Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 36
TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarDV HHHH FBL HHHH FT HHHH MBL HHHH PRESSAN.IS HHHH KVIKMYNDIR.IS HHHH AMERICAN PIE: REUNION Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 - 6 LORAX 2D ENSKT TAL Sýnd kl. 4 LORAX 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 HUNGER GAMES Sýnd kl. 7 - 10 SVARTUR Á LEIK Sýnd kl. 8 - 10:15 STERK BYRJUN, MANN ÞYRSTIR Í MEIRA! T.V. - Vikan/Séð og Heyrt HHHH HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐFór beint á toppinn í USA „ÁKAFLEGA VEL HEPPNUÐ ÆVINTÝRAMYND“ A.L.Þ - MBL HHHH Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN HHHH TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG BRÁÐSKEMMTILEG OG LITRÍK MYND FRÁ HÖFUNDUM AULINN ÉG Sýnd með íslensku og ensku tali TVÆR VIKUR Á TOPPNUM DREPFYNDIN MYND SEM GEFUR FYRSTU MYNDUNUM EKKERT EFTIR! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MBL DVPRESSAN.IS KVIKMYNDIR.IS T.V. - VIKAN/SÉÐ OG HEYRTA.L.Þ - MBL Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN SÉÐ OG HEYRT/KVIKMYNDIR.IS ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ DREPFYNDIN MYND SEM GEFUR FYRSTU MYNDUNUM EKKERT EFTIR! 52.000 MANNS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS AMERICAN PIE: REUNION KL. 5.50 - 8 - 10.10 12 HUNGER GAMES KL. 5.30 - 8 12 SVARTUR Á LEIK KL. 10.30 16 TITANIC 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 - 9 10 AMERICAN REUNION KL. 8 - 10.30 12 LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 6 L HUNGER GAMES KL. 6 - 9 12 SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 TITANIC 3D ÓTEXTUÐ KL. 4 - 8 10 TITANIC 3D ÓTEXTUÐ LÚXUS KL. 4 10 AMERICAN PIE: REUNION KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 AMERICAN PIE: REUNION LÚXUS KL. 8 - 10.30 12 LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 - 6 L HUNGER GAMES KL. 5 - 8 12 SVARTUR Á LEIK KL. 8 - 10.30 16 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég er skorpumaður þegar kemur að því hvað ég hlusta á hverju sinni. Tek meira að segja nýju tónlistina í skorpum – á milli þess sem ég sökkvi mér ofan í eldri tónlist héðan og þaðan. Undanfarið hef ég verið að stúdera nýju Andrew Bird-plötuna og virðist hún ætla að læðast álíka lymskulega aftan að mér og snilldarverkið Helplessness Blues með Fleet Foxes gerði í fyrra – plata sem ég hlusta enn mjög reglulega á og er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Ég er líka að hlusta á plötu sem fór alltof lítið fyrir þegar hún kom út í fyrra, Numbers Game með Pétri Ben & Eberg. Uppfull af frábærum popplögum. Svo er maður enn að kynna sér það sem skríbentar töldu standa upp úr á síðasta ári og undanfarið hefur House of Ballons með The Weeknd sjarmerað mig upp úr skónum. Mikið Massive Attack þar í gangi. Má svo til með að nefna nýja útgáfu með allra helstu tónsmíðum Davids Sylvians sem heitir A Victim of Stars. Hún er skyldueign. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Þær eru svo margar sem gera tilkall til þessa og því eina ráðið að láta rökhugsun eiga sig og leyfa hjartanu að ráða slíku vali hverju sinni. Sterkasta tilfinningin tengist trúlega Pink Moon með Nick Drake því þegar maður þekkir tildrög þessa rétt ríflega 28 mínútna langa meistaraverks þá verk- ar hún ennþá sterkar á mann og sleppir aldrei takinu. Eftir að þessi sárþjáði ungi maður hafði verið týndur og tröllum gefinn svo mánuðum skipti skaut hann upp kollinum í hljóð- veri í London í október 1971 og renndi í gegnum – eftir að hafa verið týndur svo dögum og vikum skipti – lögin ellefu í tveimur tveggja klukkustunda löngum atrennum. Lét sig síðan hverfa aftur og sást vart framar opinberlega og gafst endanlega upp rúmum tveimur árum síðar. Fullkomin plata í alla staði sem á bara eftir að vaxa í virðingu og vegsemd. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Það mun hafa verið fjögurra laga plata – tólftomma svo- kölluð – með stærstu smellum aksjónmennanna úr Village People. Keypti hana í Músík og Sport í Hafnarfirði. Gulræt- urnar voru að sjálfsögðu ofursmellirnir „In The Navy“ og „YMCA“. Fimm hreystimenni í grímubúningum að syngja ofurgríp- andi hreystimennasöngva í dúndr- andi diskótakti. Hvernig var ekki hægt að fíla það verandi 6 ára? Plata númer tvö var svo HLH flokkurinn – aðallega vegna þess að henni fylgdi túpa af brilljantíni. Einhverjar plötur komu svo í kjöl- farið en þær fölnuðu allar við hlið- ina á Rio, sem ég keypti í Kaup- félaginu í Hrísey sumarið 1982. Það varð fyrsta alvöru uppáhaldsplatan. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Geislavirkir – kannski vegna þess að ég man að mér fannst ég vera að gera eitthvað sem ég mátti ekki þegar ég hlustaði á hana hjá föð- urbróður mínum og í gegnum hana kynntist ungur áhrifagjarn pjakkur öllu því sem þá var mest spennandi í tónlist, rokki, nýbylgju, reggí, bara nefndu það. Gling Gló – því þar gerir Björk dægurtónlistararfi okkar betri skil en nokkur annar hefur gert og það er varla til sú plata sem við kona mín höfum hlustað oftar á saman. Hljóð er nóttin – því þar eru framúrskarandi lagasmíðar Magnúsar Þórs samankomnar í mergjuðum útsetningum Jóns Ólafssonar og Life‘s Too Good því hún súmmerar full- komlega upp síðgelgjuna og ýfir alltaf upp góðar minningar og sælutilfinningu. Og svo auðvit- að svigaplatan með Sigur Rós, því hún er einfaldlega besta íslenska plata allra tíma. Þykir óskaplega vænt um þessa umdeildu plötu. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Meistari Paul McCartney því annað eins ævistarf getur maður vart hugsað sér. Thom Yorke, annan eins sköpunarkraft og hæfileika hlýtur alla að dreyma um að hafa, eða Ólafur Arnalds því hvað er hægt að hugsa sér betra en að vera snillingur og eiga fram- tíðina fyrir sér? Hvað syngur þú í sturtunni? „Make it Easy on Yourself“ með Walker Brothers, „Ég er kominn heim“, „Wild is the Wind“, „Half a Person“ með The Smiths og síð- ustu daga hef ég raulað „We Are Young“ – poppslagari ársins so far. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? „No One Knows“ með Queens of the Stone Age, „Romantic Exorc- ism“ með Mínus, „Hellbound Heart“ með Reykjavík!, „Mistakes“ með Tindersticks, „Teenage Kicks“ með The Undertones, „The Cutter“ með Echo and the Bunnymen, „Venus“ með Television, Smiths og Bítlar eins og þeir leggja sig og eitthvað gamalt og gott með Jimmy Cliff og Toots & The Maytals. En hvað yljar þér svo á sunnu- dagsmorgnum? Næstum allt með Ninu Simone, eins og t.d. „The Other Woman“ og „Lilac Wine“, „Fallen“ með Ron Sexmith, „Like an Old Fash- ioned Waltz“ og„ Silver Threads and Golden Needles“ með bestu söngkonu sögunnar, Sandy heitinni Denny, í síðarnefnda laginu með sveitinni Fotheringay, plata Lambchop „Is A Woman“ í heild sinni, „Junk“ með Sir Paul, Land míns föður með Ein- ari Scheving og co. sem er einhver innilegasta plata síðari ára og síðan eitthvað seiðandi á borð við Mulatu Astatke og Moondog. Í mínum eyrum Skarphéðinn Guðmundsson Svigaplatan er besta íslenska platan - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.