Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Búið að klúðra söluferlinu
Hæstbjóðendur í Perluna hafa fallið frá tilboði sínu Engin stefna um skipulag
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks og fulltrúi flokksins í stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur, segir í bókun sem hann lagði fram á
fundi stjórnar OR í gær að meirihlutinn í Reykja-
vík hafi klúðrað sölu Perlunnar. Hópur fjárfesta,
sem gert hafði kauptilboð í Perluna og gengið
hafði verið frá viljayfirlýsingu við af hálfu stjórn-
enda OR, hefur fallið frá tilboði sínu.
Sala Perlunnar er liður í fjárhagslegri endur-
skipulagningu OR og bárust sex tilboð í eignina
þegar hún var auglýst til sölu í haust. Skrifað var
undir viljayfirlýsingu við hæstbjóðendur í desem-
ber en í fyrirvörum við tilboð þeirra var gert ráð
fyrir að byggt yrði við Perluna. Svo virðist þó sem
engin stefna hafi verið mörkuð varðandi framtíð-
arskipulag umhverfis Perluna, segir Kjartan, og
því orðið fátt um svör varðandi mögulega upp-
byggingu.
„Allt frá byrjun var engin heildarhugsun í dæm-
inu af hálfu meirihlutans. Hugsunin var bara sú að
selja Perluna og svo var málið ekkert hugsað
lengra,“ segir Kjartan. Hann segir ljóst að hæst-
bjóðendur hafi ítrekað reynt að leita svara hjá
skipulagsyfirvöldum og stjórnendum borgarinnar
en án árangurs. Málið hafi svo tekið nýja stefnu í
janúar þegar skipulagsráð samþykkti að hefja
undirbúning að hönnunarsamkeppni um framtíð-
arnýtingu Öskjuhlíðar.
„Perlan er einn vinsælasti ferðamannstaðurinn
í Reykjavík, hvernig átti að nýta hana áfram sem
slíkan ef hún færi til einkaaðila? Hvað um Öskju-
hlíðina sem útivistarsvæði? Ég hélt að samhliða
sölunni myndu ráð borgarinnar fjalla um þetta.
En dæmið var aldrei hugsað til enda,“ segir Kjart-
an. Ekkert samráð hafi verið haft milli OR og
skipulagsyfirvalda í borginni og tilboðsgjafi engin
svör fengið þar sem engin stefna hafi verið mörk-
uð um framtíð svæðisins.
„Allt frá byrjun var
engin heildarhugsun
í dæminu af hálfu
meirihlutans.“
Kjartan Magnússon
Gengið var í gær frá kaupum banda-
ríska lyfjafyrirtækisins Watson á
Actavis. Kaupverðið er samtals 4,25
milljarðar evra eða um 700 milljarð-
ar króna. Langstærstur hluti þeirrar
upphæðar felur í sér endurgreiðslu á
lánum Novators, fjárfestingafélagi
Björgólfs Thors Björgólfssonar.
Stærsti lánardrottinn er Deutsche
Bank en einnig áttu Landsbankinn,
Straumur og Glitnir verulegra hags-
muna að gæta. Munu tugir milljarða
króna renna til íslensku bankanna
við þessa sölu, að því er segir í til-
kynningu frá Novator í gærkvöldi.
Í samningnum felst að Novator
eignast hlut í sameinuðu félagi Wat-
son og Actavis. Mun stærð þess hlut-
ar ráðast af afkomu Actavis og verð-
ur ekki innleysanlegur fyrr en í
fyrsta lagi árið 2015. Talsmaður
Novators sagði ómögulegt að segja
til um verðmæti þess hlutar að svo
komnu máli. Núverandi hluthafar
Actavis munu fá samtals 5,5 milljónir
hluta í Watson í sinn hlut á næsta ári,
að því gefnu að áætlanir um Actavis
gangi eftir. Við samningagerðina var
þessi væntanlegi hlutur metinn á 250
milljónir evra, eða um 40 milljarða
króna. Myndi Novator eignast að-
eins hluta af þeirri upphæð, stærstur
hluti rynni til bankanna. Í kvöld-
fréttum Sjónvarps í gærkvöldi kom
fram að hlutur Björgólfs Thors gæti
orðið allt að sex milljarðar króna.
Eftir kaupin verður sameinað fé-
lag þriðja stærsta samheitalyfjafyr-
irtæki heims. Væntar samanlagðar
tekjur á þessu ári eru um átta millj-
arðar dollara, eða 960 milljarðar
króna. Starfsmenn verða um 17 þús-
und um allan heim, 20 verksmiðjur
starfandi og meira en 12 rannsókn-
ar- og þróunarsetur.
Kaupin eru háð ýmsum skilyrðum,
m.a. athugun bandarískra sam-
keppnisyfirvalda og yfirvalda utan
Bandaríkjanna.
Actavis selt á 700 milljarða
Stærstur hluti söluandvirðis til Deutsche Bank og ís-
lenskra banka Hlutur Björgólfs talinn um sex milljarðar
Kaup Björgólfur Thor og Paul Bis-
aro, forstjóri Watson.
Arnór Sig-
hvatsson aðstoð-
arseðla-
bankastjóri var
gestur á mið-
stjórnarfundi
ASÍ í gær þar
sem gengismál og
gjaldeyrishöft
voru í brenni-
depli. Tilefnið
var, að sögn Gylfa
Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, aukn-
ar líkur á forsendubresti kjarasamn-
inga, sem koma til endurskoðunar í
janúar næstkomandi.
„Það eru vaxandi líkur á því að
forsendur kjarasamninga varðandi
bæði verðbólgu og gengi standist
ekki. Og auðvitað er það áhyggju-
efni, bæði hvað varðar kjör okkar
fólks en líka vegna þess að þá eykst
auðvitað óvissan í efnahagslífinu,“
segir Gylfi. Farið hafi verið yfir stöð-
una á fundinum og rætt um mögu-
legar leiðir til að ná tökum á vand-
anum. „Það er alveg ljóst að það
verður ekki einfalt og að sumu leyti
tengist það því að það hefur ekki tek-
ist að mynda samstöðu, hvorki inni á
Alþingi né meðal þjóðarinnar, um
hvað við viljum gera,“ segir hann.
Mikilli orku hafi verið varið í að ræða
skyndilausnir en á meðan fljóti þjóð-
in hægt og sígandi að feigðarósi.
Þá segir Gylfi ljóst að þjóðin verði
að taka ákvörðun um framtíð-
artilhögun gjaldeyrismála en sveifl-
ur í gengi og verðlagi samrýmist
engan veginn stöðugleikamark-
miðum. holmfridur@mbl.is
Hefur ekki
tekist að ná
samstöðu
Gylfi
Arnbjörnsson
Miðstjórn ASÍ ræddi
gjaldeyrishöftin
Milli miðnættis og klukkan sex í
gærmorgun mældust yfir 100 jarð-
skjálftar um tvo kílómetra NNV við
Hellisheiðarvirkjun. Þetta kemur
fram á vefsvæði Veðurstofu Íslands
og að stærstu skjálftarnir voru um 2
að stærð. Langflestir voru þeir þó
innan við einn að stærð. Hrinan
kemur í framhaldi af hrinu sem var
aðfaranótt sunnudags og á svipuðum
stað. Skjálftavirknin núna var þó
heldur vestar en fyrri skjálftahrinur,
líkt og þróunin hefur verið.
Enn skelfur
á Hellisheiði
Magnús Stefánsson garðyrkjumaður var að sinna spínatuppskerunni í Lamb-
haga þegar ljósmyndara bar þar að garði í gær en spínat hefur verið ræktað
hjá garðyrkjustöðinni í um eitt ár. Hafberg Þórisson, sem stofnaði stöðina
1979, gerði tilraunir með tæplega 100 tegundir áður en hann hóf ræktun en
framleiðslugetan er um eitt og hálft tonn á mánuði.
„Þetta er mjög skemmtileg viðbót við það sem ég er að gera en þetta er dá-
lítið erfið ræktun og gefur ekki mikið af sér,“ segir Hafberg. Ræktun erlend-
is, utandyra í heitu loftslagi, sé mun hagkvæmari. Hafberg hyggst þó skoða
aðrar ræktunaraðferðir enda er eftirspurn eftir spínatinu gríðarlega mikil
og nam innflutningur á því um 60 tonnum á ári fyrir fimm árum.
Rækta 18 tonn af spínati á ári í Lambhaga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Morgunblaðið
gefur út
stórglæsilegt
blað um garðinn
föstudaginn
18. maí.
Garðablaðð verður með góðum
upplýsingum um garðinn, pallinn,
heita potta,sumarblómin,
sumarhúsgögn og grill. Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 12, mánudaginn 14. maí.
Garða
blaðið
SÉ
RB
LA
Ð
Garðablað