Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012 ✝ Tryggvi KarlEiríksson fæddist á Votumýri, Skeiðahreppi 10. október 1948. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 28. mars 2012. Foreldrar hans voru Eiríkur Guðnason, org- anisti, húsasmíða- meistari og bóndi á Votumýri, f. 14.12. 1915, d. 15.6. 2002, og Elín Eiríksdóttir húsfreyja á sama stað, f. 29.10. 1917, d. 6.9. 1995. Eiríkur var fæddur á Miðbýli, Skeiðahreppi, en Elín á Löngu- mýri, í sama hreppi. Systkini Tryggva eru Hallbera, f. 12.6. 1947 og Guðni, tvíburabróðir hans, f. 10.10. 1948. Árið 1979 kynntist Tryggvi eftirlifandi eiginkonu sinni, Ágústu Tómasdóttur, f. 15.3. 1956 og gengu þau í hjónaband 19.6. 1982. Ágústa er fædd í Ólafsvík, dóttir hjónanna Tóm- asar Þórhalls Guðmundssonar, rafvirkjameistara, f. 9.6. 1926 á Bergsstöðum í Vestmanna- eyjum, d. 21.1. 2004 og konu hans Halldóru Óskarsdóttur, f. 17.7. 1931 á Hábæ í Þykkvabæ, d. 24.2. 2008. Tryggvi og Ágústa bjuggu allan sinn búskap í starfaði þar til æviloka. Hann hafði umsjón með verkefnum sem sneru að alþjóðlegum verð- samanburði auk þess að vera lykilmaður við útreikning á vísi- tölu neysluverðs. Árið 1981 vann Tryggvi þó hjá OECD í París og bjuggu þau Ágústa þar þann tíma. Tryggvi og Ágústa stofn- uðu ásamt fleirum fyrirtækið Modernus þar sem Tryggvi var stjórnarformaður. Modernus keypti meirihluta í fyrirtækinu Internet á Íslandi hf., öðru nafni ISNIC, árið 2007 en fyrirtækið er í eigu nokkurra fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Þann 1. janúar 2008 sameinuðust Mod- ernus og ISNIC undir nafni þess síðarnefnda og var Tryggvi stjórnarformaður hins samein- aða fyrirtækis alla tíð. Tryggvi aðstoðaði um árabil vini og kunningja sína við frágang skattframtala bæði fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Tryggvi átti við veikindi að stríða und- anfarið eitt og hálft ár sem læknavísindunm tókst ekki að ráða við. Hann tók veikindum sínum með einstöku æðruleysi og aldrei heyrðist hann kvarta yfir hlutskipti sínu, sem ein- kennir þá skapgerð sem hann bjó yfir. Tryggvi var vinmargur en fjölskyldur þeirra Ágústu eru fjölmennar og hafa myndast sterk vinatengsl innan þessa fjöl- menna hóps sem Tryggvi var samnefnari fyrir. Útför Tryggva fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 10. apríl 2012, og hefst athöfnin klukkan 13. Reykjavík, lengst af í Hjálmholtinu. Börn Tryggva og Ágústu eru: 1) Erla Berglind, f. 2.4. 1985, maki Þórður Ófeigsson, f. 8.2. 1981, dætur þeirra eru: a) Jónína Mar- grét, f. 11.2. 2006. b) Steinunn Ágústa, f. 5.10. 2009. c) Þór- dís Erla, f. 12.10. 2011. 2) Ragnhildur Ýr, f. 13.7. 1986. 3) Ástþór Hugi, f. 3.7. 1987. Tryggvi ólst upp hjá for- eldrum sínum á Votumýri. Hann lauk landsprófi frá Héraðsskól- anum á Laugarvatni, stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1970 og útskrif- aðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1974. Á náms- árum sínum vann Tryggvi hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Sel- fossi. Það má með sanni segja að Tryggvi hafi alla sína starfsævi unnið ötullega að hag- skýrslugerð. Hann hóf störf hjá Þjóðhagsstofnun þegar hún var stofnuð 1. júní 1974 og vann þar, lengst af við þjóðhagsreikninga, þar til Þjóðhagsstofnun rann saman við Hagstofuna 1. júlí 2002. Árið 2003 gerðist Tryggvi starfsmaður vísitöludeildar og Ég byrjaði í handbolta þegar ég var fimm ára og var að æfa í sirka níu ár. Á þeim tíma mættir þú á nánast alla leikina hjá mér og hvattir mig áfram og fannst mér svo gott hvað þú varst alltaf ánægður með mig sama hvernig leikurinn fór. Upp frá þessu varðstu mikill Framari og fórst að fylgjast mikið með handbolt- anum, bæði hjá Fram og Íslandi, en þegar mótin voru hjá Íslandi hittumst við oft og horfðum á leikina saman. Þegar ég var sjö ára keyptuð þið mamma fellihýsi. Í því ferð- uðumst við mikið, bæði innan- og utanlands. Það voru svo notaleg- ar fjölskyldustundir sem við átt- um í ferðunum og skoðuðum fal- lega staði ásamt því að leika okkur úti á daginn og fá svo heitt kakó yfir spili á kvöldin. Þið treystuð mér líka í svo margt þrátt fyrir ungan aldur eins og að gera að fiski og veiða, sem fór nú ekki betur en svo að krækja öngl- inum í kinnina á þér í eitt skiptið og halda varð til læknis til að ná önglinum úr. Sumarið 2004 kom síðan tengdasonurinn inn í fjölskylduna og urðuð þið strax miklir mátar. Ekki leið á löngu þar til við Doddi komum með þau tíðindi að von væri á erfingja. Þegar þú heyrðir tíðindin brostir þú út að eyrum, snerir þér að mömmu og sagðir: „Give me five!“ Nú eru börnin hjá mér og Dodda orðin þrjú og er ég svo þakklát fyrir að þú hafir náð að kynnast þeim öllum. Þú varst svo mikill afi í þér. Varst alltaf að spila, lita eða skoða bækur með stelpunum og þegar Jónína Mar- grét gisti hjá ykkur bjóstu til sög- ur sem þú sagðir henni fyrir hátt- inn. Og bara núna síðast í byrjun mars þegar þú lást inni á spítala fengu Jónína Margrét og Stein- unn Ágústa að sitja sitthvor- umegin við þig í rúminu og þið skoðuðuð saman bækur. Við Þór- dís Erla vorum daglegir gestir hjá þér á spítalanum og þegar við gengum inn á stofu til þín brostuð þið allan hringinn hvort framan í annað og fékk hún líka oft að kúra í afafangi þar sem hún undi sér vel. Ég, Doddi og Jónína Margrét fluttum til Danmerkur sumarið 2006 og dvöldum þar í tvö ár. Á þeim tíma komuð þið þrisvar í heimsókn til okkar, í eina langa ferð og tvær styttri. Það var alltaf jafngaman að fá ykkur til okkar, ekki bara út af góðum félagsskap heldur líka vegna þess hve miklir snillingar þið mamma voruð í að finna fallega og áhugaverða staði til að skoða. Undir lokin var erfitt að horfa upp á þig svona veikan en þá fannst mér samt ánægjulegt að horfa á ykkur mömmu saman sem hjón og hvað þið voruð aug- ljóslega ástfangin. Sama hversu veikur þú varst þá varstu aldrei of veikur til að kyssa mömmu og halda í höndina á henni og vildir helst ekki gera neitt annað og jafnvel þegar þú skildir við þenn- an heim héldust þið í hendur. Mér hefur alltaf þótt svo vænt um að eiga pabba sem er svona ótrúlega góður vinur minn og það sem við gátum spjallað saman. Við töluðum t.d. saman í símann á hverjum degi og urðu símtölin yf- irleitt hátt í klukkustund. Ég á eftir að sakna þín svo mikið, elsku pabbi minn. Takk fyrir að vera svona góður pabbi, þú varst sá besti. Þín dóttir, Berglind. Elsku pabbi, þegar ég hugsa til þín kemur fullt af minningum upp í hugann. T.d. hvernig þú fórst að því að verða hæstur í barna- og unglingaskóla þrátt fyrir að vera veikur á spítala og næsthæstur í viðskiptafræðinni. Þú bjóst líka með Höllu, Búa og Guðna á þriðju hæð í blokk og þar var engin lyfta og heldur ekki í háskólanum þeg- ar þú varst að læra og þú fórst stundum oftar en einu sinni á dag upp tröppurnar heima hjá þér í Vesturberginu. Ég fyllist stolti af að hafa átt þig sem pabba sem var alltaf duglegur, jákvæður og þú lést svona hindranir ekki stoppa þig í hinu daglega lífi. Þú hélst bara ótrauður áfram og gerðir allt sem venjulegt fólk gerði. Það var líka ótrúlega gaman að því hvað þú varst söngelskur og með mikið keppnisskap, t.d. þegar ég var einu sinni inni í gamla her- berginu mínu og var að hlusta á lagið „Nótt eftir dag“ með Björg- vini Halldórssyni og Sverri Berg- mann og allt í einu heyrðist voða mikill söngur innan úr herberg- inu ykkar mömmu og þá varst það bara þú að syngja með einu af uppáhaldslögunum þínum. Það var líka eftirminnilegt þegar við fórum á handboltaleik karla, Ís- land-Noregur, og þú öskraðir eitthvað inn á völlinn á dönsku og strákurinn sem sat við hliðina á þér spurði þig hvort þú kynnir dönsku og hvað þú hefðir verið að segja og þú varðst voða stoltur. Mér fannst þetta hins vegar mjög vandræðalegt, sérstaklega þar sem það heyrðist í engum nema þér í höllinni á þessu augnabliki. Ég minnist þess líka þegar þú hjálpaðir mér með ritgerð fyrir dönskupróf þegar ég var í FÁ og ég fékk hæstu einkunn sem ég hef fengið á minni skólagöngu. Frá því að þið mamma tókuð mig, Berglindi og Ástþór að ykk- ur hefur mér alla tíð fundist ég elskuð af þér eins og ég væri blóð- dóttir þín. Þó þú hafir lent í bíl- slysi 11 ára gamall og lamast fyrir neðan mitti og verið þannig alla mína ævi þá varstu alltaf bara venjulegur í augum mínum. Það skipti mig engu máli vegna þess að þú gast gert næstum því allt sem aðrir pabbar gátu gert og því sem þú gast ekki gert fannst þú þína útgáfu af. Þú sast á bekknum í sundlauginni í sveitinni og tókst þannig þátt í því, fótbolti varð að skallabolta hjá þér sem sló oft í gegn og svo að fara á rúntinn. Þú kenndir mér að horfa á hvað fólk getur en ekki hvað það getur ekki. Þegar ég horfi á Jónínu Margréti og Steinunni Ágústu þá sé ég að þær hafa lært það sama og við systkinin. Þær taka þér eins og þú ert og sjá bara hvað þú getur gert og eru ekkert að bera þig saman við aðra sem eru heil- brigðir. Þeim finnst það bara gaman að þú skulir eiga svona skemmtilegt dót eins og hjólastól- inn og hækjurnar. Mér finnst það forréttindi að eiga svona góðan pabba eins og þig. Mér finnst ég vera rík að hafa fengið að vera dóttir þín og læra af þér að vera dugleg, ákveðin, gefast ekki upp og horfa á björtu hliðarnar, það er að gera það besta úr því sem maður hefur. Ég elska þig, pabbi, og ég lofa að passa mömmu vel fyrir þig. Ég á eftir að sakna þín mikið, pabbi minn. Þín dóttir, Ragnhildur Ýr Tryggvadóttir. Ég vil kveðja tengdapabba með þessum orðum. Kynni okkar hófust síðla sum- ars 2004 þegar Berglind kynnti mig fyrir þér. Mér leið fljótlega eins og einum af fjölskyldunni enda var ávallt tekið á móti öllum gestum með mikilli hlýju og alúð í Hjálmholtinu og því ekki að undra að fólk lagði oft leið sína til ykkar, enda var það alltaf ávísun á skemmtilegar samvistir. Tryggvi, það var alltaf gott að eiga samverustund með þér, það skipti ekki máli um hvað samræð- urnar snerust, þú hafðir þekk- ingu á öllu og svaraðir öllu með yfirvegun og jákvæðni og síðan var alltaf stutt í spaugið hjá þér. Þú leyfðir þér þó að sleppa yf- irveguninni þegar íþróttir voru annars vegar og það var ávallt mikið fjör yfir leikjunum. Þú hafðir sérstaklega gaman af handbolta og varst búinn að vera Framari frá því að Berglind var í handboltanum í Fram. Á Evrópu- og heimsmeistaramótum buðuð þið okkur alla jafnan í mat þegar Ísland var að keppa. Það var allt- af heilmikil stemning og siður að gefa „five“ fyrir öll mörk og markvörslur Íslands. Mér er sér- staklega minnisstæður einn handboltaleikur milli Fram og Vals þar sem lýsingin hjá íþrótta- fréttamönnum var vægast sagt mjög hlutdræg og dásömuðu þeir mikið leik Valsmanna þótt Fram- ararnir væru ekkert síðri. Undir lok fyrri hálfleiks var þér gjör- samlega nóg boðið, þú hringdir í RÚV og kvartaðir. Símtalið bar sinn árangur því lýsingin var mun skárri í seinni hálfleik. En þótt þú skiptir stundum skapi yfir íþrótt- unum varstu ekki þannig undir öðrum kringumstæðum, þú varst ávallt einstaklega góðhjartaður maður og alltaf tilbúinn til að hjálpa og leiðbeina. Þið Ágústa höfðuð gaman af því að ferðast og fékk ég að fara í nokkrar ferðir með ykkur. Stærsta ferðalagið sem ég fór í með ykkur var sumarið 2007 þeg- ar við fórum vítt og breitt um Danmörku og enduðum á Radis- son SAS-hóteli í Malmö. Þetta var gríðarlega skemmtileg ferð og verður oft rifjuð upp í framtíð- inni. Barnabörnin voru þér alltaf sérstaklega hugleikin, þú vildir alltaf fá þær í fangið og spjalla við þær. Það er sorglegt að hugsa til þess að þær fái ekki fleiri stundir með afa sínum en ég er um leið þakklátur fyrir þær stundir sem þær áttu með þér. Til eru ótal ljósmyndir og myndbönd sem munu hjálpa þeim að muna hversu dásamlegur afi þú varst. Þú áttir erfiðari ævi en flestir en þú kvartaðir aldrei. Þú sýndir að það er hægt að sigrast á öllum vandamálum. Ólæknandi krabba- mein er hins vegar annað mál. Þú barðist hetjulega og varst alltaf staðráðinn í að sigra, en á end- anum gaf líkaminn sig þrátt fyrir að andinn væri sterkur. Á meðan á baráttunni stóð, í endurhæfingu á Grensás, varstu fyrirmynd ann- arra sem höfðu orðið fyrir mænu- skaða líkt og þú. Einstaklingar sem héldu að þeir yrðu bundnir í hjólastól alla ævi sáu þig og fyllt- ust von um að þeir gætu ferðast aftur um á fótunum, keyrt bíl og farið upp stiga. Þú varst ekki aðeins tengda- pabbi minn heldur einnig góður vinur, mér þykir það sárt að sam- verustundir okkar verði ekki fleiri. Þín verður sárt saknað. Þórður. Við ótímabært fráfall tvíbura- bróður míns koma í huga ótal minningar sem ekki rúmast í stuttri grein. Við ólumst upp í sveitinni við mikið ástríki for- eldra okkar, systur, afa og ömmu. Þar dunduðum við okkur við leiki og störf alla daga og aðeins komið inn til að nærast og sofa. Hinn 22. desember 1959 verður fjölskyld- an fyrir þungu áfalli er við lend- um í bílslysi á leið á Selfoss fyrir jólin. Tryggvi slasast alvarlega og lamast fyrir neðan mitti. Við tók tveggja ára spítalalega á Landa- koti. Þá kom vel í ljós hinn mikli kraftur, jákvæðni og viljastyrkur sem hann bjó yfir allt til hinstu stundar. Með þrautseigju komst hann á fætur eftir slysið, fyrst í hjólastól, en nokkru síðar gat hann gengið með hjálp spelka og hækja. Eftir fullnaðarpróf förum við á Héraðsskólann á Laugar- vatni, erum þar í tvö ár og ljúkum landsprófi. Þá eignast Tryggvi sinn fyrsta bíl, Volkswagen Vari- ant, sem gerði honum kleift að fara einn allra sinna ferða. Í ML erum við síðan samtíða í fjögur ár. Þar var ýmislegt brallað, bruggað, sungið og trallað eins og títt er um fólk á þeim aldri og var Tryggvi enginn eftirbátur okkar hinna í því. Hann var sá eini sem hafði bíl sem aðrir nutu góðs af. Ófáar ferðir voru farnar til Reykjavíkur til kaupa á nauð- þurftum, sem Tryggvi tók tappa- gjald af. Hann stundaði nám við HÍ í viðskiptafræði, en í fram- haldi af útskrift réðst hann til Þjóðhagstofnunar er síðar sam- einaðist Hagstofunni en þar vann hann til æviloka. Árið 1979 kynnist Tryggvi konunni sinni henni Ágústu sem er alveg einstök gæðakona og saman eignuðust þau börnin Erlu Berglindi, Ragnhildi Ýri og Ást- þór Huga. Hann var fyrst og fremst fjölskyldufaðir sem hafði unun af að vera í návist sinna nán- ustu og taka þátt í lífi þeirra- .Tryggvi var mjög músíkalskur og hafði yndi af margskonar tón- list og studdi hin ýmsu tónlistar- félög í gegnum árin. Hann hafði bjarta og fallega tenórrödd og söng um árabil með Pólýfónkórn- um, en þar kynntist hann konunni sinni. Hann söng einnig í kvart- ettum og kórum á námsárum sín- um. Tryggvi hafði yndi af ferða- lögum og ferðuðust þau Ágústa víða bæði innanlands og erlendis. Árið 1992 keyptu þau sér fellihýsi og í nær 20 ár ferðuðust þau vítt og breitt um landið með fjöl- skyldu sinni, en segja má að felli- hýsið hafi verið þeirra sumarbú- staður. Talsverður gestagangur var hjá þeim hvar sem þau voru stödd á landinu enda þau höfð- ingjar heim að sækja. Bolta- íþróttir voru í miklu uppáhaldi hjá Tryggva hvort sem um var að ræða íslensk eða erlend félög. Hann vissi nöfn flestra leikmanna og hélt fast með sínu liði þannig að ýmsum þótti nóg um, en þann- ig lýsti sér vel hið mikla keppn- isskap sem hann bjó yfir. Tryggvi var vinmargur en fjöl- skyldur þeirra Ágústu eru stórar og hafa myndast sterk vinatengsl innan þessa fjölmenna hóps sem Tryggvi var samnefnari fyrir. Að leiðarlokum vil ég þakka þér elsku bróðir fyrir samfylgdina í öll þessi ár. Samfylgd sem aldrei bar skugga á. Við tökum kannski eina bröndótta þegar við hittumst hinum megin. Hver veit? Ég votta Ágústu og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Guðni Eiríksson. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Tryggvi Karl situr stoltur og brosandi með afastelpurnar sínar sér við hlið í jólaboði Tómasarfjöl- skyldunnar á heimili okkar í Blikanesinu þessi jól. Þetta er myndin sem ég sé þegar ég rifja upp minningabrot um Tryggva Karl mág minn. Það var alltaf stutt í brosið, velvildina og gleðina hjá honum Tryggva í gegnum þessi 33 ár sem hann og Ágústa systir mín áttu saman. Hann var gjöfull á hrós, bros og jákvæðar umræður. Það var ein- staklega gaman að spjalla við hann og hann hafði skýra sýn á lífið og tilveruna. Ávallt glaður í bragði og jákvæður. Það var gott að fá að leita til hans þegar námið var að buga mig og erfið próf og verkefni framundan, þá gat ég treyst á góðar og einfaldar skýr- ingar á flóknum stærðfræðiform- úlum og ársreikningum. Það var ekki spurning um hvort verkefnin væru flókin heldur var það spurn- ing um hvernig átti að leysa þau. Hann var ávallt boðinn og búinn til að aðstoða mig og þakka ég honum fyrir það. Sumarkvöld á Þingvöllum þar sem arineldurinn logaði og „Kvöldið er fagurt“ var sungið margradda í faðmi stór- fjölskyldunnar er ofarlega í huga mér, en við áttum margar góðar stundir með Tryggva og fjöl- skyldu hans á ferðalögum bæði innanlands og utan. Þá rifjast upp góð ferð til Kaupmannahafnar þegar stórfjölskyldan mætti í brúðkaup Halldóru og Svenna. Við tókum leigubíl í kirkjuna og Tryggvi settist fram í hjá bílstjór- anum, heilsaði honum og spjallaði vð hann á dönsku um lífið og til- veruna en þetta vakti mikla lukku bæði hjá bílstjórunum og hinum farþegunum. Þarna var sannar- lega heimsmaður á ferð enda bú- inn að ferðast víða og dvelja lang- dvölum erlendis. Parísardvöl Tryggva og Ágústu, þar sem Tryggvi vann einn vetur, var oft rifjuð upp og franskan töluð við þau tækifæri en þar áttu hjónin margar góðar stundir. Kæri mágur, ég er mjög þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast þér í gegnum systur mína en minning þín mun lifa með mér um ókomna framtíð. Elsku Ágústa, Berglind, Þórð- ur og dætur, Ragnhildur og Ást- þór, ég bið guð að blessa ykkur og vernda á þessari erfiðu stundu. Kær kveðja Sesselja Tómasdóttir og fjölskylda. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við viljum þakka Tryggva fyrir ómetanlega vináttu og hlýju. Þökkum Guði fyrir að hafa fengið að njóta dýrmætra samveru- stunda með honum sem við geym- um í hjarta okkar. Hann mun ávallt vera okkar fyrirmynd með æðruleysi sínu, bjartsýni og náungakærleika. Eitt af því verðmætasta sem hann kenndi okkur er að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Við heiðrum minningu Tryggva með því að halda þétt ut- an um Ágústu og börnin þeirra. Takk fyrir okkur. Steinunn, Þröstur, Halldór og Kristín. Elsku Tryggvi minn. Nú er komið að leiðarlokum sem er allt of snemmt. Við áttum margar góðar stundir saman. Þegar ég kynntist Guðna bróður þínum voruð þið alveg eins að mér fannst og það tók mig svolitla stund að átta mig á því hvor var hvað. Ég man alltaf eftir þegar ég hitti þig fyrst en þá sastu undir stýri á Volvónum fyrir utan Klúbbinn og ég sagði „voðalega varstu fljótur út“. Í því kemur Guðni og segir „þetta er ekki ég heldur Tryggvi tvíburabróðir minn“. Ég lærði þó fljótt að þekkja ykkur í sundur enda varstu alltaf í heimsókn hjá okkur ásamt Grímsa og spilað var yatzy eins og enginn væri morgundag- urinn. Gestabókin frá fyrstu hjú- skaparárum okkar Guðna ber því fagurt vitni að vinirnir Tryggvi og Grímsi komu í heimsókn nánast daglega. Þetta voru yndislegir tímar með þér sem aldrei verða fullþakkaðir. Nokkru síðar, þegar við Guðni heimsækjum þig á Háa- leitisbrautina, áttum við okkur á því að Ágústa er komin til sög- unnar. Þú varst býsna íbygginn og greinilegt að ástin var í loftinu. Þú kynntir okkur síðar fyrir þess- ari huldumey sem síðar varð kon- Tryggvi Karl Eiríksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.