Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt blað um garðinn föstudaginn 18. maí. Garðablaðð verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta,sumarblómin, sumarhúsgögn og grill. Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, mánudaginn 14. maí. Garða blaðið SÉ RB LA Ð Garðablað Starfsmenn Loftorku í Reykjavík voru við mal- bikunarframkvæmdir á Hverfisgötunni í gær. Sú gata kemur afar illa undan vetri og margar hol- ur sem þarf að fylla í með biki. Er þannig háttað víða um borgina og því næg verkefnin fram- undan fyrir Loftorku og aðra verktaka. Malbikað yfir holur á götum borgarinnar Morgunblaðið/Golli Starfsmenn frá Loftorku í viðhaldsframkvæmdum á Hverfisgötu í gær Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríkisstjórnin ætlar að koma til móts við kröfur um aðgerðir í skuldamálum heimilanna, meðal annars af hálfu Hreyfingarinnar, áður en þingið tekur sér sumarfrí í lok maí. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskipta- nefndar, vill ná sátt með aðgerðunum. „Ég tel að stjórnvöld þurfi að vera með lokasvar í þessum skuldamálum á vorþinginu. Það er mik- ilvægt að fá einhverja niðurstöðu í þeim málum sem bærilega víðtæk sátt geti tekist um svo menn geti skilið þessi mál að baki og farið að horfa fram á við eins og er mikilvægt á mörgum öðrum sviðum,“ segir Helgi. Flokksbróðir hans, Lúðvík Geirsson, tekur í sama streng. „Það er ljóst að skuldamálin eru eitt af þeim málum sem þarf að ljúka í lok þessa þings í sumar. Þetta eru verkefni sem þarf að ljúka á næstu vikum og við munum gera það,“ segir Lúðvík og á við skuldamálin og stjórnarskrármálið. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylking- ar, er sama sinnis og kveðst sjálfur fylgjandi því að leitað verði „allra leiða til að ganga lengra með al- mennari aðgerðum, sérstaklega gagnvart þeim sem keyptu á þenslutímabilinu“. Samningsstaðan sé skýr í kosningunum Hann kveðst aðspurður jafnframt binda vonir við að línur í Evrópumálum skýrist vorið 2013. „Ég vona að fyrir kosningarnar liggi fyrir stað- an í stóru köflunum hvað varðar sjávarútvegs-, landbúnaðar- og peningamál. Ég held að það skipti mjög miklu máli að geta gengið til kosn- inga og sagt fjórum árum eftir að við sóttum um aðild að meginmálin séu farin að skýrast sem ráða úrslitum um hvort við förum inn í sam- bandið eða ekki. Spurður hvort hann horfi því til þess að að- ildarsamningur liggi fyrir haustið 2013 von- ar hann „að það verði aldrei síðar en það“. Boða lausn í skuldamálum  Þingmenn Samfylkingar lofa aðgerðum áður en þingið fer í sumarfrí í lok maí  Björgvin G. Sigurðsson boðar úrslitastund í Evrópumálum í kosningunum 2013 Nýr veiðivefur hefur verið opnaður á mbl.is og verða birtar þar veiði- fréttir frá ám og vötnum landsins. Einnig verður fjallað um skotveið- ar, fluguhnýtingar, veiðibúnað og gefin góð ráð fyrir veiðitúrinn. Umsjónarmaður efnis á vefinn er Karl Lúðvíksson. Hvetur hann lesendur til þess að senda ábend- ingar, myndir frá veiðiferðum og stuttar frásagnir af því hvernig veiðist eða skemmtilegum uppá- komum í ferðunum, á eftirfarandi netfang: veidi@mbl.is. Nýr veiðivefur á mbl.is Veiði Karl Lúðvíksson er vanur veiðimaður og hefur hér náð einum vænum. Daði Már Krist- ófersson, dósent í hagfræði við Há- skóla Íslands, og Stefán B. Gunn- laugsson, lektor við viðskipta- fræðideild Há- skólans á Ak- ureyri, munu á mánudag kynna atvinnuvega- nefnd Alþingis niðurstöður úttektar sem þeir eru að vinna á hag- fræðilegum áhrifum kvótafrum- varps ríkisstjórnarinnar. Miðviku- daginn 2. maí skila þeir svo skriflegri greinargerð til nefnd- arinnar. Þingnefndin óskaði eftir út- tektinni í kringum páska samkvæmt upplýsingum blaðsins. „Við erum búin að fá fjölmargar umsagnir og nú bíðum við eftir þess- ari úttekt. Málið er komið í þinglega meðferð og tilgangurinn með því er að fara í gegnum frumvörp og að sem flestir gefi sitt álit á þeim,“ seg- ir Kristján L. Möller, formaður at- vinnuveganefndar Alþingis. kjartan@mbl.is Vinna út- tekt á kvóta- frumvarpi Kristján L. Möller Skila niðurstöðu sinni í byrjun næstu viku Fjórir pokar af meintu amfeta- míni fyrir utan eldhúsglugga og einn poki af meintu kannabis- efni í nær- klæðum ungrar konu var á meðal þess sem fannst við húsleit í íbúðarhúsnæði í um- dæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um síðustu helgi en hún var fram- kvæmd eftir að fengist hafði hús- leitarheimild hjá Héraðsdómi Reykjaness samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Konan kvaðst eiga þessi meintu fíkniefni og viðurkenndi að hafa kastað hluta þeirra út um gluggann þegar hún varð vör við að það var lögreglan sem knúði dyra. Þá lagði lögreglan hald á kylfu í húsnæðinu. Húsráðandi veitti mikla mótspyrnu við handtöku og brotn- aði við það hliðarspegill á lögreglu- bifreið, segir í tilkynningu lögregl- unnar á Suðurnesjum. Fíkniefni fundust í nærklæðum konu Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra bendir á að stækk- unarstjóri ESB hafi gefið út að hægt verði að opna alla samn- ingskaflana fyrir þingkosning- arnar næsta vor. „Ég þori samt með engu móti að lofa því að það verði komin einhver mynd, t.d. á niðurstöðu í sjávarútvegi, þegar kemur að næstu kosn- ingum. En hinu get ég lofað að komi ekkert óvænt upp á okk- ar megin verði samnings- afstaða okkar algerlega skýr vel fyrir þann tíma,“ segir Össur sem vísar á formann Sam- fylkingarinnar þeg- ar talið berst að kröfum Hreyfing- arinnar. Horft til vors ÖSSUR RÆÐIR STÖÐUNA Össur Skarphéðinsson Björgvin G. Sigurðsson Helgi Hjörvar Lúðvík Geirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.