Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
✝ Lára Ágústs-dóttir fæddist
í Ási á Hvamms-
tanga 9. júní 1937.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Akraness 31.
mars 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnar
Ágúst Halldórsson
húsasmiður og
Ingibjörg Jóhanna
Ingólfsdóttir hús-
móðir. Systkini Láru voru Ing-
unn Ólafía, f. 20.11. 1925, d.
27.1. 1982, Ingólfur, f. 7.12.
1927, d. 17.11. 1980, María, f.
9.1. 1930, d. 10.7. 1977, Huld-
ar, f. 13.10. 1934, d. 24.12.
2008, og Sigurlaug, f. 18.5.
1939, d. 16.5. 2010.
Lára giftist 21.5. 1956 eft-
irlifandi eiginmanni sínum
Hafsteini Sigurbjörnssyni
pípulagningameistara frá
Akranesi, f. 5.10. 1931. Börn
þeirra eru: Jóhanna Guðrún, f.
21.9. 1954, maki Ásgrímur
Kárason, börn Ursula Ragna,
Arnþór og Valþór; Sigurbjörn,
f. 8.10. 1956, maki Sesselja
Laufey Allans-
dóttir, börn Haf-
steinn Mar, Kristín
Mist og Hrafnkell
Allan; Ingólfur, f.
6.10. 1959, maki
Heiðrún Hann-
esdóttir, börn
Hannes Ágúst,
Lára og Arnbjörn,
látinn; Hafdís
Dögg, f. 15.11.
1964, maki Jónas
Geirsson, börn Trausti Geir og
Dagmar Elsa; Berent Karl, f.
21.6. 1971, maki María Lilja
Moritz Viðarsdóttir, sonur
hennar er Viðar; barna-
barnabörnin eru fjögur.
Lára var alin upp á
Hvammstanga til níu ára ald-
urs er hún fluttist með fjöl-
skyldu sinni að Sólmund-
arhöfða á Akranesi. Lára vann
ýmis störf auk húsmóðurstarf-
anna, lengst af í verslun og
fyrirtæki þeirra hjóna,
Pípulagningaþjónustunni.
Útför Láru fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 10. apríl
2012, og hefst athöfnin kl. 14.
Elsku besta mamma. Okkur
systkinin langar að minnast þín
í örfáum orðum. Milli okkar
elsta og yngsta eru 17 ár svo
uppeldistíminn var ansi langur.
Öll erum við þó minnug þess að
allan þennan tíma var nærvera
þín traust og örugg. Á þessum
árum var hjá okkur eins og
flestum öðrum frekar þröngt í
búi, aldrei var þó svo að okkur
skorti neitt og alltaf var heimilið
til mikillar fyrirmyndar, enda
var kjörorðið að vanda skyldi til
allra verka. Þú varst frábær
saumakona og einstök smekk-
manneskja eins og myndir af
okkur sem krökkum bera glöggt
merki. Þú varst afskaplega fé-
lagslynd og varst oft hrókur alls
fagnaðar með gítarinn þinn og
góða söngrödd, hvort sem var á
sunnudagseftirmiðdögum í stof-
unni heima eða í góðum hópi á
ferðalögum um fjöll og firnindi.
Talandi um ferðalög – við glott-
um enn yfir því þegar pabbi
fórnaði höndum yfir hrúgunni á
stéttinni heima sem troða átti í
bjölluna eða landróverinn á leið í
ferðalögin og við enduðum
stundum á því að húka á kökud-
unkum því heimabökuðu snúð-
ana og vínarbrauðin mátti að
sjálfsögðu ekki vanta. Í gegn um
unglingsár okkar allra stóð
Brekkubrautin ætíð opin að
nóttu sem degi fyrir vini okkar
og félaga, sem tala um það enn í
dag hversu gott var þar að koma
og móttökurnar hlýjar. Eða all-
ar gæðastundirnar í sumó –
Tjarnarási í Ölveri, þar sem þið
pabbi hreiðruðuð um ykkur af
mikilli nostursemi, tókuð öllum
opnum örmum og barnabörnin
minnast með hlýju og þakklæti.
Umhyggjusemi þín var einstök.
Daglegar ferðir til ömmu Ingi-
bjargar í öll þau ár sem hún lá
rúmföst á sjúkrahúsi, óendanleg
hjálpsemi við systur þínar og
föður, sem og marga aðra sem
áttu um sárt að binda. Ekki síst
við okkur sem nutum ástar
þinnar og umhyggju alla tíð.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
elsku mamma.
Við kveðjum þig með tregans
þunga tár
sem tryggð og kærleik veittir liðin ár.
Þín fórnarlund var fagurt ævistarf
og frá þér eigum við hinn dýra arf.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Þín
Jóhanna Guðrún,
Sigurbjörn, Ingólfur,
Hafdís og Berent Karl.
Mig langar að minnast þín
með þessum örfáu orðum og um
leið þakka þér kærlega fyrir
þær stundir sem ég hef átt með
þér.
Þú varst yndisleg kona sem
kenndir manni það að þrátt fyrir
að lífsins vegur geti verið
hlykkjóttur er hægt að takast á
við flestallt með æðruleysi og
bjartsýni að leiðarljósi. Þannig
var þú, sama hvað bjátaði á.
Veikindi spiluðu stóran part í lífi
þínum síðustu árin en þú tókst
því eins og þér einni var lagið,
leist á þetta sem verkefni sem
þú þyrftir að leysa og komst
alltaf aftur heim til Hadda í fal-
lega húsið ykkar. En síðustu
vikuna sá maður að þú varst rétt
ókomin á endastöðina, tilbúin að
takast á við ný verkefni á nýjum
stað með öllu fólkinu þínu sem
horfið er yfir móðuna miklu.
Daginn sem ég kom á Höfða-
grundina í fyrsta sinn urðum við
strax góðar vinkonur og það vin-
áttusamband átti bara eftir að
styrkjast næstu fimm árin. Það
var nánast regla á mínu heimili
að strax eftir kvöldfréttir
hringdir þú, bara til að athuga
með mig og drengina. Þið Benni
áttuð líka ósvikið og yndislegt
samband og oft var grínast með
það að ekki væri enn búið að
klippa á naflastrenginn á milli
ykkar. Enda skilur þú eftir stórt
skarð í hans hjarta elsku Lára
mín, en ég mun gera mitt allra
besta til að fylla það, því lofa ég.
Þín tengdadóttir,
María Viðarsdóttir.
Það er afar skrítið að hugsa
til þess að hún yndislega amma
mín sé ekki hjá okkur lengur.
Eins og sonur minn orðaði það:
„Hjartað í henni var orðið veikt
og hætti svo að slá en hún var
samt með stórt hjarta“. Þessi
fimm ára gullmoli minn hafði al-
veg rétt fyrir sér, amma Lára
var svo sannarlega með stór
hjarta. Hún var baráttukona og
barðist ekki einungis við sín eig-
in veikindi heldur var hún ávallt
mikill styrkur í baráttu annarra
sem áttu við veikindi að stríða.
Hún var fjölskyldu sinni afar
kær og var ávallt til staðar þeg-
ar á brattann sótti.
Minningar mínar sem ég átti
með ömmu minni eru fjölda-
margar og hafa svo sannarlega
huggað mig á þessum erfiða
tíma. Amma kallaði mig ýmsum
nöfnum á mínum yngri árum
þar á meðal stígvélakött, Láru
kláru en oftast þó Láru litlu.
Það var ekki fyrr en ég fór að
stækka og var orðin töluvert
stærri en hún að hún fékk það
viðurnefni Lára litla og ég fékk
nafnið Lára stóra. Að bera nafn
ömmu hefur alltaf glatt mitt
hjarta.
Æskuminningar mínar með
ömmu og afa uppi í Ölveri
gleymast aldrei og Brekku-
brautin okkar góða geyma ótal
minningar sem lifa ávallt í
hjarta mínu. Ég er afar þakklát
fyrir allar þær dýrmæddu
stundir sem ég átti með ömmu
minni og að sonur minn hafi
fengið tækifæri tið að kynnast
yndislegu langömmu sinni. Ég
veit að amma er á góðum stað
núna með öllum yndislegu
systkinunum sínum og með litla
bróður mínum sem fær núna
fullt af faðmlögum og góðar
stundir með ömmu okkar.
Elsku amma mín, takk fyrir
góðu kvöldstundina sem þú
gafst mér í lokin, hún var mér
afar dýrmæt. Ég og Arnbjörn
Ingi elskum þig og eigum svo
sannarlega eftir að sakna þín.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
– lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
Breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum)
Lára Ingólfsdóttir.
Í dag kveðjum við Láru föð-
ursystir mína. Hún var mér
ákaflega kær og dásamleg
frænka alveg frá því að ég var
lítil stúlka. Mikill samgangur
var á milli heimila systkinanna
og nutum við börnin góðs af því.
Margt var gert í sameiningu,
mikið um heimsóknir, allskonar
uppákomur, ferðalög og margt
fleira sem ber að þakka fyrir.
Við upprifjun á þessum stundum
er endalaust hægt að ylja sér.
Mörgum í fjölskyldunni finnst
ég lík frænku minni og hef ég
alla tíð verið mjög stolt af því ,
hún sem alltaf var svo falleg,
geislandi glöð, smekkleg og átti
svo fallegt heimili. Í gamla daga
fannst mér nú ekki verra að hún
hafði meira að segja sungið í
hljómsveit og átti tjullkjól. Lára
frænka giftist Hadda sínum sem
var kletturinn hennar. Hún var
frábær móðir, börnin hennar
bera öll gott vitni um það, mjög
ólík en frábærir einstaklingar.
Lára frænka gekk í gegnum
margt á lífsleið sinni, bæði
gleðilegar og miklar erfiðleika-
stundir en þar fór einstök kona
með styrk sem ekki öllum er
gefinn, en hún nýtti þann styrk
vel.
Ég þakka þér yndislegar
samverustundir og bið guð um
að styrkja Hadda og alla þína
afkomendur í sorginni. Guð
geymi þig elsku frænka mín.
Frá mér til þín:
Þegar sólin sest þá dimmir,
síðan kemur aftur dagur.
Þá birtan á þig minnir,
þinn regnbogi er fagur.
Þín,
Ingibjörg Jóhanna Ing-
ólfsdóttir (Inga Hanna)
Elsku Lára mín. Nú ert þú
horfin yfir móðuna miklu og ég
sakna þín mikið.
Ég man við áttum góðar
stundir saman þegar þú komst
til mín og mun ég aldrei gleyma
þeim. Ég man við fengum okkur
alltaf kaffisopa og þú komst
með síríus-rönd með.
Þú varst alltaf yndisleg, elsku
vinkona.
Hjartans hinsta kveðja til
þín, megi Guð og allir englar
vaka yfir þér, elsku Lára mín.
Þín besta vinkona,
Ása.
Látin er á Akranesi Lára
Ágústsdóttir á 75. aldursári.
Það var alltaf einhver heið-
ríkja yfir Láru Ágústsdóttur í
lifanda lífi. Svipurinn var enda
eins og himinninn líkt og hann
getur fegurstur orðið. Það staf-
aði frá þessari óvenjulega við-
felldnu konu einhver himnesk
birta, sem fyllti mann bjartsýni
í návist hennar. Glaðvært fas
hennar gaf von um að allar
þrautir yrðu farsællega til lykta
leiddar og jákvætt viðhorf henn-
ar til dægurmálanna fyllti menn
krafti til að takast á við lífið.
Hún var fyrirmynd í flestu. Það
var erfitt að ímynda sér að hún
ætti einhverja andstæðinga.
Hún hafði einstakt lag á að feta
jafnan hinn gullna meðalveg,
sem kann að skýra hversu vin-
sæl hún var og vel látin. Engu
að síður var hún skoðanaföst og
hreinskiptin en skoðunum sín-
um kom hún til skila á jákvæð-
an hátt þannig að þær meiddu
engan. Slíkur eiginleiki er ekki
öllum gefinn. Hún var réttsýn
og sanngjörn og gerði miklar
kröfur til sjálfrar sín. Aldrei lét
hún bugast þrátt fyrir erfið
veikindi hin síðari ár. Þar rísa
kannski hæst mannkostir henn-
ar og andlegur styrkur.
Harmur er nú kveðinn að
frænda mínum Hafsteini Sigur-
björnssyni, eiginmanni Láru, og
fjölskyldu. Megi það verða
huggun harmi gegn í endur-
minningunni, að þar gekk götu
lífsins eiginkona og móðir með
hjarta úr gulli.
Láru hef ég þekkt í röska
hálfa öld. Hjá frændum mínum
á Skaga hafði ég jafnan nokkurt
skjól, er ég ungur og óreyndur
tók að mér starf bæjarritara á
Akranesi fyrstur manna, en það
embætti var þá nýstofnað. Ófá
spor átti ég til þeirra hjóna til
skrafs og ráðagerða og verð ég
jafnan þakklátur fyrir vinsemd
og hlýju, sem mér var þá sýnd
og jafnan síðan.
Konan með gullhjartað mun
ætíð standa mér fyrir sjónum í
heiðríkju endurminninganna.
Hún var konan, sem aldrei lét
bugast.
Sverrir Ólafsson.
Lára Ágústsdóttir
Innilegt þakklæti til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og bróður,
ÁRNA VIGNIS ÞORSTEINSSONAR
Hjallabraut 11,
Þorlákshöfn,
Anna María Hjálmarsdóttir,
og fjölskylda.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUNNAR GÍSLASON
matsveinn,
Steinholtsvegi 1, Eskifirði,
verður jarðsunginn föstudaginn 13. apríl
kl.15 frá Fella- og Hólakirkju. Þakklæti til
starfsfólks líknardeildar Kópavogs, blóm
og kransar afþakkaðir, bendum ál
íknardeild Kópavogs.
Hólmfríður María Sigurðardóttir,
Ingigerður Gunnarsdóttir, Gunnar Baldursson,
Sigurþór Gunnarsson, Guðmunda Birgisdóttir,
Harpa Rún Gunnarsdóttir, Matteo Andreoni,
afabörn og langafabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir
og tengdadóttir
MONIKA
OLECHNOWICZ-WOJCIECHOWSKA
Fosshlíð 5 Grundarfirði,
lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi
síðastliðinn fimmtudag.
Jarðarför fer fram frá Grundarfjarðarkirkju 10.
apríl kl. 16.
Piotr Wojciehowski,
Klaudia Wojciehowska, Dominik Wojciehowski,
Janek Wojciehowski, Anna Wojciehowska,
Wieslaw Olechnowicz.
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
Laufengi 8,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans á
föstudaginn langa, 6. apríl. Útförin verður
auglýst síðar.
Björn H. Þ. Ingvarsson,
Guðmundur Björnsson,
Unnar Elías Björnsson,
Jón Ingi Björnsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir amma
og langamma
HRAFNHILDUR GRÍMA THORODDSEN,
Rauðalæk 35,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
að morgni skírdags, 5. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 13. apríl kl. 13:00.
Tryggvi Viggósson, Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir,
Guðmundur Viggósson, Líney Þórðardóttir,
Regína Viggósdóttir,
Gunndóra Viggósdóttir, Ásgeir Arnoldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför okkar ástkæra föður,
tengdaföður, afa og langafa,
VILHELMS S. SIGURÐSSONAR
frá Görðum við Ægisíðu
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Austurbæ
(Skógarbæ) fyrir góða umönnun og hlýtt
viðmót.
Eva Vilhelmsdóttir, Ólafur Haukur Matthíasson,
Elín Vilhelmsdóttir, Stefán Ó. Helgason,
Sigurður Vilhelmsson, Sigurlaug Sveinsdóttir,
Málfríður Vilhelmsdóttir, Kristján Thorarensen,
Ingvar Vilhelmsson, Kristín Sandholt,
Olga Þorsteinsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
SOLVEIG JÓNSDÓTTIR
menntaskólakennari,
Skeljatanga 5,
Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 3. apríl.
Útför fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 13. apríl kl. 3 síðdegis.
Jón Nordal,
Hjálmur Nordal, Sigríður Sólveig Ólafsdóttir,
Ólöf Nordal, Gunnar Karlsson,
Sigurður Nordal, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir.