Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012 www.s i ggaog t imo . i s Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi virðist dæmd til þess að mis- takast eftir hrinu árása sem kostuðu tugi mannslífa í landinu í gær. Áætl- unin sem sýrlensk stjórnvöld höfðu gengist undir átti að taka gildi í dag með því að stjórnarherinn drægi sig út úr borgum og bæjum til þess að hægt væri að hefja viðræður á milli stríðandi fylkinga. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hafði þegar dregið úr líkum á því að samkomulagið myndi halda með því að setja skyndilega fram nýjar kröfur á sunnudag. Krafðist hann skriflegra heita frá uppreisnarmönnum um að þeir létu af árásum og loforða frá er- lendum ríkjum um að veita þeim ekki fjárhagslegan stuðning. Mikið mannfall Að minnsta kosti 35 óbreyttir borg- arar eru taldir hafa fallið í fallbyssu- árás stjórnarhersins í þorpinu Latmna í Hama-héraði. Þar á meðal voru fimmtán börn undir 18 ára aldri og átta konur að sögn mannréttinda- samtaka í London sem fylgjast með ástandinu í Sýrlandi. Auk þess segja samtökin að tólf hermenn hafi fallið í átökum við uppreisnarmenn nærri landamærunum við Tyrkland. Fyrr um daginn höfðu sýrlenskir hermenn skotið tvo menn til bana sem voru á leið yfir landamærin til Tyrklands. Átján aðrir eru sagðir hafa særst í árásinni. Síðar skaut sýrlenski herinn yfir landamærin á flóttamannabúðir í suð- vesturhluta Tyrklands þar sem sýr- lenskir flóttamenn hafa hafst við frá því síðasta sumar. Fimm manns særðust í skotárásinni, þrír Sýrlend- ingar og tveir Tyrkir. Kofi Annan, sérlegur sendifulltrúi SÞ og Arababandalagsins í málefnum Sýrlands, er væntanlegur til Tyrk- lands í dag þar sem hann ætlar að heimsækja flóttamannabúðir. Talið er að um 24 þúsund Sýrlendingar hafist við í slíkum búðum í Tyrklandi. Þá var líbanskur myndatökumaður á vegum þarlendrar sjónvarpsstöðvar skotinn til bana af sýrlenskum her- mönnum á landamærum landanna tveggja. Forsvarsmenn sjónvarps- stöðvarinnar segja að myndatökuliðið hafi verið sín megin við landamærin þegar hermennirnir skutu á það. Standi við samkomulag Naci Koru, aðstoðarutanríkisráð- herra Tyrklands, lét hafa eftir sér í gær að frestur SÞ sem rann út í dag væri orðinn þýðingarlaus eftir ofbeldi dagsins. Þá hvöttu kínversk stjórn- völd bæði stjórn Assads og uppreisn- armenn til að standa við samkomulag- ið og vinna með Kofi Annan til að ná pólitískri lausn til að binda enda á átökin. Hverfandi friðarvonir í Sýrlandi  Sýrlenski stjórnarherinn skaut á flóttamannabúðir í Tyrklandi  Tugir óbreyttra borgara féllu í árásum hersins í gær  Frestur sem SÞ gáfu stjórnvöldum til að koma á vopnahléi rennur út í dag AFP Fórnarlamb Sýrlenskur flóttamaður liggur særður á sjúkrahúsi eftir að stjórnarherinn skaut yfir landamærin á flóttamannabúðir í Tyrklandi. Sex skrefa áætlun » Sýrlensk stjórnvöld sam- þykktu sex skrefa friðaráætlun Kofi Annans 2. apríl. » Hún gerir m.a. ráð fyrir að öllum vopnuðum átökum verði hætt, pólitískum föngum verði sleppt og að fólki verði tryggð- ur réttur til friðsamra mót- mæla. » Skv. áætluninni átti stjórn- arherinn að hverfa frá borgum fyrir daginn í dag og uppreisn- armenn að leggja niður vopn fyrir fimmtudag. Sinn er siðurinn í landi hverju og á það við um hátíð- arhöld í tilefni páskanna eins og svo margt annað. Þannig fara sumir í messu á meðan aðrir láta sér nægja að borða súkkulaðipáskaegg. Á myndinni má hins vegar sjá slóvakísk ungmenni hella úr fullri fötu af vatni yfir stúlku sem klædd er í hefðbundinn búning til að fagna páskunum í bænum Trencianska Tepla, norður af höfuðborginni Brat- islava, í gær. Þar mega stúlkur árlega þola það að fá vatn hellt yfir sig á þennan hátt og vera hýddar samkvæmt ákveðinni hefð sem talin er tryggja frjósemi þeirra og fegurð. Reuters Ísköld páskahefð í Slóvakíu Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Mæður sem þjást af offitu eða syk- ursýki á meðgöngu gætu verið lík- legri til þess að eignast einhverf börn samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn sem birtist í tímaritinu Pediatrics í gær. Vísindamenn rannsökuðu 1.004 pör af mæðrum og börnum þeirra sem komu úr ýmsum þjóðfélagsað- stæðum í Kaliforníu. Um helmingur barnanna var einhverfur, 172 þjáð- ust af öðrum þroskahömlunum en 315 voru talin heilbrigð. Sterk fylgni við einhverfu Rannsóknin leiddi ekki í ljós hvort þyngd eða sykursýki móður ylli þroskahömlun barns en í ljós kom sterk fylgni á milli líkanna á að það fengi slíka hömlun og heilsu móðurinnar á meðgöngu. Þannig voru mæður sem voru of feitar 67% líklegri til þess að eign- ast einhverft barn en mæður í eðli- legri þyngd sem þjást ekki af syk- ursýki og meira en tvisvar sinnum líklegri til þess að eignast barn sem þjáist af einhverri annarri röskun. Þá kom í ljós að tuttugu prósent mæðra einhverfra barna eða barna með þroskahamlanir þjáðust af of- fitu. Aðeins fjórtán prósent mæðr- anna sem áttu heilbrigt barn voru of feitar þegar þær gengu með það. Ógn við lýðheilsu Niðurstöður rannsóknarinnar eru alvarlegar að mati höfunda hennar enda er yfir þriðjungur bandarískra kvenna á barneignar- aldri of feitur og nærri því tíunda hver þeirra þjáist af sykursýki á meðgöngunni. „Þessar niðurstöður okkar um að heilsufar móður á meðgöngu geti tengst vandamálum með taugaþró- un barna vekur áhyggjur og gæti þess vegna haft alvarlegar lýð- heilsulegar afleiðingar í för með sér,“ segir Paula Krakowiak við Kaliforníuháskóla sem er aðalhöf- undur rannsóknarinnar. Fyrri rannsóknir hafa bent til tengsla á milli sykursýki og þroska- raskana barna en hingað til hefur illa tekist að sýna fram á tengsl ein- hverfu og sykursýki móður. Tengja offitu við einhverfu  Heilsa móður tengist þroska barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.