Morgunblaðið - 20.04.2012, Side 10

Morgunblaðið - 20.04.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is S ólrún Mjöll Kjart- ansdóttir, 16 ára stúlka úr Laugarneshverfinu í Reykjavík, var nýlega valin trommari Músík- tilrauna 2012 en þetta er í fyrsta skipti í 30 ára sögu keppninnar sem kona hlýtur þennan titil. Hún er trommuleikari hljómsveit- arinnar White Signal sem kosin var hljómsveit fólksins í almennri símakosningu Músíktilrauna á Rás2. Kom mjög á óvart Sólrún tók nýlega þátt í trommukeppninni ,,Hit like a Girl“ en sú keppni er haldin í Bandaríkj- unum og er markmið hennar að hvetja stelpur til að tileinka sér trommuleik. Keppendur voru vald- ir með hjálp netkosningar. ,,Ég endaði ekki í einu af 20 efstu sætunum í keppninni en það er allt í lagi. Ég hafði bara gaman af því að taka þátt og fékk fullt af atkvæðum. Um 580, held ég,“ segir Tónlistin og vinirnir eru númer eitt Sólrún Mjöll Kjartansdóttir, trommuleikari í unglingahljómsveitinni White Signal, var valin besti trommuleikarinn í Músíktilraunum árið 2012. Í kjölfar þess keppti hún í bandarískri keppni kvenkyns trommuleikara. Sólrún Mjöll byrj- aði að spila á trommur fyrir um fimm árum og kom titillinn henni á óvart. Taktviss Sólrún Mjöll Kjartansdóttir hefur spilað á trommur í um fimm ár og var valin besti trommuleikarinn á Músíktilraunum í ár. Það er hægt að gleyma sér nærri endalaust yfir því að skoða falleg föt. Skoða, spá og spekúlera og láta sig dreyma. Skemmtilegt er að kíkja inn á vefsíður stærri verslana úti í heimi um þetta leyti og sjá hvað er framundan hjá þeim í tískunni. Sumir eru á leið út fyrir landsteinana en aðrir geta kannski nýtt sér að panta fatnað á netinu. Massimo Dutti er spænsk tísku- verslanakeðja sem rekur 573 verslanir í 51 landi. Verslunin er verðflokki ofar en H&M en þó er verðið alveg sæmi- lega viðráðanlegt. Fatnaðurinn er hannaður í anda sjálfstæðra karla og kvenna sem lifa hinu „dæmigerða“ stórborgarlífi og eru heimsvön. Þar með eru fötin þægileg en um leið smart og falleg. Bara úrvalið af klútum frá Massimo Dutti er nóg til að rugla mann í ríminu. Klútakvíði tekur völd og á endanum er maður búinn að velja sér fimm uppáhalds. Leðurjakka í ýmsum sniðum og litum má líka finna hjá Massimo Dutti og skó með svo fal- lega háum hælum að mann hreinlega svimar. Yngsta kynslóðin er heldur ekki skilin út undan en undir merkjum Mas- simo Dutti eru líka hannaður barna- fatnaður á stráka og stelpur. Sjón er sannarlega sögu ríkjandi og hægt að finna sér margt fallegt og litríkt í þessari verslun fyrir komandi sumar. Vefsíðan www.massimodutti.com Glæsileg Fyrirsæta í klæðnaði frá hinu spænska Massimo Dutti. Spænsk sumartíska Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Klukkan var að ganga eitteftir miðnætti og ég varein vakandi. Sat uppi írúmi og las, með aðra vin- konuna hrjótandi við hlið mér og hina einhvers staðar langt undir sæng á bedda hinum megin í her- berginu. Skyndilega heyrði ég ógreinilegt hljóð, leit upp og hlustaði um stund en þá var það farið. Hélt áfram að lesa en eftir smástund heyrði ég það aftur og það var engu líkara en það kæmi frá sturtuklef- anum. Sturtuklefinn. Hann varð tilefni líflegra umræðna þegar við vorum nýlentar í Lundúnum og gengum fyrst inn á herbergi okkar á gisti- heimilinu. Frístandandi upp við vegg, beint á móti rúminu. Við ákváðum að þetta væri bara hippa- legt og notó. En hvaða hljóð var þetta …? Ég starði á sturtuna nokkra stund og hlustaði. Krafs krafs. Birtan frá leslampanum rétt megnaði að lýsa neðri hluta hennar upp en í veikri birtunni sá ég hana. Sá ég þær. Fyrst snjáldur, svo höfuð, svo búk og ann- an. Ég stökk upp í rúminu og hvíslaði eins hátt og ég gat á vinkonur mínar að vakna. „Ha … hu … hva …?“ stundi sú upp úr sér sem lá við hlið mér. „ÞAÐ ERU ROTTUR UNDIR STURTUNNI!“ stundi ég upp á móti. Ég reyndi að láta við- bjóðinn ekki ná tökum á mér; nú voru góð ráð dýr. Það hvarflaði ekki að mér að vera mínútunni lengur inni í þessu her- bergi en á hinn bóginn hafði ég ekki nokkra lyst á því að stíga niður á gólfið, hvað þá berfætt! Ég man ekki hvernig við komumst fram á gang en það hafð- ist. Við hringdum á gest- gjafann sem kom að lokum þramm- andi upp stigann, úrillur og allsnak- inn fyrir utan lítið bleikt handklæði sem hann hafði af tillitssemi vafið um sig miðjan. Eftir nokkra stund varð okkur ljóst að hann hvorki trúði okk- ur né ætlaði sér að koma til móts við okkur og við vinkonurnar, rétt að skríða í tvítugt, enduðum úti á götu um hánótt í miðborg Lundúna, leit- andi að nýju hóteli. Við snerum aftur morguninn eftir og þá mætti okkur í anddyrinu gest- gjafinn, alsæll og hinn kátasti. Hann hafði þrátt fyrir allt hringt á mein- dýraeyði, sem hann hafði um nóttina hótað að rukka okkur fyrir, og þrjú kvikindi höfðu þegar látið gabbast. Því bar, að hans mati, augljóslega að fagna. Hann bauð okkur annað her- bergi og nóttina fría, sem við þáðum en sórum þess jafnframt dýran eið að dvelja aldrei aftur á þessari stofnun. Þetta ævintýri rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var að leita að hóteli á tripadvisor.com á dögunum en þá datt mér í hug að fletta upp gistiheimilinu. Það fékk margar ágætis umsagn- ir á síðunni og eig- andinn sömuleiðis en ég get ekki sagt að það hafi freistað mín að gefa því, né honum, annan séns. »Við hringdum á gest-gjafann sem kom að lokum þrammandi upp stigann, úrillur og allsnak- inn fyrir utan lítið bleikt handklæði sem hann hafði af tillitssemi vafið um sig miðjan. HeimurHófíar Hólmfríður Gísladóttir Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Íslensk framleiðsla Mósel 30% afsláttur af völdum sófum H Ú S G Ö G N Basel Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.