Morgunblaðið - 26.04.2012, Síða 16

Morgunblaðið - 26.04.2012, Síða 16
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri Landspítalans, telur að breyta þurfi reglum þannig að þeir sjúklingar sem bíða eftir plássi á hjúkrunar- heimilum þurfi að víkja af spítalan- um ef þeir geta fengið pláss á hjúkr- unarheimili. Nú geta þeir neitað að yfirgefa spítalann ef þeir fá ekki inni á því hjúkrunarheimili sem þeir helst kjósa. Í fyrradag lágu 14 manns á bráða- deildum Landspítalans sem gætu dvalið á hjúkrunarheimilum. Hildur bendir á að legudagur á bráðadeild- um spítalans kosti meira en 110.000 krónur en daggjald á hjúkrunar- heimili er 23.000 krónur. „Þetta er brýnt úrlausnarefni,“ segir hún. Vilja helst fá einbýli Hildur segir að óvenjumargir sjúklingar bíði nú eftir vistun á hjúkrunarheimilum. Skýringin sé m.a. sú að plássum á hjúkrunarheim- ilum hafi eitthvað fækkað í höfuð- borginni og eldra fólk geri, skiljan- lega, aukna kröfu um að fá inni á einbýli. Fólk setji sig því á biðlista eftir einbýlum og bíður síðan á Land- spítalanum eftir að þau losni. Starfs- menn spítalans geti aðeins rætt við viðkomandi og góðfúslega óskað eft- ir að þeir setji sig á biðlista á fjórum hjúkrunarheimilum og taki það pláss sem losni fyrst. Margir verði við þessu. „En aðrir eru ákveðnir í að fara á tiltekinn stað. Það getur valdið erfiðleikum því þeir þurfa jafnvel að bíða á bráðadeild, til dæmis bækl- unarskurðdeild, í marga mánuði.“ Alls bíði um 40 manns eftir að komast af spítalanum yfir á hjúkr- unarheimili, flestir ýmist á nýopn- aðri hjúkrunardeild Landspítalans í Landakoti með 18 rúmum og á end- urhæfingardeildum á sama stað. Aðrir bíði á bráðadeildum með til- heyrandi kostnaði. Í heildina eru 674 rúm á spítalan- um og í sumar er gert ráð fyrir að yf- ir hásumarið verði mest 20% þeirra, 136 rúmum „lokað“ eins og það er kallað. Norðmenn fluttir til og frá Hildur bendir á að í nágrannalönd- um Íslands séu sjúkrahús í annarri stöðu, þar sé það á ábyrgð sveitarfé- laga að leysa mál þeirra sem þurfa ekki að vera á sjúkrahúsi heldur geta dvalið á hjúkrunarheimili. „Þar dag- ar fólk ekki uppi á sjúkrahúsum,“ segir hún. Í Noregi sé lögð rík áhersla á að flytja fólk á hjúkrunar- heimili um leið og mögulegt er. Þar verði sjúklingar að velja fyrsta pláss sem losnar og skiptir þá engu þótt það sé langt frá þeirra heimabyggð. Sjúklingar sem liggi á sjúkrahúsi í Osló verði t.a.m. að sætta sig við að vera fluttir langt út á land þar sem þeir dvelja þangað til pláss losnar í borginni. Hildur telur eðlilegt að hugað verði að svipuðu fyrirkomulagi hér; að fólk þurfi að taka fyrsta pláss sem losnar en verði síðan flutt á það heimili sem það vill helst þegar pláss losnar. Bíða eftir eina rétta plássinu  Um 40 manns liggja á Landspítalanum sem gætu verið í hjúkrunarheimilum  14 á bráðadeildum  Legudagur á bráðadeild kostar yfir 110.000 krónur en daggjald á hjúkrunarheimili er 23.000 kr. Morgunblaðið/Júlíus Aðgerð Í Noregi er lögð rík áhersla á að fólk yfirgefi spítala eins fljótt og mögulegt er. Þá er það jafnvel flutt langt frá heimabyggð, til að byrja með. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Við tökum á móti netum Efnamóttakan tekur við veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e: • netaafskurði • hlutum úr flottrolli • nótaefni Fáðu hjá okkur sérsniðna poka undir netaafskurðinn. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar! Sími 559 2200 www.efnamottakan.is Hildur segir að með breyttu vinnulagi í kjölfar efna- hagshruns- ins hafi mátt loka, þ.e. fækka, mörgum sjúkrarúm- um án þess að það hafi komið niður á starf- seminni. Nú sé hins vegar kom- ið að þolmörkum og á lyflækn- ingasviði hafi líklega verið gengið ívið of langt. Helst þyrfti að opna 10-15 rúm þar aftur en rekstur spítalans leyfi það ekki. „Við erum í rosalegri klemmu, það er allt í járnum,“ segir hún. Úrelt húsnæðið geri starfs- mönnum enn erfiðara fyrir. Eru í rosa- legri klemmu FÆKKUÐU RÚMUM Hildur Helgadóttir Álagið á starfsfólk Landspítalans er mikið og það hefur verið viðvar- andi í mörg ár. „Fólk er orðið þreytt og það kemur fram í auknum veikindum,“ segir Eva Hjörtína Ólafsdóttir, aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á Landspít- alanum. Eva vinnur á lyflækningasviði, nánar tiltekið á smitsjúkdómadeild- inni í Fossvogi. Hún bendir á að allt síðasta ár hafi verið meira en 100% nýting á deildinni og á fyrstu þrem- ur mánuðum þessa árs hafi nýtingin verið 106%. Á deildinni er pláss fyr- ir 22 sjúklinga í herbergjum og þurfi fleiri að leggjast inn á deild- ina sé aðeins pláss fyrir þá á gang- inum. Þar sé pláss fyrir 2-3 en fleiri umframsjúklingar séu ekki lagðir inn því gangurinn bjóði ekki upp á meira. „En ég spyr hver vill liggja á ganginum?“ segir Eva. Slíkt sé alls ekki boðlegt og auk þess brot á ýmsum lögum og reglugerðum. Á deildina komi mikið veikir sjúklingar sem þurfi mikla hjúkrun og hjúkrunarfræðingar og sjúkra- liðar finni verulega fyrir álaginu sem fylgi umframsjúklingum. Álag- ið sé sömuleiðis mikið á unglækna og aðstoðarlækna. „Þeir þurfa líka að hlaupa mikið,“ segir hún. Eva segir að álagið leggist hvað þyngst á unga hjúkrunarfræðinga „sem eru kannski ekki eins harð- gerðir“. Þeir hugsi sér til hreyfings ýmist á aðrar sjúkrastofnanir eða íhugi að hætta hjúkrun og læra eitt- hvað allt annað. Í þessu ástandi hlaðist þreytan upp í starfsfólkinu. Þetta álag verð- ur til þess að það verður ekki eins mikil framþróun og áherslan á fag- legt starf verður svolítið útundan þegar við þurfum dag eftir dag að láta okkur nægja að gera aðeins það helsta fyrir sjúklinga,“ segir hún. „Það þarf eitthvað að fara að breytast. Það þarf að setja meiri peninga í þetta. Við viljum ekki veita hjúkrun á hlaupum eða kvíða því að koma í vinnuna.“ Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Starfsmenn finna fyrir auknu álagi og fjarvera hefur aukist vegna veikinda. Álagið dregur úr þróun og bitnar á faglegu starfi Aukið álag » Sjúklingum á Landspít- alanum fjölgaði um 9,5% á fyrstu þremur mánuðum árs- ins frá sama tíma í fyrra. » 57 fleiri sjúklingar komu á dag en rúmum fjölgaði um 2%, þ.e. 15 fleiri rúm voru opin eða til reiðu fyrir sjúklinga. » Komum á bráðamóttökuna fjölgaði um 5,7% og skurð- aðgerðum fjölgaði um 2,5%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.