Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.04.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012 Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál KROM 53x80 cm • Aluminum / Ál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Með bættri hönnun á loftflæði ytra byrðis og tæknibúnaði sem tryggir hagkvæmustu aksturstilhögun er mögulegt að minnka umtalsvert eyðslu eldsneytis. Þannig er Audi A4 enn sparneytnari en áður og eyðir aðeins frá 4,5 lítrum á hverja 100 km.* Nýr A4 er því afrakstur stöðugrar tækniþróunar hjá Audi. Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað í Audi A4 fylgir sóllúga öllum bílum sem pantaðir eru fyrir 1. júní 2012. *M.v. 2.0TDI 143 hestafla, dísilvél, beinskiptan. Farvegur framþróunar Velkomin í reynsluakstur Bandaríski fréttamaðurinn Mike Wallace lést á skírdag, 93 ára að aldri. Ferill hans spannaði alls sex- tíu ár í útvarpi og sjónvarpi en hann er líklega þekktastur fyrir viðtöl sín í frétta- skýringarþættin- um 60 mínútum á CBS-sjónvarps- stöðinni. Hann hóf feril sinn í út- varpi þar sem hann vann við fréttir og skemmtiþætti auk þess að leika og koma fram í auglýsingum. Árið 1963 var hann ráðinn frétta- ritari hjá CBS-fréttastöðinni og sagði sem slíkur meðal annars fréttir frá Víetnam, Washington og kosningabaráttunni í Bandaríkjun- um. Harður í horn að taka Það var svo árið 1968 sem hann var valinn til að vera annar ritstjóra 60 mínútna sem þá hófu göngu sína. Þátturinn varð fljótlega vinsælasti fréttaþátturinn í bandarísku sjón- varpi og átti harðsoðinn stíll Wal- lace stóran þátt í velgengninni. Hann þótti harður í horn að taka í viðtölum sínum og alls óhræddur við að spyrja viðmælendur sína óþægilegra spurninga sem brunnu á flestra vörum. Á ferli sínum tók Wallace viðtöl við fjölda Bandaríkjaforseta, þjóð- arleiðtoga og aðra fræga einstak- linga. Þannig tók hann viðtal við blökkumannaleiðtogann Malcolm X skömmu áður en hann var ráðinn af dögum árið 1965, spurði ajatollah Khomeini, æðstaklerk Írans, hvort hann væri brjálaður og tók viðtal við Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, árið 2006. Fjöldi verðlauna Alls starfaði Wallace við 60 mín- útur í 37 ár áður en hann lét af störfum árið 2006. Hann hélt þó áfram að taka viðtöl endrum og sinnum þar til 2008 þegar hann dró sig endanlega úr sviðsljósinu eftir að hafa gengist undir þrefalda hjá- veituaðgerð á hjarta. Wallace vann til tuttugu Emmy- verðlauna á ferlinum auk allra ann- arra meiriháttar verðlauna sem hægt er að vinna til fyrir sjónvarps- fréttamennsku. kjartan@mbl.is Mike Wallace látinn, 93 ára  Fréttamaður 60 mínútna í 37 ár Mike Wallace, fréttamaður. Að minnsta kosti sextíu manns féllu í árás al-Qaeda-liða á her- mannaskála í borginni Loder í Jemen í gær. Að sögn yfirvalda voru fjörutíu af þeim sem féllu árásarmenn en fjórtán voru her- menn. Auk þeirra féllu sex aðrir í átökunum. Árásin hófst fyrir dagrenningu en samkvæmt heimildum hersins veittu hermennirnir mótspyrnu. AFP-fréttastofan hefur hins vegar eftir embættismanni í borginni að hermennirnir hafi síðan hörfað úr skálanum og borgarbúar hafi bar- ist við árásarmennina. Verjast árásum al-Qaeda Borgin Loder er í Abyan-héraði sem samtökin Skæruliðar sjaría, sem talin eru tengjast al- Qaeda, náðu á sitt vald í maí í fyrra. Samtökin yfirtóku borgina um skamma hríð í ágúst 2010 áð- ur en herinn hrakti liðsmenn þeirra þaðan. Ættbálkar í hér- aðinu hafa síðan barist við hlið stjórnarhermanna gegn vígamönn- um al-Qaeda. Um helgina féllu 24 grunaðir al- Qaeda-liðar í loftárásum hersins á helstu vígi þeirra í suður- og aust- urhluta landsins. kjartan@mbl.is Tugir féllu í árás al-Qaeda á hermannaskála í Jemen Grunaður Al- Qaeda-liði í Jemen. Páskagleði krá- argests í mið- borg Stokkhólms tók óvæntan enda á laug- ardag. Hann hafði gefið sig á tal við annan mann á barnum og í gjafmildi sinni boðið hon- um að fá sér línu af kókaíni á bað- herbergi staðarins. Hann vissi hins vegar ekki að drykkjufélaginn var lögreglumaður á frívakt sem kall- aði út félaga sína sem komu og handtóku manninn. Við leit á heim- ili hans fannst meira magn af kók- aíni og er hann nú ákærður fyrir kókaínsölu. kjartan@mbl.is SVÍÞJÓÐ Bauð lögreglumanni á frívakt kókaín Pakki af kókaíni Eli Yishai, innan- ríkisráðherra Ísraels, tilkynnti á páskadag að þýska rithöf- indum Günter Grass yrði hér eftir bannað að koma til landsins fyrir að „reyna að kynda undir hatri á Ísraelsríki og þegnum þess“. Grass hefur kallað yfir sig reiði Ísraela eftir að hann birti ljóð á miðvikudag þar sem hann sakar Ísraela um að leggja á ráðin um gereyðingu Írans og ógna öryggi heimsins. Grass segir hins vegar að ljóðið hafi aðeins beinst að stjórn Benjamíns Netanyahu. ÞÝSKALAND Grass bannað að koma til Ísraels Günter Grass Bertold Wiesner, austurrískur líf- fræðingur sem rak frjósemis- stofu í London um áratuga- skeið, er talinn vera sjálfur faðir um sex hundruð barna. DNA-rann- sóknir á 18 manns sem komu undir á stofunni á milli áranna 1943 og 1962 leiddu í ljós að tveir af hverj- um þremur voru börn Wiesners. Það voru tveir menn sem getnir voru á stofunni sem komust að þessu þegar þeir rannsökuðu hana. Þeir segja að Wiesner geti verið faðir 300-600 barna. BRETLAND Var sjálfur faðir hundraða barna Ungbarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.