Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 Föstudagur » Krónan „Ég kaupi aðallega í matinn fyrir mínar Aukakrónur“ Mánudagur Þriðjudagur » Kaffitár Næstum 30 þúsund manns nota Aukakrónur til að kaupa allt frá matvælum til trygginga hjá tæplega 300 fyrirtækjum um land allt. Byrjaðu að safna Aukakrónum strax í dag. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Keðja ásamt stórkrossstjörnu, æðsta stig fálkaorðunnar, er í einkaeign Höskuldar Ragnarsson- ar. Um er að ræða orðu sem aðeins er veitt þjóðhöfðingjum en ein- göngu hafa verið veittar 25 stór- krosskeðjur frá upphafi. Upphaf fálkaorðunnar má rekja til 1921. Fimm forsetar Íslands á lýðveld- istímanum hafa verið sæmdir orð- um af umræddri gerð en aðeins þjóðhöfðingjar geta hlotið orðuna. Hinar 20 stórkrosskeðjurnar hafa farið til erlendra þjóðhöfðingja. Dularfullur uppruni Stórkrosskeðjan sem nú er í eigu Höskuldar kom hingað til lands frá Bandaríkjunum í kringum 1990. Höskuldur segist ekki þekkja sögu þessa merka grips fyrir þann tíma. „Þessi orða var keypt af Íslendingi á uppboði í Bandaríkjunum. Ég kynntist eldri manni, sem eignaðist gripinn seinna, en hann lést. Ég sagði við son hans í hálfgerðu gríni að hann skyldi hafa samband við mig ef fjölskyldan ætlaði að selja. Svo hringdi hann í mig einn daginn og ég fór á staðinn og gekk út með gripinn undir hendinni,“ segir Höskuldur sem vill ekkert láta uppi um kaupverðið. Því má segja að allt sé á huldu varðandi uppruna þess- arar merkilegu orðu. Væntanlega hefur stórkrossinn upphaflega til- heyrt þjóðhöfðingja þar sem aðeins þeir eru sæmdir orðunni. Fullveldi hvati að stofnun Fullveldi Íslendinga 1918 og koma konungs 1921 eru helstu hvatar að stofnun fálkaorðunnar, með fullveldinu töldu Íslendingar sig bæra til að stofna eigin orðu. Reglur um orðuna byggðust á norskum og dönskum fyr- irmyndum, en talið er að Jón Hjal- talín Sveinbjörnsson konungsritari og Jón Magnússon forsætisráð- herra hafi ráðið miklu um gerð og reglur orðunnar. Hans Christian Harald Tegner, prófessor við listaháskólann í Kaupmannahöfn, teiknaði orðuna en hann vann ýms- ar skreytingar fyrir dönsku hirðina. Hin konunglega íslenska fálkaorða var stofnuð til þess að sæma með henni þá menn og konur, innlend og útlend, sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður fósturjarð- arinnar. Fyrir 1944 var stórkros- skeðjan skreytt silfruðum fálka og fangamarki stofnandans, Kristjáns tíunda, en eftir lýðveldisstofnun 1944 var fangamarki konungs skipt út fyrir íslenska skjaldarmerkið. Keðjan verður í fyrsta skipti sýnd almenningi á safnarasýningu Myntsafnarafélags Íslands um helgina. Myntsafnarafélagið, sem stofnað var 1969, stendur fyrir sýn- ingu í Norræna húsinu helgina 20.- 22. apríl. Auk hins fágæta grips verða til sýnis gjaldmiðlar, gamlir sem nýir, auk ýmissa forvitnilegra muna sem vekja minningar frá gamalli tíð. Fágæt orða í einkaeigu safnara hér á landi  Aðeins þjóðhöfðingjar sæmdir stórkrosskeðjunni Morgunblaðið/Eggert Dýrgripur Höskuldur Ragnarsson stoltur með stórkrossinn. Almenningi býðst að skoða krossinn á sýningu í Norræna húsinu um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.