Morgunblaðið - 20.04.2012, Síða 34

Morgunblaðið - 20.04.2012, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012 ✝ Þórunn Eyj-ólfsdóttir Haf- stein fæddist í Reykjavík 13. des- ember 1946. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 12. apríl 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigrún Eyj- ólfsdóttir, f. 18. júlí 1920 á Fáskrúðs- firði, d. 18. mars 1982 í Reykja- vík og Eyjólfur Jónsson Haf- stein, f. 25. september 1911 á Óspakseyri, Strandasýslu, d. 18. febrúar 1959, stýrimaður í Reykjavík. Systkini hennar: Nína Kristjana Eyjólfsdóttir Hafstein skólaliði, f. 15. nóv- ember 1949 í Reykjavík, Eyjólf- ur Pétur Hafstein kennari, f. 8. september 1951 og Sigrún Birna Hafstein leikskólakennari og sjúkraliði, f. 1. júní 1958 í Reykjavík. Þann 16. júní 1967 giftist Þór- unn Guðlaugi Björgvinssyni fyrrv. forstjóra Mjólkursamsöl- unnar, f. 16. júní 1946. Dætur Guðlaugsdóttir læknir, f. 19. maí 1980. Maki Ernu er Guð- mundur Gunnarsson læknir, f. 26. nóv. 1971 og eiga þau saman soninn Daníel f. 28. okt. 2010. Fyrir átti Guðmundur dótturina Magdalenu, f. 23. júní 2000. Þórunn lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1967 og starfaði um árabil sem ritari hjá Póst- og símamálastofnun. Í júní 1987 lauk Þórunn kennaraprófi frá KHÍ og gerðist sama ár grunnskólakennari við Flata- skóla í Garðabæ þar sem hún starfaði til ársins 2010. Þórunn var virk í starfi Soroptim- istahreyfingarinnar; var félagi í Sorptimistaklúbbi Hóla og Fella frá stofnun hans í september 1982. Hún var einnig félagi í Inner Wheel frá 1985. Þórunn hafði gaman af því að ferðast innanlands sem utan; hún fór fjölda ferða sem tengd- ust starfi eiginmannsins, m.a. til Ástralíu, Asíu, N.-Ameríku og Nýja-Sjálands. Þá hafði Þórunn ánægju af útiveru, s.s. laxveiði, skíðaiðkun og skógrækt við sumarbústað fjölskyldunnar í Grímsnesi. Útför Þórunnar fer fram frá Dómkirkjunni, í dag, 20. apríl 2012, kl. 15. þeirra eru: 1) Ásta Margrét flugfreyja, f. 8. sept. 1965, maki Einar Ingi Ágústsson, f. 25. maí 1960, fram- kvstj., börn þeirra eru a) Guðlaugur Þór f. 22. des 1992, b) Ingibjörg Eva f. 9. des. 1996 c) Ein- ar Ágúst f. 22. júlí 1998. Fyrir átti Einar dótturina Sóleyju f. 27. ágúst 1986, sonur hennar er Mikael White f. 6. okt. 2010. 2) Hildigunnur Sigrún hjúkr- unarfræðingur, f. 22. júlí 1972, maki Gunnlaugur Árnason bíl- stjóri, f. 6. nóv. 1971. Synir Hildigunnar og Hermanns Rafns Guðmundssonar eru a) Rafn Atli f. 5. ágúst 1998 og b) Ernir Atli f. 8. feb. 2005. Gunn- laugur á dótturina Helgu Rún f. 3. jan. 2000. 3) Þórunn Björk kennari og flugfreyja, f. 3. ágúst 1974. Þórunn giftist Jóhannesi Felixsyni bakara og eignuðust þau dótturina Rebekku Rún f. 24. júlí 1994, þau skildu. 4) Erna Elsku besta mamma mín er fallin frá. Þegar ég var lítil var ég svo stolt af foreldrum mínum. Mér fannst þau alltaf svo falleg og flott. Mamma var ekki bara falleg að ut- an því góðmennska er það orð sem fyrst kemur upp í hugann þegar ég hugsa til hennar. Það gleður mig því óendanlega að þetta er það orð sem flestir hafa notað um hana á síðustu dögum. Góð- mennska hennar var sönn og hún gaf sér tíma til að sýna hana. Þeg- ar ég var lítil lét mamma sér ekki nægja að tala blíðlega til okkar ef við gátum ekki sofið, hún hélt á okkur í fanginu og söng okkur í svefn. Enginn kom í heimsókn eða kvaddi án þess að kyssa hana og knúsa. Í gegnum tíðina kunni ég ekki alltaf að meta mömmu að verð- leikum og það er svolítið sárt að vita til þess að ég hafi ekki sagt henni nógu oft hvað ég elskaði hana og væri stolt af henni. Eitt lýsandi dæmi um góðmennsku mömmu gerðist nýlega. Við sitj- um fyrir framan húsið í Vestur- bergi á fallegum sumardegi. Framhjá gengur ungur maður með svartan plastpoka á bakinu. Þegar hann sér okkur spyr hann hvort við séum aflögufær um nokkrar dósir. Mamma var fljót til og segir honum að hinkra og um leið og hún skundar inn segir hún mér að hafa ofan af fyrir honum. Tíminn er lengi að líða, alltof lengi miðað við að mamma er að sækja nokkra tómar áldósir. Það er erf- iðara og erfiðara fyrir mig að halda uppi samræðum við unga manninn og ég skil ekki hvað tefur mömmu. Eftir vandræðalega langan tíma birtist hún með poka af dósum í annarri hendi og fer- kantaðan álpappírshlunk í hinni. Ástæðan fyrir seinagangi mömmu; hún hefur ekki bara sótt nokkrar áldósir heldur hefur hún líka smurt nokkrar brauðsneiðar með hunangsskinku og osti, og tekið sér tíma til að pakka nost- urslega í álpappír. Áldósirnar og samlokuna afhendir hún unga manninum sem þakkar fyrir sig, dálítið hissa á þessari óvæntu góð- mennsku. Þar sem við horfum á eftir honum ganga í burtu sjáum við hvar hann byrjar að gæða sér á samlokunni. Svona var mamma mín – góðhjörtuð, hjálpsöm og sendi aldrei neinn burtu svangan. Henni vonast ég til að líkjast. Elska þig að eilífu, Þín Þórunn Björk. Elsku mamma mín er dáin. Eftir að ég flutti til Svíþjóðar urðu samverustundir okkar færri en það var alltaf svo gott að koma heim í stuttar heimsóknir og fá að gista heima hjá þér og pabba í gamla herberginu mínu. Ég var alltaf jafnvelkomin. Seinasta ferð okkar fjölskyldunnar heim var rétt fyrir páska og ég kvaddi þig með faðmlagi og kossi á kinn að kvöldi föstudagsins langa áður en við héldum aftur til Svíþjóðar. Það er ég svo þakklát fyrir. Mikið sakna ég þín. Þú varst alltaf svo góð og máttir ekkert aumt sjá. Í hvert skipti sem það var bankað á dyr eða hringt og þú beðin um að styrkja eitthvað þá hikaðirðu aldrei og fólk fór oft í burtu með meira en það bað um. Þau voru líka ófá skiptin sem ég var send upp í herbergi og látin taka til gömul föt sem ég var hætt að nota og þau gefin til mæðra- styrksnefndar eða til annarra sem minna máttu sín. Ég minnist þess líka að á löngum bílferðum þá teygðir þú hlýju hendina þína aft- ur til mín og við héldumst í hend- ur. Þá var ég ekki eins einmana. Á kvöldin áður en ég sofnaði gafstu þér alltaf tíma til að vera hjá mér og fara með bænirnar og þá leið mér vel og ró færðist yfir mig. Elsku mamma mín, ég kveð þig með mikla sorg í hjarta og eina af uppáhaldsbænum mínum sem við fórum alltaf með saman. Guð geymi þig. Kirkjan situr á sandinum með hnappagullin smá. Það er Guð og María sem þetta húsið á. Erna Guðlaugsdóttir. Mig langar að skrifa nokkrar línur um fyrrverandi tengdamóð- ur mína, hana Þórunni Hafstein. Ég kynntist Þórunni í byrjun árs- ins 2011 í einu af fjölmörgum mat- arboðum sem hún og Gulli héldu í Vesturberginu. Strax í upphafi tók hún mér opnum örmum og voru kynni okkar ávallt mjög góð. Hún tók syni mínum einnig mjög vel og mátti hann aldrei yfirgefa heimilið án þess að gefa henni einn koss bless. Mér fannst Þórunn ótrúlega hjartahlý kona og með góða nær- veru. Eiginleikar sem skinu í gegnum hana. Það var henni mik- ilvægt að öllum liði vel. Mér fannst auðvelt að ræða við Þórunni um öll heimsins mál og er mér sér- staklega minnisstætt þegar við töluðum saman á dönsku enda var hún kennari að mennt. Hreimur- inn afbragð. Góðir tímar sem við áttum saman við matarborðið. Mér var gríðarlega brugðið þegar ég fékk fréttirnar að Þór- unn hefði látist sviplega vegna veikinda. Þetta er mikill missir fyrir alla þá sem voru nákomnir henni og sérstaklega fyrir barna- börnin sem hún hélt mikið uppá. Ég sendi allri fjölskyldunni inni- lega samúðarkveðju og bið guð um að gefa þeim styrk til að komast í gegnum þennan erfiða tíma. Guð blessi ykkur. Eiríkur Emil Beck. Þórunn tengdamóðir mín var lífsreynd og þroskuð kona. Þegar ég hitti hana fyrst tók ég eftir að hún var laus við alla tilgerð og prjál. Eftir því sem tíminn leið sá ég að hún var mikill húmoristi. Hún hafði þægilega nærveru, var hjartahlý og bjó yfir miklu jafn- aðargeði. Þórunn var skoðanaföst og gat verið þrjósk. Við fjölskyld- an vorum nýlega á Íslandi í stuttri heimsókn. Við áttum að fljúga heim til Svíþjóðar laugardaginn fyrir páska. Við vorum grunlaus að Daníel fengi hinsta ömmukoss- inn á vanga að kvöldi föstudagsins langa þegar sá stutti var að fara að sofa. Þórunn lést eftir stutt veik- indi nokkrum dögum seinna. Guð- laugi og stelpunum votta ég virð- ingu mína. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Gunnarsson. Í dag kveð ég tengdamóður mína, Þórunni E. Hafstein. Þetta er undarleg tilfinning því það er svo stutt síðan við hittumst í fantaformi. Við sátum saman og spjölluðum í tveimur fermingar- veislum nú nýlega og ræddum þá ýmis mál sem voru á dagskránni í vor og sumar. Ég brá mér af landi brott um páskana og missti því af árlegri páskaveislu Þórunnar og Gulla sem heppnaðist að sjálf- sögðu ljómandi vel. Ég var í þann mund að fara að skjótast til henn- ar með ilmvatn sem ég keypti í frí- höfninni þegar ég frétti af veikind- um hennar og hvernig henni hafði skyndilega hrakað mjög. Tíðindin komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og þegar Þórunn var úrskurð- uð látin aðeins nokkrum klukku- stundum síðar umvafin ástvinum var eins og tíminn stæði kyrr og maður beið eftir að hún, eða mað- ur sjálfur, vaknaði af þessum öm- urlega draumi. Leiðir okkar Þórunnar lágu saman fyrir nær 25 árum þegar ég hóf sambúð með Ástu dóttur henn- ar. Með því hófst vinátta sem aldr- ei hefur borið skugga á. Yngri dætur Þórunnar og Gulla voru þá á barnsaldri og þau hjónin stund- uðu skíði og aðra útiveru með dætrum sínum af kappi þegar færi gafst. Við Ásta fylgdum með og með því að elta tengdaforeldra mína upp um allar brekkur kynnt- ist ég skíðaíþróttinni í rauninni í fyrsta sinn. Þá eru heimsóknir í sumarbústaðinn í Grímsnesi, árleg ættarmót og leikhúsferðirnar minnisstæðar. Þórunn var létt í lund og lét aldrei neina neikvæðni koma sér úr jafnvægi. Alltaf já- kvæð og með húmorinn á sínum stað. Hún var glæsileg og falleg kona en hennar innri fegurð var samt það sem laðaði fólk að henni. Aldrei heyrði ég hana dæma aðra eða tala illa um nokkurn mann. Hún var svo góð og hjálpleg við alla, sérstaklega þá sem minna máttu sín, að eftir var tekið og hún var í uppáhaldi hjá fjölda fólks. Þórunn var dugleg að bjóða í mat og var góður kokkur. Ég ætla rétt að vona að Gulli og dætur þekki sósuuppskriftirnar; íssós- una, graflaxsósuna og rauðvíns- sósuna. Í fjölskylduboðum var hún hrókur alls fagnaðar og oftast dró hún fram eitthvert fjölskylduspil eða stjórnaði bingói þar sem allir þátttakendur fengu einhver verð- laun til að taka með sér heim. Allt- af var hún að gefa einhverjum eitt- hvað og ég vissi að oft var innkaupakarfan tvöföld því Þór- unn keypti gjarnan inn fyrir fleiri en sína eigin fjölskyldu. Hún var alltaf að hugsa um þá sem minna höfðu umleikis og var dugleg að rétta hjálparhönd. Nú er hún farin frá okkur en við sem þekktum hana getum haldið minningu hennar á lofti með því að tileinka okkur hennar gildi og sýna umburðarlyndi, ást, gjaf- mildi, hjálpsemi og hlýju. Hennar verður sárt saknað. Einar Ingi Ágústsson. Elsku besta amma mín. Ég þakka Guði fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ég sé það núna hvað ég tók það sem sjálfsagðan hlut að fá að koma til þín og afa hvenær sem ég vildi. Þið tókuð mér alltaf opnum örmum og mér leið alltaf vel hjá ykkur. Þú pass- aðir að ég borðaði mig ávallt full- sadda og það var ekki hægt að fara frá ykkur nema með nóg af nesti. Mér hefur alltaf fundist þú svo góð manneskja sem vildi öllum vel og þótti vænt um alla. Allir þeir sem komu inn á heimilið þitt voru skyldugir til að heilsa með nokkr- um kossum á kinn. Svo að sjálf- sögðu mátti heldur enginn fara nema að knúsa þig og kyssa. Ég sé það núna hvað mér þótti vænt um það. Seinast þegar ég sá þig vild- irðu fá meira en bara einn koss og ég er svo þakklát fyrir að hafa kvatt þig með nokkrum kossum, það er einmitt þannig sem ég vil muna eftir seinustu stund okkar saman. Ég trúi því bara ekki að ég fái aldrei aftur að kyssa þig bless. Ein besta minningin mín með þér var þegar við fengum okkur M&M í eftirrétt. Þú kenndir mér að borða einungis brúnu M&M kúlurnar en skilja hinar bara eftir fyrir afa. Síðan þá hef ég alltaf sparað brúnu kúlurnar þar til sein- ast, því þær eru jú bestar. Ég mun aldrei gleyma því hvernig það var að gista hjá ykkur afa. Ef mér leið illa þá söngstu fyr- ir mig og nuddaðir mig þar til allt skánaði. Við tvær báðum svo bæn- irnar okkar saman og það þótti mér einna vænst um. Það voru uppáhalds stundir mínar með þér. Ég trúi því ekki að ég fái aldrei aftur að kyssa þig né knúsa. Þú ert ein fallegasta kona sem ég hef kynnst og ég mun aldrei, aldrei gleyma þér, amma mín. Ég lofa að hugsa vel um afa og ég lofa að biðja bænirnar mínar. Ég mun alltaf sakna þín. Þitt barnabarn, Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Rebekka Rún. Nú ertu farin, elsku amma, og ég sakna þín svo sárt. Ég vildi að ég hefði getað kvatt þig betur, amma mín en þetta gerðist allt svo skyndilega. Alltof snemma. Auð- vitað vissi ég að einn daginn myndi þetta koma fyrir, þannig er bara lífið en aldrei bjóst ég við þessu strax. Allar minningar sem ég á með þér eru orðnar að gulli. Sér- staklega fannst mér gaman að fara með ykkur afa upp í sumarbústað. Þar fórum við í heitapottinn og spiluðum eða horfðum á teikni- myndir og alltaf stútfylltum við okkur af alls konar nammi og góð- gæti. Þú hefur alltaf verið einstak- lega fyndin og skemmtileg og aldr- ei mun ég gleyma þeim minningum sem ég á með þér. Ég man þegar þú stökkst í splitt á stofugólfinu í Vesturberginu, því mun ég aldrei gleyma. Þegar ég kom til þín léstu mig oft læra, bæði stafsetningu og skrift en einnig léstu mig lesa upp- hátt fyrir þig en sú kennsla og æf- ing kom sér einstaklega vel og er að koma sér vel enn þann dag í dag. Þú myndir ekki trúa því hversu þakklát ég er fyrir alla þá hluti sem þú hefur kennt mér og allt sem þú hefur fyrir mig gert. Ég veit þú vakir yfir okkur og verður alltaf hjá okkur. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku amma mín. Þín dótturdóttir, Eva litla. Þórunn mágkona mín er látin 65 ára að aldri. Fráfall hennar minnir óþyrmilega á hve bilið milli lífs og dauða er stutt og aldrei að treysta á að bíða til morguns með það sem unnt er að gera í dag. Þórunn var aðeins 16 ára að aldri þegar hún kom fyrst inn á æskuheimili mitt. Þau voru þá ný- byrjuð í Verzlunarskólanum hún og Gulli bróðir minn. Hann féll að sjálfsögðu strax fyrir þessari fal- legu og greindu stúlku. Mér finnst í dag sem við höfum nánast alist upp saman, svo langt er síðan við kynntumst . Við giftum okkur báðar með nokkra mánaða milli- bili og vorum með lítil börn á svip- uðum tíma. Hugurinn reikar aftur í tímann inn á æskuheimili Þór- unnar á Bústaðaveginum. Heim- ilisfaðirinn féll frá meðan systk- inin fjögur voru enn á barnsaldri. Glæsikonan Sigrún, móðir Þór- unnar, vann utan heimilis en Jón- ína amma eða „Langa“ eins og hún var jafnan kölluð sá um að taka á móti börnunum er þau komu heim úr skólanum. Langa prjónaði líka sokka og vettlinga á öll börnin, bæði mín og þeirra Gulla. Ljúfir í minningunni eru sunnudagarnir heima hjá mömmu og pabba þar sem við systkinin og fjölskyldur komum saman, teflt og spilað, umræður oft fjörugar um þjóðfélagsmál og pólitík. Sam- eiginlegu jólaboðin með leikjum og gleði, fjölskylduferðir vítt og breitt um landið, yndisleg sam- vera í Jónshúsi, gönguferðir út á Löngulínu eða um Íslendingaslóð- ir í Kaupmannahöfn og fleira og fleira. Væri einhver að flytja var allur hópurinn mættur á staðinn til að aðstoða. Öll komum við ná- lægt fjölskyldufyrirtækinu á sín- um tíma. Á annatímum fylltum við á badedas og windus og pökkuð- um vörum. Ófáar voru ferðirnar sem Gulli og Þórunn fóru um landið með kynningu á vörum fyr- irtækisins Þórunn var trúuð kona og sam- rýmdust skoðanir hennar jafnan vel skoðunum foreldra minna enda alla tíð afar kært með þeim. Þórunn fór í kennaranám eftir að dæturnar voru komnar á legg og starfaði við kennslu árum sam- an. Þar naut hún sín vel. Hún hafði gaman af því að ræða um hvernig hún nýtti í kennslu fjöl- breyttar kennsluaðferðir. Veit ég að hún náði mjög vel til nemenda. Við höfum fylgst að í næstum 50 ár. Nú er skyndilega rof á en ég veit að Diddi bróðir minn og Jón maðurinn minn taka vel á móti Þórunni. Báðum þótti þeim afar vænt um hana og var það gagn- kvæmt. Þórunn vildi öllum vel og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Dýrmætt er að ylja sér við slíkar minningar. Við vitum jú að allt tekur enda. Guð gefi Gulla bróður mínum, Ástu, Hildigunni, Þórunni Björk og Ernu styrk til þess að horfa fram á veg, minnast eiginkonu og móður með gleði í hjarta yfir því að hafa átt slíka gæðakonu sem sinn nánasta ástvin. Hvíl í friði, elsku Þórunn mín. Guðrún Erla Björgvinsdóttir. Kæra Þórunn. Okkur langar til að senda þér okkar hinstu kveðju. Minning okkar um þig, sem fal- lega, hjartahlýja og góða konu sem fór langt um aldur fram, mun lifa lengi í hjörtum okkar. Við munum alltaf eftir þínu fal- lega brosi og gríðarlegu lífsgleði sem þú hafðir og smitaðir svo mik- ið útfrá þér til okkar hinna. Elsku Þórunn, það var alltaf gleði og gaman að vera í kringum þig og þú vildir allt fyrir alla gera. Við munum alltaf bera minn- ingu þína með okkur. Elsku Gulli frændi og fjöl- skylda, við sendum ykkur styrk á þessum erfiða tíma og hugur okk- ar er hjá ykkur. Björg og fjölskylda. Kristján og fjölskylda. Elsku Þórunn okkar er dáin. Staðreynd sem erfitt er að sætta sig við. Þórunn Hafstein ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, systir og mágkona, HILDUR LÁRUSDÓTTIR VON SCHILLING Calle Niagara 22, Pta. 91 E03189 Spánn, lést þann 17. apríl á Spáni. Peter von Schilling, Henriette Carolina von Schilling, Karólína Lárusdóttir, Lúðvíg Lárusson, Margrét Guðmundsdóttir, Henriette von Schilling. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR áður Fannborg 8, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 16. apríl. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna. Haukur Högnason, Hildur Högnadóttir, Hildigunnur Davíðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.