Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 11
Tilþrif Hin kanadísku Kaitlyn Weaver og Andrew Poje í mikilli sveiflu.
Kát Þessi tvö svifu létt um svellið. Samspil Þessi virtust ofin saman.
Glæsilegt útsýni Á Miðfellstindi, Öræfajökull í baksýn, tekið í ferð sem farin var árið 2011.
Þverártindsegg og Miðfellstind en
einnig var farin eftirminnileg
haustferð á Herðubreið.
„Við höfum reynt að brydda
upp á mismunandi ferðum. Það er
alltaf ein ferð á ári sem er hugsuð
fyrir fólk sem er aðeins vant og
hefur gengið á broddum áður. Síð-
an erum við líka með styttri göngur
og þá jafnvel minni hópa. Í félaginu
eru flestir í sæmilegu formi og hafa
gaman af því að hreyfa sig. Síðustu
sumur hefur virðað vel og við höf-
um farið í ótrúlega skemmtilegar
ferðir,“ segir Tómas.
Kvíðakast á tindinum
Tómas samsinnir því að fólki
finnist vissulega traustvekjandi að
fara í slíkar göngur með hópi
lækna.
„Við höfum nú aðeins gert grín
að okkur t.d. með nafninu og lógóið
okkar lítur út eins fjallstindur í
formi hjartalínurits. Það eru alls
konar læknar í hópnum, allt frá
skurðlæknum, augnlæknum og ekki
síst geðlæknum, sem kemur sér vel
ef fólk fær kvíðakast á tindinum. Í
hópnum er líka heilmikið af hjúkr-
unarfræðingum og fólki af ýmsum
sviðum sem hefur áhuga á útivist.
Það er gott að geta hitt gamla
kunningja fyrir utan vinnuna og
ekki í hvíta sloppnum. Við höfum
líka hvatt yngri læknana til að
koma með, líkt og eldri kollega,
sem hefur lukkast mjög vel,“ segir
Tómas.
Fræðslustarfsemi félagsins
Starfið tengist þó nokkuð inn
í göngurnar því Tómas hefur líka
haldið óteljandi fyrirlestra um há-
fjallaveiki, bæði fyrir fólk sem er
á leið í skíða- eða gönguferðir er-
lendis og einnig fyrir ýmiss konar
félög og hópa. Má rekja upphafið
til þess að nokkrir félagar í FÍFL
sem klifu saman Kilimanjaro árið
2007 urðu háfjallaveikir. Urðu
fyrirlestarnir drifkrafturinn að
fræðslustarfsemi félagsins, sem
snýr að því að fræða fólk um þær
hættur sem geta leynst á fjöllum.
Í nokkur ár hefur FÍFL boðið
heimsfrægum fjallagörpum hingað
heim til að fjalla um þá áskorun
að fara upp í svo mikla hæð og
hvernig megi laga líkamann að
svo þunnu lofti. Er þetta ekki
hugsað eingöngu á læknis-
fræðilegum forsendum heldur
einnig fyrir hinn almenna
útivistarunnanda og hafa fyrir-
lestrarnir verið vel sóttir.
Kajak- og fjallagarpur
Í ár kemur í heimsókn Ren-
ata Chlumska, sænsk ævin-
týrakona sem er þekkt víða um
Evrópu fyrir afrek sín í fjall-
göngum, hjólreiðum og siglingum.
„Hún er afrekskona í fjall-
göngum en keppti einnig í hjól-
reiðum á yngri árum og hefur
mikla reynslu af siglingum og kaj-
akróðri. Hún hefur oft birst í sjón-
varpi í Svíþjóð og ferðast um og
heldur fyrirlestur um bæði göngu
sína á Everest og hjólaferð yfir
Ameríku. Svo stendur til að hún
verði fyrsta sænska konan út í
geiminn í haust. Renata er mjög
einbeitt á það sem hún gerir og
notar ákveðnar aðferðir til að ná
markmiðum sínum. Hún er vinsæll
fyrirlesari hjá stórum fyrirtækjum
í Svíþjóð þar sem hún segir frá
þessum aðferðum og virkjar um
leið liðsandann,“ segir Tómas.
Félagið FÍFL heldur úti vef-
síðunni www.fifl.is þar sem hægt
er að skoða myndir úr ferðum og
fræðast nánar um starfsemi fé-
lagsins.
Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson
FÍFL Dagný
Heiðdal, Tóm-
as Guðbjarts-
son, Þóra Þór-
isdóttir og
Ólafur Már
Björnsson.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
Nú þegar bensínið stendur í 263 krón-
um er kominn hvati til þess að koma
hjólinu í stand fyrir sumarið. Það kost-
ar ekkert að hjóla en verra er að vera
úti á vegi þegar hjólið bilar. Þetta vita
forráðamenn Fjallahjólaklúbbsins. Í
apríl heldur Fjallahjólaklúbburinn þrjú
viðgerðanámskeið um reiðhjól. Nám-
skeiðin eru haldin fimmtudagana 5.,
12. og 19. apríl í félagsaðstöðu klúbbs-
ins að Brekkustíg 2. Húsið verður opn-
að kl. 20 og námskeiðin hefjast stund-
víslega kl. 20:15 á verkstæðinu á
jarðhæð. Uppi verður að vanda boðið
upp á kaffispjall og léttar veitingar í
kaffihléi.
Fyrsta námskeiðið verður byrjenda-
námskeið og öllum opið á meðan hús-
rúm leyfir. Farið verður í stillingu
hjólsins fyrir notandann og almennt
viðhald eins og hreinsun og smurn-
ingu, keðjuskipti og gert við sprungið
dekk. Seinni tvö námskeiðin verða
framhaldsnámskeið og fá félagar í
klúbbnum forgang og frían aðgang. Á
öðru námskeiðinu, 12. apríl, verður
farið í stillingu og viðhald gíra og á
þriðja námskeiðinu, 19. apríl, verður
farið í stillingu og viðhald bremsa.
Tekið verður við skráningu nýliða á
öllum námskeiðunum og munu nýliðar
njóta sömu kjara og félagsmenn strax
eftir greiðslu félagsgjalds.
Þrjú hjólaviðgerðanámskeið
Hjólastilling Meðal annars er farið
yfir það hvernig gera á við sprungið
dekk og stilla gíra.
Hjólaviðgerðir
kenndar
Félag íslenskra fjallalækna (FÍFL)
heldur í samstarfi við 66°Norður
fyrirlesturinn High Adventure
með ævintýrakonunni Renötu
Chlumska.
Renata er 39 ára þriggja barna
móðir sem hefur verið útnefnd af
Outdore Magazine sem ein af
fremstu ævintýrakonum heims.
Hún var fyrst sænskra kvenna til
að ná tindi Everestfjalls og hefur
lagt að baki fjölda annarra tinda,
m.a. Shishapangma (8006 m) án
viðbótarsúrefnis. Þá hefur hún
einnig hjólað frá Nepal til Stokk-
hólms á 4 mánuðum og hjólað og
róið á kajak yfir 48 ríki Banda-
ríkjanna en ferðin tók næstum
eitt og hálft ár og voru þá 18.500
km að baki. Næsta haust verður
hún fyrsta sænska konan
til að ferðast út í geim-
inn.
Fyrirlesturinn verð-
ur í Háskólabíói á
morgun, miðviku-
dag 11. apríl, og
hefst klukkan 20.
Mikil ævin-
týrakona
RENATA CHLUMSKA
Orkubolti Renata
hjólar, gengur og
siglir á kajak.