Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
Veldu einhverja tíu ávexti
á ávaxtamarkaði Krónunnar
– fyrst og fre
mst
ódýr!
og þú borgar...
„Þetta er án efa einn fallegasti dagurinn í Blá-
fjöllunum í vetur,“ sagði Magnús Árnason,
framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgar-
svæðisins, þegar blaðamaður sló á þráðinn til
hans síðdegis í gær.
Alls mættu 2.500 manns í Bláfjöllin í gær en
opið var milli klukkan 10 og 17. Aðstæður til
skíðaiðkunar voru frábærar, norðanandvari,
frostið 2,5° og það var heiðskírt og fallegt.
Færið var mjög gott enda er búið að vera frost
síðan á páskadag.
Og fólk gerði meira en ganga og renna sér á
skíðum og brettum. Klukkan 13 var hin árlega
páskamessa við Bláfjallaskála þar sem sr.
Pálmi Matthíasson messaði. Fjölmargir tóku
þátt í messuhaldinu.
Veðrið hefur gert strik í reikninginn
Að sögn Magnúsar hefur verið nægur snjór í
Bláfjöllum í vetur. Alls hefur verið opið í 60
daga. Veðrið hefur hins vegar gert strik í
reikninginn enda hefur veturinn verið fádæma
illviðrasamur. Heildarfjöldi gesta í vetur er
kominn í 46 þúsund en gestir hafa flestir orðið
85 þúsund á einum vetri.
Á undanförnum árum hefur verið opið í Blá-
fjöllum í 55 daga að meðaltali. Veturinn 2009
til 2010 var martröð fyrir starfsmenn Bláfjalla
en þá var bara opið í 5 daga. Var fyrst og
fremst snjóleysi um að kenna.
Stefnt er að því að Bláfjöllin verði opin út
aprílmánuð og jafnvel lengur ef skíðafólk skil-
ar sér í fjöllin. Magnús vonar að veðurguðirnir
verði skíðafólkinu hliðhollir næstu daga og að-
sóknin verði góð.
„Við tökum svo stöðuna í lok mánaðarins og
ef fólk er duglegt að mæta kemur til greina að
hafa opið eitthvað fram í maímánuð,“ segir
Magnús. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Messuhald Séra Pálmi Matthíasson hefur messað um páska í Bláfjöllum mörg undanfarin ár. Séra Pálmi var mættur við Bláfjallaskálann í gær og tóku fjölmargir skíðamenn þátt í messuhaldinu.
Straumur skíða-
fólks í Bláfjöllin
Án efa einn fallegasti dagurinn í vetur
Njóta matar Gott var að setjast niður milli
ferða niður fjallið og gæða sér á nestinu.
Gleði Ungir sem aldnir mættu í Bláfjöllin í gær og nutu hinnar einstöku veðurblíðu.
Ný tegund úrræðis fyrir sprautufíkla
á Íslandi var tekið í gagnið 6. október
2009. Verkefnið nefnist Frú Ragn-
heiður - skaðaminnkun og hefur það
að markmiði að draga úr smiti HIV
og lifrarbólgu C meðal einstaklinga
sem nota sprautubúnað.
Úrræðið felst í því að sérútbúinn
sjúkrabíll fer á vegum Rauða kross
Íslands á milli staða á Reykjavíkur-
svæðinu og sér fíklum fyrir hreinum
nálum. Einnig er veitt aðhlynning og
framkvæmd umbúðaskipti. Þá geta
sprautufíklar komið með notaðar nál-
ar og sprautur og fengið hreinar í
staðinn. Bíllinn vinnur í samstarfi við
Konukot þar sem sprautum er dreift
alla daga vikunnar og dagsetrið á
Eyjaslóð þar sem líka er boðið upp á
nálaskiptiþjónustu.
Að sögn Þórs Gíslasonar, verkefn-
isstjóra Frú Ragnheiðar, er þörfin
fyrir úrræði af
þessu tagi brýn.
„Okkar megin-
markmið er að ná
tengslum við hóp-
inn, að ná sam-
ræðum um neysl-
una og neyslu-
aðferðir og koma
inn meðvitund um
vandvirkni.“
Þannig er að sögn
Þórs hægt að koma í veg fyrir sýk-
ingar og og útbreiðslu smita.
Sjá má fjölgun á HIV-smitum með-
al sprautufíkla á síðustu árum hér á
landi. Á síðasta ári greindust 24 með
HIV-smit á landinu en fjölgunin er
mest hjá sprautufíklum. 55 af þeim
271 sem greinst hafa með HIV hér-
lendis á síðustu 26 árum eru sprautu-
fíklar.
Þór segir að ekki sé meðvitað reynt
að halda að gestum Frú Ragnheiðar
hugmyndum um meðferð. „Fólk kem-
ur til okkar á sínum forsendum. Það
þarf ekki að þykjast hafa áhuga á að
fara í meðferð. Staðreyndin er sú að
alltaf eru einhverjir sem ekki eru til-
búnir til að fara í meðferð og okkar
hlutverk er að lágmarka skaðann sem
það fólk veldur sjálfu sér og öðrum.“
Þór segir nauðsynlegt að líta raun-
sætt á vandann. „Við munum aldrei
ná því markmiði að allir fíklar hætti
neyslu, það eru alltaf einhverjir sem
eru virkir. Við verðum að vinna með
hópnum á því sjúkdómsstigi sem
neyslan er.“ Starfsmenn Frú Ragn-
heiðar leiða fólk þó í rétta átt þegar
það sýnir meðferð áhuga, en að sögn
Þórs er það ekki forsenda fyrir nýt-
ingu þessa úrræðis.
gudrunsoley@mbl.is
Hindra útbreiðslu
Hlutfall sprautufíkla í hópi HIV-greindra er hvergi hærra
en hér á landi en úrræði skortir að sögn verkefnisstjóra
Þór Gíslason