tók rauð til kostanna í uppsveit-
um Árnessýslu þá örlagaríku nótt
1968, þegar Íslendingar fóru frá
vinstri til hægri. Bannað var að
nota vegina meðan skiptin gengu
í garð, en ekki hefti það ærslafulla
menntskælinga á bjartri vornótt
enda keyrt á miðjum veginum.
Margar fleiri minningar um
góðan dreng sækja á hugann og
gott er að hlýja sér við þær þegar
horft er um öxl og Tryggva er
minnst.
Við sendum Ágústu og börnum
þeirra svo og Guðna og öllum að-
standendum Tryggva okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Stúdentar frá ML 1970,
Gísli Karel Halldórsson og
Rúnar Gunnarsson.
Ég hitti Tryggva í fyrsta sinn
er ég hóf störf á Þjóðhagsstofnun
nýkominn úr námi árið 1976.
Næstu þrjú ár deildum við skrif-
stofu og fengumst við svipuð
verkefni. Hann var sveitadrengur
af Skeiðunum og þessi fyrstu
samskipti okkar minnisstæð. Í
upphafi komu fram einkenni
hans, stílhreint andlitsfall, skarp-
ur augnsvipur, stríðnislegt bros,
jafnan stutt í hláturinn og hann
gekk við hækjur, hafði lent í bíl-
slysi ungur. Við urðum strax
miklir mátar, hann afar vingjarn-
legur og hjálpsamur. Þarna hófst
einskonar framhaldsnám, hann
kennarinn sem sagði nákvæm-
lega til um nánast öll atriði sem
máli skiptu í starfinu, óþreytandi
við það verkefni. Tilsögnin hefur
reynst vel og þarna var lagður
grunnur að ævilangri vináttu.
Hann kvartaði aldrei yfir
nokkru nema ef væri til að taka
upp hanskann fyrir aðra og eftir
stuttan tíma hætti maður að taka
eftir hækjunum og fötlun hans.
Að mörgu leyti held ég að hann
hafi verið heilsteyptasti og jafn-
framt hreinskiptnasti maður sem
ég hef kynnst. Hann gat verið
fastur fyrir ef á þurfti að halda, en
samt var lag hans í samskiptum
einstakt og eftirminnilegt. Með
því tókst honum oft að afla upp-
lýsinga sem þurfti og þeir sem
veittu þær gerðu það undantekn-
ingarlaust með glöðu geði.
Tryggvi var afar forvitinn að eðl-
isfari, ekki til að hnýsast um hluti,
heldur til að sjá þá í nýju ljósi,
kafa undir yfirborðið.
Tryggvi starfaði á Þjóðhags-
stofnun lengst af við gerð einka-
neyslu, en ég hvarf til annarra
starfa um tíma. Árið 2002 var
hluti af starfsemi Þjóðhagsstofn-
unar fluttur til Hagstofu Íslands
og kom þá Tryggvi til starfa þar.
Árið 2003 flutti hann sig um set
innan stofnunarinnar yfir í vísi-
töludeildina og þá lágu leiðir okk-
ar saman á ný. Aðalverkefni hans
tengdist vinnu við alþjóðlegan
verðsamanburð og því fylgdu
nokkur erlend samskipti sem
hann rækti vel, dyggilega studd-
ur til þess af konu sinni, henni
Ágústu. Hann var afar góður
fulltrúi Íslands á þeim vettvangi
og vel liðinn.
Ég hitti Tryggva í síðasta sinn
fyrir stuttu. „Mig dreymdi þig í
nótt,“ sagði hann, „við vorum
saman í bardaga“. Það var nokk-
uð af honum dregið líkamlega en
andlega atgervið eins, glettnis-
glampi í augum, stríðnislegt bros
og stutt í hláturinn. Fáir eru
gæddir þeirri náðargáfu að skilja
alltaf við þá sem verða á vegi
þeirra léttari í lundu og við betri
líðan. Þannig var Tryggvi, honum
tókst með sinni yfirveguðu ró-
semi að gefa ætíð af sér til ann-
arra og einnig þarna, ég yfirgaf
hann í síðasta sinni léttari fyrir
hjartanu og eftir stendur minning
um góðan dreng sem gaf vinum
sínum mikið.
Tryggvi var einn af elstu og
reyndustu hagskýrslugerðar-
mönnum Íslands, sem eru eins
konar skraddarar, sníða til föt og
sauma utan um tölur og hans er
sárt saknað.
Tryggvi bar einlægt hag fjöl-
SJÁ SÍÐU 28