Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 31
Suðurlands á Selfossi 1987-90, í
stjórn Hitaveitu Eyra 1980-92 og
formaður af og til á tímabilinu, sat í
stjórn Selfossveitna 1992-94, í skipu-
lags- og byggingarnefnd sveitarfé-
lagsins Árborgar 1998-2002, sat í
fulltrúaráði Sambands íslenskra
sveitarfélaga 1986-98, sat í stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga
1994-98, í ráðgjafarnefnd félags-
málaráðherra um Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga 1990-99, í skipulags-
nefnd fólksflutninga 1991-96, í húsa-
friðunarnefnd ríkisins 1995-2000,
varamaður í húsafriðunarnefnd frá
2010, í stjórn fornleifasjóðs frá 2007,
í stjórn og varastjórn Kínversk-
íslenska menningarfélagsins af og til
1975-2002. Magnús hefur tekið þátt í
starfshópum á vegum sambandsins
og stjórnarráðsins um aukið per-
sónukjör við kosningar til Alþingis
og sveitarstjórna.
Magnús var kjörinn með persónu-
kjöri í hreppsnefnd Eyrarbakka-
hrepps aðeins 26 ára, árið 1978, og
sat í hreppsnefndinni í 20 ár eða þar
til Eyrarbakkahreppur var samein-
aður þremur öðrum sveitarfélögum í
sveitarfélagið Árborg.
Verslun Guðlaugs Pálssonar
Magnús hefur búið á Eyrarbakka
alla tíð. Hann og Inga Lára, eig-
inkona hans, hafa lengi haft mikinn
áhuga á sögu Eyrarbakka og vernd-
un gömlu byggðarinnar þar. Sjálf
hafa þau gert upp þrjú hús á Bakk-
anum með liðveislu fjölskyldu og
vina, nú síðast verslun Guðlaugs
Pálssonar í húsinu Sjónarhóli. Það
hús var upphaflega byggt árið 1886,
en Guðlaugur hóf verslunarrekstur í
því árið 1919 og þar rak hann verslun
í 74 ár eða til ársins 1993 þegar hann
lést. Síðastliðið sumar opnuðu þau
hjónin safnbúð í húsinu með gömlum
innréttingum og munum frá Guð-
laugi. Verslunin er opin um helgar
yfir sumartímann og þar eru til sölu
smámunir og ýmiss konar varningur
fyrir ferðamenn. Þá hafa þau haldið
úti vefnum www.eyrarbakki.is með
fjölbreyttum upplýsingum og fróð-
leik um sögu Eyrarbakka og þá þjón-
ustu og viðburði sem í boði eru á
Bakkanum á hverjum tíma.
Arkað um Ölfusið
Magnús og Inga Lára leggja oft
land undir fót í gönguferðum, innan
lands og utan. Á undanförnum árum
hafa þau gengið með góðum vinum,
Sigurlínu Eiríksdóttur og Sigurði
Steindórssyni, um nágrenni Eyrar-
bakka og um fjallvegi í Ölfusi. Þau
hafa einnig farið í gönguferðir á Ítal-
íu, Spáni og Grikklandi.
Magnús hefur lengi verið áhuga-
ljósmyndari og á mikið safn mynda
frá Eyrarbakka, bæði mannlífi og
umhverfi, og myndir frá ferðum inn-
an lands og utan.
Í tilefni af afmælinu hafa Magnús
og Inga Lára boðað til sam-
verustundar á Eyrarbakka föstudag-
inn 13. apríl sem hefst kl. 20 í Eyr-
arbakkakirkju.
Fjölskylda
Magnús kvæntist 28.12. 1985 Ingu
Láru Baldvinsdóttur, f. 16.2. 1956,
fagstjóra Ljósmyndasafns Íslands í
Þjóðminjasafni. Hún er dóttir Bald-
vins Halldórssonar, f. 23.3.1923, d.
13.7. 2007, leikara og leikstjóra í
Reykjavík, og k.h., Vigdísar Páls-
dóttur, f. 13.1. 1924, fyrrv. lektors við
Kennaraháskóla Íslands.
Sonur Magnúsar og Ingu Láru er
Baldvin Karel Magnússon, f. 11.7.
1985, nemi við Tækniskóla Íslands.
Systkini Magnúsar eru Sigríður
Ingibjörg Hannesdóttir, f. 30.7. 1960,
húsmóðir í Kópavogi; Svanhildur
Magnúsdóttir, f. 25.7. 1943, húsmóðir
á Eyrarbakka; Sveinn Magnússon, f.
3.6. 1947, d. 19.10. 2006, skipstjóri á
Eyrarbakka.
Foreldrar Magnúsar voru Hannes
Þorbergsson, f. í Viðey 5.11. 1919, d.
15.10. 2003, vörubifreiðarstjóri á
Eyrarbakka, og Valgerður Sveins-
dóttir, f. á Grjótá í Fljótshlíð 18.4.
1921, d. 4.10. 2005, húsmóðir og
verkakona á Eyrarbakka.
Úr frændgarði Magnúsar Karel Hannesssonar
Teitur Ólafsson
b. á Grjótaá í Fljótshl.
Sigurlaug Sveinsdóttir
húsfr.
Jón Sveinsson
b. á Kirkjulæk
Ástríður Pálsdóttir
húsfr. á Kirkjulæk
Sigríður Stefánsdóttir
húsfr.
Hannes Kláusson
b. í Knútskoti í Mosfellssv.
Elín Halldórsdóttir
húsfr. í Knútskoti
Magnús Karel
Hannesson
Valgerður Sveinsdóttir
húsfr. á Eyrarb.
Vilborg Jónsdóttir
húsfr. á Grjótá
Sveinn Teitsson
b. á Grjótá í Fljótshl.
Sigríður Ingibjörg Hannesd.
húsfr. á Eyrarb.
Þorbergur Guðmundsson
verkam. á Eyrarb.
Guðmundur Guðmundsson
húsm. á Litlafjalli í Borgarf.
Gunnar Karlsson
myndl.m. og
kvikm.g.m.
Hafsteinn Karlsson
bæjarfulltr. og
skólastj. í Kópavogi
Ólöf Þorbergsd.
húsfr.
Númi Þorbergsson
textahöfundur
Hannes Þorbergsson
bifreiðastj. á Eyrarb.
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
90 ára
Gísli Kr. Gíslason
Tómas Sigurðsson
Þráinn Agnarsson
85 ára
Bárður Vigfússon
Guðrún Hjörleifsdóttir
Stefanía Ágústsdóttir
Unnur Jónsdóttir
80 ára
Aðalheiður Guðmundsd.
Valdimar Axelsson
75 ára
Bóas Kristjánsson
Garðar Ingvarsson
Jóhanna Kristinsdóttir
Pétur Haukur Helgason
Sigmundur B. Guðmundss.
Sonja R. Haraldsson
70 ára
Björn Ingvarsson
Guðrún Gunnarsdóttir
Magnea Þorfinnsdóttir
Margrét Sigurðardóttir
Þorgerður S. Guðmundsd.
Þorvaldur Jónasson
60 ára
Guðlaug L. Sigurðardóttir
Guðmundur Stefánsson
Guðrún E. Guðmundsdóttir
Inger M. Christensen
Magnús Karel Hannesson
Örn Jóhannesson
50 ára
Ásdís Ólafsdóttir
Hlynur Ólafur Pálsson
Ingiríður Harðardóttir
María Hálfdánardóttir
Níels Harðarson
Ómar Þór Eyjólfsson
Ragnhildur Jónsdóttir
Skúli Jónsson
Tonny Hadberg Espersen
Þröstur Sigurðsson
40 ára
Anna Lára Magnúsdóttir
Elín H. Stolzenwald
Emil Anton Sveinsson
Guðmundur I. Kristjánsson
Hrafnhildur Sverrisdóttir
Jórunn D. Sigurjónsdóttir
Ólafur Örn Guðmundsson
Tomasz Marek Kieczkowski
Þorkell G. Þorkelsson
Þórður Birgisson
Þórður Þórðarson
30 ára
Anna Antecka
Anna Bára Rakelardóttir
Árni Rúnar Kristjánsson
Birgitta Björk Ásgeirsdóttir
Brynjar Örn Gunnarsson
Carlos Horacio Gimenez
Daði Róbertsson
Gunnar Þór Jónsson
Hanna Sigrún Helgadóttir
Íris Ingþórsdóttir
Jakob Viðar Grétarsson
Joanna Pruszynska
Margrét H. Aðalsteinsdóttir
Monika Olechnowicz
Ríkharð Bjarni Snorrason
Viðar Jónsson
Til hamingju með daginn
30 ára Anna Bára fædd-
ist í Reykjavík og ólst þar
upp í Grafarvoginum. Hún
lauk prófum sem grunn-
skólakennari frá Kenn-
araháskóla Íslands árið
2006 og er nú kennari við
Hörðuvallaskóla í Kópa-
vogi.
Eiginmaður Kári Jón-
asson, f. 1979, íþrótta-
fræðingur.
Börn Önnu Báru og Kára
eru Erika Líf, f. 2005; El-
ísa Birta, f. 2009.
Foreldrar Rakel Ólafs-
dóttir, f. 1963, bókhaldari,
og Aron Halldórsson, f.
1962, d. 1984, vélvirki.
Anna Bára
Rakelardóttir
30 ára Árni fæddist í
Keflavík en ólst upp í
Grindavík og í Reykjavík á
unglingsárunum. Hann
stundar nú nám í raf-
eindavirkjun við Tækni-
skólann.
Kona Alexandra Júlía La-
sota, f. 1982, húsmóðir.
Börn Árna og Alexöndru
eru Artur Andrzej Lasota
Árnason, f. 2009; Eiríkur
Arnar Lasota Árnason, f.
2011.
Foreldrar Ásrún Karls-
dóttir, f. 1955, hár-
greiðslukona, og Kristján
Árni Kristjánsson, f. 1963,
bifreiðastjóri.
Árni Rúnar
Kristjánsson
Eiríkur Einarsson arkitektfæddist í Reykjavík 10. apríl1907, sonur Einars Helga-
sonar, garðyrkjustjóra við Laufásveg
þar sem nú er Einarsgarður, skammt
frá gamla Kennaraskólanum.
Systir Einars var Þórey, móðir
Jónasar Péturssonar, fyrrv. alþm.
Foreldrar Einars voru Helgi Páls-
son, b. á Kristnesi við Eyjafjörð, og
Kristbjörg Einarsdóttir, systir Sig-
ríðar, eiginkonu Björns, prófasts og
skálds í Laufási Halldórssonar, en
þau voru foreldrar Þórhalls Bjarn-
arsonar biskups, sem bjó í Laufási
við Laufásveg í Reykjavík, föður
Tryggva forsætisráðherra og Dóru,
konu Ásgeirs Ásgeirssonar forseta.
Móðir Eiríks var Kristín Guðmunds-
dóttir, hreppstjóra á Þorfinnsstöðum
í Önundarfirði Eiríkssonar, og Þór-
unnar Sveinbjörnsdóttur.
Eiríkur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavik 1927,
stundaði fyrrihlutanám í arkitektúr
við Technische Hochschule í Darm-
stadt í Þýskalandi 1927-1930 og
seinnihlutanám við Technische
Hochschule í Dresden en þar lauk
hann prófum 1936.
Eiríkur starfaði hjá Sigurði Guð-
mundssyni arkitekt 1936-1938, starf-
rækti með honum teiknistofu þar til
Sigurður lést 1958 og rak síðan eigin
stofu til dauðadags 20. október 1969.
Löng samvinna Eiríks og Sigurðar
setti sitt mark á byggingarsögu
Reykjavíkur en meðal þekktustu
húsa sem þeir teiknuðu saman má
nefna Nýja-Garð á háskólalóðinni,
Fossvogskirkju og bálstofuna þar,
Þjóðminjasafnshúsið og síðast en
ekki síst Sjómannaskólann, sem
margir telja til fegurstu bygginga í
Reykjavík.
Önnur verk Eiríks hafa orðið um-
deildari svo ekki sé meira sagt, s.s.
viðbótin við Útvegsbankahúsið við
Lækjartorg, sem hann teiknaði
ásamt Herði Björnssyni tæknifræð-
ingi.
Eiríkur var auk þess kennari í
húsagerð við verkfræðideild Háskóla
Íslands.
Merkir Íslendingar
Eiríkur
Einarsson
30 ára Brynjar fæddist í
Reykjavík, ólst upp í
Grindavík, útskrifaðist frá
Kvikmyndaskóla Íslands
og er nú ritari Kárs-
nesskóla í Kópavogi.
Kona Sigurbjörg Helga-
dóttir, f. 1988, MA-nemi í
hagnýtri siðfræði við Há-
skóla Íslands.
Sonur Brynjars er Rík-
harður Óli, f. 2008.
Foreldrar Gunnar Tóm-
asson, f. 1954, fram-
kvæmdastjóri útgerð-
arfyrirtækisins Þorbjörns
hf. í Grindavík, og Rut
Óskarsdóttir, f. 1954, bók-
ari hjá Þorbirni.
Brynjar Örn
Gunnarsson
112 Grafarvogi - Sími: 586 1000 - www.husgogn.is
Kojur íbjarga málunum
Margar stærðir og gerðir af kojum og rúmum,
litlum og stórum, breiðum og mjóum
fyrir barnaherbergið og sumarbústaðinn!
Sérverslun með kojur og fylgihluti
Vefverslun
husgogn.is
erum á
Facebook