Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. A P R Í L 2 0 1 2
Stofnað 1913 83. tölublað 100. árgangur
TVÆR HUÐNUR
KOMU MEÐ
FAGRA VORBOÐA
FÍFL KLÍFUR HÆSTU
TINDA LANDSINS
EINS OG Í RISA-
VÖXNU ÍTÖLSKU
BRÚÐKAUPI
FÉLAG ÍSLENSKRA FJALLALÆKNA 10 ALDREI FÓR ÉG SUÐUR 14KIÐLINGAR Í HAUKHOLTUM 6
Um 2.500 manns renndu sér á skíðum í blíðskaparveðri í
Bláfjöllum í gær en opið var milli kl. 10 og 17. Aðstæður
voru eins og best verður á kosið, norðanandvari, vægt frost
og færið afar gott. Nægur snjór hefur verið í Bláfjöllum í
vetur, að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóra
skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, og hefur verið opið í 60
daga alls en á undanförnum árum hefur verið opið í 55
daga að meðaltali. Stefnt er að því að opið verði út apríl-
mánuð og jafnvel lengur. »4
Veður og færi eins og best verður á kosið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Mér finnst það óþolandi tilhugsun að
samningskaflarnir sem varða stóru
grundvallarhagsmunamálin okkar
verði enn allir lokaðir þegar við förum
að sigla inn í kosningar. Við verðum
að knýja á um að þeir verði opnaðir
þannig að við getum látið reyna á þá
við samningaborðið og séum þá ein-
hverju nær um það hvar við stönd-
um,“ segir Steingrímur J. Sigfússon
sjávarútvegsráðherra um þá töf sem
virðist ætla að verða á aðildarviðræð-
unum við ESB vegna makríldeilunn-
ar.
Án tilgangs að reyna viðræður
Það muni skýrast á næstu vikum
hvort frekari tafir verði á því að sjáv-
arútvegskaflinn opnist og af hverju.
„Ég held að það sé tilgangslaust að
reyna frekari viðræður um makrílinn
áður en þetta veiðitímabil hefst.
Þannig að það eru væntanlega ekki
vænlegar aðstæður til að taka upp
þráðinn þar fyrr en með haustinu,“
segir Steingrímur sem boðar hörku ef
íslenskum sjávarútvegi verður refsað
vegna makríldeilunnar.
„Að sjálfsögðu hefur það afleiðing-
ar ef það á að fara að setja á okkur
ólögmætar viðskiptaþvinganir. Við
myndum aldrei taka viðskiptaþving-
unum með sölu á afurðum þegjandi.
Slíkt teldum við ólöglegt og með öllu
ólíðandi, óháð því hvort við værum í
viðræðum við Evrópusambandið eða
ekki,“ segir Steingrímur, spurður út í
þá kröfu Ragnheiðar Elínar Árna-
dóttur, formanns þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins, að stöðva beri aðild-
arviðræðurnar á meðan hótun um
löndunarbann á íslenskan fisk í lönd-
um ESB vegna makríldeilunnar
stendur. Spurð út í málið kveðst
Ragnheiður Elín óttast að ef íslensk
stjórnvöld haldi aðildarviðræðunum
til streitu muni það leiða til þess að
síður verði haldið á hagsmunum Ís-
lands í makríldeilunni en ella. Að
menn gefi eftir í makrílnum til þess að
skaða ekki umsóknina.
Undirbúa hertar aðgerðir
„Mér finnst enginn bragur yfir því
að halda viðræðum áfram á sama
tíma og verið er að hóta okkur með
viðskiptaþvingunum. Evrópuþingið
er nú með til umfjöllunar ályktun um
að herða refsiaðgerðir í deilum á borð
við makríldeiluna. Sú ályktun gæfi
ESB tæki til að beita harkalegri
þvingunarúrræðum sem myndu þá
bitna á Íslandi og að okkar mati
brjóta gegn EES-samningnum. Mað-
ur sér í hvað stefnir,“ segir hún og
rifjar upp að þetta hafi komið til tals á
fundi sameiginlegrar þingmanna-
nefndar Íslands og ríkja ESB nýlega.
Fulltrúar stjórnarflokkanna hafi þá
ekki tekið undir þá kröfu að þvinganir
jafngiltu viðræðuslitum við ESB.
Þrýstir á ESB að
opna lykilkaflana
Sjávarútvegsráðherra segir að þvingunum ESB yrði svarað
Steingrímur J.
Sigfússon
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
Heimsóknir sprautufíkla í sérútbú-
inn sjúkrabíl á vegum Rauða kross
Íslands voru 830 talsins á síðasta ári.
Úrræðið nefnist Frú Ragnheiður og
miðar að því að útvega sprautufíkl-
um hreinar nálar og tæki til neyslu
til að sporna við útbreiðslu HIV-
smita og útbreiðslu lifrarbólgu C
meðal sprautufíkla.
Börn með notaða sprautunál
Um nýliðna helgi fundu börn að
leik á Suðurnesjum notaðar sprautu-
nálar í námunda við leikvöll, en gríð-
arleg hætta getur stafað af notuðum
tækjum til eiturlyfjaneyslu og brýn
þörf á að beisla þann vanda.
Sjá má fjölgun á HIV-smitum
meðal sprautufíkla á síðustu árum. Á
síðasta ári greindust 24 með HIV-
smit á landinu en fjölgunin er mest
hjá sprautufíklum. Talið er að
sprautufíklar á Íslandi séu um 700
talsins, en sú tala byggist á áætlun
SÁÁ.
Að sögn Þórs Gíslasonar, verkefn-
isstjóra Frú Ragnheiðar, eru um það
bil 250-300 af þessum 700 langt
leiddir og í mikilli neyslu. Að hans
sögn búa flestir sprautufíklanna í
miðbæ Reykjavíkur (póstnúmeri
101) en nokkrir einnig í nálægum
borgarhlutum (póstnúmerum 105 og
107).
Helsta vandamál sprautufíkla hér
á landi er að mati Þórs það að þeir
finna sér ekki stað innan venjulegra
úrræða heilbrigðis- og félagsþjón-
ustunnar og er verkefnið tilraun til
að bæta úr því.
Að sögn Þórs fer þörfin fyrir úr-
ræði af þessu tagi stigvaxandi. „Til
að byrja með fórum við tvisvar í viku
en síðan höfum við fjölgað skiptun-
um í 5 með 2 klukkustunda vöktum í
senn.“ »4
Morgunblaðið/Ómar
Aðstoð Fíklar fá hreinar nálar.
830 heimsóknir
í sprautubílinn
Sporna við útbreiðslu HIV-smits