Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s
Njóttu þess að heyra betur
með ósýnilegu heyrnartæki!
Intigai eru fyrstu ósýnilegu heyrnartækin frá Oticon. Intigai eru sérsmíðuð og liggja svo djúpt
í eyrnagöngunum að enginn mun sjá þau eða átta sig á því að þú sért með heyrnartæki.
Intigai eru fullkomlega sjálfvirk og aðlaga sig að því hljóðumhverfi sem þú ert í hverju sinni.
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880
og fáðu heyrnartæki til prufu í vikutímaStærð á Intigai í samanburði
við kaffibaunir
söluna í fyrra, svo dæmi sé tekið. Eða
þá jafnmargar lopapeysur.
14% meiri velta
Sé eingöngu horft til janúar, febr-
úar og mars hefur veltan í einstökum
mánuði mest farið í 3.473 milljónir í
mars 2011 og var hún þá 20 millj-
ónum meiri en í sama mánuði ársins
2010, öðrum veltumesta mánuðinum.
Skal tekið fram að hér er ekki tekið
tillit til verðbólgu og eru tölur frá
fyrri árum því ekki núvirtar.
Sem fyrr segir var veltan í janúar
sl. 14% meiri en í sama mánuði í
fyrra. Með sömu aukningu má gera
ráð fyrir að veltan í mars sl. hafi verið
um 3.960 milljónir kr. en hún hefur
ekki verið birt á vef Hagstofunnar.
Það undirstrikar aukninguna að
bera saman heildarveltu hvers árs.
Hún var 20,4 milljarðar 2006, 23,1
milljarður 2007, 32,3 milljarðar 2008,
48,3 milljarðar 2009, 54 milljarðar
2010 og 62 milljarðar 2011.
Aukningin milli ára 2010 og 2011 er
tæplega 15% og sé hún yfirfærð á allt
árið í fyrra má gera ráð fyrir að velta
ársins 2012 verði ríflega 70 milljarðar
króna.
Júlí og ágúst voru langdrýgstu
mánuðirnir í fyrra en veltan í fyrri
mánuðinum var þá 10,882 milljarðar
og 10,911 milljarðar í þeim síðari.
Um 10 milljarðar á mánuði
Til samanburðar var veltan 9,7
milljarðar í júlí 2010 og 9,6 milljarðar
í ágúst sama ár. Þetta er mikil aukn-
ing frá aldamótaárinu 2000 þegar
veltan í júlí var 1.534 milljónir og
1.596 milljónir í ágúst. En þá er sem
fyrr segir ekki horft til verðbólgu svo
raunaukningin er ekki svo mikil.
Má geta þess að samkvæmt Ferða-
málastofu komu hingað 303.00 ferða-
menn árið 2000 en 489.000 árið 2010.
Það bregður ef til vill frekari birtu
á þessa þróun að skoða samanburðar-
tölur Hagstofu Íslands yfir neyslu er-
lendra ferðamanna á árunum 2003,
2008 og 2009 miðað við verðlag hvers
árs. Heildarveltan á árinu 2003 var
53,7 milljarðar, 93,5 milljarðar 2008
og 111,3 milljarðar 2011.
Er þá öll neysla lögð saman, þ.m.t.
flugfargjöld og hótelgisting.
Kortaveltan aldrei meiri
Veltan af erlendum greiðslukortum var 3.007 milljónir króna í janúar 54% aukning frá árinu 2009
Jókst úr 54 milljörðum 2010 í 62 milljarða 2011 Mun fara í 70 milljarða í ár með sömu aukningu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Reykjavík Ferðamenn í verslun Rammagerðarinnar í Hafnarstræti.
Innlend neysla eykst líka
» Velta á kreditkortum ís-
lenskra heimila í janúar sl. var
24,4 milljarðar en 22,3 millj-
arðar á árinu 2011.
» Í janúar 2010 var veltan 22,8
milljarðar og 19,1 milljarður í
janúar 2009.
» Til samanburðar var hún
22,3 milljarðar í janúar 2008
og 20,3 milljarðar í jan. 2007.
» Undirstrikar þetta þátt verð-
bólgunnar í þeirri veltuaukn-
ingu sem orðið hefur.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Velta erlendra greiðslukorta á Ís-
landi í janúar síðastliðnum var 3.007
milljónir króna og hafði þá aldrei
verið jafn mikil. Veltan hefur farið
stigvaxandi ár frá ári samfara hraðri
fjölgun ferðamanna og hefur t.d.
aukist um 54% síðan í janúar 2009 er
hún var 1,95 milljarðar.
Þetta má lesa út úr nýjum tölum á
vef Hagstofu Íslands en samkvæmt
þeim var veltan 2,4 milljarðar í jan-
úar 2010 og 2,64 milljarðar í janúar
2011. Aukningin síðan í fyrra er alls
372 milljónir króna sem þýðir 14%
aukningu í janúar milli ára.
Sem kunnugt er er 31 dagur í jan-
úar og nemur aukningin milli ára,
372 milljónir í mánuðinum, því 12
milljónum króna á dag. Sé gert ráð
fyrir að dæmigerður ferðamaður
eyði 5.000 krónum að meðaltali í
kvöldverð á meðan á dvöl hans á Ís-
landi stendur jafngildir þessi aukn-
ing því að 2.400 máltíðir hafi selst á
íslenskum veitingahúsum umfram
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Mjög hlýtt var fyrstu þrjá mánuði
ársins samkvæmt yfirliti sem
Trausti Jónsson veðurfræðingur
hefur tekið saman.
Á Akureyri hafa fyrstu þrír mán-
uðirnir aðeins einu sinni verið hlýrri
en nú frá því að samfelldar mæl-
ingar hófust þar 1881, það var 1964.
Árið 1929 voru mánuðirnir þrír
jafnhlýir og nú. Fyrstu þrír mánuðir
ársins hafa aðeins þrisvar verið
hlýrri í Stykkishólmi heldur en nú,
það var 1964, 1929 og 1847. Þessir
mánuðir voru jafnhlýir og nú árið
2003. Byrjað var að mæla í Stykkis-
hólmi 1845.
Meðalhiti í Reykjavík var 2,0 stig
og er það 1,9 stigum ofan við meðal-
lag áranna 1961 til 1990 og 0,9 stig-
um ofan meðallagsins 2001 til 2010.
Fyrstu þrír mánuðir ársins hafa átta
sinnum verið hlýrri en nú frá því að
samfelldar mælingar hófust í
Reykjavík 1871.
Úrkoma hefur aðeins þrisvar
mælst meiri en nú í Reykjavík fyrstu
þrjá mánuði ársins, það var árin
1921 og 1953. Úrkomudagar hafa
aldrei verið fleiri sömu mánuði held-
ur en nú.
Úrkomusamur vetur
Þegar veturinn er skoðaður, þ.e.
desember til mars, er sama uppi á
teningnum. Veturinn var mjög úr-
komusamur um landið sunnan- og
vestanvert. Úrkoman í Reykjavík
mældist 475 millimetrar og er það
55% umfram meðallag. Þetta er
svipað og veturinn 2007 til 2008.
Á Akureyri mældist úrkoma vetr-
arins 196,8 millimetrar og er það ná-
kvæmlega í meðallagi. Á Stórhöfða í
Vestmannaeyjum hefur vetrar-
úrkoman aðeins tvisvar verið meiri
en nú, það var 1945 og 1968.
Veturinn byrjaði með miklu
kuldakasti sem stóð í hálfan mánuð.
Síðan hlýnaði heldur og miklir um-
hleypingar tóku við með blotum,
snjókomum og frostum til skiptis.
Færð var með versta móti enda
snjór meiri en um tíu ára skeið um
landið sunnan- og vestanvert. Þegar
leið fram á þorrann linaði nokkuð og
hin órólega tíð hélst áfram allt til
loka vetrarins.
Meðalhiti vetrarins í Reykjavík
var 1,0 stig. Er það einu stigi ofan
meðallags áranna 1961 til 1990. Á
Akureyri var meðalhiti vetrarins 0,4
stig eða 2,0 stigum ofan meðallags
áranna 1961 til 1990.
Hlýindi hafa einkennt árið
Á Akureyri hafa fyrstu þrír mánuðirnir aðeins einu sinni
verið hlýrri frá því samfelldar mælingar hófust þar 1881
Bændur eru víða byrjaðir á vorverkunum enda hefur veður verið hagstætt
í sumum sveitum. Á páskadag var Þórarinn Ólafsson, verktaki undir Eyja-
fjöllum, að plægja. Til verksins notaði hann Fendt Vario 716 með sjö skera
plóg og gekk verkið að óskum.
Ljósmynd/Þorgeir Sigurðsson
Vorverk undir Eyjafjöllum