Morgunblaðið - 20.04.2012, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2012
Sendum
frítt
hvert á land sem
er
Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is
✝ Kristján KarlNorman fædd-
ist 3. nóv. 1941, á
Ísafirði. Hann varð
bráðkvaddur þann
6. apríl 2012 á heim-
ili sínu.
Móðir hans var
Þórey Sólveig Þórð-
ardóttir og er hún
látin. Kristján átti 3
bræður og 1 systur.
Hann var settur í
fóstur á öðru aldursári, til
hjónanna Kristínar Jespersdóttur
og Einis Þórðarsonar í Súg-
andafirði þar sem hann ólst upp.
Þau eru bæði látin.
Fyrri kona hans var María
Ingibjörg Guðjónsdóttir f. 30. des
1941, þau giftust 9. sept. 1962.
Þau áttu saman tvo syni en slitu
samvistum 1968.
Seinni kona hans er Gréta
Þórs, f. 23.8. 1936. Þau hófu bú-
skap 1970 og giftust 28. mars
1993. Hún á einn son.
Afa- og langafa-
börn eru 9 talsins.
Kristján fór að
stunda sjóinn fljót-
lega upp úr ferm-
ingu, um tvítugt flyt-
ur hann svo suður og
vinnur ýmis störf.
Upp úr því fer hann
að vinna á Álafossi,
þar sem hann svo
lærði teppavefnað. Í
kjölfarið ræður hann
sig hjá Axminster og síðar Bertel-
sen og vinnur þar við teppasölu
og teppalagnir til margra ára.
Laust fyrir 1990 söðlar hann um
og fer að vinna sem verktaki hjá
tryggingafélögum í sambandi við
tjón og matsstörf. Út frá því setti
hann upp eigin rekstur fyrir þrif
og hreinsun á húsbúnaði og öðru
tilfallandi. Hann starfaði við eigin
rekstur fram til dauðadags.
Kveðjuathöfn fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 20. apríl 2012,
og hefst kl. 13.
Elsku, kæri Kristján minn.
Leiðir okkar saman síðustu 40
árin hafa verið ljúfar og litríkar.
Allar okkar ferðir um landið, aust-
ur um haf og vestur. Sumarbú-
staðurinn í Borgarfirði, sælureit-
urinn okkar, þar sem við undum
okkur hverja stund sem gafst.
Elsku vinurinn minn, þú fórst í
þína síðustu ferð héðan heiman
frá mér, eins og þú hafðir óskað að
yrði. Ég kem seinna.
Ljóssins engill lýsi þér
og ljái frið í hjarta.
Guð á himni gefi mér
þú gangir veginn bjarta.
(Höf. ókunnur.)
Ást mín fylgi þér á framandi
slóðum.
Þín,
Gréta.
Elsku afi.
Hún kom okkur að óvörum, en
hún kom. Kveðjustundin.
„Að lifa í hjörtum þeirra sem
eftir verða er ekki að deyja,“ sagði
skáldið. Og þær eru margar minn-
ingarnar sem lifa áfram með okk-
ur. Stundir í sumarbústaðnum og
Hæðó, ferðalag til Danmerkur og
ekki síst sögurnar þínar allar, sem
þú elskaðir að segja.
Ófáar teiknimyndirnar horfð-
um við á sitjandi í afaholu, sem við
áttum til að rífast um hvort fengi
að liggja í, enda næst sjónvarpinu.
Minningarnar tengjast allar
ykkur ömmu báðum, enda höfum
við aldrei séð ykkur öðruvísi en
sem eitt. Enda hefur flest það,
sem við áttum bara með þér,
tengst ömmu. Eins og Þorláks-
messuhefðin, þar sem við höfum
flesta Þorláka farið saman þrjú að
leita að jólagjöf fyrir ömmu. Þess-
ir dagar voru um svo margt segj-
andi um þig. Vildir nú ekki vera
stússast í jólaundirbúning of
snemma svo að kaupa gjöf á Þor-
láksmessu var alveg nægur tími.
Þó naust þú þess að fylgjast með
ömmu setja upp jólalandið og
byrja á gjafakaupunum svo
snemma, að gjafirnir voru jafnvel
gleymdar þegar loks kom að jól-
um. Í þessum ferðum okkar var
yfirleitt stoppað í ís eða góðum
bita, jafnvel þó amma væri búin
að segja að það biði okkar kaffi-
tími eða matur þegar heim væri
komið. Það dugðu engar fortölur
því þú varst matmaður mikill og
lést ekki svíkja frá þér góðan
aukabita og hvað þá rjómaslettu.
Gjafmildi þín skein í gegn í
gjafaleitinni. Gjafirnar, sem
keyptar voru, voru iðulega fleiri
en ein og ekki af minni gerðinni.
Bara það besta fyrir hana Grétu
þína. Við systkinin þorðum helst
ekki að líta á neitt, því þá vildir þú
ólmur gefa okkur það, þrátt fyrir
allt það sem leyndist bak við
gjafapappír og átti að opnast dag-
inn eftir.
Ýmis félagasamtök fengu líka
að njóta góðs af. Þau voru aldrei
færri en eitt og iðulega fleiri, mál-
efnin, sem þú styktir þennan dag.
Fannst það svo sjálfsagt að þeir
sem minna mættu sín fengju að
njóta þess að þú værir aflögufær
og þá sérstaklega á jólum.
Við erum með þér í huganum,
elsku afi, hvar sem þú ert, en hug-
urinn leitar í Laufás. Húsið sem
þið amma byggðuð og við reynd-
um að hjálpa til við, af miklum
vilja en kannski ekki jafnmiklum
mætti. Við erum svo ótrúlega
heppin að hafa fengið að eiga bón-
usafann þig.
Elsku amma, hann hafði
löngum sagt að hann færi á undan
og það kom á daginn að hann
hafði rétt fyrir sér. Hugur okkar
er með þér og við hlökkum til að
eiga með þér margar ánægju-
stundir.
Gréta og Björn.
Hafið, bláa hafið, hugann dregur.
Hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur.
Bíða mín þar æskudrauma lönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér aldrei fyrr.
Bruna þú nú, bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum.
Fyrir stafni haf og himinninn.
(Örn Arnarson.)
Þetta ljóð kemur í hugann þeg-
ar ég hugsa til þín, kæri vinur.
Fyrstu kynnin á Voninni KE,
glaðlyndur, úrræðagóður, kapp-
samur og traustur sjómaður. Æ
síðan hef ég verið öruggur í návist
þinni. Síðar saman í teppalögnum
og þá fékk ég að kynnast einstakri
þjónustulund þinni, er fullnægði
bæði viðskiptavinum og vinnuveit-
endum. Þú hafðir einstakt lag á að
láta viðskiptavini njóta þjónustu
þinnar með snjöllum lausnum til
að spara þeim bæði peninga og
umstang, en um leið gættir þú
hagsmuna vinnuveitenda með
traustu skipulagi á efnisnotkun og
tíma.
Næst unnum við saman í garð-
yrkju, þú að kynnast Grétu þinni
og ég Mörtu minni. Þá voru dag-
arnir sælir og lífsþorstinn mikill.
Aftur á sjó á Guðbjörginni með
Brjáni heitnum Ólasyni og fleiri
góðum mönnum. Dásamlegur
tími. Síðar aftur teppalagnir og
vináttuböndin treystust. Nú var
Marta á sama vinnustað hjá Frið-
rik Bertelsen sem treysti ykkur
best til allra verka. Þú sást um
starfsemi Friðriks þegar hann var
orðinn sjúkur maður og eins og
endranær, allt eins og stafur á bók
hjá þér. Um þetta leyti var Bakk-
us kvaddur af okkur báðum, þú á
undan með Grétu og ég fylgdi í
kjölfarið. Þá var gott að njóta
elskusemi þinnar og ykkar Grétu.
Nú var komið að Sjóvá í tjóna-
málum. Enn sama sagan, rík þjón-
ustulund, ráðsnilld og þú sífellt að
afla til þekkingar á efnum, tólum
og tækjum til að þjóna öllum að-
ilum sem best. Um það leyti flutt-
uð þið í Hæðargarðinn og við
Marta stuttu síðar. Þá var gott að
vera til og gaman að vinna með
ykkur við endurbætur á húsi og
lóð. Þið byggðuð frábært fyrir-
tæki í eigin húsnæði og nóg að
gera. Sumarbústaður reis í landi
Kötu í Munaðarnesi og þú naust
þín með Grétu við byggingastúss
og gróðursetningar. Þangað var
gott að koma, mikið spáð og skipu-
lagt sem endranær. Árin í Hæð-
argarðinum voru dásamleg í dag-
legum samskiptum og á léttu
nótunum og alltaf nóg að gera.
„Sæl, elskurnar mínar“ hljómaði
upp stigann úr útidyrunum og oft
komið færandi hendi. Þið réðust í
stórvirki, keyptuð stærra húsnæði
og þar var sett upp alhliða þjón-
ustustöð fyrir tryggingafélög,
glæsilegt mannvirki sem bar eig-
endum sínum fagurt vitni.
En svo kom kreppan og heilsa
þín dapraðist. Þú hafðir ekki sama
kraftinn og áður. Síðustu tvö árin
voru erfið. Veikindin ágerðust og
þrekið minnkaði, en hugurinn sí-
vakandi til hinstu stundar. Loks
gaf hjartað sig rétt eftir að þú
fékkst fréttir af barnabarni núm-
er tvö hjá ykkur Grétu.
Svífðu nú seglum þöndum með
himinskautum, elsku drengurinn
minn. Megi góður Guð styrkja
ykkur í sorginni, Gréta mín og
fjölskylda.
Brandur og Marta.
Kristján Normann vinur minn
er fallinn frá. Ég kynntist Krist-
jáni í lok árs 1999 þegar ég hóf
störf hjá Sjóvá-Almennum trygg-
ingum hf. sem yfirmaður tjóna-
sviðs og störfuðum við náið saman
í um fimm ár. Kristján starfaði að
langmestu leyti við eignatjón á
þessum árum en þó sem sjálf-
stæður verktaki í fyrirtæki sínu
Frumkönnun. Kristján var hluti
af starfsmannahópi tjónasviðs á
þessum árum en um leið var hann
með það sjálfstæði sem hann vildi
gagnvart tjónþolum. Kristján
hafði aðsetur í tjónaskoðunarstöð
Sjóvár-Almennra að Draghálsi.
Sjálfur var ég með aðsetur að
Kringlunni 5 en fór alltaf í heim-
sókn í tjónaskoðunarstöðina einu
sinni í viku. Við vorum fljótir að ná
góðu sambandi og þarna tókum
við Kristján okkar vikulega sam-
tal sem ekki bara snerist um vinn-
una heldur allt mögulegt, ekkert
var okkur óviðkomandi.
Það var alltaf gaman að tala við
Kristján, hann hafði ákveðnar
skoðanir á hlutunum og lét þær
vel í ljós. Ekki vorum við alltaf
sammála en þá var líka gott að
ræða málin í þaula og komast að
sameiginlegri niðurstöðu.
Kristján starfaði að mestu að
málum er tengdust bruna- og
vatnstjónum á eignum fólks. Að-
koma að tjónum og uppgjör þeirra
geta oft verið afar erfið en Krist-
jáni tókst alltaf vel upp við að að-
stoða fólk sem hafði orðið fyrir
missi eða skemmdum á eigum sín-
um.
Kristján var mikill atorkumað-
ur í vinnu og gekk oft mikið á þeg-
ar stærri tjón urðu, það varð að
vinna hratt til að bjarga búslóðum
og persónulegum munum fólks.
Kristján vann eins og þurfti en
spurði engan hvað tímanum liði
heldur gerði allt sem í hans valdi
stóð til að bjarga því sem hægt
var. Kristján þróaði með sér mikla
hæfileika við að þrífa og lagfæra
ýmsa muni og voru það ótrúlegir
hlutir sem hann náði að þrífa og
gera sem nýja. Mörgum óbætan-
legum og persónulegum munum
tókst honum að bjarga sem í
fyrstu hefðu verið dæmdir ónýtir.
Eftir að leiðir okkar Kristjáns
skildu þá héldum við sambandi þó
ekki væri það með reglulegum
hætti. Kristján flutti síðar úr hús-
næði Sjóvár með fyrirtæki sitt og
starfaði sjálfstætt við tjónaþjón-
ustu og þrif á eignum fólks og fyr-
irtækja allt til dánardags.
Ég votta fjölskyldu Kristjáns
innilega samúð mína með þökk
fyrir góða vináttu.
Halldór G. Eyjólfsson.
Vinur minn til áratuga, Krist-
ján Karl Normann, er fallinn frá, í
Kristján Karl
Norman
✝ Þórdís Bjarna-dóttir fæddist
á Húsavík 23.4.
1925. Hún lést á
sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi 1.4.
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Þórdís Ás-
geirsdóttir frá
Knarrarnesi f.
30.6. 1889 d. 23.4.
1965 Og Bjarni
Benediktsson f. 29.9. 1877, d.
25.6. 1964.
Eiginmaður Þórdísar var
Gunnar Rúnar Ólafsson, ljós-
myndari, f. 23.5. 1917, d. 29.1.
1965. Börn Þórdísar og Gunn-
ars Rúnars eru:
Ólafur g. Önnu
Finnsdóttur, þeirra
börn eru Gunn-
hildur og Gunnar
Rúnar, Ólafía Þór-
dís var gift Stefáni
Ólafssyni, þeirra
börn eru Guðrún
Olga og Ólafur
Þór. Gunnar er
giftur Ágústínu
Guðmundsdóttur,
þeirra börn eru Rúnar og Guð-
mundur Ólafur.
Útför Þórdísar fór fram í
kyrrþey frá Fossvogskapellu
þann 12.4. 2012 að ósk hinnar
látnu.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar, Þórdísar Bjarna-
dóttur frá Húsavík.
Fjörutíu ár eru að baki og af
mörgu að taka sem ekki verða
gerð skil í stuttri grein.
Hvernig átti mér að detta í
hug, lítilli stelpu, trítlandi um göt-
ur Húsavíkur, mætandi stórhöfð-
ingjanum Bjarna Ben, sem tók
alltaf ofan fyrir okkur krökkun-
um, að hann yrði tengdaafi minn?
Og hvernig átti mig að gruna að
Bryndís og Venni Bjarna, vina-
fólk foreldra minna á Húsavík,
ættu eftir að tengjast mér sterk-
um fjölskylduböndum?
Við Doddí hittumst fyrst á
árshátíð Þingeyinga og urðum
strax nokkuð sáttar hvor við aðra.
Hún var afskaplega raungóð kona
og yndisleg amma sem var í nánu
sambandi við barnabörnin sín og
kunni af þeim ótal sögur.
Á yngri árum hafði hún yndi af
ferðalögum bæði innan- og utan-
lands. Doddí las mikið, bæði bæk-
ur og dagblöðin, sem hún las í
tætlur. Hún fylgdist vel með þjóð-
málaumræðunni enda með útvarp
í hverju herbergi og hafði sterkar
skoðanir á hlutunum. Oftar en
ekki sköpuðust eldheitar og
skemmtilegar umræður þegar
fjölskyldan kom saman. Þessi
ástríða fyrir rökræðum kom mér
spánskt fyrir sjónir í upphafi, en
smám saman lærði ég að hafa
gaman af.
Svo var það fótboltinn sem átti
hug hennar seinni árin. Eftir leiki
Liverpool þurfti að ræða um
frammistöðuna. Doddí hafði
sterkar skoðanir á þjálfara og
leikmönnum og hringdi þá gjarn-
an í Ólaf son sinn til að greina
hvað betur hefði mátt fara. Ekki
er ástæða til að efast um að gengi
liðsins væri annað og betra í dag
ef ráðleggingar tengdamóður
minnar hefðu komist lengra en í
Hafnarfjörðinn.
Það átti fyrir okkur tengda-
mæðgunum að liggja að búa sam-
an í 14 ár. Á þeim tíma rákum við
gistiheimili á efri hæð hússins
okkar og tók Doddí virkan þátt í
því. Það voru góðir tímar.
Í desember síðastliðnum veikt-
ist Doddí af heilablóðfalli en hélt
fullri andlegri heilsu.
Nú er hún komin í drauma-
landið sitt með sínu fólki sem farið
er.
Bestu kveðjur, kæra vinkona.
Anna Finnsdóttir.
Nú styttist í sumardaginn
fyrsta en þann dag fyrir tæpum
87 árum fengu langafi og
langamma á Húsavík hana ömmu
Doddí í sumargjöf. Frá þeim degi
var sumardagurinn fyrsti dagur-
inn hennar ömmu.
Það er sannarlega margs að
minnast og margt að þakka þegar
ég kveð ömmu mína enda eru þær
ófáar minningarnar sem bera
vitni um örlæti hennar og vænt-
umþykju. Mér verður hugsað til
æskujólanna en við fjölskyldan
voru svo lánsöm að hafa ömmu
með okkur á aðfangadag ár hvert.
Rúsínan í pylsuendanum var svo
að fá ömmu sem herbergisfélaga
á jólanótt og fá að hafa hana alveg
út af fyrir mig. Það var því lán í
óláni eitt árið þegar amma greyið
fótbrotnaði og flutti inn til mín í
heilan mánuð.
Fékk þar masgefin lítil stúlka
þolinmóðan herbergisfélaga sem
alltaf hafði tíma til að tala um
hvað sem var þegar á þurfti að
halda. Ekki stóð heldur á hvatn-
ingunni sem amma sýndi mér í
kringum tónlistar- og íþrótta-
bröltið á mér sem barni og ung-
lingi og þótti mér gott að vita af
ömmu á meðal áhorfenda þegar
mikið stóð til.
Eftirminnilegar eru svo helg-
arnar sem við Gunnar bróðir
minn eyddum í Gnoðarvoginum
Þórdís
Bjarnadóttir
Kveðja frá ISNIC
Eftir því sem ég verð eldri geri
ég mér æ betur grein fyrir því
hversu mikilvægt það er að kynn-
ast góðu fólki á lífsleiðinni og eign-
ast það að vinum. Ég var svo
heppinn að fá úthlutaða skrifstofu
við hliðina á Tryggva Karli Eiríks-
syni þegar ég hóf störf á Þjóð-
hagsstofnun í janúar 1996, þá ný-
kominn heim úr námi. Ég tók
strax að mér að færa Tryggva
kaffið, enda yngri maður og byrj-
andi. Það starf átti ég eftir að fá
ríkulega launað með vináttu
Tryggvi Karl
Eiríksson
✝ Tryggvi KarlEiríksson
fæddist á Vot-
umýri, Skeiða-
hreppi, 10. október
1948. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 28. mars 2012.
Útför Tryggva
fór fram frá Foss-
vogskirkju 10. apríl
2012.
manns sem ég er af-
ar þakklátur fyrir að
hafa kynnst.
Tryggvi var
sveitastrákur og þar
sem ég dvaldi öll mín
bernskusumur í
sveit sló svipaður
taktur í okkur báð-
um. Kannski var það
þessi taug til sveitar-
innar sem við áttum
helst sameiginlega
til að byrja með og báðir höfðum
við gaman af því að tala um sveit-
ina og rifja upp bernskuárin þar.
Fyrir nýútskrifaðan hagfræð-
ing sem þurfti á öllu sínu að halda
var ómetanlegt að geta leitað í
smiðju Tryggva Karls, en hann
var viðskiptafræðingur af gamla
skólanum, þegar það nám var
lengra, umfangsmeira og
strembnara en nú. Tryggvi var
auk þess sérlega góður í reikningi
og talnaglöggur með afbrigðum.
Þegar internetbyltingin var kom-
in vel af stað árið 2000 ákváðum
við nokkrir félagar að stofna int-
ernetfyrirtækið Modernus og
Tryggvi var kosinn stjórnarfor-
maður þrátt fyrir að vera aðeins
fjórði stærsti hluthafinn því hann
var maðurinn sem allir treystu
best. Eftir sameininguna við Int-
ernet á Íslandi hf. (ISNIC) í upp-
hafi árs 2007 var Tryggvi kosinn
stjórnarformaður ISNIC þrátt
fyrir að nýr og stór hluthafi, Ís-
landspóstur hf., hefði bæst í hóp-
inn og hann sjálfur þar með kom-
inn í hóp minnstu hluthafanna.
Tryggvi gegndi starfi stjórnarfor-
manns ISNIC til dauðadags og
stjórnaði sem slíkur aðalfundi fé-
lagsins þann 20. janúar sl. af mikl-
um hetjuskap. Það er mikil gæfa
fyrir hlutafélög að hafa stjórnar-
formann sem prýddur er líkum
mannkostum og Tryggvi. Í honum
sameinuðust kærleikur og skyn-
semi þannig að allir sem honum
kynntust nutu sín sérlega vel í
nærveru hans. Nú er hans sárt
saknað.
Fyrir hönd starfsfólks og
stjórnar ISNIC þakka ég
Tryggva Karli Eiríkssyni sam-
fylgdina um leið og ég bið góðan
Guð að blessa minningu hans.
Ágústu Tómasdóttur, eiginkonu
hans, og börnum þeirra sendum
við hjónin okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Jens Pétur Jensen,
framkvæmdastjóri Internet
á Íslandi hf. – ISNIC.