Morgunblaðið - 26.04.2012, Page 9

Morgunblaðið - 26.04.2012, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Matarkarfan reyndist ódýrust í Bónus en næst ódýrust í Fjarðarkaupum í verðlagskönnun Alþýðusambands Ís- lands síðastliðinn mánudag. Karfan kostaði 20.404 krónur í Bónus en 22.058 krónur í Fjarðarkaupum. Dýr- ust var karfan í Nóatúni, þar sem hún kostaði 24.680 krónur, og næst dýrust í Samkaupum-Úrvali, þar sem hún kostaði 24.658. Matarkarfan samanstendur af 54 neysluvörum til heimilisins en af ein- staka vörum var mestur munur á bön- unum, 194%, en þeir voru dýrastir í Hagkaupi á 379 kr./kg. og ódýrastir hjá Fjarðarkaupum á 129 kr./kg. Þá var mikill verðmunur á ódýrustu fáan- legu pastaskrúfum, eða 166%, sem kostuðu 518 kr./kg. í Nóatúni en 195 kr./kg. í Bónus. Enginn verðmunur var á nýmjólk sem kostaði alls staðar 115 kr./l. Dreifa álagningunni jafnt Í könnuninni var ekki farið í versl- anirnar Víði eða Kost, þar sem þær telja það ekki þjóna hagsmunum sín- um að gerður sé verðsamanburður á vöruverði í verslunum þeirra og öðr- um verslunum, segir í tilkynningu frá ASÍ. Fjarðarkaup sker sig nokkuð úr þeim hópi verslana sem verðlagseft- irlit ASÍ heimsótti þar sem um staka verslun er að ræða en ekki verslana- keðju. Þá hefur hún, ólíkt þeim versl- unum sem hún hefur skipað sér sess með hvað verðlagningu snertir, aldrei verið auglýst sem lágvöruverðsversl- un. Gísli Þór Sigurbergsson í Fjarð- arkaupum segir niðurstöður könnun- arinnar ánægjulegar en markvisst hafi verið unnið að því undanfarna mánuði að lækka vöruverð í verslun- inni. „Það hefur alltaf verið verðstefnan hjá okkur að vera í heildina með lága álagningu. Við höfum ekki lagt meira ofan á t.d. heilsuvörur en kjötborðið. Það hefur verið okkar stefna og sú stefna hefur haldið okkur meðal þeirra lægstu,“ segir Gísli. holmfridur@mbl.is Fjarðarkaup næstódýrust  Matarkarfan ódýrust í Bónus samkvæmt verðlagskönnun ASÍ en dýrust í Nóatúni  194% verðmunur á bönunum Verðkönnun ASÍ í matvöruverslunum 23. apríl 2012 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 Bónus Fjarðar-kaup Krónan Nettó Hagkaup Samkaup- Úrval Nóatún 20 .4 0 4 kr . 22 .0 58 kr . 22 .2 79 kr . 22 .6 84 kr . 24 .1 44 kr . 24 .6 58 kr . 24 .6 80 kr . - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Brjóstahaldarar fyrir mömmur í öllum stærðum og gerðum Laugavegi 63 • S: 551 4422 FALLEGUR SUMARJAKKI M/HETTU Skoðið sýnishorn á laxdal.is Verð27.900 kr. Hæðasmára 4 Sími 555 7355 • www.selena.is 40-70% afsláttur af öllum fatnaði frá Frábær tilboð á völdum undirfatalínum                            til vinnu og frístunda Fatnaður og skór 25180 Litir: Svartur/hvítur Kr. 7.990 25170 Litir: Ljósblátt/dökkblátt Kr. 6.990 25130 Litir: Svart/hvítt Kr. 7.690 25220 Litir: Rautt/sand/blátt Kr. 7.990 25090 Litir: Svart/hvítt/blátt Kr. 10.900 00314 Litir: Svart/hvítt/ rautt/blátt Kr. 11.900 Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2878, praxis.is 25200 Litir: Svart/hvítt Kr. 8.600 Erum á sama stað og Friendtex Opið mán – fös kl. 11.00 – 17.00 Lokað laugardaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.