Morgunblaðið - 26.04.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 26.04.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Finndu okkur á facebook.com/lindexiceland Kjóll, 3995,– Toppur, 2995,– ir dóm Hæstaréttar á milli hópa lántakenda sem eru annars vegar með gengistryggð lán og hinna sem hafa verðtryggðu lánin. Við þurfum að tryggja að fólki finnist að það hafi verið rétt gefið og það hafi verið komið fram af sanngirni gagnvart lánþegum í þessu landi. Að það sé ekki um það að ræða að það sé verulega verið að mis- muna fólki eftir tegundum lána, þannig að þeir sem tóku gengistryggð lán njóti margfaldrar skuldaleiðréttingar umfram þá sem tóku verð- tryggð lán. Það verður þó ekki hægt að gera allt fyrir alla en forgangsmálið verður að vera að að- stoða þá sem eru í miklum greiðsluvanda, ekki síst ungt barnafólk sem keypti fasteignir á há- tindi fasteignabólunnar.“ Telur þingmeirihluta fyrir málunum Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, er einn- ig bjartsýnn. „Ég tel að það séu ágætar líkur á að það takist að ljúka þessum málum áður en vorþinginu lýkur. Sum þessara mála eru um- deild. Ég reikna samt með því að þingmeirihluti sé fyrir þeim. Ríkisstjórnin er meirihlutastjórn og ég á frekar von á því að henni takist það,“ segir Árni Þór sem svarar svo þegar spurt er um kröfu þingmanna Hreyfingarinnar: „Þau verða að tala fyrir sig. Við höfum átt ágætt sam- starf við Hreyfinguna og vonumst til þess að það geti haldið áfram. En ég vonast líka til þess að það geti náðst samstaða við aðra í stjórnarandstöðunni um vissa hluti sem er þýðingarmikið að hafa þokkalega breiða samstöðu um, eins og til dæmis sjávarútvegsmálin.“ Spurður út í þá gagnrýni stjórnar- andstöðunnar að vegna skamms fyrir- vara séu auknar líkur á mistökum við lagasetningu bendir Árni Þór á að sum málin eigi sér langan aðdrag- anda. Hafa átt sér langan aðdraganda „Það er alltaf mikilvægt að menn reyni að vanda sig eins og þeir geta. Það er tilgangurinn með vinnunni í þinginu að taka mál sem þangað koma til gaumgæfilegrar skoðunar og senda til umsagnar og annað slíkt og vinna svo úr því. Nú hafa þessi stóru mál, eins og til dæmis sjávar- útvegsmálin, átt langan aðdraganda í sjálfu sér. Það hafa verið gerðar atlögur að því áður. Hvað varðar rammaáætlunina er auðvitað búið að vinna heilmikið að henni á vegum verkefnis- stjórnarinnar um rammaáætlun. Hvort vinnan sem hefur verið lögð í áætlunina verði nýtt í þinginu er þeirra nefnda sem fara með þessa mál að ráða fram úr. Ég er alveg sammála því að það þarf að vanda til verka. En það er engin ástæða til þess að örvænta. Það eru fjórar til fimm vikur eftir af þinginu. Menn geta alveg unnið þessa vinnu vel.“ Jón Bjarnason, flokksbróðir Árna Þórs, dregur í efa að hægt verði að ljúka stóru mál- unum á vorþingi. „Ég tel það varla raunhæft innan þeirra tímamarka sem Alþingi hefur sett sér. Þessi mál eru seint fram komin og eru mis- jafnlega undirbúin. Alþingi hefur verið gagn- rýnt fyrir hroðvirknisleg vinnubrögð. Það er eitt af því sem þarf að bæta í störfum þingsins.“ Stjórnarliða bíða mörg stórmál áður en vorþing er úti í maílok Morgunblaðið/Kristinn Af vorþingi Miklar annir verða hjá þingmönnum næstu vikur. Ýmis stór mál eru á dagskrá.  Tveir þingmenn hvor úr sínum stjórnarflokknum telja raunhæft að afgreiða kvótafrumvörpin í vor BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vorþingi lýkur samkvæmt starfsáætlun 31. maí og eru því 18 þingdagar eftir áður en þingið fer í frí, að eldhúsdegi meðtöldum. Á þessum fimm vikum stefnir ríkisstjórnin á að afgreiða nokkur stórmál og má þar nefna kvótamálin, ramma- áætlun, skuldamál heimilanna, stjórnarskrár- málið og deiluna um Vaðlaheiðargöng. Ríkisstjórnin hefur nauman meirihluta á þingi og er það til marks um ótrygga stöðu hennar að það skyldi vekja athygli þegar Hreyf- ingin, einn stjórnarandstöðuflokka, sendi stjórnarflokkunum þau skilaboð að hún myndi ekki sitja hjá við vantrauststillögu nema tekið yrði á tilteknum málum, þ.m.t. skuldavanda heimilanna og stjórnarskrármálinu. Mikilvægt fyrir íslenskt samfélag Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar- innar, kveðst vongóður um að þinginu takist að afgreiða stærstu málin fyrir sumarfrí. „Það er deilt um ákveðna þætti í einstökum málum enda um að ræða viðamikil mál sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag. Við mun- um vinna þessi mál þannig að við komum þeim í gegnum þingið. Það þarf ekki síst að leiða kvótafrumvörpin, stjórnarskrármálið, ramma- áætlun, stjórnarráðsfrumvarp og skuldamál heimilanna til lykta. Það er gríðarlega mikilvægt að koma fisk- inum og rammaáætluninni í höfn á þessu þingi. Það er lykilatriði varðandi þessa undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar að aflétta þeirri óvissu sem hefur verið um framtíðarskipan þessara mála. Það er augljóst að menn þurfa að vinna mjög vel í sjávarútvegsfrumvörpunum. Það eru deildar meiningar um einstök atriði þeirra og verkefnið er að finna jafnvægi milli ólíkra sjónarmiða, umfram allt að tryggja varanlega þjóðareign auðlindarinnar, jafnræði og atvinnufrelsi í greininni með eðlilegri nýliðun en jafnframt að sjávarútvegsfyrirtæki geti þrif- ist í breyttu kerfi. Við erum með álit mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna á bakinu um að fiskveiðistjórnunarkerfið tryggi ekki jafnan aðgang að auðlindinni og þurfum að bregðast við því. Þess vegna skiptir kerfisbreytingin verulegu máli og ekki síst stærðin á leigupott- inum sem til verður.“ Kosið verði um tillögurnar í haustbyrjun Spurður út í stjórnlagamálið kveðst Skúli horfa til þjóðaratkvæðagreiðslu í september. „Ég tel mikilvægt að finna leið til þess að þjóðin fái að segja álit sitt á frumvarpi stjórn- lagaráðs. Það skiptir mjög miklu máli upp á að tryggja áframhaldandi vinnu inni í þinginu að hið mikilvæga starf stjórnlagaráðs fái ákveðið lögmæti. Það gerist með því að bera frumvarpið undir þjóðina og fá þar fyrir utan sérstakt álit hennar á tilteknum álitamálum eins og málið hefur verið lagt upp. Það væri eðlilegt að gera það snemma í haust.“ Hvað skuldamálin snertir segir Skúli sann- girnissjónarmið höfð að leiðarljósi. „Það þarf að bregðast við auknu misvægi eft- Skúli Helgason Jón Bjarnason Árni Þór Sigurðsson „Við höfum samið reglur um undirbúning laga- frumvarpa sem lögð eru fram í ríkisstjórn til þess að tryggja bætt vinnu- brögð. Þá hefur forsætis- ráðuneytið ákveðið að auka forystuhlutverk sitt og samráð við önnur ráðu- neyti fyrir framlagningu þingmálaskrár og mun hafa til hliðsjónar tillögur þingmannanefndarinnar um að stjórn- arfrumvörp verði lögð fram með góðum fyrirvara,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra 14. september 2010 í tilefni þess að ríkisstjórnin samþykkti tillögur þing- mannanefndarinnar samhljóða. Frumvörpin séu betur undirbúin Nefndin var stofnuð til að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og ályktaði hún m.a. að bæta þyrfti stjórnsýsluna með lær- dóm hrunsins í huga. Sagði orðrétt í lið 2.1 í Meginniðurstöðum og ályktunum þing- mannanefndarinnar. „Þingmannanefndin tel- ur að taka þurfi til endurskoðunar það verk- lag sem tíðkast hefur við framlagningu stjórnarfrumvarpa með það að markmiði að auka sjálfstæði þingsins gagnvart fram- kvæmdavaldinu. Í því samhengi leggur nefndin til að ríkisstjórn verði gert að leggja fram stjórnarfrumvörp með góðum fyrirvara þannig að þingmönnum gefist gott ráðrúm til að taka þau til faglegrar skoðunar, upp- lýstrar málefnalegrar umræðu og af- greiðslu.“ Ástandið hefur versnað ef eitthvað er Spurður hvort Alþingi hafi farið að þessum tilmælum segir Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, að engin breyting hafi orðið á starfsháttum þingsins. „Það hefur ekkert breyst. Ef eitthvað er hefur ástandið versnað. Það var gefin út handbók um samningu laga- frumvarpa og kynningu meðal hags- munaaðila og svo framvegis. Það hefur held- ur ekki gerst. Mörg þessara frumvarpa eru að koma hrá fyrir þingið og hafa ekki fengið skoðun hjá hagsmunaaðilum.“ Eykur líkurnar á mistökum Atli varar við slíkum vinnubrögðum. „Maður sér fram á að ef ríkisstjórnin ætlar að ná þessum málum í gegn verði það með þvinguðum hætti, með kvöld- og nætur- fundum og öðru slíku þannig að fólk gefist upp. Það er skelfilegt að vera í slíkum darraðardansi. Hættan er sú að það verði gerð alvarleg mistök við lagasetningu. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert sýnt í fari sínu að hún hafi breytt í samræmi við ályktun Al- þingis um skýrslu þingmannanefndarinnar, sem var samþykkt samhljóða á sínum tíma. Það er engin breyting í undirbúningi og með- ferð þingmála,“ segir Atli Gíslason. Ekki farið að tilmælum þingmannanefndar Atli Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.