Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012 Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Flísar f ramtíða rinnar gæði og glæsile iki á gó ðu verð i Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is HEYRNARSTÖ‹IN Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Finnst þér allir vera að hvísla? Ljósmyndara Morgunblaðsins brá í brún þegar hann rakst á leifar af áramótasprengjum við Hamrahlíð í Reykjavík. Stórtæk hreinsunarstarfsemi á sér iðulega stað eftir áramót á vegum borgarinnar og því hlýtur að teljast undarlegt að enn sé leifar af áramótafagnaði borgarbúa að finna á götum úti í aprílmánuði. Hver veit þó nema menntskælingar í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafi fagnað sprengideginum í ár með bókstaflegum hætti og leifarnar séu þaðan. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áramótabombur í aprílmánuði Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, ný- krýndur Íslandsmeistari í módel- fitness, hlaut gullverðlaun í bik- iní-flokki módelfitness á vaxtarræktar- og fitnessmótinu Loaded Cup sem fram fór í Dan- mörku 7. apríl sl. Var það í fyrsta sinn sem keppt er í slíkum flokki á mótinu. Aðalheiður lenti í mars sl. í öðru sæti í sama flokki á hinu víðfræga Arnold Classic-móti sem fram fór í Ohio í Bandaríkj- unum og kennt er við hinn kunna vaxtarræktarmann, leikara og fyrrverandi ríkisstjóra Kali- forníu. Aðalheiður sagði blaðamanni í gær að bikiní-flokkurinn væri sambærilegur módelfitness- flokki á líkamsræktarmótum hér á landi. „Við eigum að vera vel æfðar með íþróttamannslegan vöxt og svo er líka verið að dæma meira út frá útgeislun og sviðs- framkomu,“ útskýrði Aðalheiður. Vöðvastæltur líkami væri því ekki það eina sem skipti máli en þó þyrftu vöðvar að vera vel sýni- legir. Til að ná fyrrgreindum árangri hefur Aðalheiður stundað líkams- rækt í um 1,5 klst. á dag, sex daga vikunnar. Um þjálfun henn- ar sér Konráð Valur Gíslason einkaþjálfari og segir Aðalheiður hann allan heiður eiga skilinn fyrir sín störf. Þess má geta að Magnús Þór Samúelsson keppti í vaxtarrækt á Loaded Cup og hafnaði í öðru sæti. Hlaut gullverðlaun á Loaded Cup  Aðalheiði Ýri vegnar vel á mótum Ljósmynd/Gyða Henningsdóttir Hreysti Aðalheiður Ýr glæsileg á Íslandsmótinu í módelfitness. Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins hafði í nógu að snúast í fyrrinótt en farið var í um 30 sjúkraflutn- inga. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var ekki um að ræða marga forgangs- eða neyðarflutninga heldur var verið að flytja fólk á milli sjúkra- stofnana. Dælubílar slökkviliðsins fengu þó hvíld yfir nóttina þar sem engin út- köll voru vegna bruna. Annríki var í sjúkra- flutningum á páska- dagsnótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.