Morgunblaðið - 25.04.2012, Side 8

Morgunblaðið - 25.04.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 Eygló Harðardóttir alþingis-maður á pólitískt lögheimili í þingflokki Framsóknarflokks.    En hún, eins ogsumir aðrir ann- ars indælir táningar, villist iðulega að heim- an og spyrst ekki til hennar dágóða stund, jafnvel þótt auglýst sé á mörgum símastaur- um, galað nafnið og gáð fyrir horn.    Þetta er dálítið snú-ið fyrir það fólk sem gegnir hlutverki „bonus pater familias“ í Framsókn um þessar mundir.    Og það eykur svo vanda þeirra,sem eru í forsvari á lögheim- ilinu enn frekar, að eldri þingsystir Eyglóar, Siv Friðleifsdóttir, sem lengi hefur átt skráð heimilisfesti á sama stað, notar hvert tækifæri sem hún fær, til að frílysta sig annars staðar og einkum þó þegar verst gegnir.    Og þar sem allur bærinn veit, ograunar einnig þeir sem fjær búa, hver flokkslitur Framsóknar er gengur það einkar nærri þeim sem gæta sannleikans og halda uppi merkinu á hólnum að Siv virðist sannfærð um að grasið sé miklu grænna niðri á sléttunni, hjá svefn- genglunum í Samfylkingunni.    Sem er skrítið því allir vita að þaðgras er úr sér sprottið og illa rætt, enda jarðvegurinn þurr og þjappaður og bústýran úrill og ann- álaður skussi. Sér ekki stjörnur á eig- in himni, en horfir fjarrænum augum í fjarskann og heldur það hallir sem aðrir vita að eru hillingar einar.    Hvílík ósköp. Eygló Harðardóttir Umbrot á bestu bæjum STAKSTEINAR Siv Friðleifsdóttir Veður víða um heim 24.4., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 1 skýjað Akureyri 3 alskýjað Kirkjubæjarkl. 5 skýjað Vestmannaeyjar 5 skýjað Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 10 léttskýjað Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 7 skúrir Lúxemborg 8 léttskýjað Brussel 10 léttskýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 7 skúrir London 12 léttskýjað París 12 léttskýjað Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 12 skúrir Berlín 15 skýjað Vín 16 alskýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 17 heiðskírt Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 16 skýjað Aþena 22 skýjað Winnipeg 16 léttskýjað Montreal 8 skýjað New York 10 heiðskírt Chicago 13 léttskýjað Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:19 21:34 ÍSAFJÖRÐUR 5:10 21:52 SIGLUFJÖRÐUR 4:53 21:35 DJÚPIVOGUR 4:45 21:06 Rekja má tildrög umferðarslyss nærri Kirkjubæjarklaustri á mánu- dag, sem kostaði einn lífið, til þess að ökumaðurinn var að teygja sig eftir einhverju sem lá í gólfinu. Við það missti hann stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór nokkr- ar veltur og farþegi aftur í, sem var ekki í belti, kastaðist út. Í bílnum voru þrír vinir á þrítugs- aldri, tveir karlmenn og ein kona, frá Suður-Kóreu, sem voru á ferðalagi um landið. „Sá sem ók bílnum var að teygja sig eftir einhverju sem hann hafði misst í gólfið og lenti út af hægra megin og á stiku. Hann reyndi að komast inn á veginn aftur og tókst það en missti svo aftur stjórn á bíln- um og fór út af sömu megin,“ segir Guðmundur Ingi Ingason, varðstjóri hjá lögreglunni á Kirkjubæjar- klaustri og Vík. „Bíllinn virðist hafa oltið og endastungist. Farþeginn aft- ur í var ekki í belti og kastaðist út um hliðarrúðuna og gæti mögulega hafa orðið undir bílnum sem valt áfram 6-7 veltur,“ bætir Guðmundur Ingi við en samferðafólk hins látna hlaut aðeins minniháttar meiðsl. Sjúkra- bílar voru sendir á vettvang, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunn- ar var kölluð út og reyndu sjúkra- flutningamenn endurlífgun í tölu- verðan tíma en talið er að maðurinn hafi hlotið það mikla áverka að hann hafi látist nær samstundis. Fólkið var flutt á Landspítalann í Fossvogi þar sem það gekkst undir læknisskoðun og fékk áfallahjálp. „Fólkið var þar í (fyrrakvöld), þegar ég hafði samband, og var í miklu áfalli. Hinn látni og ökumaðurinn voru bestu vinir,“ segir Guðmundur Ingi. Lögreglan var í kjölfarið í sam- bandi við ræðismann Suður-Kóreu og hafði honum á mánudagskvöld tekist að ná í alla aðstandendur og greina þeim frá slysinu. ylfa@mbl.is Missti bílinn tvisvar út af  Þrír ferðamenn frá Suður-Kóreu voru í bílnum  Ökumaðurinn teygði sig eftir hlut á gólfinu og missti stjórn á bílnum  Farþegi sem lést var ekki í öryggisbelti Banaslys við Skaftártunguveg Grunnkort/Loftmyndir ehf. Kirkjubæjarklaustur Mýrdalsjökull Eldhraun Meðalland Álftaver Skaftártunguvegur (208) Þjóðvegur 1 Þjóðvegur 1 Kúðafljót Skaftá Skaftá Slysstaður ISS.IS • SÍMI: 580 0600 LEIÐANDI Í FASTEIGNAUMSJÓN FASTEIGNAUMSJÓN ISS Öll þjónusta við fasteignina á einni hendi. Þjónusta ISS: • Húseftirlit og daglegur rekstur • Viðhaldsmál og viðhaldsáætlanir • Fjármálaumsýsla • Lóð og umhverfi • Ræstingar og hreingerningar • Samskipti við leigjendur Með FASTEIGNAUMSJÓN ISS losnar þú við áreiti og umstang ásamt því að tryggja virði fasteignarinnar. F J Á R F E S TA R O G F A S T E I G N A E I G E N D U R

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.