Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
Morgunblaðið/Einar Falur
Flutningar Þingmenn vilja gera
strandflutninga meira aðlaðandi.
Samtök verslunar og þjónustu hafa
mótmælt harðlega þeim rökum sem
eru að baki frumvarpi til laga um
breytingu á landflutningalögum.
Þetta kemur fram í umsögn SVÞ til
Alþingis. Í frumvarpinu er lagt til að
við 18. gr. laganna bætist ný máls-
grein, þar sem segir að við ákvörðun
um flutningsgjald skuli sundur-
greina hvern kostnaðarlið. Óheimilt
sé að binda veittan afslátt við
heildarflutning (svokallaða fram-
haldsfrakt). Í umsögn SVÞ er spurt
hvort það sé eðlilegt og í samræmi
við samkeppnislög að gera einum
flutningsmáta hærra undir höfði en
öðrum með lagabreytingu sem þess-
ari. Þingmenn fjögurra flokka
standa að frumvarpinu þau Margrét
Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir,
Þór Saari, Lilja Rafney Magnús-
dóttir, Eygló Harðardóttir og Sig-
mundur Ernir Rúnarsson.
Fram kemur að markmið frum-
varpsins sé að gera strandsiglingar
aðlaðandi kost í innanlandsflutn-
ingum og að viðhald á vegum lands-
ins sé mikið og kostnaðarsamt vegna
þungaflutninga. Í umsögn SVÞ segir
„að ekkert bendir til þess að fyrir-
tæki sem í dag nýta sér landflutn-
inga hafi áhuga á eða vilja til að nýta
sér strandflutninga. Í lauslegri
könnun sem gerð hefur verið meðal
aðildarfyrirtækja SVÞ kemur í ljós
að áhugi á að nýta sér strandsigl-
ingar er hverfandi.“
Neytendasamtökin taka hins veg-
ar undir markmiðin um að gera
strandsiglingar aðlaðandi kost í
innanlandsflutningum en efast um
að frumvarpið nái því markmiði.
„Skilja má frumvarp þetta á þann
veg að ætlunin sé að bann sé sett við
því að binda veittan afslátt við
heildarflutning. Þannig geti aðili
sem þarf að flytja vöru um langan
veg keypt hvern „legg“ ferðarinnar
af mismunandi aðilum, þar eð ekki
verði lengur svo miklum mun dýrara
að skipta við tvo eða þrjá flutnings-
aðila um einn og sama flutninginn.
Samtökin óttast að þetta ákvæði eitt
og sér komi ekki endilega til með að
bæta stöðu strandflutninga á sam-
keppnismarkaði, og óttast jafnvel að
það muni fremur leiða til hærra
verðs á landflutningum, sem kemur
neytendum ekki til góða,“ segir í
umsögn Neytendasamtakanna.
Frumvarp um landflutninga gagnrýnt
Hverfandi áhugi aðildarfyrirtækja
SVÞ á að nýta sér strandsiglingar
Elín Hirst sendi
frá sér yfirlýsingu
í gær þar sem hún
segist hafa ákveð-
ið að bjóða sig
ekki fram til emb-
ættis forseta Ís-
lands. „Ég hef á
undanförnum vik-
um hugleitt að
bjóða mig fram til
embættis forseta Íslands og margir
hafa hvatt mig til slíks framboðs,“
segir í yfirlýsingu Elínar, þar sem
hún þakkar þeim sem hafa viljað
styðja hana og greiða götu hennar í
tengslum við hugsanlegt forseta-
framboð.
Auka og efla hlut kvenna
„Áhugi minn á að beina kröftum
mínum í þágu bætts samfélags var
hvatinn að því að ég hugleiddi for-
setaframboð. Sá áhugi er óbreyttur
þrátt fyrir að það verði með öðrum
hætti en í gegnum forsetaembættið.
Ég hlakka til að takast á við fjöl-
breytt verkefni á því sviði, bæði þau
sem ég er nú þegar að fást við og
horfi ekki síður til framtíðar-
vettvangs hver sem hann verður, til
að geta lagt góðum málum lið,“ segir
ennfremur í yfirlýsingunni.
Segist Elín sérstaklega hafa áhuga
á að auka og efla hlut kvenna í sam-
félaginu hvar sem því verði við komið
með hvatningu og þjálfun. „Ég vil
einnig stuðla að aukinni menntun ein-
stæðra mæðra, ekki síst í lægstu
tekjuþrepunum, í nafni nýstofnaðs
menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, sem verður kynntur síð-
ar í apríl. Auk þess vil ég vinna að
auknum lífsgæðum barna, öryggi
þeirra og velferð, ekki síst til að verja
þau fyrir kynferðislegu ofbeldi.“
Fram kemur að Elín hefur unnið
að verkefni í þágu barna með alvar-
lega, sjaldgæfa og ólæknandi sjúk-
dóma ásamt ,,Á allra vörum“, RÚV,
Umhyggju, LSH o.fl. og er ætlunin að
safna nægu fé með landsátaki í sept-
ember til þess að opna og reka stuðn-
ingsmiðstöð fyrir þessi börn og fjöl-
skyldur þeirra.
Elín Hirst gefur ekki
kost á sér til
embættis forseta
Elín Hirst
Hægri grænir vilja virkja í neðri
hluta Þjórsár og vill flokkurinn
halda Urriðafossvirkjun, Holta-
virkjun og Hvammsvirkjun í nýt-
ingarflokki. Flokkurinn vill bjóða
út nýtingarréttinn og rekstur á
þessum virkjunum í 32,5 ár með
framlengingarmöguleika. Þetta
kemur fram í ályktun frá flokknum.
Í henni er því fagnað að ramma-
áætlun hafi verið lögð fram á Al-
þingi, en tekið fram að flokkurinn
sé hlynntur virkjunum í neðri hluta
Þjórsár. Þá er tekið fram, að landið
í kringum umræddar virkjanir sé í
byggð og náttúruspjöll í lágmarki.
„Það er kominn tími til þess að
skattborgarar hætti að taka áhættu
af virkjanaframkvæmdum eins og
hingað til hefur verið og þessi verk-
efni boðin út á evrópska efnahags-
svæðinu og sett í einkafram-
kvæmd,“ segir í ályktun.
Vilja bjóða út
nýtingarréttinn