Morgunblaðið - 25.04.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.04.2012, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Flísar framtíðarinnar gæði og glæsileiki á góðu verði Stuttar fréttir ... ● Launavísitalan hækkaði um 1,1% í mars frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 12,1%. Í kjarasamningum fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, við stærstu stétt- arfélög opinberra starfsmanna, sem undirritaðir voru í lok maí 2011, var kveðið á um hækkun launataxta um 3,5% í mars 2012. Kaupmáttur launa hækkar um 0,03%. Vísitala kaupmáttar launa í mars er 112,1 stig og hækkaði um 0,03% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 5,3%, samkvæmt frétt Hagstofu Ís- lands. Hækkun um 1,1% ● Hrein raun- ávöxtun Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) á síðasta ári var 1,8%. Um síð- ustu áramót voru samanlagðar eignir sjóðanna 401,8 milljarðar króna og hækkuðu um 30,1 milljarð frá árinu á undan eða um 8,1%. Árið áður var hrein raunávöxtun LSR 2,2%. Raunávöxtun sjóðanna síðustu fimm árin er neikvæð um 4,5%. Undanfarin 3 ár hafa eignir LSR og LH aukist um 95,3 milljarða króna. Það má að stærstum hluta rekja til ávöxt- unar sjóðanna. Í árslok 2011 voru 63,2% af eignum sjóðanna í innlendum skuldabréfum, 24,0% í erlendum verðbréfum, einkum hlutabréfum, 3,3% í innlendum hluta- bréfum og 4,3% í innlánum. Raunávöxtun LSR á liðnu ári var 1,8% Hörður Ægisson hordur@mbl.is Um 37% af lánum Arion banka til sjávarútvegsfyrirtækja gætu þurft að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu verði frumvarp um hækkun á veiðigjaldi að lögum. Þau félög sem eru skuldsettari þyrfti mörg hver að taka til fjárhagslegrar endurskoðunar í annað sinn. Þetta kemur fram í umsögn Arion um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og hækkun veiðigjalds. Verði frumvörpin samþykkt í óbreyttri mynd verða fjárhagslegu áhrifin á Arion banka töluverð, en í efnahagsreikningi bankans er áhætta hans tengd sjávarútvegi um 72 milljarðar króna. Hið fjárhags- lega tjón sem bankinn yrði fyrir, að því er kemur fram í umsögn Arion, myndi þá endurspeglast annars veg- ar í neikvæðum áhrifum á greiðslu- getu útgerðarfélaga og hins vegar í virðisrýrnun aflaheimilda. Bankinn telur ljóst að hækkun veiðigjalds muni veikja stöðu sjávar- útvegsfyrirtækja til muna og gera mörgum þeirra ókleift að standa við skuldbindingar sínar, ekki síst í til- felli lítilla og meðalstórra félaga, en útreikningar Arion banka sýna að þau eru talsvert skuldsettari en þau sem stærri eru. Þegar litið er til árs- reikninga átta stærstu sjávarútvegs- fyrirtækjanna árið 2009 kemur í ljós að þótt þau séu handhafar um 50% fiskveiðikvótans bera þau engu að síður aðeins ábyrgð á þriðjungi skulda geirans í heild. Ef tekið er mið af skuldsetningu á hvert þorsk- ígildistonn þá eru skuldir minni út- gerða tvöfalt hærri en þeirra stærri. Arion banki telur að stóru sjávar- útvegsfyrirtækin geti í flestum til- fellum staðið við skuldbindingar sín- ar þrátt fyrir verulega hækkun á veiðigjaldi. Hins vegar mun svigrúm fyrirtækjanna til fjárfestinga skerð- ast umtalsvert og jafnframt tak- marka möguleika þeirra til vaxtar og þróunar. Sterkt gengi krónunnar á árunum fyrir hrun bankanna gerði þeim erfitt um vik að ráðast í fjár- festingar. Skuldastaðan í dag og veikt gengi krónunnar ætti að öðru óbreyttu að veita þeim svigrúm til fjárfestinga. En með fyrirhugaðri hækkun veiðigjalds, segir í umsögn Arion, verður lítið svigrúm til fjár- festinga sem mun leiða til þess að nauðsynleg endurnýjun á fiskiskipa- flotanum verður erfið. Þyrfti að endurskoða 37% lána Arion til sjávarútvegs Skuldir á þorskígildistonn* *Úthlutun aflahiemilda miðað við upphafsúthlutun í byrjun fiskveiðiárs Heimild: Ársreikningar fyrirtækja, Hagstofa Íslands, Fiskistofa og Greiningardeild Arion m. kr/þorskíg.t. 4,0 3,5 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 8 stærstu fyrirtækin Meðalstórar/minni útgerðir (fyrirtæki önnur en 8 stærstu)  Kemur hart nið- ur á litlum og með- alstórum félögum Hagnaður Össur- ar á fyrsta árs- fjórðungi nam tíu milljónum Bandaríkjadala, 1.268 milljónum króna, og er það 22% aukning frá sama tímabili í fyrra. EBITDA nam 18 milljónum Bandaríkjadala eða 18% af sölu. Heildarsala Össurar nam 100 milljónum dala á fjórðungnum, sem er 5% aukning á milli ára, mælt í staðbundinni mynt. Í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Jóni Sigurðs- syni, forstjóra, að „söluvöxtur á fyrsta ársfjórðungi var góður og í takt við áætlun okkar fyrir árið í heild. Eins og á undanförnum árs- fjórðungum þá uxu öll landsvæði og vörumarkaðir, þar sem Evrópa sýndi sérstaklega góðan árangur.“ Sala jókst um 5% Vöxtur í takt við áætlun Össurar Jón Sigurðsson Væntingavísitalan mældist 71,3 stig en aðeins tvisvar áður frá hruni hef- ur vísitalan farið yfir 70 stig en það var í janúar og febrúar síðastliðnum. Í Morgunkorni Íslandsbanka er lagt út af þessu með því að bjartsýnin sé að aukast með hækkandi sól en þar er bent á það að í marsmánuði hafði vísitalan lækkað um 11 stig frá því í febrúar. En nú hækkar hún um 5,6 stig. Væntingavísitalan hefur yfir- leitt sterka fylgni við gengisþróun krónunnar og því kemur ekki á óvart að hún hækki lítillega nú þegar veik- ingarhrina krónunnar sem staðið hefur yfir síðan um miðjan febrúar hefur stöðvast um stund. Greinendur hjá Íslandsbanka benda á að ennþá séu þó fleiri nei- kvæðir en jákvæðir en þegar vænt- ingavísitalan er undir 100 stigum eru fleiri svarendur neikvæðir en já- kvæðir. Vísitalan fór síðast yfir 100 stig í febrúar 2008. Það eru því kom- in rúmlega fjögur ár þar sem svart- sýnin hefur haft yfirhöndina meðal íslenskra neytenda. Allar undirvísitölur væntingavísi- tölunnar hækka frá fyrri mánuði og bendir það til þess að landinn er bjartsýnni nú en í síðasta mánuði varðandi mat á atvinnuástandinu og efnahagslífinu, hvort sem horft er til nútíðar eða framtíðar. Mest hækkar matið á atvinnuástandi eða um 6,7 stig frá fyrri mánuði. Væntingar til aðstæðna í efnahags- og atvinnumál- um eftir 6 mánuði hækka um 5,5 stig og stendur sú vísitala nú í 98,4 stig- um en í janúar og febrúar sl. náði vísitalan að skríða yfir 100 stig. Mat á núverandi ástandi hækkar um 5,8 stig og mælist nú 30,5 stig og mat á efnahagslífinu hækkar um 2,2 stig og mælist nú 58 stig. borkur@mbl.is Eftir svartsýniskast í mars er að birta til hjá fólki í apríl Væntingavísitalan sjaldan verið hærri en núna í apríl Morgunblaðið/RAX Jákvæðni Íslenskir neytendur virð- ast vera bjartsýnni í dag en í gær.                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.,/ ,01.2- +,3.1- ,,.1+1 ,+.42/ +2.3++ +12.+5 +.551, +4/.24 +--.01 +,-.5/ ,0/.1- +,3.31 ,,.132 ,,.0/4 +2.3-- +12.5/ +.5533 +45./3 +--./4 ,,2.5,32 +,-.2/ ,0/.2- +,2.+ ,,.//1 ,,.++/ +2.2,+ +12.41 +.5-,, +4-.05 +--.45 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.